Morgunblaðið - 16.02.1964, Page 30

Morgunblaðið - 16.02.1964, Page 30
30 MORGVNBLAÐIÐ Sunnu'dagur 16. febr. 1964 Rannsakað hvarf 13 sænskra sjómanna Talið að þeir hafi verið flutfir nauðugir til Sovétríkjanna — Rússneskur kafbátur sökkti 1942 „Kinnekulle“ fannst 1 i sra.Kfl'íii m mosöNO x Mírg.ireia v ['uleá' •x p C r L11 j e y a I c k ^Gotska ‘Sandön GOTLAND f OLAND fsEGERSTAD 1 X áda Gorihon B r i g t Slíi re' ^ 80RNH0LM < V * f I Fimm sænskum skipum var sökkt á Eystrasalti 1942, þar á með al „eBngt Sture“. Krossarnir sýna staðina ]>ar sem skipin sukku. „Bengt Sture44 mannlaus á EINS og skýrt hefur verið frá í fréttum rannsakar sænska utanríkisráðuneytið nú afdrif skipshafna tveggja sænskra flutningaskipa. Ann- að hvarf á Eystrasalti í febr- úar 1948, en hitt var skotið niður af rússneskum kafbáti á likum slóðum 1942. Sterk- Jiirgen Rohwer. Vegna upplýs- inga í bók hans er hafin rann- sókn á hvarfi sex manna 1942 ur grunur hefur risið um að áhafnir þessarra skipa hafi verið fluttar til Sovétríkj- anna og séu þar enn i fanga- búðum eða nauðungarvinnu. Rannsóknirnar á afdrifum áhafnar flutningaskipsins „Kinnekulle“, sem hvarf 1948, hófust eftir að sjóma&ur einn í Gautat>org sagðist hafa hitt skipstj óra skipsins, Bert- il Johansson, í Riga í Lett- landi fyrir tveimur árum. Sjómaðurinn þorði ekki að skýra frá þessu fyrr en nú af ótta við, að sovézk yfirvöld kyrrsettu hann ef hann kæmi til Riga. Frá 1955-56 hefur leikið grunur á að sex Svíar af á- höfn sænska flutningaskips- ins „Bengt Sture“, sem sökkt var á Eystrasalti 1942, væru á lífi í Rússlandi. Voru það þýzkir og austurrískir stríðs- fangar, sem srleppt var 1955- 56, sem sögðust hafa hitt að minnsta kosti tvo Svía í fanga búðum í Rússlandi. Eftir- nöfn þessara Svia voru þau sömu og eftirnöfn tveggja af áhöfn, Bengt Sture.“ Eftir þessar upplýsingar garði saanska utanríkisráðuneytið reki 1948 fyrirspurnir trm mennina I Sovétríkjunum, en án árang- urs..Ástæðan til þess að rann sókn á afdrifum mannanna er hafin á ný, eru upplýsingar, sem þýzkur sagnfræðingur, Júrgen Rohwer, hefur safnað og eru í bók, sem hann hefur getfíð út. Þar er m.a. þýdd- ur kafli úr bók eftir sovézka höfuðsmanninn P. Miljutin. Bók hans var gefin út af varn armái-aráðuneyti Sovétrikj- anna 1960 og fjallar hún um pðgerðir sovézka kafbátsins „SC 406“ á Eystrasalti. Segir m.a., að aðfaranótt 29. októ- ber 1942 -hafi kafbátur þessi sökkt sænsku flutningaskipi á Eystrasalti, en bjargað sex mönnum af áhöfn þess og flutt þá fangna til Sovétríkj- anna. Nafn flutningaskipsins er ekki nefnt 1 bók Miljutins, en í grein úr tímariti sovézka flotans, sem Rohwer Vitnar í, segir, að aðfaranóít 29. októ- ber hafi kafbáturinn „SC 406“ sökkt „Bengt Sture“. Þyk ir þetta taka af allan vafa um, að „Bengt Sture“ sé skipið, sem Miljutin segir frá. Þar til bók Rohwers kom út, var sænska utanríkisráðuneyt- inu ókunnugt um skrif Milj- utins. Rohwer fjallar í bók sinni ýtarlega um hernað á Eystrasalti og Norðursjó í síðari heimsstyrjöldinni. Á styrjaldarárunum var sökkt 270 sænskum flutningaskipum og til þessa hefur verið óvíst um afdrif 25 þeirra, en með rannsóknum sínum hefur Ro- hwer tekizt að upplýsa enda- lok allra nema tveggja lítilla skipa með samtals sjö manna áhöfn. Af skipunum 23, sem Rohwer skýrir frá, sökktu Þjóðverjar 22, en Rússar 1. Alls fórust 495 menn með þess um skipum. Þeir, sem bjang- að var voru allir fluttir heim til Svíþjóðar. Eins og áður segir beitir sænska utanríkisráðuneytið sér nú fyrir rannsóknum á af- drifum mannanna af „Kinne- kulle“ og Bengt Sture“. Verð- ur gert allt, sem unnt er til þess að finna mennina og fá þá látna lausa og Rússar krafð ir skýringa á athæfi þessu. í bók Miljutins höfuðsmanns þar sem skýrt er frá afdrifum „Bengt Sture“, segir, að skömmu fyrir miðnætti 28. október 1942 hafi Opisov höf- uðsmaður, sgjn var vaktstjóri á „SC 406“ orðið var við ferð- ir sænsks flutningaskips. Hafi hann ákveðið að leggja til at- lögu og látið skjóta tveimur tundurskeytum að skipinu en þau misst marks. Skipið hafi lagt á flótta en kafbáturinn elt. Á miðnætti hafi kafbáturinn gert .aðra árás á skipið án ár- angurs, en í þriðju árásinni, um háliri klukkustund síðar, hafi tundurskeyti skorið flutn- Bertil Johansson hvarf 1948 ingaskipið í tvennt. Sex mönn um af skipinu hafi verið bjarg- að um borð í kafbátinn og þeir síðan fluttir til Rússlands. Níu menn fórust með „Bengt Sture“. Miljutin segir, að þeir, sem bjargað hafi verið um borð í kafbátinn, hafi verið skip- stjórinn, næst æðsti maður skipsins, vélamaður, kokkur, kyndari . og eldhússtúlka. í skýrslu, sem sænska utanríkis- ráðuneytinu barst frá Vestur- Þýzkalandi segir, áð samkvæmt ummælum vestur-þýzkra og austurrískra stríðsfanga, sem Rússar hafi látið lausa, séu að minnsta kosti tveir sænskir sjómenn í haldi í Rússlandi og hafi verið frá því á stríðsár- unum. Segir í skýrslunni, að annar mannanna hafi ættar- nafnið V/alter en hinn Berg- ström. Fyrstj stýrimaður á „Bengt Sture“, þ.e.a.s. næst æðsti maður skipsins, hét John Arne Walter, 'en annar vélamað ur August Bergström.1 Strax og upplýsingarnar frá Vestur- Þýzkalandi bárust, sneri ut- anríkisráðuneyti Svíþjóðar sér til Sovétstjórnarinnar og spurð ist fyrir um afdrif þessara manna, en það var án árangurs. Nú hefur ráðuneytið eins og fyrr segir, tekið málið í sínar hendur á ný vegna upplýsinga Júrgens Rohwers, og krafizt þess að Sovétstjórnin gerði grein fyrir afdrifum mann- anna sex, sem teknir voru um borð í kafbátinn „SC 406“ að- faranótt 29. október 1942. Eins og áður segir rannsak- ar utanríkisráðuneytið einnig í samráði við lögregluna í Gautaborg hvarf áhafnar flutn ingaskipsins „Kinnekulle“ 1948. Skipið var á leið frá Pól- landi til Svíþjóðar í febrúar það ár, þegar síðast spurðist til áhafnarinnar. Skipið fannst mannlaust á reki úti fyrir ströndum Sjálands nokkrum dögum. síðar. Sjö menn voru með skipinu. Það var fyrir skömmu, sem sjómaður einn í Gautaborg, kom til lögreglunnar og skýrði henni frá því að hann hefði hitt Bertil Johansson skipstjóra á „Kinnikulle“ í Riga fyrir tveimur árum. Sagðist sjómað- urinn ekki hafa þorað að skýra frá þessu fyrr af ótta við að vera kyrrsettur fyrir austan járntjald. Sjómaðurinn sagði, að Bertil Johansson hefði kom ið til hans og beðið hann um hjálp til þess að komast heim til Svíþjóðar. Hann hefði ver- ið illa til reika, enda unnið nauðungarvinnu í kolanámum, ogp>jög hræddur um að komið yrði í veg fyrir flóttatilraun hans. Sjómaðurinn sagðist hafa sagt Johansson að koma um borð daginn, sem skipið legði úr höfn, en hann hefði ekki komið. Ættingjar Bertils Johansson hafa ekki getað sætt sig við að hann væri látinn, dánarvottorð hefur ekki verið gefið út og nafn hans er enn í símaskránni. Sjómaðurinn frá Gautaborg, sem segist hafa hitt Johansson í Riga, hefur rætt við eigin- konu hans og bróður. Þau hafa sýnt honum myndir af Johans- son og hann segist viss um að þær séu af manninum, sem hann hitti. Kona Johansson og bróðir hans hafa nú látið í ljós ósk um að# fá að fara til Riga og reyna að leita hann uppi. Tel- ur utanríkisráðuneytið ekki ó- sennilegt að þeim verði veitt heimild til þess, en áður mun ráðuneytið safna gögnum í málinu með aðstoð lögreglunn- ar í Gautaborg. „Kinnekulle" fannst mannlaust á reki viff Sjálandsstrendur D — Júgóslavar Framh. af bls. 3 ferðuan og leiðum og það ýtrr undir Júgóelava aff hugsa j um þær, ekki endilega til að taka upp ykkar aðferðir, héldur til að hjálpa okikur til að finna okkar eigin. Við víkjum talinu að öðru, og spyrjum bvort algengt sé að Júgóslava/ geri konur að sendiherrum sínum. Og það kemur í ljÓ6 að tvær aðrar bera titilinn ambassador, önnur í Bern, hin hjá Unesco í París. — Við vonum að við fáum brátt íslenzkan sendi- herra til Júgóslavíu og að það verði kona, segir ffúin og brosir. Hún kvaðst ætla að dvelja á íslandi í 10 daga í þetta sinn, en koma aftur síðar. Henni geðjast að Reýkja vik, segir hún. — Fyrir mig skiptir fólkið sjáilft mestu. . Mér var sagt áður en ég kom að íslendingar væru ágætt fólk þegar þeir tækju ofan „and/litsbrynjuna", en mér þyikir vænt um að sjá að al'lir sexn ég hefi hitt hafa umsvifalaust verði elsku legir og þægilegir. Ég var að skrifa bréf heim, þegar þið komiuð og segja að það ein- asta kalda á íslandi væri vsfnið á iandinu. — EPá. *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.