Morgunblaðið - 01.03.1964, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 01.03.1964, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 1. marz 1964 Frakkar hafa nýlega viður- kennt kommúnistastjórnina í Kína, og hafa löndin nú skipzt á sendiherrum. Þetta er kín- verski sendifulltrúinn í París, Sung Chin-kuang. OR ÝMSUM ÁTTUM Miklar deilur hafa verið í Bandaríkjunum um sölu á hveiti til Sovétríkjanna, og hafa hafnarverkamenn sums staðar neitað að vinna að lestun skipanna, sem flytja hveitið. Engu að síður kom fyrsta hveitiskipið, „Exilona“, til Odessa fyrir nokkru, og sést hér á myndinni þegar verið var að losa það. /.•. ..w. •••• -,Si,.........'S v Þetta er kafbáturinn „Auguste Piccard“, en hann mun vera fyrsti kafbáturinn, sem smíðaður er til farþegaflutninga. Heitir kafbát- urinn í höfuðið á manninum, sem teiknaði hann og hafði yfirumsjón með smíðinni, en Piccard er þekktur svissneskur eðlisfræðingur og könnuður undirdjúpanna. Kafbátinn á að nota til neðansjávarsiglinga með farþega í Genfarvatni. Myndin var tekin þegar verið var að flytja bátinn með járnbrautarvögnum frá smiðastöð Piccards í Monthey til Genfarvatns. Báturinn vegur 225 lestir. Dr. Fazil Kutchuk, varaforseti Kýpur, og leiðtogi tyrkneskra manna á eyjunni, ræðir hér við nokkra landa sína. Erfiðlega gengur að skipa 12 manna kviðdóm í máli morð- ingjans Jacks Rubýs, sem myrti Lee Harvey Oswald. — Fyrsti dómarinn var samþykkt ur í síðustu viku. Var það Max E. Causey, 35 ára starfsmaður við rafmagnsfyrirtæki í Dallas. m & '■:■■■ Constantin Grikkjaprins gegnir nú störfum föður síns, Páls konungs, í veikindum hans. Þetta er Lee Harvey Oswald með alvæpni. Myndina tók kona hans, Marina Oswald, i apríl í fyrra við heimili þeirra í Dallas. Heldur Oswald á rifflinum, sem álitið er að hann hafi notað til að drepa Kennedy forseta með. Auk þess ber hann skammbyssu í belti og heldur á dagblaði bandariskra kommúnista, „The Militant". MYNDIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.