Morgunblaðið - 19.03.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.03.1964, Blaðsíða 1
28 síður 51. árj?angur 66. tbl. — Fimmtudagur 19. marz 1964 Prentsmiðja Morgunblaðsins Grikkir beita of- beldi á Kýpur — segja Tyrkir — Ólik afstaða þjóð- arbrotarina til gæzluliðs SÞ Oveður hafa gengið yfir Bretlandseyjar að undanförnu, og hafa víða hiotizt af flóð. Bifreiðaelg- endur urðu margir fyrir miklu tjóni, og félagi bifreiðaeigenda hárust þúsundir beiðna á skömm- vun tíma. — Þessi mynd var tekin á bifreiðastæ ði í Maidstone um helgina. De Gaulle frábærlega fagn- að í Mexíkó Mexico City, Mexíkó, 18. marz. — (AP) — DE GAULLE, Frakklands- íorseti, lýsti því yfir í dag, að alþjóðleg sameiningarvið- leitni muni framvegis setja svip sinn á þróun milliríkja- mála. — Þá lagði for- setinn áherzlu á, að náin sam- Þýzkaland: Myrti vinkonu sína — dreifði hlut- um líksins á þjóðveg Bayreuth, V-Þýzkalandi, 18. marz — AP. V-ÞÝZK lögregla hefur hand- tekið bandarískan hermann sem sakaður er um morð á v-þýzkri vinstúlku sinni. Er hermaðurinn talinn hafa skor ið lík hennar í bita, og dreift þeim síðan á vegum úti. Svo segir í tilkynningu yfirvald- anna í Bayreuth í dag. Talsmaður skýrði frá því, að maðurinn, sem hér um ræð ir, sé 27 ára liðsforingi, gift- ur. Hefur hann verið fluttur frá Bayreuth, og settur í gæzlu annars staðar, af ótta við uppþot. Ekki vildi tals- maðurinn segja, hver banda- ríski hermaðurinn er. Hann var handtekinn, eftir að hlutar úr líkama Ursula Schamel, 19 ára gamallar stúlku, fundust í ferðatösku, sem hann átti. Aðrir smáhlut- Iar úr líki stúlkunnar fundust á hluta þjóðvegarins milli Munchen og Berlín. skipti Frakklands og Mexíkó séu lykilliinn að auknu sam- starfi ríkjanna í Mið- og Suður-Ameríku og Evrópu. • Er DeGaulle heimsótti há- skólann í Mexico City, var honum ákaflega fagnað af 50.000 stúdentum. Lögreglu- vörður varð að halda aftur af ungmennunum, sem vildu um- lykja forsetann. í ræðu, sem DeGaulIe hélt í háskólanum, sagði hann m.a.t „Að baki minnkandi fjarlægð- um, að baki stefnum, sem ekki geta sannað gildi sitt, að baki stjórnarkerfum, sem illa fá stað- izt — að baki þessu öllu býr sameining — nema því aðeins, Framihald á bls. 27 Nicosia, 18. marz — AP—NTB LEIÐTOGI Tyrkja á Kýpur, Fadil Kutchuk, varaforseti, hefur tilkynnt U Thant, fram kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að ófremdarástand ríki á eyjunni. Geti tyrknesk ir menn hvergi verið óhultir, og séu þeir hvarvetna um- setinir. í tilkynningunni til U Thants segir, að vopnaðir grískir hermdarverkamenn hafi víða sett upp vegatálma. Stöðvi þeir ferðir Tyrkja, leiti á fólki, ræni það og auð- mýki á allan hátt. — Meðal þeirra, sem stöðvaðir voru í dag, er sendiherra Tyrkja á Kýpur. Talsmaður brezku gæzlu- liðanna á eyjunni segir, að skothríð hafi heyrzt á norð- urhluta Kýpur í nótt. Senni lega hafi þó þar verið um slvsaskot að ræða. Vestur-þýzka stjórnin sam- þykkti í dag að verja um 20 milj. (ísl. kr.) til gæzlustarfa á Kýpur. Þá er komin fram tillaga í danska þinginu um sams konar fjár- veitingu, að upphæð um 3 millj. ísl. kr. Yfirmaður sænska hluta gæzluliðsins, Jonas Waern, ofursti, hélt í dag frá Stokkihólmi til Ne’V York. Þar mun hann eiga samræður við U Thant, um skyldur gæzluliðsins. Svíar senda um 700 hermenn til Kýp- ur, og verða þeir komnir til eyjar innar um 10. apríl, að því er talið er. Haft er eftir áreiðanlegum heim ildum í New York, að ranghermt sé, að kanadiski hershöfðinginn Burns, sem áður þjónaði á Gaza svæðinu, verði yfirmaður gæzlu- liðs S.þ. Þá var því einnig lýst yfir í dag vestra, að ekki ætti sú fregn við rök að styðjast, að Harry Truman, fyrrum Banda- ríkjaforseti, muni reyna að miðla málum í Kýpurdeilunni. í fregnum frá Nicosia segir, að sennilega muni utanríkisráðh. Kýpur, Spyros Kyprianou, hálda til New York í þessari viku. Muni þar gefa U Thant nýja skýrslu um gang mála. Framh. á bls. 2 Conrad hyggst e.t.v. reyna að fljúga vélinni af jökli — Et hœgt er að koma þangað mótor, gœti ég hafið vélina til flugs Olíuleki olll nauðlendingu í 117. Atlantshafsfluginu MAX CONRAD, flugmað- urinn heimsþekkti, sem í fyrradag nauðlenti á Græn landsjökli, kom til Goose Bay á Labrador síðdegis í Max Conrad — nokkrar miniútur hetfðu getað breytt öilu. gær, og nokkrum mínútum eftir að flugvél frá banda- ríska flughernum lenti þar með flugkappann innan- borðs, átti Mbl. síintal við hann. Kom þar m.a. fram að Conrad telur sig geta flogið vélinni af skriðjökli þeim, seni hann lenti á, ef farið yrði með nýjan mótor á staðinn, en sá sem er í véJinni, er gjörónýtur. Lak af honum öll olía og var það orsök óhappsins. — Þá hafði Mbl. einnig samband við Þorstein Jónsson, flug- stjóra, í Narssassuaq í gær, en svo sem kunnugt er var það Straumfaxi, Skymast- er F. I., sem fann Conrad, undir stjórn Þorsteins. — Það eitt er víst, að ég var mjög heppinn, voru fyrstu orð Max Conrads er Mbl. náði sambandi við hann í Goose Bay. FANN SLÉTTAN BLETT. — Eg var að fara framhjá Grænlandi, er þetta vildi til. Veðrið var fullkomið og því hélt ég mig við ströndina um stund til þess að skoða út- sýnið. Ég var 6—7 mílur frá landi er þetta gerðist. Ég horfði út um hliðarglugga, en þegar ég leit aftur fram, sá ég skyndilega oiíu sprautast á framrúðuna. Leit ég strax á olíuþrýstingsmælinn, og sá að bann sýndi alltof hátt. Þetta vissi ég að boðaði vandræði. Um leið veitti ég því athygli að olía flæddi yfir mótorinn og yfir alla framrúðuna. — Á meðan á þessiu gekk hafði ég beygt og stefndi nú í áttina til lands. Um það leyti og ég náði landi sá ég að öli olía mundi lekin af mót- ornum, ég yrði að nauðlenda og það strax. — Mér íókst að finna slétt- an blett á skriðjökli, einum af þeim sem á Grænlandi ganga niður dáli til sjávar. Jafnframt ga-t ég haft sam- band við Narssarssuaq og til- kynnt þeim staðarákvörðun. Þaðan vax strax hafin leit. GÆTI HAFIÐ VÉLINA TIL FLUGS. — Teijið þér hugsanlegt að hægt verði að bjarga flugvél- inni af jökiinum? — Jú, ef hún fý’-ur ekki bráðlega. En það mundi taka Framh. á bls. 217 Þorsteinn Jónsson Conrad hlýtur að iifa ævintýrariku líifi. UH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.