Morgunblaðið - 19.03.1964, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 19. marz 1964
MORGUNBLAÐIÐ
15
Alexander Jóhannesson, fyrv. háskólarektor:
Þjóðarmetnaður
Islendinga
Frá Landsbankaútibúinu á Hvolsvelli. Til vinstri er Gunnar Einarsson ogr tii hægri Gústaf
Lilliendahl, útibússtjóri.
Landsbankinn opnar
útibú ú Hvolsvelli
LANDSBANKI fslands opnaði í
gær nýtt útibú að Hvolsvelli, í
húsakynnum félagsheimilisins
þar. Útibúið verður opið fyrst
um sinn tvisvar í viku, á þriðju-
dögum og fimmtudögum kl. 2—
S síðdegis.
Útibúið á Hvolsvelli mun
ítarfa í nánum tengslum við úti-
bú Landsbankans á Selfossi, sem
^ók til starfa 1918. Munu starfs-
menn þess annast afgreiðslustörf
í útibúinu á Hvolsvelli.
Landsbankaútibúið mun reka
alla venjulega innlenda og er-
lenda bankaþjónustu. Forstöðu-
maður útibúsins er Gústaf Lillien
dahl, sem starfað hefur við úti-
(Ljósm.: Ottó Eyfjörð)
búið á Selfossi undanfarin 6 ár.
Ásamt honum starfar þar Gunn-
ar Einarsson. Innréttingar allar
fyrir hið nýja útibú annaðist
Trésmíðaverkstæði Kaupfélags
Rangæinga.
Landsbankinn rekur nú útibú
á Akureyri, Eskifirði, Húsavík,
Sandgerði, ísafirði, Selfossi,
Grindavík, Hvolsvelli, Raufar-
höfn (yfir síldveiðitímann) og
einnig hefur bankinn afgreiðslu
í húsakynnum sparisjóðsins í
Keflavík.
Brákarsundsbrúin
og vegamálastjóri
NÝLEGA var kært til sýslu-
mannsins í Borgarnesi útaf um-
ferðarhættu yfir Brá'karsunds-
brúna. Uppfylling austan brúar-
innar var sprungin að endi-
löngu, — en steyptir vega-
vængir halda uppfyllingunni, —
suðurvængurinn hafði gefið sig.
Sýslumaður lét setja hindrun
á suðurhelming vegarins til að
Bridge
létta þunga af vængnum. Enn-
þá stendur yfir deila — bver
eigi að halda brúnni við, Borgar-
neshreppur eða ríkissjóður. Þess-
vegna var þrautalendingin tek-
in að kæra til sýslumannsins
útaf yfirvofandi umferðarhættu.
A s. 1. sumri ritaði ég aðvör-
unargrein um Brákarsunds-
brúna, og snéri máli mínu til
vegamálastjóra, sem svaraði
grein minni með tilvitnun í
vegalög 1924 og hafnarlög fyrir
Borgarneshrepp 1926, — þar sem
Borgarneshreppur á samkvæmt
vegalögum að sjá um vegavið-
hald í hreppnum, en brúin sjálf
sé hluti af hafnarmannvirkinu.
Sú uppfinning og lögskýring
vegamálastjóra kom hér ókunn-
nglega fyrir, Og virðist nokkuð
nýtilkomin, — þar sem fyrrver-
andi vegamálastjóri lét halda
brúnni við, ■— en öngvir hrepps-
nefndarmenn né hafnarnefnd
hér minnist þess að hafa veitt
brúnni viðtöku til eignar og yfir-
ráða eins og hafnarmannvirk-
inu, og hefur því hreppurinn og
höfnin ekki haldið henni við.
Það má öllum ljóst vera að
Brákarsundsbrúin er ekki hluti
af hafnarmannvirkinu í Borgar-
nesi. 1930 þegar brúin var
byggð, var umferðarleiðin milli
norður og suðurlands um Borgar
nes, hér var því um þjóðleið að
ræða, en ekki hreppsfyrirtæki
fyrir Borgarnes.
lengri eða skemmri tíma vegna
ágreinings um hver eigi að sjá
um viðhaild hennar.
I svargrein sinni s. 1. sumar
getur vegamálastjóri þess að
hann þurfi að fá meira fé milli
handa til vegamála. Þá ósk sína
hefur hann nú fengið, með
hækkun benzín um ca. 50% —
svo nú ætti ekki að vera ástæða
til að koma viðhald( ríkissjóðs
yfir á aðra.
Áður fyrr og að sjálfsögðu
enn'þá, er vegamálastjóri ráð-
gefandi um fjárframlög til vega
mála, og því í hans hendi hvort
vegakerfið er aukið á kostnað
viðhaldsins, en til viðbótar því,
sem ég hefi um þetta sagt, verð-
Framh. á bls. 21
ÓNEFNDUR rithöfundur hringdi
mig upp fyrir nokkrum dögum
og kvaðst vilja halda sjónvarps-
tæki sínu. Ég fór að rifja upp
sjónvarpsmálið og kvað þjóðar-
metnað íslendinga valda ávarpi
60-menninganna. Ég bað hann
skilgreina ástæður sínar, en hann
hélt aðeins fast við að mega ó-
áreittur horfa á Keflavíkursjón-
varpið.
íslenzkt sjónvarp viljum vér
öll fá, og auðvitað viljum vér öll
leyfa hermönnunum að horfa á
sitt sjónvarp. En vér viljum sjá
um að vér eignumst íslenzkt sjón
varp, þar sem íslendingar eru
fræddir um allt, sem í heiminum
ber við, á íslenzku, samið af ís-
lenzkum mönnum handa íslend-
ingum. Þetta verður efalaust dýrt
og er því betra að bíða nokkur
ár, því að tækin munu fullkomn-
ast og verða aðeins lítið brot af
því, sem nú er heimtað fyrir þau.
Munurinn er sá, að Keflavíkur-
útvarpið er sniðið fyrir hermenn,
er gegna herskyldu á íslandi, og
eingöngu samið þeim til skemmt-
unar og fróðleiks. En íslenzkt
sjónvarp verður ætlað Islending-
um einum, þótt nokkur hluti
þjóðarinnar láti sér nægja að
horfa á Keflavíkursjónvarpið og
vér fáum að vita, að fjölskyld-
urnar safnast fyrir framan sjón-
varpstækin á kvöldin og horfi á
þau tímunum saman, líkt og fyrir
13 árum, er við Pálmi sálugi
Hannesson rektor vorum boðnir á
heimili amerísks borgara í Was-
hington. Þar sat öll fjölskyldan
fyrir framan sjónvarpstæki heilt
kvöld til að hrorfa á íþróttir o. fl.,
að minnsta kosti þá nauðaómerki
legt efni.
Segjum svo, að íslendingar
hefðu ekki haft ráð á að hafa út-
varp, en danska stjórnin hefði
boðið íslendingum að hlýða á
Núverandi stjórn félagsins, sitjandi frá vinstri: Sigmar Péturs-
son form. og Páll Guðmundss., gjaldkeri. Standandi: Magnús
Pálsson, ritari; Kjartan Jensson og Eirikur Lárusson, með-
stjórnendur.
Alexaner Jóhannesson
fréttir o. fl. frá útvarpi til Fær-
eyja, Islands og Grænlands. Vér
myndum hafa talið oss misboðið.
Öll barátta þjóðarinnar í rúm
100 ár hefur snúizt um að ráða
voru eigin lífi sjálfir. Vér höfum
átt við margskonar vandræði að
stríða, en höfum sigrazt á öllum
erfiðleikum. Vér höfum stofnað
lýðveldi, en berum nokkurn kvíð
boga fyrir framtíðinni, vegna ó-
hófs og eyðslusemi og vegna
kröfu þeirra manna, sem vilja
bera sig saman við ríkar þjóðir,
eins og Bandaríkin eða Svíþjóð
o. fl. og hóta ella að fara af landi
burt. Árin 1918 og 1944 eru
merkilegir áfangar í sögu þjóðar-
innar. Vér höfum í áratugi heimt
að íslenzk handrit heim: íslenzk
handrit, rituð af íslendingum, á
íslenzku, fyrir Islendinga. Nú er
von á þessum handritum, vænt-
anlega fyrir áramót. Og þá höf-
um við einskis frekar að krefjast,
en verðum að skapa oss stakk
eftir vexti og lifa í samræmi við
getu þjóðarinnar. Þá kemur það
fyrir, að ýmsir fjölskyldufeður
útvega sjónvarpstæki handa sér
og börnum sínum, sem í staðinn
fyrir að mennta sig og keppa að
þvi að verða hæf til þess að tak-
ast vandasöm störf á hendur fyr-
ir þjóðfélagið, fyrir fsland, þegar
þeirra tími kemur, hanga nú
stundunum saman fyrir framan
sjónvarpið, til að horfa á margs-
konar atburði úti í heimi, í stað
þess að horfa á íslenzkt sjónvarp,
sem á að geta orðið mikilvægur
þáttur í uppeldi þjóðarinnar.
íslendingar eru bráðlynd þjóð,
sem þyrfti ef til vill ekki að bíða
nema 4—5 ár, unz íslenzkt sjón-
varp væri komið á laggirnar, sem
væri miklu fullkomnara en það
sem nú er, og mörgum sinnum
ódýrara.
Festina lente — flýttu þér
hægt, íslenzka þjóð.
Surtseyjarkvöld
Austfirðingafél. 60 ára
MYNDIN hér að ofan er af ný-
útkominni bndgebók, sem ég
held að marga bridgespilara fýsi
að eignast. Bridgebók þessi er
eérstök hvað höfunda snertir, þar
eð flestir beztu bridgeblaðamenn
og rithöfundar hafa lagt hönd á
plóg. Hafa þekktir sérfræðingar,
svo sem Charles H. Goren, Teren-
ce Reese, Harrison-Gray, Kemp-
sor Jannersteen skrifað kafla í
bókina. 1 bókinni er grein um
einn ísl. bridge meistara, Stef-
»n Stefánsson, sem marga mun
langa til þess að lesa. Bókin heit-
ir „Bridge w riter’s Choice 1964“
og er 183 blaðsíður að stærð og
öll hin smekkiegasta úr garði
gerð. Verð bókarinnar hér á
landi verður 140 krónur og geta
væntanlegir kaupendur snúið sér
til Stefáns Guðjoihnsen, síma
10811, sem er umboðsnraður höf-
unda hérlendis.
Hin nýja vegabilun við brúna
er til viðbótar skemmdunum á
sjálfri brúnni, sem ég varaði
við. — Lengur verður varla
frestað, ef á að bjarga þessu
mannvirki úr hirðuleysinu. —
Vera má að ástæða þyki til að
Allþingi geri samþyikkt sem er
ótvíræð lögskýring, til að ljúka
deilunni um brúna. Mér sýnist
að núverandi vegamálastjóri feti
þarna ekiki í fótspor fyrirrenn-
ara síns mað stórhug og athafna-
semi — því miður — en hann
lét bygigja brúna yfir Brákar-
sund. Ég gerði uppfyllinguna að
brúnni, svo mér er málið kunn-
ugt frá þeim tíma.
Brákarsundsbrúin er tengi-
liður að það mikilli starfsemi,
sem nú er á Brákarey, auk
hafnarmannvirkisins, sem skip-
in leggjast við, vegna hinna
ýmsu þarfa héraðsins, að það er
ótækt að láta hana eyðileggjast,
eða að hindra þangað umferð
U M þessar mundir eru 60 ár
liðin frá því að Austfirðingar í
Reykjavík mynduðu með sér
samtök. Fyrstu árin voru þessi
samtök frekar laus í reipunum
en þó var árlega haldin ein sam-
koma sem þá var kallað Aust-
firðingamót. En eftir því sem
bærinn stækkaði og Austfirð-
ingum fjölgaði í bænum fór að
færast meira líf í mannskapinn
og upp úr þessu var síðan stofn-
að Austfirðingafélagið í Reykja-
vík.
Félagið hefur gengizt fyrir
söfnun og útgáfu á austfirzkum
fræðum og á þann hátt forðað
frá glötun ýmsum fróðleik, sem
síðar meir verður gagnlegar
heimildir fræðilega séð. Þá hef-
ur félagið gengizt fyrir ýmsum
samskotum og söfnunum fyrir
fólk, sem hefur orðið hart úti
vegna eldsvoða eða af náttúru-
hamförum. Ennfremur hefur fé-
lagið látið allt mjög til sín taka
í sambandi við Björgunarskútu-
sjóð Austurlands.
Nú á þessum merku tímamót-
um gefur félagið út afmælisrit og
þá verður haldið afmælishóf í
Sigtúni laugardaginn 21. þ. m.
Þá má gjarnan geta þess, að þar
syngur tvöfaldur kvartett, styrkt
ur þannig að söngvararnir eru
níu. Söngvararnir eru 5 bræður,
þeir Páll, Stefón, Þórir, Eiríkur
og Magnús Þorleifssynir, Reynir
sonur Þóris, Leifur og Björn
Halldórssynir og Haukur Isfeld,
systursonur þeirra. Undirleikari
er Ida Daníelsdóttir, kona Magn-
úsar Þorleifssonar.
vaka endurtekin
FERÐAFÉLAG íslands hefur
efnt til tveggja kvöldvaka þar
sem Surtseyjargosið var á dag-
skrá. Flutti dr. Sigurður Þórarins
sori erindi um gosið og sýndi
myndir á tjaldi. Einnig voru
sýndir kvikmyndabútar frá gos-
inu.
Fyrsta kvöldvakan var svo vel
sótt að hana varð að endurtaka.
Og dugir ekki til. Allir miðar
seldust upp á augabragði á ann
arri kvöldvökunni. Þess vegna
hefur nú verið ákveðið að halda
þriðju kvöldvökuna um þetta
efni á föstudagskvöld.
Hefst fyrirlestur dr. Sigurðar
í SjálfstæðiShúsinu kl. 20,30, en
húsið er opnað kl. 8. Eftir fyrir-
lesturinn verður myndagetraun
og síðan dans.