Morgunblaðið - 19.03.1964, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.03.1964, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ Fimmludagur 19. marz 1964 91 keppa á sund- móti Ægis í kvöld Guðmundur óg Davsð tvívsgis í hörku haráltu »1 KEPPANDI er skráður til keppni á sundmóti Ægis sem haldið verður í Sundhöllinni i kvöld kl. 8.30. Er það næsta sjaldgæf þátttaka og ofan á bæt. Ist að val keppnisgreina er þannig að gera má ráð„ fyrir mjög jafnri og skemmtilegri keppni — og jafnvel nýjum met- um. -yt Tvísýn keppni 100 m flugsund karla og 200 m skriðsund karla eru þær greinar sem mestan Svíor ínrn í 14 lnndsleiki í hondknnttleik SÆNSKA handknattleikssam- bandið hefur ákveðið 14 lands- leiki fyrir sænska landsliðið í karlaflokki, það er varð nr. 2 á heimsmeistarakepninni í Tékkó- slóyakíu. Svíar eru mjög eftir- sóttir sem mótherjar í landsleik — og það að vonum. Fjórir leikjanna eru við Dani, tveir við Norðmenn. f>á mæta Svíar Finnum, V-f>jóð- verjum, Hollendingium, Sviss- lendingum og Frökkum ásamt Tékkum í 2 leikjum. — Fyrri leikur Svíanna við Tékka verð- ur í Málmey. Snell hljóp n 3,59,6 NÉ-SJÁLENDINQURINN og heimsimethafinn í míluhlaupi, Peter Snell, hljóp míluvega- lengd á 3.59,6 mín. á móti í Durban í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem míla er hiaupin á skeanmri tíma en 4 min. á af- rískri grund. Snell hefur sagt að hann hætti keppni eftir Tókíóleikina í haust. Hann á heimsmet í 800 m og 880 yarda hiaupi. Milu- heimsmet hans ex 3.54,4. -• - Átta meiddust í skíðakeppni UM sl. helgi fór fram aiþjóðlegt skíðmót unglinga í Jahorina- fjöllum í Júgóslavíu. í brun- keppni pilta og stúlkna (skyldu ferð) meiddust 8, sumir mjög alvarlega. — Alvarlegust urðu meiðsli austurrískrar stúlku, sem fótbrotnaði á báðum fótum, tvibrotnaði á öðrum. Meistari piita frá í fyrra snexist á fæti og meiddist á öxl. Margir brutu skíði sín og hlutu minniháttar meiðsli. spenning vekja. 200 m skrið- sundið hefur litt verið sýnt á undanförnu mótum. Guðm. Gíslason á metið og er lík- legur til að halda því og sigra nú en hann fær án efa harða keppni frá Davíð Valgarðs- syni hinum unga Keflvíkingi sem nú hefur tekið -eitt af íslandsmetum Guðmundar. Það er einmitt í 50 m flug- sundi sem Davíð hefur teldð metið af Guðmundi og nú mætast þeir á 100 m vega- lengd. Hvað skeður er erfitt um að segja, en vægast sagt má búast við skemmtilegu sundi. í kvennasundunum er Hrafn- hildur ókrýnd drottning en þátt- taka er mjög mikil og verður gaman að sjá baráttuma milli hinna um næstu sæti — og fram- farir þeirra, t. d. Selfossstúlkn- anna og Keflavíkurstúlknanna. Mest er þátttakan í ungliinga- sundunum og fer fram auka- keppni í þeim öllum en 8 keppa til úrslita á mótinu sjálfu. Harka í kvennaleikj- um að Hálogalandi KVENFÓLKIÐ I meistaraflokk- i séð um það að baráttuþráðurinn um bandknattleiksliðanna hefur | á Hálogalandi hefur ekki alveg Dönsku handknattleiks- meistararnir hér í haust Einstætt tilbað44, segja þeir »9 ,JET fantastisk tilbud til de danske mestre“ hljöðar feit og stór þriggja dálka fyrirsögn í BT á dögunum. Tilefnið er að Danmerkurmeistararnir í hand- knattleik karla, Kaupmannahafn arliðið Ajax, hefur fyrst allra danskra félaga fengið tilboð sem gert er frá ísandi um að Danirn ir komi til íslands og leiki hér nokkra leiki. Tilboðið hljóðar upp á fritt uppihald og 11 þús. kr. danskar upp í farareyri. BT segir þetta „fantastisk" boð og segir að Ajaxmenn séu að reyna að fá leiki í 1. deildinni dönsíku færða til svo að af för- inni geti orðið. Danska blaðið segir að dönsku meistararnir muni „án efa svara þessu ein- stæða tilboði já.kvætt“. Blaðið hafði í gær samtal við Jón Kristjánsson einn af forvígis mönnum um handknattleiksmál í Val. Valur á samkvæmt reglum HKRR rétt á „haustheimsókn" erl. liðs í ár og bað danska dóm- arann Knud Knudsen að hafa milligöngu um að útvega gott danskt lið. Til þessa mun frétt BT eiga rót sína að rekja, en svar hefur enn ekki borizt frá Knudsen eða Ajax eða nokikrum öðrum. Valur bauð uppihald og þátt- töku í ferðakostnaði svo tilboð hins danska blaðs er rétt. En við í Val buðum ekki betur en áðrir hafa gert að undanförnu. Og þarna komum við að rúsín unni í pylsuendanum. Nú kalla Danir það einstætt tiiboð að fá greiddan ferðaeyri að hálfu. — Fyrir 2—3 árum þýddi ekiki að minnast á það við Dani að koma hingað til ’keppni án þess að £á allt frítt, fargjald og annað. — Nokkuð hefur því áunnizt og kannski kemur að því að þeir hlaupa til Og ókeypis bara ef okkur dettur í hug að fá þá. Annars undirbúa Valsmenn ut anför unglingaliðs p.e.a.s. 22 ára og yngri í karlaflokki og liðs í m.fl. kvenna. Hugmyr.din er að fara til Danmerkur, Noregs og Svilþjóðar, en aliur undirbúning ur á frumstigi eins og með heim- sóknina í haust. fallið niður meðan landslið karla var í Tékkóslóvakíu. Leikirnir á mánudagskvöld voru harðir mjög og stúlkurnar ófeimnar hvor við aðra og all harðhentar svo að á sumum sá á eftir. Það var líka mikið í húfi því keppninni um íslandstitilinn er að verða lokið. Valur vann FH i mjög hörð- um, tvísýn-um og jöfmum leik með 9 gegn 8 og harkan var slík, að stúlkur úr báðum liðum voru látnar víkja af velli vegna hörku í leik. En á köflum var leilkinn góður handknattleikur og sýni- leg.t er að okkar beztu stúlkur eru að komast í baráttuham fyr- ir Norðurlandamótið sem hér verður haldið í júní. Jafna baróttu háðu Ármann og Breiðablilk og unnu Ármanns stúlkurnar með 13—li, tryggðu sigur sinn með góðum lokakafla. Þá vann Vílkingur Þiótt með 11—7 eftir mjög jafna baráttu framan af. Myndin hér að ofan er af leik Ármanns og Breiðabliks. Sigrún (Rauðhetta) Einarsdóttir, Breiða bliki, er komin í gott færi og skorar örugglega. Hún er senni lega örugg í landslið okkar. i s „Arbók íþráttamanna birt í íþróttablaðinu 44 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 1. hefti 2. árg. er nýkomið út. Er það fjölbreytt mjög að efni og flytur frásagnir og skýrslur um starfið í 11 í- þróttagreinum, sem hér eru ið'k- aðar á s.l. ári. Þetta eintak blaðs ins er því „árbók íþróttamanna“ og er þakkarvert hve snarlega hún kemur nú á prent. Þarna er annáll ársins, prýddur myndum og töfluskýrslum um mót og af- rek. 20 ára tímabil skrásett. Jóhann Bernhard heitinn hóf útgáfu „Árbókar iiþróttamanna“ af miklum dugnaði og vand- virkni árið 1943. Á eigin spýtur eða í sambandi við ÍSÍ gaf hann út árbækurnar um nokkur ár, en útgáfukostnaður var mikill og liggja því í handriti eftir hann óprentaðar árbækur nokkurra ára. Nú hefur blaðanefnd íþrótta blaðsins ákveðið að frarovegis flytji íþróttaiblaðið „árbók íiþrótta manná' en jafnframt verður at- hugaður möguleiki á að prenta handrit Jóhanns Bernharðs svo Árbók íþróttaroanna verði til fyr ir 20 ára tímabil samfleytt. Vel af stað farið. Gísli Halldórsson forseti ÍSÍ ræddi um íþróttablaðið og við- horf ÍSÍ til þess á nýafstöðnum fundi með leiðtogum iþróttamóla. Hann sagði: íþróttaiblaðið hóf göngu sína að nýju á s.l. ári. Sérstök ritnefnd annaðist stjórn blaðsins: Þor- steinn Einarsson, iþróttafulltrúi; Benedikit Jakobsson og Sigurgeir Guðmannsson. Ritstjórar voru Örn Eiðsson og Hallur Símonar- son. 10 eintök af blaðinu komu út. Er sérstök ástæða til þess að þakka ritstjórunum fyrir þeirra starf þar sem þeir hafa átt við marga byjunarörðugleika að stríða, en sigrað þá á viðunandi ihátt. Á þessu ári hefur blaðið eteki verið eins fjöibreytt og fram- kvæmdastjórnin hefði kosið. Kemur þar margt til, m.a. að sér sambönd og héraðssambönd hafa ekki notfært sér það sem skyldi, en eftir samþykkt Haukadals- fundarins * standa vonir til að breyting verði á því, þar sem ein hugur er um að styrkja blaðið og sjá um útvegun á meira efni frá landsbyggðinni. íþróttablaðið byrjar á þessu ári með febrúarhefti, sem verður að því leyti til sérstakt, að það verð ur um leið Árbók iþróttamanna 1963. Verður febrúarhefti blaðs- ins því meira en helmingi stærra en venjulega, og er þar raun- verulega sameinað tvennt, sem verið hefur þýðingarmilkill liður í útgáfustarfsemi íþróttasam- bandsins, þ.e. útgáfa á blaði og Arbókarinnar. lltgófa og útbreiðsla Iþrótta- blaðsins verður það viðfangsefni, sem lögð verður mikil áherzla á. Það er ómetanlegt fyrir íþrótta- menn og iþróttaunnendur að £á blað eins og íþróttablaðið. Það Framhald á bds. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.