Morgunblaðið - 19.03.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.03.1964, Blaðsíða 2
2 MORCU NBLAÐIÐ Fimmtudagur 19. marz 1964 % Vill ná meiri- hluta í DFDS — stjórn þess óttast KButafjár- kaup Lauritzen v Einkaskeyti til Morgunblaðsins. — Kaupmannahöfn, 18. marz. — STJÓRN DFDS, Sameinaða gufuskipafélagsins, reynir nú af öllum mætti að koma í veg fyrir, að meirihluti hlutafjár- ins falli í hendur eins hlut- hafa, Knud Lauritzen, út- gerðarmanns. Hann hefur m.a. gert út „Dan“-skipin svonefndu, sem sérstaklega eru gerð fyrir siglingar í ís- höfum. Lauritzen hefur lengi haft hug á að tryggja sér meirihluta í DFDS, en meginið hlutabréfanna hefur verið í höndum margra smáhluthafa. Þessi viðleitni Lauritzen hefur leitt til tilrauna til að takmarka atkvæðisrétt hluthafa, þannig að enginn einn Engir jarðskjálft- ar fyrir vestan ENGAR jarðhræringar hafa ver- ið við ísafjarðardjú'p síðan á þriðjudagsmorgun, að því er Sig urður Hannesson í Armúla tjáði blaðinu í símtali síðdegis í gær. Sagði hann að heimamenn væru fegnir að þessu væri að *linna. í fyrrinótt biðu vísindamenn og fréttamaður útvarpsins því árangurslaust eftir jarðskjálfta- kipp í Ármúla og komu þeir fljúgandi suður um hádegi í gær. Hafði Guðmundur Pálmason sett upp jarðskjálftamæli á bænum. þeirra geti farið með meir en 2% atkvæða á aðalfundum. Slíkar reglur gilda m.a. um hlutafjár- eign. í „Privatbanken". Lauritzen hefur lýst sig and- vígan slíkri nýskipan í málum DFDS, og því hefur stjórn fé- lagsins gripið til ráða, sem hún telur jafnframt, að hindrað geti erlenda aðila í að seilast til yfir- ráða í félaginu. Hefur stjórn DFDS því beitt sér fyrir stofnun sérstaks félags (holding comp- any), sem leggi gufuskipafélag- inu 30 millj. d. kr. i auknu hluta fé, og fái tilsvarandi atkvæðis- rétt. Þannig var farið að, er líkur vandi steðjaði að Austur-Asíu- félaginu, á sínum tíma, og gafst vel. Nýja félagið hefur þegar verið stofnað, og er það hefur greitt framlag sitt til DFDS, verður heildarhlutafé þess um 110 millj. d. kr. Samþykki aðalfundar DFDS þarf þó með, svo að ætl- un stjórnarinnar nái fram að ganga. Rytgaard. ^ Bóti hvolfi' með 3 drengjum Á SUNNUDAGINN hvolfd. heimatilbúnum Indiánabát undir þremur 13—14 ára drengjum úr Kópavogi. Þetta mun hafa verið 25—50 m. frá landi. Tveir syntu en einn hékk á gúrrnmífktholti. Maður nokkur, £uðmundur Valgarðs, sá til drengjanna, brá skjótti við og synti út. Hjálpaði hann^ drengnum á flotholtinu í land. Þetta gerðist um hádegið á , sunnudag niður undan Véla- tsjóðsbyggingunni. Drengirnir voru á heimatilbúnum báti, grind með tjörguðum striga. Eru það all stöðugir bátar, en drengirnir munu hafa farið all ir út í sömu hliðina og hvolft þannig bátnum. Drengirnir voru allir syndir, en einn mun hafa verið eitthvað miður sín. Gat hann hangið á gúmmíflot holti, sem var i bátnum. Skammt frá voru tveir menn að skoða bát. Annar þeirra, Guðmundur Valgarðs, stakk Ísér strax í sjóinn þegar hann sá til drengjanna og hjálpaði drengjunum í land. Er Soraya af ís- lenzkum ættum? MORGUNBLAÐIÐ frétti í gær, að íslenzk stúlka, Agla Sveinbjörnsdóttir, hefði hitt móðursystur Sorayu, fyrrum keisaradrottningu í Persíu, í Santiago í Ghile, og hún hefði sagzt vera íslenzk í aðra ætt- ina; með öðrum orðum að amma Sorayu hefði verið ís- lenzk. Morgunblaðið áfcti tal við Öglu Sveinbjörnsdóttur í gær þessu máli viðkomandi. Sagði Agla að þetta væri rétt, nema hvað hún hefði ekki hitt þessa konu sjálf, heldur frænka hennar, sem búsett er í Sant- iago. Agla hvað frænku sína hafa verið vantrúaða á þetta í fyrstu og spurt móðursystur Sorayu nánar út í ætterni hennar. Sagðist frúin vera þýzk og íslenzk, móðir henn- ar hefði verið alislenzk, fædd á íslandi en flutzt barnung tii Þýzkalands og búið þar alla ævi. Soraya er dóttir Kihalil. Es fandiari, prins, sem er fjar- skyldur ættingi keisarafjöl- skyldunnar, og þýzkrar konu hans. Þegar Sort.ya varð keis aradrottning, var faðir henn- ar gerður að sendiherra Persíu í V-Þýzkalandi. Ekki kunni Agla að nefna nein nöfn á hinum íslenzku ættingjum Sorayu, en kvaðst ætla að skrifa út og fá nán- ari upplýsingar um það at- riði. Igor Buketoff og Alfred Bren del á íundi með fréttamönnum í aær. Scoticestrengur- inn slitinn SÍMSTREN GURINN Scotice, bilaði milli Færeyja og Skot- lands laust fýrir hádegi á mánu- dag og er því ekki beint talsam- band við Evrópu. Er búízt við að viðgerðarskip verði komið á staðinn á föstudagskvöld. — Venjulega tekur um sólarhringi að gera við, svo vonandi verður þetta komið í lag um helgina. Á meðan er notaður Icecan- strengurinn. Fara skeyti og flugþjónustusamband um Amer- íkulínuna og síðan beint til Ev- rópu, og síminn hefur eina línu þá leiðina. Gengur afgreiðslan að sjálfsögðu miklu hægar af þeim sökum. Einnig er notað loftskeytasamband, en það hef- ur verið lélegt, náðst öðru hverju en dottið niður á milli. 72. tónleikar Siníóniusveitarinnar: Jandarískur stjórnandi, píanóleikari frá Vín t KVÖLD heldur Sinfóníuhljóm- sveit íslands 12. tónleika sína á þessu starfsári í Háskólabíói. — Tónleikunum stjórnar banda- ríski hljómsveitarstjórinn Igor Buketoff, einleikari er píanó- leikarinn Alfred Brendel frá Vínarborg. — Þrjú verk eru á efnisskránni: Helios, forleikur eftir Carl Nielsen, konsert fyrir píanó og hljómsveit nr. 4 eftir Beethoven og Sinfonie singu- liére nr. 5 eftir Franz Adolf Berwald. Þetta eru fyrstu tónleikamir, sem Igor Bugetoff stjórnar hér, en alls stjórnar hann fjórum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar- innar og þeim síðustu á þessu starfsári. 3ugetofif kom til ís- lands á föstudaginn í fyrri viku og hefur síðan æft hljómsveit- ina. Á fundi með fréttamönnum í gær lauk hann miklu lofsorði á hana og sagði: „Sinfóníuhljóm- sveitin er mjög samvinnuþýð og vinnur vel. Hún tekur stöðug- um framförum meðan á æfingu verkanna stendur, en staðnar ekki eftir nokkrar æfingar eins og hljómsveitir gera oft, ef þeim finnst sjálfum þær vera irðnar nægilega æfðar“. Bugetoff ræddi einnig breyt- i.ngar, sem gerðar voru á plast- himninum yfir sviðinu í Háskóla öiói fyrir tónleikaná í kvöld. — Hafnarf jörður ÁRSHÁTÍÐ S T E F N I S, FUS í Hafnarfirði og TÝS, FUS í Kópavogi, veröur í Sjálfstæðis- húsinu í Kópavogi laugardaginn 21. marz og hefst kl. 21,00. — Fjölbreytt skemmtiatriði og dans (Garðar og Gosar). — Aðgöngu miðapantanir í símum 51177 og '1242. — Kýpur Framh. af bls. 1. Ljóst er, að afstaða þjóðarbrot anna á Kýpur til gæzluliðs Sjþ. er ólík. Þannig munu leiðtogar Tyrkja halda því fram, að at- hafnir samtakanna séu tilgangs- lausar, ef þau ætli sér að viður- kenna stjórn Kýpur. Tyrkneskir menn telja stjórnina ólöglega, en grískir ekki. Blöð Griikkja á Kýp ur halda því hins vegar fram, að gæzlulið S.þ. ætli sér að svifta stjórnina öllum voldum. Hefur himininn verið lækkaður og halla hans breytt, en það kemur ekki í ljós fyr en á tón- leikunum hvort breytingarnar eru til bóta. Píanóleikarinn Alfred Brendel kom hingað til lands frá Banda- ríkjunum, en þar hefur hann verið á hljómleikaferð undan- farnar 7 vikur. Brendel sagðist hafa ferðazt víða um Bandarík- in og haldið 14 tónleika. Buke- toff kvaðst vilja skjóta því inn í, að Brendel hefði fengið mjög lofsamlega dóma vestra. Brendel dvelst hér á landi fram yfir helgi og á mánudag og þriðju- dag leikur hann á vegum Tón- listarfélagsins. • Berwald í fyrsta sinn Tvö verkanna á efnisskrá Sinfóníuhljómsveitarinnar í kvöld, Helios-forleikurinn og Sinfonie singuliére, hafa ekki verið flutt áður hér á landi, og hið síðarnefnda er það fyrsta eftir sænska tónskáldið Franz Adolf Berwald, sem íslendingar heyra í hljómleikasal. Berwald er talinn mesta tónskáld Svía á 19. öld og Sinfonie singuliére, sem hann samdi 1845, hefur orð- io mjög vinsæl í föðurlandi hans og víðar. • „Tónlistarbanki“ Sem áður segir, er Igor Buketoff Bandaríkjamaður. — Hann er fæddur i Connecticut 1915. Feril sinn sem hljómsveit- arstjóri hóf hann 1947, en 1948 var hann ráðinn aðalhljóm- sveitarstjóri Singóníuhljómsveit- arinnar í Fort Wayne í Indiana og hefur gegjnt því starfi síðan. Auk þess stjómaði hann æsku- lýðsfcónleikum Fílharmoníuhljóm sveitarinnar í New York á ár- unum 1948—1953 og var oft fenginn til þess að stjórna tón- leikum annarra hljómsveita bæði heima fyrir og erlendis, Á LAUGARDAGINN kl. 2.30 efnir Heimdaliur FUS til helg- arráðstefnu um hina 3 andstöðu flokka Sjálfstæðisflokksins. Ráð stefnan verður í Valhöll við Suð urgötu, en þar flytja erindi Jó- hann Ragnarsson hdl. um Al- þýðuflokkinn, Birgir ísl. Gunn- arsson boi-garfulltrúi um Fram- m.a. hefur hann stjórnað Fíl- harmoníuhljómsveitinni í Ósló og Sinfóníuhljómsveit danska ríkisútvarpsins. Árið 1957 gekkst .Buketoff fyr ir stofnun hins svonefnda „Tón- listarbanka“, en hlutverk bank- ans er að fá upplýsingar um hvaða ný tónverk þyki bezt í hverju landi hverju sinni og hafa þau til reiðu á segulbönd- um fyrir hljómsveitastjóra £ öðrum löndum, sem langa til þess að kynast þeim og flytja þau. „Tónlistarbankinn“ nýtur styrks Rockefeller-sjóðsins. ★ Píanóleikarinn Alfred Brendel er fæddur 1931 og býr nú í Vín- arborg. Hann nam píanóleik hjá S. Dezelic, L. vo. Kaan, Paul Baumgartner, Edouard Stener- mann og Edwin Fisher. 18 ára gamall var Brendel meðal verð- launahafa við Concorso Busoni og síðan hefur hann komið fram sem einleikari í flestum Evrópu- löndum, nálægari Austurlönd- um og Ameríku. Brendel hefur m.a. leikið með Fílharmóníu- hljómsveitinni i Berlín, Ton- halle-hlj ómsveitinni í Ziirich og Fílharmóníuhljómsveitinni 1 London. Sjópróf vegna Cunnfaxa KEFLAVÍK, 18. marz. — Sjó- próf í máli Gunnfaxa, sem sökk út af Eldey, var í gær hjá bæj- arfógeta. Komu þar fyrir rétt skipstjóri og skipshöfn öll. Stóðu sjóprófin til kl. 5 í gær, en var ekki lokið og verður fram hald- ið á mánudag. Bkkert nýtt kom fram sem bént gæti til þess hverjar orsakir slyssins væru. Við sjóprófið voru að venju fulltrúar frá sjóslysanefnd, vá- tryggingarfélögum o. fl. — HSJ. Heimdallar sóknarflokkinn og Hörður Ein- arsson, stud. jur. um kommun- istaflokkinn. Umræður verða á eftir hverju erindi. — Ungir Sjálfstæðismenn eru hvabtir til að taka þátt í ráðstefnunni, en frekari upplýsingar er að fá í skrifsbofu Heimdallar í sóma 17102. Andstöðullokkar Sjállstæðisilokksins Ráðstefna #

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.