Morgunblaðið - 19.03.1964, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ
' Fímmtudagur 19. marz 1964
Ákvörðun um
lendingur SAS
eftir viku
London, 17. marz (NTB)
SKÝRT var frá því í London
í dag, að eftir rúma viku yrði
tekin ákvörðun um hve oft
skandinavíska flugfélagasam-
steypan SAS fengi að lenda
á flugvellinum í Prestwick
Viðræður um lendingarleyfi
SAS hafa farið fram að undan-
förnu milli fulltrúa Norðurland-
anna þriggja og Breta, en sam-
looimulag ekki náðst, sem kunn-
ugt er. Haft hefur verið eftir
Julian Amery, flugmálaráðherra
Breta, að SAS verði leyft að
Ienda tvisvar í viku í Prestwiok
frá 1. apríl n.k., en þá rennur
út samningur, sem heimilar SAS
að lenda sex sinnum í viku
Ákvörðun Breta um að fækka
lendingarleyfum SAS hefur vak
ið mikla gremju bæði í Skandi-
uavíuog SkotlandL______
Ráðstefnu
stádenta-
leiðtoga
IJM þessar mundir stendur
yfir í Reykjavík Norræn for-
mannaráðstefna, en það er
ráðstefna stúdentaleiðtoga frá
öllum Norðurlöndunum.
Ráðstefnur þessar eru yfir-
leitt haldnar tvisvar á ári, en
á þeim bera forystumenn stú-
dentasambandanna á Norður
löndum saman bækur sínar
um hagsmunamál stúdenta og
ræða þróunina innan Alþjóð-
arhreyfinga stúdenta.
Ráðstefnuna hér í Reykja-
vík sitja tveir fulltrúar frá
NoregL Finnlandi og Dan-
mörku, en þrír frá Svíþjóð,
auk nokkurra fulltrúa frá stú-
dentaráði Háskóla íslands.
Stjórnandi Norrænu for-
mannaráðstefnunnar er Jón
E. Ragnarsson, stud. jur.
1 gærkvöldi kom hingað til
lands Joyti Shankar Singh,
frá IndlandL sem er aðalrit-
ari Isycosel — Alþjóðasam-
taka stúdenta — og mun hann
eiga hér viðræður við hina
Norrænu stúdentaleiðtoga.
Fyrirspurnum svarað
Sjómannaskólinn — Fjarskipti — Vörukaupalán í Banda-
ríkjunum — Mce/f tyrir 7 þáltilL
FUNDUR var í SameinuSu
þingi í gær og ræddar þrjár
fyrirspurnir og nokkrar
þingsályktunartillögur.
Nær engar umræður urðu
um tillögurnar.
Lóðamál Sjón-nnnaskólans.
í gær svaraði Gylfi Þ. Gísla-
son, menntamálaráðherra, fyrir-
spurn um lóð Sjómannasikólans
er Gils Guðmundsson bar fram.
Gils Guðmundsson (K), taldi
að óverjandi væri að ekki væri
búið að ákveða Sjómannaskól-
anum lóð, eins og lofað hefði
verið við byggingu hans. Taldi
hann að stöðugt væri verið að
þrengja að byggingunum og ekk
ert hefði verið gert til að prýða
lóðina.
Gylfi Þ. Gíslason sagði, að enn
væri starafndi byggingarnefnd
skólans og formaður hennar
væri skólastjórinn. Byggingar-
nefndin hefði gefið menntamála
ráðuneytinu þær upplýsingar að
þrátt fyrir itrek
Míðar tilraunir
hefði ekki enn
tekizt að £á á-
kveðna lóð skól
ans, en vonir
stæðu til að úr
því fengist bætt
áður en langt
liðL Teldi nefnd
in ekki ástæðu
til að skipuleggja lóðina fyrr en
takmörk hennar væru ákveðin.
Þá spúrði fyrirspyrjandi hvort
ráðherra vildi ekki beita sér
fyrir að máli þessu yrði ráðið
til lýkta og svaraði ráðherra því
að hann nayndi gera það.
Samið uppkast aff reglum um
- fjarskipti.
Pétur Sigurffsson (S) mælti
fyrir fyrirspurn sinni um fjar-
skiptastöðvar í íslenzkum skip-
um. Kvaðst hann hafa flutt
þingsályktunartillögu um endur-
skoðun reglna um fjarskipta-
stöðvar á þingi 1960 og vildi
ihann nú fá að vita hvernig því
máli hefði reitt af.
Ingólfur Jónsson, samgöngu-
málaráðherra kvað eðlilegt að
spurt væri um þetta mál, þar
sem um öryggismál væri að
ræða. Hann
kvað skipaskoð-
unarstjóra hafa
lokið við samn-
ingu uppkasts
að nýjum regl-
um um fjar-
skiptastöðvar ís
lenzkra skipa í
samráði við póst
og símamála-
stjóra, sem ekki hefði gert efnis-
legar breytingar á uppkastinu.
Það hefði nú verið afhent L.I.U.,
A.S.Í. og F.F.S.Í. til atihugunar
og tillagna til breytinga
Pétur Sigurðsson þakkaði svar
ið, en kvaðst harma hve þetta
hefði dregizt. Óskaði hann að
málið yrði sent fleiri aðilum svo
sem nefndum er nú væru starf-
andi og fjölluðu um daglegt eftir
lit með fiskiskipum og fjölluðu
um daglegt eftirlit með fis>ki-
skipum og hin tíðu sjóslys, einn-
ið að málið væri sent Sjómanna-
sambandi íslands.
Ráðherra kvað sjálfsagt að
verða við þessum tilmælum.
Rá.ðstöfun mótvirffisfjár.
Ragnar Arnalds (K) hafði lagt
fram fyrirspurn um vörukaupa-
lán í Bandaríkjunum og mælti
fyrir henni.
Gunnar Thoroddsen, fjármála
ráðherra, svaraði fyrirspurninni
og í ræðu hans koma' einstakir
liðir fyrirspurnarinnar fram, en
honum fórust svo orð:
Herra forseti. Fyrsta spurning
in er á þessa leið: Hve miklu
nema svonefnd PL-480 lán, sem
tekin hafa verið í Bandaríkjun-
um, þ.e. andvirði keyptra vara
sundurliðað frá ári til árs ásamt
ónotuðum kaupaheimildum?
Síðan 1957 hafa árlega verið
gerðir PL-480
vörukaupa-
samningar
milli rí'kisstjóm
ar Bandaríkj -
anna og íslands.
Samningar þess
ir hafa gert ráð
fyrir kaupum á
bandarískum
landbúnaðar-
vörum, svo sem foðurvörum,
hveiti, tóbaki, ávöxtum o.fil.
gegn greiðslu í íslenzkum krón-
um. Samfcv. samningunum hefur
andvirði þeirra skipzt í tvo
hluta. Annar hlutinn, um 75%
andvirðisins hefur gengið til lán
veitinga hér innanlands. Hinn
hhitann um 25% andvirðisins,
hefur Bandaríkjastjórn fengið til
ráðstöfunar vegna eigin þarfa
hér á landi. Heildarupphæð
þeirra vörukaupasamninga sem
gerðir hafa verið árlega á tíma-
bilinu 1957-1963, nemur 15 miillj.
820 þús. dollurum sem sundurlið
ast þannig:
Áriíð 1957 2 millö. 785 þús. $
Árið 1958 3 millj. 65 þús. $
Árið 1959 2 millj. 575 þús. $
Árið 1960 1 millj. 925 þús. $
Árið 1961 1 millj. 840 þús. $
Árið 1962 1 millj. 745 þús. $
Árið 1963 1 millj. 890 þús. $
Samtals: 15 millj. 820 þús. $
16. þ.m. námu greiðslur fyrir
keyptar vörur samkv. samning-
um þessum alls 14 (4 millj. doll-
ara eða í íslenzkum krónum
463,5 millj. á því gengi, sem gilti
er innflytjendur greiddu vörurn-
ar. Mismunurinn á heildarupp-
hæð samninganna og þessum
greiðslum er því um 1,3 millj.
dollara. Af þeirri upphæð er
1 milljón 75 þús. dollarar ónot-
aðar eftirstöðvar kaupaheimilda
samkv. samningunum frá 1967-
1962 og eru þær úr gildi fallnar.
En um 225 þús. dollarar eru
kaupaheimildir samkv. samning-
num frá 1963, en ekki er enn þá
vitað um, að hve miklu l’eyti þær
notast.
13. febrúar s.l. var gert sam-
komulag við Bandaríikjastjórn
um kaup á landbúnaðarvörum á
árinu 1964 fyrir alls 2 millj.
200 þús. dollara, en ekkert af
’peim er enn komið til landsins.
Önnur spurning er á þessa
leið: Hverjum hafa lán þessi ver
ið framlánuð?
Á árunum 1957-1963 var lán-
um ráðstafað til innlendra fram-
kvæmda að upphæð 347,7 millj.
kr. er sundurliðast þannig: Sogs-
virkjunin 92,9 millj., Iðnlána-
sjóður 50 millj., Stofnlána-
deild landbúnaðarins 49 millj.,
ýmsar hafnir 30,5 millj., Fisk-
veiðasjóður 29 millj., Raforku-
sjóður 27,1 millj., Hitaveit*
Reykjavíkur 25 millj., Keflaví'k-
urvegur 21,9 millj., Rafmagns-
veita Reykjavíkur 5.5 millj. og
ýmsir einkaaðiljar 1.3 millj. Sam
tals 347,7 millj. ísl. kr. Auk þess
er óráðstafað 2V4 millj. kr. Ef
samningurinn frá 1963 nýtist að
fullu, þ.e.a.s. allar innkaupaheim
ildir verða notaðar, en ógerlegt
er að segja til um það að svo
stöddu, mundu um það bil 6
millj. bætast við til ráðstöfunar.
Liðurinn ýmsir einkaaðiljar 1,3
millj., er þannig tilkominn, að
I vörukaupasamningurinn frá
1957, hvað svo á, að jafnvirði
50 þús. dollara skyidi lánað
einkaaðiljum. Framkvæmda-
bankinn lánaði það fé til nokk-
urra iðnfyrirtækja.
Þriðja spurningin hljóðar svo:
Hve miklu nema þær greiðslur
samanlagt, sem Bandaríkin hafa
fengið endurgreiddar í íslenzk-
um peningum fyrir Marshall-fé
og PL-480 lán og þau mega ráð-
stafa að vild sinni hér á landi?
Af því mótvirðisfé, sem mynd
aðist við hin óafturkræifu Mar-
shall-framlög fóru í fyrstu 5%
og síðar 10% andvirðisins lögð
inn á sérstakan reikning Banda-
ríkjastjórnar, er henni var
heimilt að ráðstafa hér á landi.
Inn á þennan reikning voru alls
greiddar 27.5 millj. kr. Af and-
virði keyptra vara samkv. PL-
480 vörukaupasamningunum,
hefur Bandaríkjastjórn, eins og
áður segir, fengið í sinn hlut
tæplega 25% eða alls um 113
millj. kr. PL-480 lán, sem tekin
voru árin 1957, 1958 og 1959
endurgreiðast að langmestu leyti
í dollurum, en þau, sem tekin
voru 1960—1963 endurgreiðast í
íslenzkum krónum. Til þessa
hafa afborganir og vextir af þess
um lánum numið alls 17.4
millj. kr.
Fjórða spurningin er svohljóð-
andi: Er ríkisstjórninni kunnugt
um, hvernig Bandaríkjastjórn
og bandaríska sendiráðið hafa
ráðstafað þessu fé hér á landi?
Eins og áður er getið hlaut
Bandaríkjastjórn 27.5 millj. af
óafturkraefu Marshallfé til eigin
ráðstöfunar. Fé þessu varði hún
þannig: Til bandaríska flug-
hersins á Keflavíkurflugyeli,
14,9 millj. Til bandarsíka sendi-
ráðsins vegna byggingar, launa-
greiðslna, skrifstofukostnaðar o.
fl., 7 millj. kr. Ég vil taka það
fram, að þegar Marshallhjálpin
var við lýði, var sérstök stofnun
á vegum Bandaríkjanna í hverju
því landi, sem naut Marshall-
hjálparinnar og það er þessi
stofnun, sem átt er við. —
Til Efnahagssamvinnustofnunar
Bandaríkjanna vegna launa-
greiðslna, skrifstofukostnaðar,
tækniaðstoðar, aðstoðar til iðn-
aðar, landbúnaðar, sjávarútvegs
og fleira, 5.6 millj., samtals 27*4
millj. Af fyrrnefndum 113 millj.
íslenzkra króna hefur Banda-
ríkjastjórn gefið Háskóla ís-
lands 5 millj. kr. til byggingar
raunvísindastofnunar. Að öðru
leyti hefur hún ráðstafað hlut
sínum til greiðslu á kostnaði
vegna bandariska sendiráðsina
hér og varnarliðsins.
Samkv. lánssamningunum er
.Bandaríkjastjórn heimilt að
verja þeim afborgunum og vöxt-
um af PL-480 lánum, sem greið-
ast í krónum, til greiðslu á eigin
útgjöldum hér á landi, enda taki
hún tillit til efnahagsástandsina
í landinu á hverjum tíma við
notkun þess fjár. En eins og áð-
ur segir, nemur þessi fjárhæð
um 17,4 millj. kr.
Fyrirspyrjandi þakkaði grein-
argóð svör. Lagði hann sérstak-
lega upp úr svörum við síðari
liðum fyrirspurnarinnar og
taldi athyglisvert að upplýst
væri að erlent stórveldi hefði
hér yfir að ráða stórum fjárhæð
um
Ingvar Gíslason (F) mælti
fyrir þingisálykutnartillögu um
Fiskiðnskóla, er hann kvað
mikla nauðsyn að stofna hér.
Benedikt Gröndal (A) mælti
fyrir þáltill. sem Katrín Smári
hafði flutt, meðan hún sa-t á
þingi. Er í tillögunni bent á
hina brýnu þörf tannlækna og
farið fram á að úr verði bsatt.
Hannibal Valdemarsson (K)
mælti fyrir þáltill. sinni um á-
byrgðartryggingar atvinnurek-
enda á starfsfólki þeirra, er
hann kvað mikla nauðsyn bera
til bæði fyrir starfsfólkið og
ekki síður atvinnurekendur
sjálfa.
Þá mælti hann einnig fyrir
þáltill. um ferjubryggjur í N-
ísafjarðarsýslu, er hann taldi
mikla nauðsyn byggðarlögum
þar, en ekki kostnaðarsama
framkvæmd.
Einar Olgeirsson (K) mælti
fyrir þáltill. um verðlaunaveit-
ingju fyrir menningarafrek
vegna afmælis lýðveldisins, sem
20 ára yrði á þessu ári. Skuli
verja 5 milljónum til þessa.
Skúli Guffmundsson (F) kvað
ástæðu til að athuga að muna
eftir í þessu sambandi að at-
hafnamenn til lands og sjávar
væru einnig verðlaunaverðir.
Jón Þorsteinsson (A) mæltl
fyrir þáltill. um tryggingar gegn
uppskerubresti og afurðatjóni 1
landbúnaði.
Þorvaldur Garffar Kristjáns-
son (S) mælti fyrir þáltill. um
aðstoð frá Viðreisnarsjóði Ev-
rópuráðsins, er hann kvað lík-
legt að fá mætti og verja skyldi
einvörðungu til eflingar jafn-
vægis í byggð landsins. Þesa
væru dæmi að sjóðurinn hefði
veitt lán til uppbyggingar ein-
stakra héraða í þátttökulöndun-
um nú síðustu ár, en áður hefði
fénu að mestu verið varið til
stuðnings Vestur-Þýzkalandi
vegna flóttamannavandamálsin*
þar, sem nú væri að mestu leyst