Morgunblaðið - 19.03.1964, Blaðsíða 21
Flmmtudagur 19. mars 1984
MORGUNBLAÐIÐ
21
Sextugur í dag:
Bragi Geirdal, Akranesi
ALLLANGT frá ströndum meg- . dóttir ljósmóðir og Steinúlfur
inlands vors norður í hafi mæt- Geirdal barnakennari og út-
ast tveir sterkir straumar, sem gerðarmaður bjuggu um áratuga
að landinu liggja og heyja þar
fangbrögð sín. Hér eigast við
Goifstraumurinn, sem flytur
hlýju og yl úx suðri um endi-
langt Atlantshaf, og Pólstraum-
urinn með kulda og ís norðan
úr dumbshafi. Örlög vor hafa
£rá öndverðu verið mjög háð
J>ví hverju þessara reginafla
hefur vegnað betur hverju
ainni.
Á straumamótum, þar sem
þessi öfl kljást án afláts, rís
Grímsey úr hafi hömrum girt
og tignarleg. Hér hefur þessi út-
vörður lands vors í norðri stað-
ið traustum fótum og um alda-
raðir boðið birginn þeim öflum,
®em annars flest verður undan
að láta. Og traustleiki landsins,
sem það fólk er þarna býr, hef-
ur undir fótum sér speglast í
þess eigin fari, hefur mótað sál
þess og sinni. Dugnaður og
framtakssemi, sem þessu fólki er
í brjóst borin, sækir kjarna,
kraft og þrautseigju í þær lind-
ir að gjöra jafnan miklar kröf-
ur til sjálfs sín. Þessi hugsunar-
háttur hefur reynzt Grímsey-
ingum traustur hornsteinn. í
þessu litla þjóðfélagi ríkir mann
dómur og bræðralag.
Þessar hugleiðingar um nyrztu
byggð vora eiga rót sína að
rekja til þess að fyrir meira en
þremur áratugum fluttist ungur
Grímseyingiur, Bragi Geirdal,
hingað í byggðarlagið og festi
hér rætur.
Raunar var það ekki tilætlun-
in þegar hann tók sig upp í
heimabyggð sinni og hóf ferð
suður á land. Ferðinni var heit-
ið til sjóróðra á Suðurnesjum.
Bn þegar á Akranes kom hafði
Bragi tekið lasleika hokikurn,
svo hann treysti sér ekki þá um
sinn að stunda sjó og réðst í
þess stað til Páls Guðmunds-
sonar, óðalsbónda og hrepps-
nefndaroddvita á Innra-Hólmi,
til starfa á bæ hans. Á heimil-
inu var ung og myndarleg
heimasæta, dóttir Páls bónda, og
feldu þau, Bragi og hún, hugi
saman er tímar liðu. Hinn
ungi vaskleikamaður úr Gríms-
ey, sem gæddur var ríkum að-
löðunarhæfileika við breyttar
aðstæður, undi þama vel hag
sínum. Hann kvæntist heima-
sætunni, heitmey sinni, Helgu
Pálsdóttur og hóf búskap á
einni af hjáleigujörðum Innra-
Hólms, Kirkjubóli. Þannig ráð-
ast örlög manna og er þá vel,
þegar snældunni er snúið á
þann veg að kröftunum er beitt
að því sem þjóð vorri mun, þeg-
ar til lengdar lætur, reynast
heilladrýgst, að rækta landið og
hlynna að og efla staðfestu í
sveitabyggðum vorum. Þessi
Grímseyingur sem hér um ræð-
ir á sextugsafmæli í dag.
Bragi Geirdal ear fædiur
Húsavík, en fluttist kornungur
til Grímseyjar, þar sem foreldr-
ar hans, Hólmfríður Sigurgeirs
Arita Björk Birgisdóttir
skeið. Bragi ólst upp í Grímsey.
Mótaðist hann í uppvextinum af
atvinnuháttum þessa sérstæða
og afskekkta byggðarlags. Hann
seig í björg, kleif kletta og
klúngur, stundaði sjó og vann
að öðrum verkefnum ýmsum,
sem leysa þurfti. Vel endast
mönnum endurminningamar um
fugla og eggjatekju við slíkar
aðstæður, sem um er að ræða í
björgum Grímseyjar. Eigi er að
undra þótt slíkar glæfra- og
dirfskufarir í þessum risabjörg-
um verði mönnum hugstæðar.
Sást það á, er Bragii var setztur
að á Kirkjubóli og hann fór í
fjársmölunarferðir í klettunum
sunnan í Akrafjalli, að hann
hefði áður í kletta komið. En
þar verður þó mörgum óvönum
svimagjarnt.
Bragi hlaut góða menntun i
uppvextinum. Fyrst undir hand-
leiðslu föður síns, sem var góð
ur kennari og unni fróðleik og
fræðslu. Siðar í Eiðaskóla og
við dvöl á sveitasetri í sunnan
verðum Noregi um eins árs
skeið. Bragi var því vel undir
lífsstarf sitt búinn og sá þess
staði í einkalifi hans og ekki
málum.
Bragi húsaði vel jörð sina.
Ræsti hann þar land og rækt
aði. Þar sem áður var lítið býli
og kostir lands í viðjum vatns
og mosa reis upp í höndum
hans góð og farsael bújörð er
framfleytt gat og hýst myndar-
legan bústofn.
En eigi stóð Bragi einn og
óstuddur í þessu ræktunar- og
umbótastarfi. Hann var vel
kvæntur, stóð jafnan við hlið
hans góð kona, sem er frábær
að dugnaði, ráðdeild og reglu-
semi. En slíkum eiginleikum
húsfreyjunnar fylgir blessun og
farsæld í hvívetna.
Bragi tók á þeim árum, sem
hann bjó á Kirkjubóli, mikinn
þátt í félagsmálum. Hann var
lengi í hreppsnefnd, sóknar-
nefnd og fleiri trúnaðarstöðum
gegndi hann. Var hann þar sem
annars staðar góður og liðtæk-
ur liðsmaður.
Eigi gat betri nágranna en
hann og vinsælda nutu þau
hjónin af öllum sem af þeim
höfðu kynni.
Fyrir hálfum áratug kenndi
.Bragi heilsubrests er ágerðist,
svo að hann varð að láta af bú-
skap. Flutti hann þá á Akranes
og hefur búið þar síðan. Ekki
hefur hann fengið bót meina
sinna og býr áfram við mjög
skarðan hlut um heilsufar. En
það aftrar Braga ekki að fylgj-
ast af áhuga með öllu, sem til
umbóta og framfara horfir.
Þann þátt í fari manna geta
veikindi að vísu lamað en eng-
an veginn slökkt þann neista
sem tendrar bál hins gróanda
lífs.
Þótt heilsutapið hafi nú um
skeið dæmt Braga úr leik við
sveitastörfin má honum vera það
mikið ánægjuefni hvert fram-
hald hefur orðið umbóta á
Kirkjubóli í höndum þeirra
manna sem keyptu af honum
jörðina. Þar er nú risið upp
stórbýli þar sem búskapur er
rekinn með miklum myndar-
brag, svo að til fyrirmyndar er.
Þau hjónin, Helga og Bragi,
eiga sex myndarlegar dætur og
eru tvær þeirra giftar.
Ég lýk þessum línum með því
að færa Braga og Helgu konu
hans beztu þakkir okkar hrepps-
búa fyrir langt og gott samstarf
um leið og vér flytjum þeim
hjónum kærar kveðjur á þessu
merkisafmæli og óskum þeim
allra heilla og blessunar.
Pétur Ottesen.
F. 22. júní 1961. D. 12. marz 1963.
„Og dátt lék sér barnið um
dagmálamund,
en dáið var og stirnað um
miðaftans stund“.
ÞESSAJl hendingar, sem áður
voru aðeins sorglegar og fagrar
í vitund okkar, eru nú allt í
einu orðnar að isköldum veru-
leika. Litla systurdóttirin okk-
ar, hún Arna Björk, undi sér
við glaðan leik að morgni, heil-
brigð og iðandi af æskufjöri. En
þegar næsti dagur rann, var
hún liðin — dáin! Það er svo
ótrúlegt — og óskiljanlegt, að
við getum á engan hátt gert
okkur grein fyrir því, að hér sé
um raunveruleika að ræða, og
ennþá síður getum við sætt okk-
ur við það, að við skulum aldrei
fá að sjá hana Örnu litlu aftur.
Hún var alltaf svo elskuleg,
glöð og góð. Þegar hún brosti,
þá voru augun hennar eins og
blikandi stjörnur. Og hláturinn
hennar var svo dásamlega
hljómfagur og kritsalstær. Hvar
sem hún var, fylgdi henni birta
og fölskvalaus gleði. Þegar hún
birtist, þá var alltaf eins og sól-
in færi að skína. Og ennþá ómar
söngurinn hennar í eyrum okk-
ar. Það var alveg ótrúlegt, hvað
mikið hún kunni af vísum og
versum. Og sífellt var hún
syngjandi, svo að unun var á að
hlýða.
En aldrei var þó gleðin henn-
ar eins mikil og nú fyrir
skömmu, er hún fékk sína heit-
ustu ósk uppfyllta, að fara og
sjá barnaleikritið „Mjallhvít" í
Björn K.
Sigurbjörnsson
— SjÖtugur
ÞANN 6. marz s.l. átti Björn
Konráðs Sigurbjörnsson, Suður-
landsbraut 18, sjötíu ára afmæli.
Björn er Húnvetningur að ætt,
fæddur að HvoU í V.-Húnavatns
sýslu, 6. marz 1894. Foreldrar
hans voru Sigurlaug Níelsdóttir
og Sigurbjörn Björn Björnsson,
síðast búsettur að Geitlandi.
—■ Húsnæðismál
Framh. af bls. 17
ingum, sem ég hefi hér orðað.
En nauðsynlegt er, að málið kom
ist þegar á hreyfingu. Það er
nauðsynlegt m.a. vegna þess, að
það þarf þegar að gera ráðstaf-
anir til að afla almenna veð-
lánakerfinu aukins fjár, til þess
að geta gert viðhlítandi skil á
þeim lánaumsóknum, sem nú
liggja fyrir, og ég greindi frá í
upphafi máls míns. Ekki tel ég
þó neina möguleika vera til þess,
að hægt sé að hækka ibúðarlán-
in úr 150 þúsund krónum á þessu
ári. Það mun samt reynast nógu
erfitt að fullnægja með óbreyttu
lánshámarki þeim umsóknum,
sem nú liggja fyrir. Og til þess
að það sé hægt, þarf á því þingi,
sem nú situr, að setja löggjöf um
vátryggingarfélögin og aukningu
skyldusparnaðar, svo að þeir
nýju tekjustofnar geti gefið ráð-
stöfunarfé þegar á þessu ári.
Slíkar aðgerðir gætu verið liður
í heildarlausn þessara mála. En
meginaðgerðirnar þyrfti að und-
irbúa þannig, að þær lægju fyr-
ir í frumvarpsformi, þegar þing
kemur saman á næsta hausti, svo
að ný lög geti tekið gildi frá
næstu áramótum.
Ég sagði í upphafi máls míns,
að það yrði að hafa í huga mögu-
leika hagkerfisins, þegar svarað
væri spunringunni um það, hvað
væri til úrlausnar í húsnæðismál-
unum. Á það vil ég nú að lok-
um leggja áherzlu. Hugmyndir
þær, sem ég hefi hér hreyft, eru
settar fram sem markmið til að
miða að. Það verður svo að ráð-
ast eftir möguleikum hagkerfis-
ins, hvað um framkvæmdir get-
ur orðið, ef á annað borð verður
fallizt á þær leiðir, sem ég hefi
hér rætt um.
Þær hugmyndir, sem ég hefi
hér sett fram um heildarlausn
á húsnæðismálunum, gera ekki
ráð fyrir meiri fjárfestingu í íbúð
arhúsnæði í hlutfalli við þjóðar-
tekjur en verið hefur að meðal-
tali síðasta áratug. En þær
byggja hins vegar á þeirri stað-
reynd, að þjóðin hefur haft efni
á þessari fjárfestingu í þeim
skilningi, að fjármagn til fram-
kvæmdanna hefur komið hvergi
annars staðar en frá þjóðarfram-
leiðslunni sjálfri. Hugmyndirnar
fela ekki í sér stærra þjóðhags-
legt átak, heldur betra skipulag.
Bætt skipulag í lánastarfsemi til
húsbygginga er ekki einungis
nauðsynlegt vegna húsbyggj-
enda, heldur ein helzta forsenda
þess, að ráðið verði við verð-
bólguþróunina í landinu.
Björn Konráðs ólst upp norð-
anlands, gekk að öllum störfum
og varð snemma bráðgerr og
hraustmenni mikið. Á þessum
árum sótti hann í ver suður, en
19'2ö kom hann til Reykjavíkur
og hefur búið hér síðan, þótt
jafnan sé honum ljúft að koma
norður yfir heiðar á fund vina
og ættingja.
Björn er mikill áhugamaður
um hesta og ötull félagi Fáks,
enda hefur hann átt marga góða
stund í hópi félaga sinna á gæð-
ingum sínum. Björn hefur lengi
tekið mikinn þátt í störfum
verkamannafélagsins Dagsbrún
og á afmæli sínu var hann gerð-
ur að ævifélaga í Húnvetninga-
félaginu.
Á afmælinu komu margir og
nutu hlýju og gestrisni á heimili
Dagbjartar og Björns að Suður-
landsbraut 18. Bárust honum
góðar gjafir og kveðjur og marg-
ir eru þeir, sem óska Birni Kon-
ráðs heilla og hamingju á ókomn
um árum.
R. H.
— Brákarsundsbrú
Framh. af bls. 15
ur mér litið yfir vegina í Borgar
firði og endurbætur á þeim, frá
því þeir voru gerðir með skóflu
og hestvögnum um aldamótin,
— en sjálfsagt á ég eftir að
horfa öðruvísi yfir þá á næst-
unni eftir benzínskattinn, — en
nú er hæð veganna víðast eins
og landsins sitthvoru megin við
þá, og því ailvíða versnandi ár
frá ári. í stað þess að endur-
byggja þá eftir þörf tímans með
hinum nýju stórvirku tækjum.
Jón Kristjánsson
Borgarnesi
Þjóðleikhúsinu með foreldrum •
sínum og bróður. Þá var hún
alsæl. Þar fann hún sér fyrir-
mynd. Eins og Mjallhvít vildi
hún vera.
En — getur þá ekki verið, að
sú ósk hennar sé einmitt nú orð-
in að veruleika — að vissu leyti?
Við trúum því hiklaust, að hún
Arna lifi hjá Guði, þótt líkam-
inn hennar verði lagður í gjröf.
Við munum, að Jesús sagði:
„Leyfið börnunum að koma til
mín og bannið þeim það ekki,
því að slíkra er Guðs ríki“, og:
„Sælir eru hjartahreinir, því að
þeir munu Guð sjá“.
Þessi orð Frelsarans eiga við
um Örnu litlu. Og enginn getur
með meiri sanni heitið „Mjall-
hvít“, en saklaust og yndislegt
barn, sem verður engill hjá
Guði
Svo þökkum við þér, elsku,
hjartans litla frænka, fyrir all-
ar samverustundirnar og allar
björtu og ógleymanlegu minn-
ingarnar, sem við eigum um þig.
Og við biðjum hann, sem er
„bróðirinn bezti og barnavinur
mesti“ að blessa þig, leiða þig
og lýsa þér um alla ókomna
tíma.
Auður og Inga.
Samkomui
Fíladelfía
í kvöld kl. 8.30 verður æsku-
lýðssamkoma. Ungt fólik vitn-
ar og syngur. Allir velkomnir.
Guðspekistúka Hafnarfjarðar
heldur opinn fund í kvöld
fimmtudaginn 19. marz í
Sjálfstæðishúsinu kl. 20.30.
Fundarefni: 1. Erindi flutt af
Gretar Fells. 2. Myndas_ýning.
Félagar og velunnarar, fjöl-
mennið og takið með ykkur
gesti. Kaffiveitingar á eftir.
Vér bjóðurn alla velkomna.
Stjórnin.
Hjálpræðisherinn
Fimmtud. kl. 8.30: Almenn
samkoma. Kaptein Ludvigsen
talar. Föstudag: Hjálparflokk-
ur. Ath. Sunnudag: Heimsóikn
frá Noregi. Ofursti Kristian-
sen heimsækir Reykjavík. —
Velkomin.
Látið ekki dragast að athuga
bremsurnar séu þær ekki 1
lagi..
Fullkomin bremsuþjónusta.
W 8KIPH0LTIW Gfrjf I
SÍMI 14340
Dodge-Weapon bifreið
með spili, til sölu. Bifreiðin er í góðu lagi og á góð-
um gúmmíum. Upplýsingar í síma 115, BorgarnesL