Morgunblaðið - 19.03.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.03.1964, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 19. marz 1964 Prófessor Joíís. Andenæs flytur hér háskólafyrirlestra með að skilja glöggt milli aðal- EINN merkasti lögvísindamaður á Norðuriöndum, prófessor Johs. Andenæs flytur fyrirlestra í Há skólanum í dag og á morgun kl. 5,30. Morgtmblaðið býður •iþennan ágæta fræðimann og ís- landsvin velkominn. Hefur blað- ið beðið prófessorinn í refsirétti við Háskóla íslands, Ármann Snævarr að kynna próf. Ande- næs með nokkrum orðum, og fara þau kynningarorð hér á eftir. Einri kunnasti sakfVæðingur í Evrópu, prófessor Jahs. Ande- næs frá Oslóarháskóla, gistir ís- land um þessar mundir í boði Háskóla fslands. Flytur hann fyrirlestra í Háskólanum í dag og á morgun kl. 5,30 báða dag- ana, og fjalla þeir um veigami.kil og athyglisverð efni. í dag ræð- ir hann um stjórnarskrá Noregs frá 1814 og þróun á sviði norsks stjórnskipunarréttar frá þeim tíma allt til 1964. Á morgun ræð ir hann um, hvemig bandarisk lagaframkvæmd komi sér fyrir sjónir, en hann var gistiprófessor við háskólann í Filadelfíu s. 1. haustmisseri. Er ekki að efa, að marga muni fýsa að hlýða máli þessa ágæta vísindamanns og frábæra fyrirlesara. Fyrirlestr- arnir eiga ekki eingöngu erindi til lögfræðinga og laganema, held ur og til annarra þeirra, sem láta sig félagsleg málefni skipta. Prófessor Johannes Andenæs er rösiklega fimmtugur, fæddur 1912, prestssonur frá Norðfirði í Noregi. Hann lauk lögfræði- prófi 1935 eftir glæsilegan náms feril. Hóf brátt kennslu við laga deild Oslóarháskóla og varði doktorsritgerð sína um afibrot, sem fólgin eru í aðgerðarleysi, árið 1943. Vakti sú ritgerð mikla athygli, enda kvað próf. Ussing, hinn kunni danski lögvísinda- maður, svo að orði, að sú rit- gerð væri ein merkasta doktors- ritgerð í lögfræði, sem varin hefði verið á Norðurlöndum. — Árið 1942 lagði lagadeild Oslóar háskóla til, að hann væri skip- aður prófessor í refsirétti, en það embætti varð laust við það að hinn merki refsiréttarprófessor Jon Skeie hafði látið af embætti sakir aldurs. Nazistar virtu þá tillögu háskólans þó að vettugi. Skömmu eftir doktorsprófið 1943 hnepptu Þjóðverjar próf. Ande- næs í fangelsi, og sat hann í fang elsi í nálega hálft annað ár. Mun slíkt vera fágæt reynsla fyrir mann, sem helgað hefur refsi- vísindum starfskrafta sína alla. Hann var þó efeki iðjulaus í fang elsinu, heldur samdi hann þar drög til hins kunna rits síns um stjórnskipun Noregs, er út kom 1945. Er það yfirlitsrit glæsilega ritað og sérlega skemmtilegt af- lestrar. Ætla ég raunar, að á þeim tíma hafi einnig fæðst í huga hans annað rit, stjórnar- skráin og réttaröryggið, er út feom 1945. Johannes Andenæs var nú skipaður prófessor 1945 og jafnframt var hann jettur hæsta- réttardómari. Vöktu ýmis af sér- atkvæðum hins unga prófessors mikla athygli, og hafa þau haft varanlegt gildi um mótun refsi- réttarviðhorfa. Prófessor Andenæs hefur rækt prófessorsembætti sitt með mifel um glæsibrag. Hann er afburða kennari, skýr og frumlegur í framsetningu og á manna hægast atriða og þess er minna gildi hefur. Hann ber og slíka persónu, að allir hljóta af að hrífast. Eftir hann liggja mörg og mikil- væg rit, auk þeirra er að framan getur. Árið 1956 kom út hið mikla rit hans um almenna hluta refsiréttarins, sem ávallt verður talið meðal öndvegisrita í evrópskum refsirétti. Er það rit nú komið út á ensku, og er það næsta fágætt, að norræn kennsu rit séu þýdd á stórmálin. Auð- kennist það rit öðru fremur af af- burða glöggri framsetningu, haganlegri skipan efnisins, hóf- samlegum ályktunum og skerpu og glöggskyggni í hugsun. Próf. Andenæs er lífrænn í bezta lagi í fræðum sínum og allar há- spekilegar hugleiðingar eru hon- um fjarri, og hefur hann þó flestum lögfræðihöfundum frem ur tök á almennri neimspeki. Þetta rit um refsirétt sem slikan tekur og mjög mið af sakfræði, félagsfræði og sálarfræði, en á þær greinir hefur hann lagt mikla stund sem stoðgreinir refsi róttar. Af öðrum ritum eftir próf. Andenæs ber að geta tveggja rita, sem út komu á árinu 1962. Hið fyrra er rit hans um meðferð opinberra mála í héraði, geysi- mikilvægt rit, ekki eingöngu fyr ir norska lögfræðinga, heldur og fyrir norræna lögfræðinga í heild sinni. í ritdómi eftir merk an lögfræðing var þeirri athuga semd einni hreyft við það rit, að miður væri að það tæki ekki einnig til meðferðar opinberra Treystir ekki náunganum Á DÖGUNUM var hópur hesta seldur úr landi og fluttur utan með flug.vél. Þessi útflutningur hefur orðið umhugsunarefni eins bréfritara og fara nokkrar glefur úr bréfi hans hér á eftir: „....En það er líka vítavert að selja hross lifandi úr landi. Hvað tekur þar við þeim? Jú, heyrzt hefur að þeir ættu að leigjast út á hótelum, gestum hótelanna og gistibús- anna til skemmtunar. Það er því undir þessum „gestum" komið, einum af öðrum, hvaða meðferð hestarnir hljóta frá degi til dags . . . Nú hafa þeir bara fundið upp nýrri og hent- ugri aðferð við að kvelja lífið úr hestunum. Þeim er meira að segja borgað fyrir það — og það skiptir þessu máli. Þeir selja hestana til útlanda hæst- bjóðanda, auðvitað. Skyldi þeim ekki notast vel endur- gjaldið? . . . Það á að banna með lögum útflutning á lifandi hestum?“ Svo mör,g eru þau orð. Það langódýrasta í síðustu viku hringdu þrír mála í áfrýjunardómstigunum, en ólíklegt er, að mörg ár líði unz svo er komið, að einnig sú athugasemd eigi ekfki framar við. Hitt ritið, sem út kom eftir hann á árinu 1962, var safn tímarits- ritgerða og blaðagreina svo og ræða, en hann hefur birt mikinn fjölda slíkra ritgerða og greina bæði í lögfræðitímaritunum á Norðurlöndum og víða annars staðar um lönd. Bera þeir próf. Andenæs og próf. Hurwitz nú hæst allra manna sem „essayist- ar“ um lögfræðileg og félagsleg efni hér á Norðurlöndum, og er unun að lesa ritgerðir þeirra beggja, þessara miklu húmanista og andans höfðingja. Hér skal ekki farið lengra út í að ræða um það, hve fjölvirk- ur rithöfundur próf. Andenæs hefur verið nú þegar, en ég læt nægja að benda á, að ritskrá hans, sem fylgdi ritgerðasafn- inu frá 1962, er á 12 blaðsíðum í stóru broti. Prófessor Andenæs hefur ekki eingöngu verið mikilhæfur kenn ari og rithöfundur. Hann hefur einnig verið mikill rannsókna- maður í sakfræðilegum efnum. Fyrir tilstuðlan hans var komið á fót rannsóknarstofnun í refsi- rétti og sakfræði við Oslóarhá- skóla. Er prófessor Andenæs for stöðumaður hennar, skipuleggur þar rannsóknir, sem vakið hafa athygli víðs vegar um lönd, og stendur fyrir útgáfustarfsemi. Hann hefur safnað um sig mörg- um efnilegum ungum mönnum, örvað þá til rannsókna- og rit- starfa og verið þeim hollur leið- beinandi og forsjá. í þessari rann sóknarstöð er lögð áherzla á að náin tengsl séu milli rannsóknar starfseminnar og þeirra aðila í menn og kvörtuðu yfir af- í þessu sambandi voru nefndar greiðslu í lyfjabúðum bæjarins. fjórar lyfjabúðir og samkvæmt frásögn hinna óánægðu við- skiptavina er ljóst, að við- komandi afgreiðslufólk gæti að skaðlausu kynnt sér al- mennar kurteisisvenjur. Óánægjan spratt í öll skipt- in upp af röngum upplýsingum um afgreiðslufrest á lyfjum. í einni lyfjabúð var viðskipta- vini sagt að koma eftir kluk’ku stund. Hann kom á tilsettum tíma og varð þá að bíða í 40 minútur til viðbótar. Annar átti að koma eftir 30 mínútur — og tveimur og hálfri stundu síðan kom hann í þriðja sinn — og var lyfið þá enn ekki tilbúið. Þriðji maðurinn sagði fleiri en . eina slíka sögu. Hann átti að koma á tilsettum tíma til þess að sækja lyf í lyfjabúð, sem hafði næturafgreiðslu. Manninum bráðlá á lyfinu, keypti sér leigubíl úr öðrum bæjarhluta til að sækja það á réttum tíma, en varð þá að bíða í klukkustund í lyfjabúð- inni. Öllum kom saman um að það skipti sjaldnast máli hvort afgreiðsla á lyfjum tæki tvo Prófessor Johs. Andenæs. þjóðfélaginu, sem fjalla mest um framkvæmd refsimála og málefni ungmenna, er eiga við félags- lega aðlögunarörðugleika að etja. Hefur próf. Andenæs tekizt að skapa þarna einstæða rannsókn- arstöð og rannsóknarumhverfi. Af hinum ungu mönnum, sem starfað hafa þarna, hafa fjórir þegar lokið doktorsprófi, en stöð in er 10 ára gömul. Próf. Ande- næs hefur á síðari árum beitt sér fyrir því, að náin samvinna tækist milli þeirra rannsóknar- stofnana og fræðimanna á Norð- urlöndum, sem fást við refsirétt- arleg efni. Hefur verið komið á fót fyrir hans áeggjan og skipu lagsstarf norrænni samstarfs- nefnd á þessu sviði á vegum eða þrjá klukkutíma. Hins vegar yrði að krefjast þess af lyfjabúðunum, að fólki væri ekki stefnt þangað löngju áður en umbeðið lyf væri tilbúið. Og hér komum við að kjarna málsins. Afgreiðslustúlkunum var bent á þessa staðreynd í öllum fyrrgreindum tilvikum — og þær svöruðu aðeins með skæt- ingi og þóttasvip. Almenn kurteisi er það lang- ódýrasta, sem fólk á völ á til notkunar í daglegum viðskipt- um við náungann. En jafn- framt er þetta góð fjárfesting. Röðin komin að öskutunnunum í gær sagði ég, að fleiri sjón- varpsbréf yrðu ekki birt að sinni. En bréfin halda áfram að streyma inn og ég má til að láta eitt fljóta hér með. Það sker sig dálítið úr: „Áskorun 60-menninganna til til Alþingis um takmörkun á sjónvarpinu hefur vakið tölu- verða úlfúð að vonum, þar sem sjónvarpseigendur eru þeim sárreiðir, sem vilja svipta þá Norðurlandaráðs, og hefur hann verið sjálfkjörinn oddviti þeirra samtaka, sem þegar hafa látið ýmislegt gott af sér leiða. Prófessor Andenæs hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfuim við há- skólann í Osló, m.a. hefur hann verið um nokkurt árabil forseti lagadeildar, og vararektor háskól ans var hann m.a. 1961, er há- skólinn minntist 150 ára afmælis síns með glæsilegum hátíðahöld um. Hann hefur einnig um langt skeið verið formaður norsika sak fræðingafélagsins. Það er mikið fagnaðarefni fyrir Háskóla íslands að próf. Ande- næs hefur þekkzt boð lagadeild- ar um að koma hingað í fyrir- lestraför. Prófessorinn sótti nor- rænt lögfræðingaþing hér á landi 1960 og flutti þá merk- an fyrirlestur um refsiréttarlegt efni. Hann er mikill og einlæg- ur vinur fslands, svo sem eru bræður hans allir, og er hann 'hinn mesti aufúsugestur hér á landi. I.O.G.T Þingstúka Reykjavíkur heldur aðalfund sinn laugar daginn 21. marz nk. í Góð- templarahúsinu. Fundurinn hefst kl. 1.45 e.h. Venjuleg aðalfundarstörf. Fulltrúar, — stigbeiðendur og aðrir fundar- menn, mætið stundvíslega. Þingtemiplar. Stúkan Freyja nr. 218. Fundur í kvöld kl. 8.30 í Góðtemplarahúsinu. Morgun- stjarnan kemur í heimsókn. Móttaka nýrra félaga. Kosn- ing fulltrúa til Þingstúku Reykjavíkur. —• Kaffisamsæti eftir fund. — Félagar fjöl- mennið. Æt. verðmætum og ánægju í nafni menningarinnar. Var þessu ávarpi gefið mikið rúm í blöð- um og auk þess lesið upp í út- varpinu, sem er ríkisstofnun sem kunnugt er. Að sjálfsögðu er ekki hægt að skipa blöðum fyrir varð- andi hvað þau birta, en öðru máli gegnir um ríkisstofnun. Ef útvarpið leyfir sér ag lesa upp áskorun umræddra 60 kjós- enda, er vandséð hvort það getur neitað næsta 60-manna kjósendaflokki, sem á alþingi skorar, um upplestur á áskorun inni. Geta menn því nú setzt við i flokkum, og skrifað undir áskoranir varðandi öll hugsan- leg mál. T .d. mætti krefjast þess að allar öskutunnur í landinu yrðu málaðar gular, svo þær sæjust betur í myrkri. Þá mætti minna á að rétt sé að gera ráðstafanir um hið óþarfa bruðl, sem á sér stað varðandi húsbyggingar. Glugg- ar mót norðri veita litlu ljósi í hús, og því ástæða til þess að mála fyrir þá með bláu. Síðan er ekki annað að gera en að senda listann með hugð- arefninu til alþingis og afrit til rikisútvarpsins, sem eftir gild- andi reglum yrði að láta lesa upp tjöruna yfir landslýð. Kynni þá kannski svo að fara að skemmtiþættirnir flyttust yfir í fréttatímann, sem þá yrði öllum óblandið aðhláturs- efni. M. E. M." r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.