Morgunblaðið - 19.03.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.03.1964, Blaðsíða 10
 10 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 19. marz 1964 ☆ HJÚKRUNARSTÖRF hafa verið ein eftirsóttasta og róm- antískasta atvinna meðal ís- lenzkra stúlkna um langt ára- bil. Urmul af fermingarstúlk- um dreymir um hvíta búning- inn og kappann, og þær senda umsókn um skólavist í Hjúkr- unarskóla íslands löngu áður en þær hafa náð tilskildum aldri til að fá inngöngu. Skól- inn er alltaf fullsetinn og tvisvar á ári útskrifast mynd- arlegur hópur af nýjum hjúkr unarkonum, sem leggja fram sinn skerf í þágu íslenzkra heilbrigðismála — og veitir víst ekki af, því hjúkrunar- kvennaskorturinn er eilíft vandamál hérlendis sem ann- ars staðar. Einhver skaut því Hópurinn, sem útskrifaðist, ásamt skólastjóra og yfir- kennara, fremri röð talið frá vinstri: Vilborg Júlíusdóttir, Akureyri, Ragnheiður Björg Isaksdóttir, Reykjavík, Hrafn hildur Sigurjónsdóttir, Ólafs- vík. Þorbiöre Jónsdóttir, skólastjóri, Sólveig Jóhanns- dóttir, yfirkennari, Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir, Reykjavík, Sigrún Margrét Einarsdóttir, Reykjavík, Svanhildur Alexandersdóttir, Hafnarfirði, Guðrún Margrét Guðjónsdóttir. Reykjavík. — Aftari röð: Sigríður Kristins- dóttir, Margrét Birna Sig- urbjömsdóttir, Akranesi, Guðrún Helga Árnadóttir, Grenivík, Ásdís Halldórs- dóttir, Reykjavík, Lára Bernhöft, Reykjavík, Jónína Guðmundsdóttir. Akureyri, Gunnhildur Jóhannesdóttir I Wæhle, Akureyri, Sigríður Brynja Einarsdóttir, Akra- nesi, Sigurbjörg Björnsdóttir, Blönduósi, Jóhanna Stefáns- dóttir, Reykjavík, Þórey Bergsdóttir, Vestmannaeyj- . um. er dásamlegt starf - Hjúkrun að okkur, að þegar þau sjúkra hús sem í smíðum væru í höf- uðborginni, væru tekin til starfa, mundi vanta á þfiðja hundrað hjúkrunarkonur til að halda rekstri þeirra gang- andi. En því má bæta við, að fyrirhuguð er stækkun Hjúkrunarskólans í náinni framtíð, svo vera kann að hjúkrunarkvennaskorturinn verði ekki alveg eins mikill og að ofan greinir; ekki skortir nemendur í skólann, því okk- næsta áfangastað. Enn aðrar komu saman til síðdegis- drykkju sama dag, og við það tækifæri bar að blaðamann Morgunblaðsins og spjallaði hann við þær stutta stund. Stúlkurnar voru að vonum hinar kátustu, þó þeim í aðra röndina tæki sárt að slíta góðum félagsskap, og rjóma- kakan gekk á milli þeirra með svofelldri athugasemd: — Jæja, stúlkur, nú eru síðustu forvöð að fá sér ríflegan væri skemmtilegast við skól- ann og starfið, og þær svör- uðu: ALLT. — Er hjúkrunarstarfið eins dásamlegt og af er látið? — Miklu dásamlegra en nokkra okkar hafði rennt grun Og eftir að hafa kynnzt þessu starfi, getum við ekki hugsað okkur að vinna við önnur störf. — En er ekki nokkuð strang ur agi í skólanum og heima- vistinni? ekki gert ráð fyrir þeim í reglugerðinni. — Hvað tekur námið lang- an tíma? — Hjúkrunarnámið eru þrjú ár og tíu vikur, þar sem skiptast á bókleg námskeið og verklegt nám á sjúkrahúsum. Bóklegu nám'skeiðin eru þrjú og í lok hvers námskeiðs tók- um við próf. Okkur finnst þau erfiðari en verklegi tíminn, enda meira en nóg að lesa all- ar stundir, sem við erum vak- andi. Þegar við vinnum í sjúkrahúsum höfum við sama vinnustundafjölda og hjúkr- unarkonur, 44 stundir á viku, og einn dag frían. Svo förum við til verklegs náms í sjúkra- húsum úti á landi minnst _ 6 mánuði, og gefur það mikla tilbreytihgu í námið. — Búið þið ekki við kröpp kjör meðan á námi stendur? — Ojæja, annars hefur nemakaupið hækkað mikið frá því byrjuðum. Þá var það rétt um 400 kr. (392.30) á mán uði á fyrsta ári, en nú er það komið upp í 2.367.00 kr. á 3ja ári — og það er ekki svo lítið, þegar tekið er tillit til þess að þetta eru eingöngu vasapen- ingar, því búið er að draga um þau; einnig hefði verið efnt til bókmenntakynningar og sæu stúlkurnar ýmist um hana sjálfar, eða þekktir menn væru fengnir til að flytja erindi. Þá mætti ekki gleyma fyrirlestrum lækna um læknisfræðileg efni, sera haldnir væru annað slagið; 1 vetur hefðu þeir verið fjórir. Væri það til fyrirmyndar, hve læknarnir, sem allir væru störfum hlaðnir, brygðust skjótt og vel við beiðni þeirra um að halda erindi hjá þeim. — Ennfremur héldi félagið Litlu-jól og efndi til árshátíð- ar. Við spurðum stúlkurnar, hvort þær hyggðu á fram- haldsnám erlendis. Þær þögðu við og sögðust vera að hug-- leiða málið. Einn af ótalmörg- um kostum hjúkrunarnámsins væri sá, að þær gætu fengið storf við sitt hæfi hvar sem væri í heiminum, en ef Hjúkr- unarfélags íslands hefði for- göngu um ráðninguna yrðu þær að hafa eins árs starfs- reynslu að baki, áðúr en þær væru sendar til Norðurland- anna, óg tveggja ára, ef þær vildu fara til Bandaríkjanna eða Englands. Á þessu stigi málsins vildu þaer ekkert segja, hvað þær ætluðu að gera í framtíðinni. Aðalatrið- ið í þeirra augum væri: að vinna við hjúkrim. — En þið hljótið nú að gera ráð fyrir þeim möguleika að og grennandi Ásdís, Birna, Jónína, Lára, Sigrún og Jóhanna. ur er sagt að þegar sé búið að ráðstafa skólavist til ársins 1965. En víkjum nú að aðalefn- inu, sem sé nýju hjúkrunar- konunum. Sl. fimmtudag voru útskrifaðar 19 stúlkur, flestar liðlega tvítugar. Þar af voru þrjár giftar og fimm trúlof- aðar. Alls staðar bíða þeirra lausar stöður og þær tvístrast út um allt land: um helming- ur þeirra hefur ráðið sig á sjúkrahús hér í borginni, fimm fara til Akureyrar og hinar dreifa sér á smærri stað- ina: Akranes, Selfoss, Nes- kaupstað, Vestmannaeyjar og ísafjörð. Frá því stúlkurnar útskrif- uðust hafa þær setið ótal veizl ur, sem haldnar hafa verið þeim til heiðurs, og kveðju- hóf. Á þriðjudag tóku nokkr- ar saman föggur sínar og héldu burtu úr borginni á skammt. Á morgun verður það bara duft til að vega upp á móti öllum ósköpunum, sem við höfum sporðrennt síðustu dagana. Hafið þið annars tek- ið eftir því hvað við höfum allar grennzt á námstíman- um? Munið þið hvað við vor- um í góðum holdum, þegar við hittumst í fyrsta sinn í for stofu Hjúkrunarskólans, og þorðum varla að líta hvor á aðra? Það var skellihlátur og samþykkt að hjúkrunarnám væri grennandi — svona í flestum tilfellum. Stúlkurnar, sem þarna voru saman komnar, heita: Ásdís Halldórsdóttir, Jóhanna Stef- ánsdóttir, Sigrún Einarsdóttir, Lára Bernhöft, allar frá Reykjavík, Jónína Guðmunds dóttir frá Akureyri og Birna Sigurbjömsdóttir frá Akra- nesi. Við spurðum þær, hvað — Miðað við heimavistar- skóla held ég hann sé nokk- uð frjálslegur, sagði Jóhanna. — Maður verður dálítið háður klukkunni, sagði Lára. — Hjúkrunarnema er nauð- synlegt að eiga úr sem geng- ur rétt, sagði Birna, sú af- sökun að úrið hafi stanzað er harla haldlítil. — Fyrsta árið er verst, svo venzt þetta, sagði Ásdís. — Hvenær þurfið þið að vera komnar inn á kvöldin? —■ Klukkan 12 á miðnætti, ef við höfum ekki bæjarleyfi, eins og kallað er. Þau fáum við fimm sinnum í mánuði og megum þá gista hjá foreldr- um okkar eða öðrum skyld- mennum. Síðustu 2—3 mán- uðina getum við fengið fleiri leyfi, ef við sækjum um það — við getum kallað það und- antekningarleyfi, því það er frá fæði, húsnæði, almanna- tryggingar og sjúkrasamlags- gjöld. Þá fáum við langflestar kennslubækurnar ókeypis og einnig vinnfötin — svo kjör- in eru ekki sem verst. — Er dálítið fjörugt skemmt analíf innan skólans? — Spurðu hana, svöruðu þær í kór og bentu á Jóhönnu. — Hún var formaður Nem- endafélagsins í vetur. Jóhanna sagði okkur nú, að það væri dálítið erfitt að halda uppi félagslífi innan skólans vegna vaktavinnunn- ar ,en engu að síður hefði ver- ið stofnaður tónlistarklúbbur í félaginu í vetur. Hjúkrunar- konur, sem útskrifuðust sl. haust gáfu skólanum vönduð sterotæki og Nemendafélagið stóð fyrir tónlistarkynningu í vetur. Þá sagði hún að eins og venjulega hefði verið efnt til skemmtikvölda og skiptust hópar nemenda á um að sjá þið giftist og verðið mæður. — Við erum mjög hlynntar því að giftar hjúkrunarkon- ur fái aðstöðu til að vinna við hjúkrunarstörf, eins og mikið hefur verið talað um síðustu dagana, til dæmis með því að reist verði dagheimili fyrir börn þeirra. Með því væri vandinn leystur, að okkar dómi. Við mundum ekki hika við að vinna hluta úr degi eða fullan starfsdag, eftir að við höfum stofnað heimili, ef við vissum að börn okkar væru í öruggum höndum, meðan við værum að vinna. — Hvað er ykkur svo efst í huga á þessari skilnaðar- stund. — í fyrsta lagi hvað náms- tíminn hefur verið skemmti- legur, einkum eftir því sem á námið leið og við kynntumst betur, og í öðru lagi: Hvað við eigum skólanum mikið að þakka. Hg. íi I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.