Morgunblaðið - 19.03.1964, Blaðsíða 28
Ihúsgögn
•.—..
66. tbl. — Fimmtudagur 19. marz 1964
Siglfirðingur verður
fyrsti ísl. skuttogarinn
Kemur til landsins um miðjan
mai
FTRSTI íslenzki skuttogarinn,
sem á að heita Siglfirðingur, er
í smiðum í Ulsteinsvik í Noregi
og á hann að afhendast 15. maí.
I»etta er 250 lesta stálskip, eign
hlutafélagsins Siglfirðings og
er framkvæmdastjóri Eyþór
Hallsson á Siglufirði.
Seldu þýfið
eigundunum!
Fimm þjófar
handteknir
RANNSÓKNARLÖGREGL-
AN handtók fyrir skömmu
fimm unga menn á aldrinum
17—22 ára, sem viðurkennt
hafa alls 11 innbrot og þjófn-
aði í Reykjavík á undanförn-
um mánuðum. Allir hafa pilt-
ar þessir komið við sögu hjá
lögreglunni áður. Þjófnaðina
frömdu þeir ýmist einn eða
tveir saman, en allir eru þeir
kunningjar.
Ekki höfðu þeir mikið upp
úr innbrotum sínum, en víða
skemmdu þeir fyrir töluvert
fé. ’M.a. brauzt einn piltanna
inn í Áhaldahús Vegagerðar-
innar og stórskemmdi þar tvo
peningaskápa, svo sem skýrt
var frá í Mbl. í gær.
Þá er þess loks að geta til
marks um bíræfni þjófa þess-
ara, að einhverju sinni stálu
þeir tveimur hjólkoppum af
bíl. Nokkru síðar seldu þeir
hjólkoppana manninum, sem
þeim var stolið frá — fyrir
200 krónur!
Bílþjófar teknir
Á TÍUNDA tímanum í fyrra-
Jovöld var Fiat-fólksbíl stolið þar
sem hann stóð við Skátaheimilið
við Snorralbraut. Bárust fljótlega
spurnir af því að bílnum hefði
verig ekið austur fyrir Fjall, og
fór Reykjavíkurlögreglan á eftir.
Kom lögreglan að bílnum
skammt frá Þorlákshöfn, en þar
Siafði einn hjólbarðanna sprung-
ið. Tveir ungir menn voru í bíln
um, báðir undir áhrifum áfengis.
Voru þeir fluttir til Reykjavíikur
©g til gistingar í Síðumúla.
Háskólafyrir-
lestrar
PRÓFESSOR, dr. jur. Johannes
Andenæs frn Oslóarháskóla dvel
ur hér á landi í nokkra daga í
boði Háskóla íslands. Hann flyt
ur fyrirlestur í hátíðasal Háskól
ans í dag fimmtudag 19. marz kl.
5,30 í boði lagadeildar. Fjallar
fyrirlesturinn um norsku stjórn-
arskrána frá 1814 og þróun
norsks stjórnskipunarréttar 1814
—1964.
Prófessor Andenæs flytur einn
ig fyrirlestur 1 hátíðasal háskól-
ans föstudaginn 20. marz kl. 5,30
i boði Lögfræðingafélags íslands.
Nefnist sá fyrirlestur „Hugleið-
ing um bandarísk lög og laga-
framikvæmd“, en prófessorinn
var gistiprófessor s.l. haustmiss-
eri við bandarískan hóskóla.
Fyrirlestrarnir verða fluttir á
norsku og er öllum heimiU að-
gangur.
Togarinn er nýstárlegur að
gerð. Yfirbyggingin er aftur á,
en öll matseld og mannaíbúðir
eru frammi á, utan þriggja
manna klefi fyrir yfirmenn.
Þetta fyrirkomulag kemur til af
því að flokkunarskrifstofan
krafðist þess að manngengur
undirgangur væri aftur eftir
skipinu, ef brúin yrði frammi á
En sá gangur hefði orðið þess
valdandi að örðugleikar hefðu
orðið á löndun. En málið var
sem sagt leyst með því að hafa
yfirbygginguna aftur á.
Þilfarið nær svo inn undir
brúna og er opið aftur úr, en því
er hægt að loka með vatnsþétt-
um lokum. Þetta gefur skipinu
geysimikil flotrúm. Rýmið undir
brúnni er líka gott vinnupláss
og má loka því ef vill meðan
verið er að vinna þar. Báturinn
er 34 m. á lengd og gefur það
hugmynd um þilfarsplássið.
Skipið er eingöngu ætlað til
síldveiða og togveiða. Nótin er
geymd á bátapalli, aftan við
stjórnklefann, en hægt verður
að hleypa henni mjög fljótlega
niður á dekkið, ef ástæða þykir
til. Ýmsar fleiri nýjungar eru í
skipinu, sem hefur verið hleypt
af stokkunum.
Sölumiðstöðin
stefnir dr.
Benjomín
SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús-
anna hefur nú stefnt dr. Benja-
mín Eiríkssyni, bankastjóra
Framkvæmdabankans, fyrir æru
meiðandi ummæli sem fyrirtæk-
ið telur að hann hafi viðhaft í
greinum sem birtust í Morgun-
blaðinu í febrúarmánuði sl. um
frystihúsaeigendur og fyrirtækið.
Fjallar Sigurður Reynir Péturs-
son, lögfræðingur, um málið fyr-
ir hönd Sölumiðstöðvarinnar.
Konungssnekkjan Britannia.
Hertoginn af Edinborg
gestur torseta íslands
Kemur hingað 30. ]úní með
konungssnekkjunni Britannia
í FRÉTTATILKYNNINGU,
sem blaðinu barst frá skrif-
stofu forseta íslands í gær,
segir svo:
Hertoginn af Edinborg.
Hans konunglega tign her-
toginn af Edinborg hefir til-
kynnt forseta Islands, að
honum sé ánægja að geta
heimsótt Island og dvalið
þar 30. júní til 3. júlí í sum-
ar. Hertoginn mun koma til
Reykjavíkur 30. júní á
snekkju konungsfjölskyld-
unnar „Britannia“, og fara
aftur flugleiðis 3. júlí. Heim-
sóknin telst ekki opinber. en
hertoginn verður gestur for-
seta íslands.
Tilkynning þessi var gefin út
samtímis í Reykjavik og Lon-
don. AP fréttastofan í London
segir að í ferðinni til fslands
muni hertoginn kynna sér veið-
ar brezkra togara við ísland og
heimsækja brezka togara á mið-
unum. Talsmaður konungsfjöl-
skyldunnar skýrði frá því í
Buckingham-höll i dag að her-
toginn hafi aldrei fyrr heimsótt
fsland. Þó hafi hann átt hér
viðdvöl á leið sinni til Kanada
árið 1954 og snætt morgunverff
meðan verið var að bæta elds-
neyti á flugvél hans.
Góður afli hjá
nótabátunum
ÞORSKANÓTABÁTARNIR frá
Reykjavík komai ínn í gær með
góðan afla. Höfðu þrír 50 lestir,
þeir Halldór Jónsson, Sólrún og
Grótta. Vigri kom með 45 lestir,
Hafrún kom með 33 lestir og
Ögri með 30 lestir. — Aflinn var
misjafn hjá netaibátunum 5—10
lestir.
Fréttaritarinn á Akranesi sím-
aði eftirfarandi fréttir:
AKRANESI, 18. marz. — Heildar
afli bátanna hérna í gærdag var
302 tonn. Bátarnir voru 20, en
Meöaltalsaukning í iðn-
aði 4—5°]o á sl. ári
Frá ársþingi iðnrekenda
ÁRSÞING iðnrekenda 1964, sem
jafnframt er aðalfundur Félags
íslenzkra iðnrekenda, hófst í
Reykjavík í dag. Formaður fé-
lagsins, Gunnar J. Friðriksson,
setti þingið með ræðu. Iðnaðar-
málaráðherra, Jóhann Hafstein
var viðstaddur þingsetniinguna
og flutti ávarp. Fundarstjóri var
kjörinn Kristján Jóh. Kristjáns-
son forstjóri.
í setningarræðu sinni sagði
Gunnar J. Friðriksson, að sam-
kvæmt fyrstu áætlunum, er nú
lægju fyrir, hefði aukning þjóð-
arframleiðslunnar numið 4—5%
s.l. ár, og væri það nokkru
minni aukning en 1962. Heildar-
framleiðsluaukning í iðnaði
hefði orðið hlutfallslega mjög
svipuð. Þó bæri að hafa í huga,
að hér væri um meðaltalsaukn-
ingu að ræða og að undanskil-
iinn væri. fiskiðnaður og vinnsla
landbúnaðarafurða. í nokkrum
iðngreinum hefði orðið um sam-
drátt að ræða á s.l. ári. Bentu
úrtaksrannsóknir Hagstofunnar
á starfsmannahaldi til þess, að
um samdrátt hafi verið að ræða
í skógerð, fatagerð og veiðar-
færaiðnaði.
Formaður vék að ýmsum hags
munamálum iðnaðarins, svo sem
Iðnlánasjóði og kvað nauðsyn-
legt að stórauka fé hans enda
þótt sjóðurinn hefði verið veru-
lega efldur með hinum nýju lög-
um um sjóðinn, er sett hefðu
verið s.l. ár. Þá kvað hann mik
ilvægt iðnaðinum, að fram-
kvæmd yrði viljayfirlýsing Al-
þingis um endurkaup hráefna-
og afurðavíxla iðnaðarins í fullu
jafnrétti við sjávarútveg og
landbúnað.
í skýrslu stjórnar Félags ís-
lenzkra iðnrekenda fyrir s.l.
starfsár, sem lögð var fram á
ársþinginu í dag, kemur í ljós,
að 175 iðnfyrirtæki eru nú í fé-
laginu. Gengu 16 iðnfyrirtæki
í félagið á s.l. ári og fimm hafa
bætzt við á þessu ári. Gerðir
voru á starfsárinu nýir samning
Framihald á bls. 27
einn þeirra landaði tvisvar. Lang
aflahæstur var Heimaskagi, fisk
aði 46 tonn í nót. En Sólfari var
hæstur í netin með 31 t»nn. Höfr
ungur III hafði í fyrri löndun
20,4 lestir, en seinni 9 lestir. —.
Mikið af fiskinum er og flakað
og hraðfryst. Mikið er saltað, en
nú síðast hefur salt verið flutt
á bílum frá Reykjavík, þvi bær
inn er saltlaus. Sumt af aflanum
er hert I sfkreið.
Vélbáturinn Frosti 10—-12
tonna er nýbúinn að leggja
iþorskanet. Þeir eru 2 á, hafa
tvær trossur, 7 net í hvorri. Vitj
uðu um í fyrsta sinn í gær og
fiskuðu 1 tonn. Gera sjálfir að
aflanum. —- Oddur,
Togarasala
TOGARINN Hafliði seldi I
Bremerhaven 108 lestir fyrir 92
þúsund mörk.
Húsnæöismál rædd
á Varöarfundi
Á VARÐARFUNDI í gærkvöldi
var rætt um húsnæðismál. —
Frummælandi var Þorvaldur
Garðar Kristjánsson, framkvstj.
Sjálfstæðisflokksins, og er ræða
hans birt annars staðar í blað-
inu. Fundi stýrði Sveinn Guð-
mundsson, formaður Varðar. —
Fundarritari var Ágúst Haf-
berg.
Auk frummælanda tóku til
máls Sveinn K. Sveinsson, verk-
fræðingur, Hannes Þ. Sigurðs-
son, d^ildarstjóri, Hörður Ein-
arsson, stud. jur., Sigurjón
Bjarnason, verkamaður, Sigurð-
ur Helgason, framkvæmdastjóri,
Árni ,3 ry n j ól fsson, rafvirkja-
meistari, Sigurður Sigfússon,
fasteignasali, Þórir Jónsson,
framkvæmdastjóri, og Guðjón
Hansen, tryggingarfræðingur. —
Ræddu þeir málið og báru fram
fyrirspurnir, sem frummælandi
svaraði.
Var fundurinn hinn fróðleg-
asti og kom þar ýmislegt upp-
lýsandi og skemmtilegt frana.