Morgunblaðið - 19.03.1964, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.03.1964, Blaðsíða 27
Fimmtúdagur 19- marz 1964 MORCUNBLADIÐ 2) Conrad Framhald af bls. 1. nokkurn tíma að skipuleggja björgun. Mótorinn er ónýtur, en ef ég gæti komið öðrum mótor á staðinn, þá gæti ég hafið vélina til flugs af jökl- inum. — Hafið þér ákveðið að reyna þetta? — Ja, það er freistandi. Eig- endur eru Competition Sales Co. í Los Angeies og ég yrði að ræða málið vað þá áður en nokkuð yrði aðhafst. — Þér hafið oft flogið einn yfir Atlantshaf? — Já, þetta var 117. ferðin. Hinar 116 hafa allar gengið snurðulaust. Um ísland hefi ég flogið líklega 25 sinnum um dagana. MÁTTI EKKI TÆPARA STANDA — Munduð þér telja þetta versta óhapp, sem þér hafið orðið fyrir? — í>að hefði getað orðið það. Nokkrar mínútur til eða frá hefðu getað breytt öllu. Veður hefði skyndilega getað versnað. Ef þetta hefði gerzt 2—3 mínútum síðar, er óvíst að ég hefði náð landi. Ótal hlutir hefðu getað komið fyrir. En það var tiltölulega hlýtt og notaiegt á jöklinum. Bjart var i veðri og leitar- menn, sáu vélina strax og þeir flugu yfir. Ég hafði búizt til þess að kynda bál, en þess þurfi ekki með. —• Björgunin sjálf var ævin týraleg. Leitarmenn fengu lít- ið flutningaskip til þess að sigla inn fjörðinn og sækja mig. Ég gekk niður jökulinn til móts við skipið, og köst- uðu flugmennirnir niður til mín orðsendmgum. Þetta mátti ekki tæpara standa, því að tæpri klukkustund eftir að ég var kominn um borð, var myrkur skoilið á. — Skipið sigldi með mig út á rúmsjó, en þar beið Catalina flugbátur, sem fór með mig til Narssarssuaq. — Hvað varð um Mikka Mús, sem við höfum heyrt að þér íljúgið jafnan með? — Ég á engan slíkan leng- ur, ekki einu sinni þann, sem Walt Disney gaf mér. Fólk hafði þá áráttu að stela þessu úr vélinni hjá mér. Max Conrad sagði að lok- um, að hann væri mjög þakk- látur íslendingum og Dönum fyrir allt það, sem þeir hefðu á sig lagt hans vegna, svo og bandaríska flughernum, sem sent hefði leitarvél alla ieið frá Gander til að taka þátt í leitinni. Með þeirri flugvél hélt Conrad til Goose Bay í gær, en ekki kvaðst hann vita hvenær hann kæmist heiim til Bandaríkj anna. TILVILJUNARRÖÐ, SEGIR ÞORSTEINN JÓNSSON Mbl. hafði einnig samband við Þorsteinn Jónsson, flug- stjóra, sem þá var staddur í Narssarssuaq, og fórust hon- um svo orð. — Conrad hlýtur að lifa ævintýraríku lífi, ef marka má hina tilviljunarkenndu at- burði, sem hér verða raktir stuttlega. — Er Conrad kom yfir suð- urodda Grænlands var hann á undan áætlun, svo hann á- kvað að bregða sér smásþöl með vesturströndinni og skoða útsýnið áður en hann héldi á haf út til Goose Bay. — Þá gerðist það, að oliu- leki kom að hreyfli flugvél- arinnar og hætti hann skyndi- lega að ganga. Conrad hafði aðeins skammdrægt radíó í flugvélinni, og svo vildi til að einmitt á þessu augnabliki var einhver að hlusta á bylgju lengdinni. Tilkynnti hann að staðarákvörðun sín væri 35 mílur suðvestur af Narssarssu aq, og að hann væri í þann veginn að lenda á jöklinum. — Þetta skeyti ruglaði leit- armenn í ríminu, þar .sem eng inn jökull er á þessum stað. Veður var hins vegar óvenju gott til leitar. Við höfðum leit að í þrjár klukikustundir á Straumfaxa er ég sá af til- viljun flugvélina á svæði, sem þegar hafði verið leitað. Con rad hafði lent á aflíðandi skriðjökli, einum þeirra sára- fáu, sem ekki eru sund-urtætt ir af sprungum. Þ atta var að- eins 2 kílómetra frá sjó, en langt frá byggðu bóli, og ó- gjörningur hefði reynzt að fara landveg til bjargar. Conrad hafði framkvæmt þarna velheppnaða „magalend ingu“ þrátt fyrir það að hann gat ekkert séð út um fram- rúðu vélarinnar fyrir olíu- löðri. — Flugvélin virtist ó- skemmd og flugmaðurinn veif aði er við vörpuðum til hans vistum, fötum og matvælum. Skömmu síðar náðum við sam bandi við sikip, sem sökum þess hve íslítið er nú í fljörð- um Grænlands, var aðeins tveggja klukkustunda siglingu frá staðnum. Vörpuðum við niður orðsendingu til Conrads um þetta, og gekk björgun öll að óskum, sagði Þorsteinn Jónsson að lokum. Þetta málverk er eftir Kristínu Jónsdóttur. Mólverkaupp- boð í dag í DAG kl. 5 heldur Sigurður Benedilktsson málverkauppboð í Súlnasal Hótel Sögu. Seldar verða 33 myndir eftir 20 lista- menn. Uppboðið er óvenju fjöl- skrúðugt, t.d. verða á því 3 vatns litamyndir, sem Kjarvai gerði á Ítalíu. Þá verða og myndir eftir Asgrím Jónsson, Jón Stefánsson, Kristínu Jónsdóttur, Guðmund Thorsteinsson (Mugg), Gunnlaug Soheving, Svavar Guðnason o.fl. Kópavogur Spilað i Kopavogi SPILAKVÖLD Sjálfstæðisfélag- anna i Kópavogi verður annað kvöld kl. 20,30 i Sjálfstæðisihús inu- KópavoeL Botnsiieiðin milli ísafjarðar og Súgandafjarðar er óvenju snjólítil og um siðustu helgi var heið- in rudd. Þá tók fréttaritari blaðsins á ísafirði þe ssa mynd. Hver ekur lengst á 5 lífrum? Keppni um eldsneytissparneytni bi!a Fyrsti bíll yfir Botnsheiði Súgfirðingar úr vetrareinangrun ISAFIRÐI, 16. marz — Á föstu- dagsmorgun var byrjað að ryðja Botnsheiði og opnaðist leiðin milli ísafjarð.ir og Súgandafjarð- ar á laugardag. Gekk heldur vel að ryðja, enda óvanalega snjólítið á þessum tíma árs og leysingar hafa verið miklar að undanförnu. Vegurinn er i furðu góðu ásig- komulagi, þó nokkuð sé grafið úr honum hér og þar. Þegar þessu verki var lokið á laugardag, var hafizt handa um að ryðja Breiðadalshéiði og var því verki haldið áfram í morgun og í dag. Voru tvær ýtur að störf- um. Búast má við að heldur meiri snjór sé á þeirri leið. í morgun snjóaði hér niður í miðj- ar hlíðar og er það fyrsta snjó- koman í margar vikur. Á láglendi snjóaði ekkert, en rigndi hinsveg ar. Fyrsti bíllinn sem fór yfir til Suðureyrar frá ísafirði, var bíll fréttaritara Mbl. og vakti koma bílsins mikla athygli og ánægju staðarmanna, sem verið hafa ein- angraði í allan vetur. Vegurinn til Súgandafjarðar lokaðist aftur í dag af fannkomu og skafrenningi, en var ruddur aftur síðdegis. Sæmilega gengur að moka Breiðdalsheiði, enda er þar talsvert meiri snjór. Er tal- ið að lokið verði við að ryðja heiðina á miðvikudagskvöld eða snemma á fimmtudag. — H.T. Peningor fund- ust í samkomu- húsi RANNSÓKNARLÖGREGLAN skýrði Mfbl. svo frá í gær, að all- veruleg peningaupphæð hefði fundizt í einu veitingahúsa bæj- arins. Fundust peningarnir er starfsfólk hóf að taka til eftir kvöldið. Tilkynning um þetta var lesin upp í hádegisútvarpi í gær, en er Mlbl. vissi síðast til hafði enginn eigandi gefið sig fram. Réttur eigandi getur sett sig í samband við rannsóknar- lögregluna, og sannað eignar- rétt sinn. — íbróttir Framhald af bls. 26 er sömuleiðis mjög mikils virði í starfi íþróttasambandsins að koma út blaði. Slíkt málgagn mun, ef vel tekst til, létta ilþrótta starfið að miklum mun, ásamt því, sem það hlýtur óhjákvæimi- lega að auka áhrif iþrótta meðal landsmanna. FÉLAG íslenzkra bifreiðaeigenda og vikublaðið Vikan, gangast fyrir keppni um eldsneytisspar- neytni bífreiða næstkomandi Rótfiska í þorska- nótina HAFNARFIRÐI — í gærmorg- un komu hingað nokkrir þorska nótabátar með mjög góðan afla. Mest hafði Margrét eða 90 tonn, sem mun vera metafli í þorska- nót á einum degi. Fékk skipið þennan afla í 9 köstum norður af Þrídröngum við Vestmanna- eyjar, en þar hafa þorskanóta- bátarnir haldið sig. Annars var mjög almenn veiði hjá bátun- um við Eyjar og flestir með frá 40 og upp í 60 tonn. í gær var meðal annars land- að úr vélbátnum Fáki og Faxa, sem voru með milli 50 og 60 ‘onn hvor. Mest af þeim afla var látið í togarann Surprise sem siglir með hann á erlendan markað, en hingað kom togar- inn í gærmorgun- eftir að hafa verið á veiðum. Fremur léleg aflabrögð hafa verið hjá neta'bátunum upp á síðkastið, en nú upp úr helginni eru þau eittibvað að glæðast og nokkrir fengið upp í 20 tonn í lögn. — G.E. - Meðaltalsaukning Frh. af bls. 28 ar við Iðju, félag verksmiðju- fólks í Reykjavík svo og við Verzlunarmannafélag Reykjavík ur. Þá kemur það ennfremur fram í skýrslunni, að Félag ís- lenzkra iðnrekenda hefur iátið lánamál og toliamál mjög til sín taka undanfarið. Á fundinum í dag var lýst úr- slitum stjórnarkjörs. Formaður var endurkjörinn Gunnar J. Frið riksson. Út stjórn áttu að ganga sem meðstjórnendur þeir Sveinn Guðmundsson og Ásbjörn Sig- urjónsson, en þeir voru báðir endurkjörnir. Fyrir í stjórn sem meðstjórnendur eru Árni Krist- jánsson og Hannes Pálsson. Vara menn í stjórn voru kjörnir Haukur Eggertsson og Hallgrím- ur Björnsson. Framkvæmdastjóri Félags ís- lenzkra iðnrekenda er Þorvarð- ur Alfonsson, hagfræðingur. Á laugardaginn lýkur ársþingi iðnrekenda. Verða þá tekin fyrir álit starfsnefnda þirvgsins og fara fram þingsliL sunnudag. Verða allir keppnis- bílar af þessari árgerð eða síð- asta ári og leggja bifreiðaum- boðin þá til. Eru þeir eins út- búnir og þeir eru við afhendingu til kaupenda. Keppnin fer þannig fram, að dælt verður 5 lítrum af eldsneyti á tóma benzíngeymana. Verður ekið austur fyrir fjall, þar til bílarnir verða eldsneytislausir og vegalengdin síðan mæld sem hver bíll kemst á þessum 5 lítrum. Tekið verður tillit til rúmtaks vél ar og bílunum skipt í flokka með hliðsjón af því. Þeir sem lengst komast í hverjum flokki hljóta viðurkenningu. — De Gaulle Framhald af bls. 1. að gereyðingarstefna fái ráðið. Grundvöllur tilverunnar er ein stefna, stefna mannsins; ein meginnauðsyn, nauðsyn fram- fara — og þá um leið aðstoð við þau ríki, sem þess óska, ásamt meginskyldunni, skyld- unni til að halda friðinn." Síðan vék forsetinn að sam- skiptum Mexíkó og Frakk- lands, og sagði: „Bæði löndin hafa valdið sér svipaða stefnu: alhliða þróun, sem byggir á nú- tímamenningu, þannig að allir með hverri þjóð, og þá um leið hver einstaklingur sérstaklega, njóti þeirrar þróunar." Um framtíðina, sem DeGaulle víkur oft að, sagði hann: „Ef sálir Mexíkó og Frakklands finna til gleði, vegna nán- ari samskipta, og meiri ræktar, sem lögð er við allt það, sem þær eigá sameiginlegt — þá látið það verða báðum þjóðun- um hvatning, svo að þær megi vinna að því, sem þýðingu hef- ur í framtíðinni." Þá sagði forsetinn: „Ein þýð- ingarmesta staðreynd, sem eng- um getur sézt yfir, er sú þróun, sem leiða mun velmegun yfir S-Ameríku — jafnframt því, sem Evrópa kann loks að sameinast. Hvílíku hlutverki geta þessir aðilar gegnt, land eins og mitt og land ykkar, svo framarlega sem þau muna orðtak heimspek ingsins mexikanska: „Hugrekki er aldrei veikt?“ DeGaulle lauk orðum sínum með því að segja „Lengi iifi frönsk-mexikönsk samskipti." Mikill viðbúnaður var 1 Mexico City í dag, og átti lög- regla annríkt, einkum vegna flugufréttar um, að laus væri í Mexíkó franskur maður, sera eitt sinn reyndi að ráða DeGaulle af lífL ..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.