Morgunblaðið - 19.03.1964, Side 24

Morgunblaðið - 19.03.1964, Side 24
24 MORCUNBLAÐIÐ Timmtudagur 19. marz 1964 ^mzABerrí Tí-QfiA&sP^ 34 LL U'RÐ ’klÆRH — Já, annað er það nú ekki. Fleiri hvellir komu á eftir, lík astir skothríð úr loftvarnarbyss um, og úr loftinu drifu snifsi af pappír. Við enda götunnar voru nokkrir ungir menn að skjóta púðurkellingum. Brátt heyrðust hvellir úr öðr um hlutum bæjarins. Litlir reykjarstrókar sáust hér og þar og óhreinum pappírsflygsum rigndi. — Hvað þeir geta haft mikla ánægju af þessum hávaða, sagði Stephen. — Sama hvort það eru sópransöngkonur eða vélhjól, sem framleiða hann. — Eg býst við, að ég sé orðin honum vön, sagði Ruth. Venju- iega tek ég alls ekki eftir hon- um. En í dag kann ég nú samt ekki við hann. Hún gekk út á götuna og sagði: — Mundu þá að forðast dimmu göturnar! Stephen jánkaði því og gekk aftur inn í krána. f>egar Ruth kom heim, var það eins og hún bjóst við, að ekk ert hafði frétzt af Nicky. Madge hafði komið til dyra, og þegar Ruth spurði, hvort hún væri nokkuð skárri, yppti hún öxlum og sagði það standa á litlu hvern ig sér liði. Hún leit nú ekki út fyrir að vera neitt lasin, en það var einhver ólundarsvipur á and iitinu. Og rétt eins og það stæði ekki á neinu, sagði hún Ruth, að maður hefði komið að finna hana, en nefndi ekkert, hver það hefði verið go fór aftur fram í eldhús. Ruth þekkti vel þessa dinti hjá Madge, og lét sig þá engu skipta. Það var ekkert annað að gera en láta hana afskiptalausa og lofa henni að jafna sig. Þetta hafði jafnvel Lester Ballard vit að. Enda þótt hann hefði ánægju af að stríða þeim, sem hann vissi vera taugaóstyrka, hafði hann aldrei leyft sér það við Madge. Hún gat þaggað niður í honum, án þess að segja orð, eða gera neitt, annað en það að snúa að honum ólundarsvipnum sem snöggvast. Ruth datt í hug, að Cesare ætti sök á flestum ólund arköstunum hjá Madge — en hann var eina manneskjan, sem virtist algjörlega ósnortinn af þeim, og hún tók að velta þvi fyrir sér, hvað hann hefði nú gert af sér til að koma Madge í svona vont skap. Ruth gekk inn í setustofuna og bjóst við, að maðurinn, sem hafði komið að finna hana, væri einn frá lögreglunni, en þegar hún kom inn, hitti hún þar fyr ir gamlan, sköllóttan mann með gleraugu og í krukluðum lérefts fötum, sem reis upp úr sæti sínu með veikum burðum. Þetta var Luigi Sebastiano, verzlunarstjór inn í búð Lesters í Napólí. Hún gat séð, að hann var í miklum æsingi, og þegar hann tók í hönd hennar, fann hún, að hönd hans skalf. Hann var líka mjög sveittur, svo að svit- inn perlaði af öllu gula enninu. — Er það satt? spurði hann skjálfraddaður. — Er það satt, þetta hræðilega, sem mér hefur verið sagt, að drengurinn hafi myrt hann föður sinn? — Setjizt þér niður, hr. Se- bastiano — um fram allt, setj izt þér niður, þér eruð eitthvað lasinn, sagði hún og kom með stól handa honum. — En er það satt? spurði hann og vildi ekki sleppa hönd henn- ar. — Það er ekki satt. Eg skal segja þeim það sjálfur, að það sé -ekki satt- — Hver sagði yður, að það væri satt? Hún varð fegin, að hann sett ist niður. — Það er allt í lagi með mig . . . það gengur ekk- ert að mér. En mér varð bara svo illt við. Eg get ekki trúað, að það sé satt. Þér trúið því ekki, er það? — Nei, sagði Ruth, — ég trúj því ekki. Hún settist líka nið- ur, og fann snögglega svo mikla þreytu og var hrædd um, að hún ætlaði að fara að gráta. Hún hafði ekkert á móti gamla mann inum og hafði aldrei heyrt ann að en gott um hann, og þá sjald an þau höfðu hitzt, hafði hann alltaf yerið vingjamlegur við hana. En nú var henni næstum um megn að eiga við hann. — Get ég ekki náð í eitthvað handa yður að drekka? spurði hún. Eitt hvað ískælt eða þá kaffi? — Nei, nei, þakka yður fyrir, það er allt í lagi með mig. Gerið yður ekki ómak mín vegna. En segið mér um þennan hræðilega atburð. Og hvað varð af drengn um? Er það satt, að hann sé strokinn? — Það er hann víst, því miður. — En hversvegna? Nicky er góður drengur. Okkur er öllum vel til hans. Og hversvegna fer hann að strjúka frá okkur? — Eg vildi, að ég vissi það, sagði Ruth. — Hann getur ekki hafa myrt föður sinn, sagði Sebastiano. — Ef hr. Ballard hefur verið myrt- ur, eins og mér er sagt, þá hef- ur Nicky ekki gert það. — En hver sagði yður, að hann hefði gert það? Áreiðan- lega ekki lögreglan. — Nei, ekki beinlínis. En hún spurði mig svo margra spurn- inga, að . . . Hún virtist halda mig vita, hvert hann hefði farið. Við vorum vitanlega beztu vin- ir, hann og ég. Hann hafði gam- an af að láta mig sýna sér fal- lega hluti og útskýra þá fyrir sér. Hann var miklu nærnari fyr ir fegurð en faðir hans var. Hr. Ballard hafði vit á þeim sem -Ég hef ekkert tollskylt. Ég fór til Monte Carlo í sumarleyfinu. söluvöru, en um smíðina og list ina á þeim var honum nokkurn veginn sama. En Nicky kunni að meta þetta. Hann er eins og afi hans, sem kenndi mér það, sem ég kann á þessu sviði. Nieky líktist líka móður sinni. Þér þekktuð hana aldrei, var það? Nei„ vitanlega ekki. Eg þekkti hana frá því hún var krakki. Hún var indælis kona og falleg, svipað því sem drengurinn er, en eins og hann, var hún alltaf eitthvað óglöð. Það var rétt eins og hún væri fædd með einhverja hjartveiki, sem engin bót fékkst á. Og slíkar konur eignast oft slæma menn, vitið þér. Það er eins og hún þarfnist einhverrar þjáningar til að geta lifað. Hún elskaði heitt, en aðeins þann, sem getur gert henni illt. — Þér haldið þá, að hr. Ball- ard hafi verið slæmur maður? — Já, það var hann. — Hvernig það? Ruth svaraði eitthvað hvassar en hún hafði ætlað sér, því að festan í skjálf- andi rödd mannsins hafði komið henni á óvart. Gamli maðuirinn varð eins og hálfringlaður. Hann tók af sér gleraugun, neri fyrst annað aug- að og síðan hitt, rétt eins og hann hefði fengið sand upp í þau. BYLTINGIN í RÚSSLANDI 1917 ALAN MOOREHEAD Samskonar nefnd var stofnuð í Moskvu, en Petrogradsovéttið var mikilvægast, og því stýrðu aðallega mensjevíkar. Tveir fyrstu forsetar þess, Zubrovsky og Khrusralvev-Nosar, fóxu að mestu eftir forskriftum mensje vika, og Trotsky stýrði fram- kvæmdum, ásamt Parvus. Bolsje vikar í Petrograd reyndu í fyrst unni að skáganga sovéttið, þvi að Lenin, — hvort sem hann var heima eða erlendis — var ekk ert hrifinn af félagsskap, þar sem hann sjálfur réð ekki öllu einn, en bráðlega komu þeir samt fram á sjónarsviðið, þegar þeir sáu á hvaða átt vindurinn var. Og hvað keisarann snerti, var hann sannarlega farinn að hvessa og helzt um of. Um sum arið hafði hann gefið nokkrar réttarbætur í tilraunaskyni, til þess að reyna að bægja bylting unni frá — til dæmis hafði hann létt ríkiseftirliti af háskólun- um, en andstaðan færðist í auk- ana, og nú var éins og gjörvalt Rússland væri sameinað gegn honum. Fyrst hafði honum dott ið í hug að bjóða út her til að bæla niður uppreisnina, en í októberlok, þegar allur iðnaður í landinu, var raunverulega stöðv^ður, var ofmikið orðið að gert til þess að slíkt væri tiltök. Hann lét því undan, og með Witte fyrir ráðgjafa, gaf hann úi tilskipun, sem veitti Rúss- landi fyrstu „stjórnskipuniina“ í sögu þess. Október-tilskipunin var var- færnislegt og máttleysislegt plagg. Þar var leyft að koma á fót þjóðkjörnu þingi — Dúm- unni — en keisarinn átti samt að hafa æðsta vald, eftir sem áður. Þegar svo orðalag hinnar nýju stjórnskipunar var birt, sýndi það sig, að Nikulás átti eftir sem áður að hafa bein yfirráð yfir hernum og flotanum, utan- ríkismálunum og innanríkisráðu- neytinu. Löggjafarvaldinu var skipt milli Dúmunnar og ráð- herranefndar, en helmingur hennar var skipaður af ríkis- stjórninni. Ríkisstjórnin gat einn ig gefið út tilskipanir utan þing tímans. Þetta var bersýnilega ekki nema spor í áttina til lýð- ræðis, en engu að síður var það mikil viðbrigði írá einræðis- skipulaginu, og gerði Miljukov og Cadetflokkinn næstum á- nægða. Og það gerði meira: það batt enda á verkföllin. Jafn- skjótt sem tilskipunin var útgef in, hættu Cadettarnir að styðja sovéttin, þar eð þeir höfðu eng an áhuga á frekari kappsmálum byltingarmannanna. Og ríkis- stjórnin tók smámsaman að ná tökum á öllu. Enn gætti samt mikillar spennu, öðru hverju. Uppþotið á Kronstadt-flotastöðinni var ekki fyrr bælt niður en óeirðir blossuðu upp aftur við Svarta- hafið. Hetja þeirra atburða var Schmidt nokkur, lautinant, og hann gat sér nokkra óljósa frægð í einn eða tvo daga. Schmidt stjórnaði uppþoti með al sjóliðanna í Sevastopol — hann hertók herskipið Okhanov, dró upp rauða fánann og sendi Nikulási skeyti á merkjamáli: — „Eg tek í mínar hendur yfirráð yfir þessari flotadeild. Schmidt“. Þetta var nú annars ekki al- gjörlega út í bláinn, því að brátt breiddist uppreisnin um skipa- kvíarnar og til ellefu annarra skipa, og uppreisnarmennirnir gáfust ekki upp fyrr en þeir KALLI KUREKI ~Xr~ Teiknari; FRED HARMAN — Þér eruð anzi nærri þvi að týna líítórunm, frú mín góð! Ég hef marg an mann skotið fyrir minni sök en þetta. — Skrapið upp gullsandinn af gólf- inu og seíjið hann aftur í dósina — og náið mér svo í reipi. Skömmu síðar: — Kjáni gat ég verið, að eiga í svona útistöðum við manndrápsbófa — og það fyrir handfylli gulls! — Litli-Bjór hlýtur að hafa komizt undan. Skelfing er ég fegin, að hann skuli ekki hafa rekið nefið hingað inn á meðan. voru sigraðir í sjóorustu. Schmidt var tekinn af lífi. Aðrar upp- reisnir með setuliðunum í Vladi vostok, Kiev, Voronesh og Chita, var auðveldara að bæla niður. Nikulás hafði nú aðstöðu til að snúast gegn sovéttinu í Petro- grad. Hinn 9. desember var for seti þess, Khrustalev-Nosar, handtekinn og Trotski tók völd in. Hann lét sér detta í hug, að koma af stað vopnaðri uppreisn i borginni, en sættist þó á aðra aðferð, að uppástungu Parvus- ar: skorað var á verkamennina að neita að greiða skatta en taka Kópavogur Afgreiðsla Morgunblaðsins í Kópavogi er að Hlíðarvegi 63, sími 40748. Garðahreppur Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Garðahrepp er að Hof- túni við Vífilsstaðaveg, sími 51247. H afnarfjörður Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Hafnarfjarðarkaupstað er að Arnarhrauni 14, simi 50374. Ketlavík Afgreiðsla Morgunblaðslns fyrir Keflavíkurbæ er að Hafnargötu 48, simi 1113. Afgreiðslur blaðsins hafa nieð höndum alla þjónustu við kaupcndur blaðsins og til þeirra skulu þeir snúa sér, er óska að gerast fastir kaupendur Morgunblaðs- ins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.