Morgunblaðið - 19.03.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.03.1964, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 19- marz 1964 MORGUNBLAÐIÐ MAX Conrad, bandaríski flug- kappinn, sem nauðlenti á Grænlandi í fyrraOag, hefur ótal sinnum flogið yfir Atlants hafið i eins hreyfils flugvél- um. Hann var mjög þekktur í flugheiminum löngiu áður en hann setti heimsmet í lang- flugi, árið 1959. Conrad hefur oft komið við á íslandi á ferð- um sínum, einkum sdðustu 5 til 6 árin, er hann hefur ann- azt flutninga smávéla milli Evrópu og Ameríku. Er gizkað á að hann hafi lent á Kefla- víkurflugvelli 20 til 30 sinn- um á þeim tima., Sumarið 1962 flaug Conrad í eins hreyfils Piper Pacer frá Minnesota austur um haf til Max Conrad og Mikki mús, sem Walt Disney gaf honum. Þeir standa fyrir framan Piper Paeer véiina. legir í þetta skiptið. Þegar ég átti eftir að greiða lendingar- gjaldið, stöðugjald, flugþjón- ustu o.fl. var ég nýbúinn að skipta síðasta hundrað dollara seðlinúm mánum. En þeir komu mér á óvart, er ég fékk reikninginn, sem aðeins var að upphæð 3,24 dollarar, sem jafn .gildir einnar nætur stöður gjaldL Ástæðan var sú, að þeir höfðu 'einhvern pata af því, að ég væri í vináttuheim sókn til Norðurlanda, og vildu vist vera taldir með. Sumir brostu, einstaka maður hló meira að sfegja upphátt, — og það er mikið sagt í því kalda landi.“ Þegar Conrad setti heims- met sitt í langflugi, 7 árum eftir að hann skrifaði þetta í dagbók sína, stóð allur flug- heimurinn á öndinni. Hann var 58 klst. og 38 mínútur á leiðinni frá Casablanca til Los Angeles. Vegaiengdin er 7.683 mílur. Það vakti geysilega at- hygli, að véiin eyddi aðeins 7 gallonum af benzini á klst í Lítur f jarlægðir fyrir- litningaraugum og vinnur að því að gera draum að veruleika Evrópu, með viðkomu á Græn landi og í Keflavík, hafði nokkra viðdvöl og flaug síðan aftur vestur með sömu við- komustöðum. Bandaríska flug tímaritið „Flying“ gerði samn ing við Conrad um það, að fá að birta dagbók þá, sem hann hélt á leiðinni. Kom ferðasagan síðan í tveimur greinum, annarri um austur- leiðina og hinni um heimleið- ina. Með fyrri greininni var skrifuð rltst.jórnargrein um Max Conrad og forsíðumynd- in var af honum. í ritstjórnar- greininni segir m.a. „Max Con- rad, sem myndin á forsíðunni er af, fer hinar stórkostlegu hetjufarir sínar án minnsta fyrirgangs. Hann gerir minna veður út af flugi sínu fram og til baka yfir Atlantshafið á eins hreyfils vél, en venju- legur flugfarþegi í fjögurra hreyfla vél, sem fer sömu leið. Hvers vegna gerir hann þetta? Auk þess sem hann er frábær flugmaður með 27 þús. flugtíma (og mikill snillingur í flugvirkjun, að hann getur framkvæmt meiriháttar skoð- un á smáflugvélum innan sól- arhrings), þá er Max maður, sem vinnur að því að gera drauma að veruleika. Hann vill gera flug að tæki, sem hvert mannsbarn getur hag- nýtt sér. t>egar flugið er orðið svo aðgengilegt vonar hann að það geti með nánari kynningu manna á milli, orðið til þess að koma á böndum friðar og vináttu í frjálsum heimL Hann hugsar um heim þann, sem börnin hans 10 eiga að lifa í, og telur að þróun flugsins geti leyst mörg þau vandamál, sem að þeim kunna að steðja.. Flug er aðeins eitt af áhuga málum Conrads. Hann var Bandaríkjameistari í hástökki árið 1931 og iðkar enn íþrótt- ir af kappi. Hann hefur einnig verið hljómlistarmaður að at- vinnu og samið fjölda söng- laga. Hann spilar löngum á munnhörpu á ferðum sínum yfir Altantshafið og slær takt inn á hné sér. Hann hefur alltaf með sér loftsiglingafræðing nokkurn, Mikka mús, sem er eitt fet á hæð, gerður af uppstoppuðu. plasti. Walt Disney gaf Max brúðu þessa.“ Á leiðinni austur um haf lenti Conrad í Stornoway og hélt síðan tii Stafangurs. í brezka blaðinu „London News Cronicle" birtist eftirfarandi frétt daginn eftir; 20. júní, 1952: „Við ráðum okkur ekki fyrir aðdáun á Comet-vélinni, fyrstu þotunni, og mönnun- um, sem teiknuðu, smíðuðu hana og fljúga henni. En grun ur okkar um það að hinn raunverulegi brautryðjandi fyrstu flugaldarinnar' sé allt annar maður, fer vaxandi. Maður nokkur, Max Con- rad að nafni kom í gær í stutta heimsókn til Stornoway á leið sinni til Stafangurs. Ekkert sérkennilegt eða stórkostlegt var að sjá um hann eða flug- vél hans, nema kannski það að hin síðarnefnda var óvenju lítil. !>að, sem var einkenni- legt, var að hann kom frá Bandaríkjunum um Grænland og ísland. Conrad og hin örsmáa Piper Pacer flugvéi hans virðast líta á fjarlægðir þeim fyrirlitning- araugum, sem þær eiga skilið. Fyrir 2 árum skruppu þau skötuhjúin, Max og Pacer, frá Minneapolis til Genfar. Ekki verður annað séð en að Conrad ferðist á hljóðlátan hátt, án þess að gera minnstu tilraun til að láta á'' sér bera. Þægindi og öryggi einkaflugs ins virðast á hans valdi, en á sama hátt og menn á smábát- um, sem hafa skömm á stórum skemmtiferðaskipum þá kýs Conrad að ferðast á eigin spýtur. Flugstjórar stóru far- þegavélanna hljóta að ókyrr- ast í sætum sinum, þegár þeir fara fram úr Piper-vélinni á miðju Atlantshafinu. Við skul- um vona, að Conrad gleymi al- drei að veifa þeim fram hjá. Þegar flugið verður orðið hversdagsiegt, þá hefur flug- öldin hafizt í raun og veru. f>otur BOAC eru ágætar og stórmerkar. En þegar við er- um öll farin að ferðast um í loftinu af sama öryggi og á- nægju og Conrad, þá hefur maðurinn sigrazt á loftinu.“ í Morgunbiaðinu í gær birt- ist kafli úr síðari grein Con- rads í Flying, þar sem hann veltir fyrir sér kulda sjávar- ins við strönd Grænlands. í sömu grein segir einnig að hann hafi skrifað í dagbók sína á leiðinni frá Keflavík til Graenlands: „13:30. Allt gengur að ósk- um og ég syng eða læt mig dreyma. Já, af hverju er ekki farið í fleiri slíkar ferðir á litlum einkaflugvélum? í DC —3 er þetta barnaleikur, — álíka áhættulítið og að fljúga frá Minneapolis til San Franc isco. Og þetta mundi leiða svo margt gott af sér. Evrópu- menn eru sérstaklega skiln- stað 13. May fékk á sig hin verstu veður og í 9 klst. yfir Atlantshafinu flaug hann í að eins 300 feta hæð. Gekk hon- um þá illa að sjá út, vegna þess að sjólöður skvettist á rúðurnar. Á leiðinni fékk hann einnig aðkenningu að matareitrun. Þegar til Los Angeles kom, lagðist Conrad til svefns, eins og búast má við eftir slika ferð. Hins vegar brá svo við að hann vaknaði aftur eftir eina klukkustund. Var hann þá svo illa farinn af svefnleysinu, að hann ráfaði út á götu í hálfgerðu óráði og var tekinn fastur fyrir „ölvun á almannafæri“ og settur í tugthúsið. Þar svaf hann og jafnaði sig eítir heimsmetsferð ina. Piper Commache flugvélin, sem Conrad' setti langflugsmetið í, árið 1959. ingsgóðir, — auðvitað eru lífs venjur þeirra öðruvísi, en við gætum lært dálítið af þeim og þeir af okkur.“ Um viðdvöl sína á fslandþ sem tók 4 daga í þetta sinn, segir Conrad: „Jafnvel fslendingarnir, sem alltaf nema núna hafa hrifs- að af mér hvern dollara, sem þeir hafa mögulega getað komið höndum yfir á laga- legan hátt, voru bara mann- Conrad hefur næstum alltaf verið einn á ferð, þegar hann hefur flogið eins hreyfils vél- um sínum yfir hafið. Út af þessari venju brá hann þó í ágúst síðastliðnum, er hann tók með sér aðstoðarflugmann frá Ameríku tii Englands. Að- stoðarflugmaðurinn var Winst on Churchili, 22 ára gamall, sem var að fara í heimsókn til afa síns, er flestöllum er kunnugur. SIAKSTIINAR LÆGÐIN mikla yfir hafinu suður af íslandi þokaðist NA í gær, en hæðin yfir Græn- landi fór heldur vaxandL — Enn var hlýtt á landinu, mest 8 stig í Reykjavík kl. 15, en 2 stig á Raufarhöfn. Sigur vonlausrar smáþjóðar Ilamar, blað - Sjálfstæðis- manna í Hafnarfirði, birti ný- lega forystugrein»um landhelg- ina. Er þar m. a. komizt að orði á þessa leið: „Samningurinn sem gerður - var við Breta um veiðar á til- teknum svæðum í þrjú ár, rann út s.l. miðvikudag. Þann dag voru fánar dregnir að hún, menn glöddust í tilefni þess að nú hafa íslendingar óskoruð yfirráð yfir landhelginni. Sigur íslendinga í deilpnni um 12 mílna landhelgi er einn mesti sigur, sem unnizt hefur, og með þessum málum var fylgzt af at- hygli víða um heim'. íslending- ar, fámenn vopnlaus þjóð í deilu og baráttu við hinar stærstu þjóðir heimsins. Það að sigur vannzt, og það glæsilegur og eftirminnilegur, var ekki þvi fyrst og fremst að þakka að málstaðurinn var okkar, heldur því hvernig var á málum haldið, ' hvemig forystumenn þjóðarinn- ar túlkuðu sjónarmið okkar og notuðu hvert tækifæri, sem gafst, til þess að vinna að fram- kvæmd málsins, af festu og skyn semi, án ofstopa og glamuryrða unnu menn að málinu stig, af sitigi, unz fullur sigur vannzt með fullu samkomulagi 1961.“ Heilbrigt jafnvægi Alþýðublaðið birtir í gær for- ystugrein um efnahagsmálin og kemst þar m. a. að orði á þessa leið: Frumskilyrði þess, að þjóðar framleiðslan haldi áfram að vaxa, er að heilbrigðu jafnvægi sé aftur komið á í efnahagsmál- um þjóðarinnar. Nauðsynlegt er, að tekjuskipting þjóðarinnar sé þannig, að launastéttiraar sætti sig við hana í stóram dráttum. Þjóðin verður að forðast of mik inn tekjumun milli stétta, með- an hinir lægst launuðu hafa ekki hærri eða tryggari laun fyrir eðlilegan vinnudag en nú gerist. Nauðsynlegt er að ríkisstjórn in hafi forystu um víðtækt sam- komulag launastétta, bænda, at- vinnurekenda og hins opinbera um ráðstafanir til að forða þjóð inni frá óðaverðbólgu og geng- ishruni. Koma verður í veg fyrir áframhaldandi víxlhækk- anir verðlags og kaupgjaids. Ein af orsökum verðbólgnnn- ar á siðasta ári var sú, að fram- kvæmdir fóru á óskipulegan hátt fram úr þeirri áætlun, sem ríkis- stjórnin hafði gert. Tryggja verður að slíkt handahóf raskl ekki jafnvægi vinnumarkaðsánfl framvegis.“ Umræður um sjónvarp Miklar umræður fara nú fram manna á meðal um framtið sjóa varps hér á landi. Óhætt mnw að fullyrða að yfirgnæfandi meirihluti íslendinga telji sjálf- sagt og eðlilegt að unnið sé a3 undirbúningi islenzks sjónvarps. Þjóðin lítur á sjónvarpið sem merkilegt menningartækL sem að vísu sé hægt að misnota eins og alla góða hluti. Það er tækni- leg nýjung, sem hlýtur að koma á sama hátt og simi, útvarp og önnur fjarskipti ruddu sér til rúms og urðu þjóðunum til marg víslegs hagræðis og menningar- auka. Flestiir munu og telja það frá- leitt, að íslendingum verði nú bannað að horfa á Keflavikur- sjónvarpið, á sama tima og allir telja sjálfsagt, að islenzk kvik- myndahús sýni nær eingöngu er- lendar kvikmyndir og öllum er að sjálfsögðu frjálst að hlusta á erlendar útvarpsstöðvar í ílest- um löndum heims. Einangran íslands er lokið, og hún kemur aldrei aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.