Morgunblaðið - 19.03.1964, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.03.1964, Blaðsíða 18
18 MORCUNBLADIÐ Fimmtudagttr 19. Tnarz 1964 /r Utgefendur Háskólamenntaður maður, vanur þýðingum, óskar eftir starfi við bóka- eða greina þýðingar. — Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „9206“. Kynning Maður í góðri stöðu og sem á íbúð, óskar að kynnast konu með hjónaband í huga. Má hafa með sér barn. Æskilegur aldur 35—43 ára. Tilboð, með nauðsyn- legum upplýsingum og símanúmeri, ásamt mynd, sem verður endursend, sendist afgr. Mbl. fyrir 23. þ.m., merkt: „Samstarf — 3142“. Bolstrimarverkstæði í fullum gangi ásamt 5 herb. einbýlishúsi, til sölu í Kópavogi. Steinn Jonsson hdl. Lögfræðiskrifstofa — Fasteignasala Kirkjuhvoli. — Símar 14951 o gl9090. Símavarsla Stúlku vantar nú þegar til símavörzlu. — Vélritun- arkunnátta æskileg. ^ KR. HHISTJÁNSSDN H.F. U M B 0 fl H SU-DURLANÐSBRAUI 2 • SÍMI 3 53 00 Jarðarför eiginkonu minnar, móður, ömmu og tengdamóður STEINUNNAR GUÐRÚNAR EIRÍKSDÓTTUR Glerárgötu 2 sem lézt 12. marz, verður gerð frá Akureyrarkirkju föstudaginn 20. marz kl. 2 e.h. Stefán Stefánsson, Sigurlaug Stefánsdóttir, Steinn Stefánsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Eiginmaður minn VALGEIR SIGURÐSSON húsgagnasmiður verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstúdaginn 20. marz kl. 1,30 e.h. — Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna. Lovísa Pálsdótitr, Oddný Valgeirsdóttir og stjúpbörn. Faðir okkar, tengdafaðir og afi HALLDÓR GUNNLÖGSSON andaðist að Borgarsjúkrahúsinu 18. þ.m. Margrét Halldórsdóttir, Guðmundur Ingvi Halldórsson, Dóra Halldórsdóttir, Bragi Brynjólfsson, og barnaböm. JON FRIÐRIKSSON frá Bakkakoti í Víðidal andaðist að heimiii síiju Norðurgötu 19, Akureyri, 17. marz. — Jarðarförin auglýst síðar. Jófríður Jónasdóttir, böm og systkini hms látna. Innilega þökkum við öllum, nær og fjær, sem heiðr- uðu minningu móður okkar MARGRÉTAR GUÐMUNDSDÓTTUR með nærveru sinni við jarðarför hennar. Böm binnar látnu. Þökkum samúð og vinsemd við andlát og jarðarför JÓNU HÁLFDÁNARDÓTTUR Bjöm Ólafsson og systkini. Albanía heldur áfram að bjóða Rússlandi birginn Eftii Edword N Ý J A S TI atburðurinn í deilu Rússa og Albana, þegar stjómin í Tirana tók í sínar hendur af- ganginn af sovézku sendiráðs- byggingunum, virðist algjörlega fulikomna viðskilnað þessara tveggja ríkja. Og Albanía heidur velli, enda þótt hún sé smæst og veikust af kommúnistaríkjunum og mest háð efnahagsaðstoð frá Sovétríkjunum af þeim öllum. Og, það sem er merkilegra: enda þótt forustumenn Aibana hafi afneitað Rússum — með orð bragði, sem er miklu hvassara og fordæmingarfullra en Júgóslavar nokkru sinni beittu, þegar deila þeirra við Stalin stóð sem hæst — þá hefur Albanía enn tengsl og nokkur verzlunarsambönd við a.m.k. sum leppríkin í Austur- Evrópu, Pólland, Búlgariu, Aust- ur-Þýzkaland og — vel að merkja — Rúmeníu. Þar sem Albanía hefur ávallt verið talin einungis peð í hinu mikla tafli milli Kína og Sovét- ríkjanna, þá hefur mjög lítilli athygli verið beint til hinnar ein- kennilegu stöðu landsins sjálfs. Þegar Enver Hoxha stóð upp í Kreml, í nóvember 1960, og ásak- aði Krúsjeff í áheyrn fulltrúa 81 kommúnistaflokks fyrir sviksemi við minningu Stalins og komm- únistahreyfinguna í heild, sem og fyrir að reyna að svelta Albani til hlýðni, þá iitu menn einungis á þetta sem tilraun til stuðnings við Kína. Þegar Krúsjeff réðst opinber- lega á albönsku stjórnina með á- • hressir m kœiir Sas&adúyertinQ Crankshaw líka æsilegu orðbragði á 22. flokksþingi kommúnistaflokks- ins, í október 1961, þá var heim- urinn svo upptekinn að fylgjast með málaflækjum kinversk-rúss- nesku deilunnar, að allir, sáu Kína þar sem Albanía var og spurðu án afláts, hvað í ósköpun- um Albanía væri eiginlega að gera á þessum vettvangi. En Albanía hefur sín eigin sjónarmið, enda þótt landið sé frumstætt, fjöllum þakið og pressað á milli Grikklands, Júgó- slavíu og sævar. Tilvera þess og viðnám sem andsovézks komm- únistaríkis, færa Krúsjeff vanda- mál, sem í það minnsta færa út átakasviðið milli Moskvu og Pek- ing og espa einnig átökin. Kín- verjum er það vel ljóst og eru Enver Hoxha reiðubúnir að færa fómir til að verja þetta litla, fjarlæga land falli. Fleiri kommúnistaflokkar kunna að vera sama sinnis, sér- staklega sá rúmanski. Vilhjálmur Þýzkalandskeisari talaði að vísu fyrirlitlega um Albaníu og spurði af mælsku, hvernig nokkrum gæti dottið í hug að fara í stríð vegna „þess- ara vesölu geitarhaga við Scut- ari“. En austurríska keisaradæm- ið, Serbía og Ítalía toguðust inn- virðulega á um þetta litla land. ítalir voru að leita sér að fótfestu á austurströnd Adriahafsins, Serb ar vildu fá aðgang að sjó, og Austurríkismenn voru nánast að sækjast eftir hvorutveggja. Eftir fyrri heimsstyrjöldina varðveitti Albanía sjálfstæði sitt undir Zog konungi, en við sigur kommúnista 1946 virtist svo sem júgóslavneskir kommúnistar og albanskir mundu starfa saman í vináttu. Það voru ekki til meiri Stalinistar í allri Austur-Evrópu en Tító og Enver Hoxha. En eftir útskúfun Títós 1948, varð staða Albaníu afskaplega erfið. Hún stóð andspænis óvini við hin fjöllóttu landamæri. Á hinn bóginn var návist rúss- neskra kafbáta og herskipa í höfn um Albaníu viðvarandi hótun við Tító. Enn syrti þó í álinn. Albönum var án efa kunnugt um, að áður en deila Rússa og Júgóslava hófst, hafði Stalin stungið upp á því á kaldrifjaðan hátt, að Júgóslavar gerðu rétt í að gleypa Albaníu. Og þegar Krúsjeff hafði jafnað deil- una við Júgóslava, þá gerðu Albanir þá óþægilegu uppgötvun að svipuð hugsun kynni að end- urfæðast. Krúsjeff sýndi, að hann gat ráðgast leynilega við erkiendurskoðunarsinnan Tító um æskileik þess að fella erki- Stalinistan Rakosi í Ungverja- landi. Úr því að hann gat þetta, þá gat hann einnig séð í gegnum fingur við byltingu til að fella Hoxha og, ef til vill, komið Albaníu undir júgóslavnesk á- hrif. Og í rauninni leikur mjög sterkur grunur á því, að einmitt slík stjórnarbylting hafi verið á- formuð, enda þótt ekki sé vitað, hvort Tító hefur verið með í þeim ráðum. Þannig hafði Hoxha tvær rík- ar ástæður til að hefja upp Stalin og stalíniskar aðferðir og gera bandalag við Kína. Hann getur ekki gert sér vonir um að halda niðri hinum viltu og óstýrilátu fjallabúum, nema beita hinni mestu hörku. Því enda þótt lands búar séu nú meir en ein og hálf milljón og fjölgi um 3% á ári hverju, og enda þótt landið sé að breytast með furðanlegum hr^jða úr fátæku landbúnaðarlaridi í hálf-iðnvætt land, þá er þar ekki Nikita Krúsjeff skipulegt þjóðfélag í okkar skiln- ingi. Á hinn bóginn geta Albanir því aðeins gert sér vonir inn að halda velli gegn Rússum og einnig Júgóslövum, að þéir njóti stuðnings Kínverja. Albanía er annað og meira en bitbein stórveldanna. Hún er miðstöð sérstakra erfiðieika fyrir Krúsjeff. Fyrir atbeina þessa litla lands hefur Kína tryggt sér fótfestu í Evrópu, og þar sem sjálfstæðishreyfingar verða æ meira áberandi innan kommún- ísku ríkjasamsteypunnar í Ev- rópu, þá getur innbyrðis sam- band Albaníu og hinna kommún- istaríkjanna truflað virkni alls kerfisins og haft meira en tákn- ræna þýðingu. Þannig gætir albanskra áhrifa nú þegar í Rúmeníu, en Rúmenía er greini- lega að reyna að tefla Kína fram gegn Rússlandi í þeim tiigangi að láta ekki „Comecon" (Efna- hagsbandalag Austur-Evrópu. —< Þýð.) gleypa sig. Crente Hydrante frá verndar og fegrar húðina. s\ Sérfræðingar gefa ráð með val vöru. LAUGAVEGI 25. — UPPI. — SÍMI 22138.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.