Morgunblaðið - 19.03.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.03.1964, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 19- marz 1964 MORGUNBLAÐIÐ 17 — Húsnœöismál Framhald af bls. 12 sem er uppistaðan í Almenna veðlánakerfinu, námu tæpum 50 milljónum króna, þ.e. tekjur af eigin fé, ráðstöfunarfé af skyldu sparnaði og 1% af tolltekjum rikissjóðs. Tæpar 40 milljónir komu sem lán frá Atvinnuleysis- tryggingarsjóði. Frá vátrygging- arfélögum og Tryggingastofnun ríkisins komu aðeins 1.9 millj. króna. Frá viðskiptabönkunum komu ekki nema 700 þúsundir króna og frá sþarisjóðum í land inu aðeins 400 þúsundir króna. Þegar veðlánakerfið var stofnað árið 1955, var fjáröflun þess að stórum hluta byggð á þátttöku viðskiptabankanna og sparisjóða landsins í kaupum á bankavaxta bréfum kerfisins. Viðskiptabank- ernir hafa keypt bankavaxtabréf samtals fyrir um 107 millj. króna frá stofnun veðlánakerfisins. Það hefur munað verulega um þetta og nemur þessu upphæð um Vs af öllu ráðstöfunarfé veð- lánakerfisins frá stofnun þess. Kaup sparisjóðanna hafa hins vegar numið á öllu tímabilinu um aðeins 10 miLlj. króna. Ýmsir ókostir hafa fylgt þessari fjár- ijflun til veðlánakerfisins og sá er mestur, að jafnan hefur ríkt tnikil óvissa um, 'hver þátttaka bankakerfisins yrði á bverju ári. Hefur þá ríkisstjórnin þurft að semja við þessa aðila í hvert sinn, sem ákveðin hafa verið (kaup bankavaxtabréfanna, og það hefur venjulega verið gert á Iþann veg, að ekki hefur verið unnt að vita fyrirfram fyrir hvert ár, hve mikið fé veðlána- (kerfið fengi til ráðstöfunar á þennan hátt. Þessi óvissa hefur Ihamlað mjög skipulegum lánveit ingum úr kerfinu og síðast liðið ár féll hlutdeild bankakerfisins raunverulega" niður. Mér virðist að ekki sé raunhæft úrræði til fjáröflunar fyrir Almenna veð- lánakerfið, ef tekið er tillit til reynslunnar og ástands peninga- málanna í dag, að gera ráð fyrir föstum kaupum viðskiptabank- anna á bankavaxtabréfum kerfis ins. Heldur beri að leggja á- herzlu á lánveitingar bankakerf- isins til íbúðabúsabygginga, með an á smíði stendur, svo sem ég áður gerði grein fyrir. En hvaða úrræði eru þá til þess að auka ráðstöfunarfé Al- menna veðlánakerfisins úr um 100 milljónum, eins og það var s.l. ár, upp í 226 milljónir, eins og ég tel lágmarksþörfina vera. Við eigum ekki margra úrkosta völ 00 í þessu efni eru góð ráð dýr. Eg tel, að fjármagnið þurfi að koma frá vátryggingarfélög- um, með auknum skyldusparn- aði, með meiri þátttöiku Atvinnu leysistryggingasjóðs og beinum óafturkræfum framilöguþa ríkis- sjóðs. Skal ég nú vikja að þess- uift atriðum. Þegar Almenna veðlánakerfið var stofnað, var gert ráð fyrir nokkurri þátttöku vátryggingar- félaga í fjáröflun kerfisins. En sú þátttaka hefur í reynd orðið ó- veruleg, sem sjá má af því, að á öllu tímabilinu frá stofnun veðlánakerfisins til þessa dags hafa aðeins tæpar 20 milljónir komið inn í kerfið frá vátrygg- ingarfélögunum. Til þess að auka þátttöku vátryggingarfélaganna Þarf væntanlega að setja lög- gjöf. Það þarf að kveða svo á, að verulegur hluti af lausu ráðstöfunarfé félaganna ár hvert renni til kaupa á bankavaxtabréf um Almenna veðlánakerfisins. Með slíkum ráðstöfunum væri séð fyrir verulegri fjármagns- aukningu til íbúðarlána. Það er ekki einungis eðlilegt með tilliti til húsnæðismálánna að setja lög- gjöf um þetta efni, heldur ekki óeðlilegt með tilliti til þess, hvað þessir aðilar fara með mikla fjármuni. Það er nauðsyn- legt vegna heildarstjórnar á efnahags- og peningamálunum. Þeir viðskiptahættir geta ekki gengið til lengdar hjá okkur, að vátryggingarfélögin séu í kapp- hlaupi um vátryggingarviðskipti með lánveitingum til tryggjenda, hvort sem það eru lán til bif- reiðakaupa eða annarra þarfa. Það er ekki hægt að hafa slíka starfsemi hömlulausa á sama tíma, sem við erum að gera ráð- stafanir á sviði ríkisfjármála og útlána bankanna, til þess að stemma stigu við verðbólguþró- un. Hægt er að tryggja verulegt fjármagn frá vátryggingarfélög- unum til íbúðarlána. Eins og ég áðan sagði, veitti At- vinnuleysistryggingarsjóður tæp- um 40 milljónum til íbúðalána- kerfisins á síðastliðnu ári, og ár- ið 1962 veitti hann . rúmar 20 milljónir. Hér er ekki um að ræða fyrirfram ákveðna þátttöku Atvinnuleysistryggingasjóðsins í fjáröflun til íbúðarlána. Það hef- ur verið ákveðið í hvert sinn með sérstöku samkomulagi fyrir til- hlutan ríkisstjórnarinnar. Nauð- synlegt er, að koma þeirri skip- an á, að reikna megi árlega með ákveðnu framlagi frá Atvinnu- leysistryggingasjóðnum, og það framlag þarf að vera verulega hærra en það, sem var sl. ár. Ég veit að það verður ekki í bili gert nema á kostnað annarra lánveit- inga Atvinnuleysistryggingasjóðs ins. Þegar skyldusparnaðurinn var lögfestur árið 1957, var ég á móti þeirri ráðstöfun. Sjálfstæðisflokk urinn var á móti þeirri ráðstöfun, og sérstaklega snerist unga fólk- ið, sem hlýta átti þessum aðgerð- um, á móti þeim. Ég hygg, að mótstaðan gegn skyldusparnað- inum hafi fyrst og fremst komið til af okkar sérstöku sjónarmið- um. Við erum ekki mikið gefin fyrir það að láta leggja bönd á okkur og allra sízt unga fólkið. En ef við ætluðum okkur í dag að vera sjálfum okkur sam- kvæmir, þá ættum við að afnema skyldusparnaðinn. En á það er ekki hlaupið, allra sízt eins og ástatt er í dag. Með skyldusparn- aðinum hefur veðlánakerfið yfir að ráða fjármagni, sem nemur 70—80 millj. króna. Þetta fjár- magn myndi þurfa að greiða út úr veðlánakerfinu, ef skyldu- sparnaður væri nú afnuminn. Á því eru að sjálfsögðu hin mestu vandkvæði, eins og nú stendur á. Við þurfum meira fé en ekki minna. Því sé ég ekki annað ráð, en að mæla nú með hugmyndum, sem fram hafa komið um það að hækka skyldusparnaðinn frá því sem nú er. Með því fengist á næstu árum verulega aukið ráð- stöfunarfé til íbúðarlána. En það væri hvorki rétt né sanngjarnt gagnvart þeim, sem hlýta eiga skyldusparnaði, að hækka hann nú án þess að gera nokkuð ann- að, sem kemur við aðra þegna þjóðfélagsins. Það á ekki, að hækka skyldusparnaðinn, nema sú ráðstöfun sé einn liður í heild- arlausn húsnæðismálanna, þó að engir eigi að vísu eins mikið undir því komið eins og unga fólkið, sem á eftir að berjast við að koma sér upp þaki yfir höfuð- ið. Nú hefur Almenna veðlána- kerfið 1% af tolltekjum ríkis- sjóðs í fast framlag árlega. Þetta gaf á síðastliðnu ári um 7 millj. króna. Menn hafa látið sér til hugar koma að hækka þennan tekjustofn veðlánakerfisins upp í 7% af tolltekjum ríkisins og myndi það gefa árlega um 50 milljónir króna. Mér þykir held- ur óeðlilegt og hvimleitt að ráð- stafa tekjum ríkissjóðs með því að ákveða einhverja hundraðs- tölu af ríkistekjunum til ákveð- inna þarfa. Betra er, að tekið sé upp í fjárlög ákveðin upphæð sem óafturkræft framlag ríkis- sjóðs til veðlánakerfisins. Það framlag þarf að nema verulegri upphæð á ári. Ég veit að það árar ekki vel til þess að gera tillögur um bein framlög úr rikissjóði til húsnæðismálanna, en ég geri ráð fyrir, að það verði skorin niður önnur útgjöld á móti. Hér er um það að ræða að velja verður og hafna og meta mikilvægi hinna ýmsu þarfa. Ef það væri gert á hlutlægan hátt, efast ég ekki um, að komizt yrði að þeirri niður- stöðu, að draga ætti t.d. úr nið- urgreiðslu ríkissjóðs á vöruverði, til þess að gera möguleg framlög til húsnæðismála. f þessu tali mínu um fjáröflun hefi ég ekki minnzt á þá mögu- leika, sem felast í sölú vísitölu- bankavaxtabréfa. Þegar Al- menna veðlánakerfið var stofn- að, var gert ráð fyrir sölu slíkra bréfa á frjálsum markaði. Fyrst í stað voru gerðar ráðstafanir, með allgóðum árangri, til þess að koma slíkum bréfum á markað með beinum aðgerðum Veðdeild- ar Landsbankans. Nokkurt fjár- magn fékkst inn í veðlánakerfið með þessum hætti. En þetta stóð ekki lengi. En þetta stóð ekki lengi. Svo virðist sem allar skipu legar aðgerðir í þessu efni hafi fallið niður og nú hygg ég, að almenningur viti naumast, að hægt sé að fá slík bréf keypt. Það, sem gerir slík bréf seljanleg á frjálsum markaði, er að sjálf- sögðu fyrst og fremst það, að þau eru vísitölutryggð. Ekki er ,rétt í framtíðinni að útiloka þessa fjár- öflunaraðferð, en hún er að sjálf- sögðu komin undir ástandi pen- ingamarkaðarins á hverjum tíma. í tali mínu um fjármagnsþörf- ina hef ég g'engið út frá því, að íbúðalán Almenna veðlánakerfis- ins hækki frá því sem nú er. En hvað að öðru leyti um lán þessi? Nú eru lánin A-lán svokölluð til 25 ára með 8Vi% ársvöxtum og B-lán til 15 ára með 5%% árs- vöxtum og vísitölubundin, þ.e., að greiðslur afborgana eru bundn ar vísitölu framfærslukostnaðar. Þegar Almenna veðlánakerfið hóf starfsemi sína, voru lán þessi, sem bæði eru 1. veðréttarlán, veitt í því hlutfalli út á hverja íbúð, að vísitölulánin námu %'af heildarupphæðinni. Síðan hefur þetta hlutfall visitölulánanna smálækkað, en þó ekki eftir á- kveðnum reglum og e'ru nú orðin til jafnaðar aðeins 10—20% af heildarlánsupphæðinni. Hér tel ég að gera þurfi breytingu á. Það er ekki einungis að hækka vísitölulánin upp í það, sem upp- haflega var, heldur að breyta lánum Almenna veðlánakerfisins algjörlega í vísitölulán, lengja lánstíma þeirra og lækka vext- ina. Yrðu þá eingöngu veitt vísi- tölulán til 25 ára meþ 4—4%% ársvöxtum. Hér er um hina veiga mestu breytingu að ræða, sem hlýtur að hafa gagngerð áhrif á efnahagskerfið í heild. En beinir kostir þessa eru þeir, að greiðslu- byrði lántakenda verður jafnari á allt lánstímabilið og höfuðstóll veðlánakerfisins betur tryggður. Sama á við um lán veðlánakerfis lífeyrissjóðanna og því ættu þau einnig að vera samskonar vísi- tölulán. Sérreglur þyrftu væntan lega að gilda um lán Byggingar- sjóðs verkamanna og íbúðalán sveitanna. Nú má vera, að einhverjir spyrji, hvort nauðsynlegt sé að gera svo róttækar breytingar á skipan þessara mála, eins og hér er lagt til. Nægir ekki að gera eitthvað minna? Áður en ég svara þessari spurningu, þykir mér rétt að lokum að víkja nokk uð frekar að því, hvernig mál þessi snúa að húsbyggjendum sjálfum. Höfuðvandinn gagnvart þeim er sá, að lánastofnanir hafa aðeins getað veitt lítinn hluta af þeim lánum, sem þurft hefur og eðlilegt verður að telja að fáist til'íbúðabygginga. Húsbyggjend- ur hafa snúizt við þessu ástandi á þann veg að afla sér lána, venju- lega bráðabirgðalána, eftir því sem við hefur verið komið, hjá vinum, ættingjum og kunningj- um, sem oftast eiga þess eins úr- kosta að taka út innistæður sín- ar í bönkum og sparisjóðum í þessu skyni. Föstu lánin hafa ver ið svo lág og bráðabirgðalánin svo óhagstæð og erfið, að eina vonin, til þess að við þessar byrðar væri ráðið, hefur verið fólgin í áhrifum verðbólgunnar. Verðbólgan með sínum áhrifum, hækkandi launum og hækkandi verðlagi, hefur á sinn hátt gert það mögulegt að láta hlutina ganga þannig, að húsbyggjendur hafa almennt getað haldið sínum íbúðum. Það gefur því auga leið, að þetta ástand í lánamálum hús- byggjenda beinlínis stuðlar að því að viðhalda og auka verð- bólguna í landinu. Það eru ekki einungis húsbyggjendur sjálfir, sem eyja þá einu von i þessum málum, að verðbólgan megi magnast, heldur og sá mikli fjöldi vina og vandamapna, sem aðstoðað hafa þá með bráða- birgðalánum og öðrum stuðningi. Allt þetta fólk og það nær með einum eða öðrum hætti til flestra fjölskyldna í landinu, beint eða óbeint, stólar á verðbólguþróun- ina, til þess að létta þær byrðar, sem ekki verða bornar með öðr- um hætti. En það er ekki einungis að þetta ástand sé ein helzta orsök verðbólgunnar í landinu. Hús- næðisástandið er á hinn bóginn líka á vissan hátt afleiðing verð- bólguþróunarinnar. Þrátt fyrir lánsfjárskortinn, höfum við eins góðan húsakost og jafnvel betri, heldur en þær þjóðir, sem búa við miklu meira ríkidæmi en við. Þetta er það sérstæða við ástand okkar húsnæðismála í dag. Skýr- ing þessa er sú, að um langt skeið hefur fjárfesting í íbúðarhús- næði verið ein helzta vörn al- mennings gegn verðbólgunni. Fólk hefur talið, að öruggasta leiðin til þess &ð tryggja fjár- muni sína og vernda gegn áhrif- um verðbólgunnar sé það að binda það í íbúðarhúsnæði. Hef- ur mönnum þá oft lítt sést fyrir um hagkvæmni í byggingunni og kostnaðarhlið, þegan svo mjög hefur legið við að.koma pening- unum í fast. Það er nauðsynlegt að slíta húsnæðismálin úr því orsakasam bandi, sem þau eru nú í við verð- bólguþróunina. En það verður ekki gert nema með gjörbreyt- ingu á fyrirkomulagi lánamál- anna frá því sem nú er. Það er mikið vinnandi tjl þess að koma þeirri breytingu á. í því skyni borgar sig að láta bíða að full- nægja þörfum, sem geta beðið rétt í bili. Og með því móti vær- um við raunverulega að skapa meiri möguleika til að fullnægja hinum sömu þörfum, ef það er rétt, að jafnvægisleysi það, sem verðbólgan skapar, hafi þann mestan ókost að draga úr fram- leiðsluafköstum og þjóðartekj- um. En um það höfum við ekki viljað efast, því að á þeim skiln- ingi byggist fyrst og fremst allt okkar tal gegn verðbólgunni og fyrir jafnvægi í þjóðarbúskapn- um. Þá er ástand lánamálanna í dag þess eðlis, að húsbyggjendur almennt geta ekki staðið undir framkvæmdum sínum með því að verja til þeirra eðlilegum hluta launatekna sinna. Greini- legt er, hvaða áhrif þetta ástand hefur á gang kjaramálanna. Það er sennilega ekkert, sem ýtir meir undir síauknar kaupkröfur alls almennings í landinu heldur en einmitt þörfin fyrir auknar tekjur, til þess að geta staðið undir húsnæðiskostnaðinum í einu eða öðru formi. Húsnæðis- kostnaðurinn er það, sem er þung bærast í dag fyrir almenning í landinu og þær byrðar er nauð- synlegt að látta. Ýmis önnur óheillaáhrif verða rakin til ástandsins í lánamálum til húsbygginga. Má þar til nefna hina miklu eigin vinnu, sem hús- byggjendur leggja í íbúðir sínar. Þó að eigin vinna við íbúðahúsa- byggingar sé þjóðhagslega æski- leg að vissu marki undir ákveðn- um kringumstæðum, þá er eng- inn vafi á því, að á tímum mik- illar atvinnu og vinnuaflsskorts, eins og nú hefur verið að und- anförnu hjá okkur, þá fer eigin vinna við íbúðabyggingar veru- lega eða ef til vill langt fram úr því, sem þjóðhagslega váeri æskilegt. Þetta ástand veldur og því, að byggingartími íbúðanná- er alltaf langur og oft á tíðum svo ekkert vit er í, hvorki frá sjónarmiði þjóðfélagsins í heild eða einstaklinganna sjálfra, sem í byggingum standa. Af þessu leiðir svo, að allt skipulegt starf, til þess að stuðla að bættri tækni og lækkuðum byggingarkostnaði er svo til útilokað. Eins og ég sagði í upphafi máls míns hlýtur viðfangsefni okkar að vera að lækka byggingakostn- aðinn. Ég skal ekki hér fara út í það að ræða það nánar, með hverjum hætti það verður gert. f þeim efnum koma til ýmis tækniatriði, sem eru naumast á meðfæri annarra en sérfræðinga á því sviði. En ég læt mér nægja að benda á, hvert samband er á milli ástands lánamálanna og möguleika þess að gera ráðstaf- anir til lækkunar byggingar- kostnaðarins. Við þurfum að hafa veðlánakerfi til húsbygginga, sem hafa örugga tekjustofna og lána verulegan hluta byggingar- kostnaðarins og geta fyrirfram gefið ákveðin lánsloforð á ákveðn um tíma, fyrir hverju láni, sem á að veita. Slík veðlánakerfi geta í framkvæmd og hafa efni á því að setja ákveðin og ófrá- víkjanleg skilyrði um hag- kvæmni og kostnað íbúða, sem þau lána til. Hugmyndir þær, sem é ghefi hér hreyft miða að því að koma upp slíkum veð- lánakerfum. Á þessum málum eru ýmsar hliðar, sem of langt mál yrði upp að telja, eins og t.d. lóða- málin. Ég vík aðeins að því, að hér í Reykjavík er þróunin sú, að meir og meir er úthlutað af lóðum til fjölbýlishúsa. Sú þróun er eðlileg og í fjölbýlishúsabygg- ingum verður bezt við komið ýmsum ráðstöfunum til lækkun- ar á byggingarkostnaðinum. Þetta er ekki sízt mikilvægt hér í Reykjavík, þar sem svo mikill hluti heildarfjárfestingarinnar er. En hér fá færri fjölbýlis- húsalóðir en vilja. Af því leiðir, að þeir, sem úrthlutað er þessum lóðum, fá nokkurs konar einka- söluaðstöðu í sambandi við þess- ar byggingar. Þó að fleiri fengju lóðir eða jafnvel allir, sem ósk- uðu eftir ,þá er meir en vafa- samt, að vinnumarkaður okkar og hagkerfi þoli það miklar fram kvæmdir á þessu sviði, að kosta hinnar frjálsu samkeppni gæti þannig, að nægileg trygging sé fyrir hagkvæmni og sanngjörnu verði íbúðanna. Á þetta virðist skorta mjög í dag. Ég heyrði sögu fyrir nokkrum dögum af byggingameistara, sem var að selja íbúð í fjölbýlishúsi. Kaup- andinn átti ekki von á öðru en íbúðin yrði verulega dýrari en upp var sett. Byggingarmeistar- inn sagði honum, að hann vissi, að slíkar íbúðir væru seldar mun hærra verði en hann setti upp. En hins vegar hefði hann góð- an ágóða af starfi sínu, þó hann seldi ekki íbúðirnar dýrari og það léti hann sér nægja. Kaup- in voru gerð. En nokkrum dög- um síðar seldi aftur sá, er keypt hafði íbúðina og seldi hana þá fyrir 150 þúsund króna hærra verð en hann keypti. Ég hefi ekki ástæðu til þess að ætla ann- að en að saga þessi sé sönn, þó ég hafi ekki lögfullar sannanir fyrir því. Og ég held hiklaust fram, að sagan gæti verið sönn. Það eru 'einmitt þessir verzl- unarhættir, sem við þurfum að vinna gegn. Til þess eru sjálf- sagt ýmsar leiðir. Það mætti hugsa sér, að borgaryfirvöldin úthlutuðu ekki lóðum undir fjöl- býlishús nema með ákveðnum skilyrðum um stærð, stöðlun og söluverð íbúðanna. En ef til vill væri eðlilegra, að slík skilyrði væru sett af veðlánakerfinu, sem lánaði til íbúðanna. En ákaflega er vafasamt, að slíkt megi tak- ast í framkvæmd, eins og ástand lánamálanna er í dag. Það er vissulega brýn nauðsyn á aðgerðum til úrbóta. Engin tök eru á því í einni svipan að koma á svo gagngerðum breyt- ■Framihald á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.