Morgunblaðið - 19.03.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.03.1964, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLADID Fimmtudagur 19. marz 1964 Hvað til úrlausnar í húsnæðismúlunum ? Ræða Þorvaldar Garðars Kristjáns- sonar á Varðarfundi I gærkvöldi UM þessar mundir eru nus- næðismálin mjög á dagskrá, svo sem oft áður. í>ar er við að etja ýmissa erfiðleiká, sem koma við allan almenning. Þessir erfið- leikar þjarma að hús'byggjend- um fyrst og fremst í formi láns- fjársskortsins. Menn vantar lán, menn hafa of lítil lán og menn biða eftir lánum. í dag er ástand- ið þannig, að nær 2.500 um- sóknir um lán bíða nú afgreiðslu þess að fuilnægja þessum lána- umsónum, þarf yfir 200 millj. króna. Hér er innifalið lána- umsóknir vegna íbúða sem ekki eru fokheldar og því ekki láns- hæfar. Væntanleg fjármangs- þörf til þeirra nemur um 60 millj. króna. En allar þessar töl- ur hækka frá degi til dags. Hér er því sannarlega vandi á ferð- um. Hvað er til úrlausnar í þessu efni? Til þes_s að svara þeirri spurningu, verðum við að hafa í huga, að möguleiikar hagkerfis- ins eru t dag að ýmsu leyti tak- markaðri til aðgerða í þessum málum, heldur en var t. d. árið 1062. Nokkuð hafði dregið úr byggingum á árunum _ frá 1960 fram að þeim tíma. Árið 1962 stóðum við nær því en notokru sinni fyrr um langan aldur að geta fullnægt eftirspurn eftir íbúðalánum. Auk þess sem ástand peningamálanna setur okkur nú meiri takmörk en árið 1062 hafa íbúðabyggingar nú aftur aukizt mjög, svo að talið er að nemi allt að 30% árið 1063 frá árinu 1062. betta ástand ger- ir vandamáiið allt erfitt við- fangs, en gerir hins vegar jafn- framt brýnni þörfina á aðgerð- um til úrlausnar. En til úrlausnar vandans duga nú -ekki að mínu viti smáaðgerð- ir. Það dugar ekki að setja lítil- ræði til viðbótar því, sem verið hefur til umráða fyrir Ibúða- lánakerfið. Og ef við ráðstöfuð- um verulegum fjárhæðum nú til þéssara þarfa, þá myndi það heldur ekki duga til neinnar fram búðar, nema það sé gert sem liður í heildaraðgerðum til úr lausnar þessum málum. En hvaða heildarráðstafanir eigum við nú að gera? Til þess að svara þeirri spurningu, er nauð- synlegt að líta á vandamálið frá víðari sjóndeildarhring en fjár- magnsskorti Húsnæðismála- stjórnar. íslendingar hafa síðasta ára tug fjárfest í íbúðarhúsum meira í hlutfalli við þjóðartekjur og heildarfjárfestingu en aðrar samibærilegar þjóðir, en samt færri íbúðir í hlutfalli við fólks fjölda en flestar hinar sömu þjóðir. Viðfangsefnið er að bæta hér úr. Úrlausnin getur ekki að mínu viti verið fólgin í því að verja hlutfallslega meiru af þjóðartekjunum til íbúðarhúsa bygginga en við höfum gert að jafnaði hin síðari ár. Þetta er augljóst, þegar haft er í huga, að byggingar íbúðarhúsa hafa jafnvel komizt upp i 35,2% af fjármunamynduninni og 10.5% af þjóðartekjum. Þegar svo er komið, fer ekki hjá því, að við verðum að meta aðrar þarfir þjóðfélagsins svo brýnar, að ekki verður lengra gengið á þeirra hlut. Mér er ekki kunnugt um nokkra þjóð, sem ver eins mil.l- um hluta af þjóðartekjunum til íbúðabygginga og við höfum gert. Úrlausnin er því ekki fólgin í því að verja hlutfalls- lega meira af þjóðartekjunum til þessara þarfa en við höfum gert, heldur að byggja hlutfallslega fleiri íbúðir án þess að gæðastig bygginganna lækki þ.e. áð lækika byggingarkostnaðinn. Þetta á að vera hægt að gera að vissu marki með því að bæta skipulag þessara mála, bæði á sviði tækni og peningamála. Húsnæðismálastjórn er sam- kvæmt lögum falið að vinna að umbótum í byggingarmálum og lækkun byggingarkostnaðar. Að- gerðir Húsnæðismálastjórnar í þessu efni hafa verið lítils eða einskis virði, þar sem hún hefur í framkvæmd, hvorki haft yfir að ráða sérmenntuðum mönnum, né rannsóknarstofnunum, sem nauðsynlegar eru í þessu skyni. Bétt væri að fela þetta hlut- verk Húsnæðismálastjórnar öðr- um aðilum, sem aðstöðu eiga að hafa til að gegna því og bera ábyrgð á því, sem til dæmis Byggingardeild Atvinnudeildar Háskólans og Iðnðarmálastofnun íslands. Á sviði peningamála hefur aðstoð hins opinbera við íbúðar- húsabyggingar fyrst og fremst verið fólgin í almenna veðlána- kerfinu undir stjórn Húsnæðis- málastjórnar. Þetta veðlána- kerfi hefur að. formi til náð til allra landsmanna, nema í sveit- um. Það veldur því, að allir telja sig eiga rétt á íbúðalán- um frá þessari lánastofnun og ríkisvaldinu vera skylt að sjá fyrir fjármagni til að fullnægja eftirspurninni eftir lánum. En er þetta rétt fyrirkomulag? Það getur verið rétt, þegar hús- byggingar samsvara byggingar- þörfinni. En það gegnir vissulega öðru máili, ef á einu ári eru hafn- ar byggingar á t. d. 500 eða 1000 ibúðum umfram árlega bygg- ingarþörf, vegna þess að menn vildu koma fjármunum sínum í fast af ótta við verðbólgu eða gengisfall og ef til vill í þeim tilgangi að hafa óhæfilegan ágóða af slíkri starfsemi. Vegna þessa verður að greina á milli byggingarfrelsis annars vegar og hins vegar skyldu hins opin- bera tiil að gera mönnum kleift að byggja. Skylda hins opinbera á að vera takmörkuð við raun- verulega byggingarþörf, eins og hún er metin og ráðgerð í þjóð- hagsáætlun hvers árs. Við magn- að verðbólguástand getur stuðn- ingur hins opinbera við fbúða- byggingar umfrarn byggingar- þörf ekki fullnægt eftirspurn- inni eftir íbúðarlánum. Slíkar aðgerðir eru verðbólguaukandi og auka ásókn manna í að koma fjármunum sínum í fasteignir og þar með eftirspurnina eftir íbúðalánum. Þess er ekiki hægt að krefjast, að ríkisvaldið umturni hagkerf inu með aðgerðum sínum í hús- næðismálunum. Hins vegar verð ur ætlazt til þess, að ríkisvaldið stuðli að sem hagkvæmastri skipan á ráðstöfun þess fjár- magns, sem hagkerfið má sjá af til íbúðalána. Það verður bezt gert með því að hafa fastmótuð veðlánakerfi, sem séð er fyrir fjármagni með kerfisbundnum sparnaði. Þeirri hugmynd hefur verið hreyft. að í þessu skyni beri að stofna nýjan banka, sem hafi það eitt hlutverk að veita íbúðalán. Ég tel að slík skipu- lagsbreyting hafj ekki þýðingu í sjálfu sér. Ég tel að auk þess, að við höfum nóg af bönkum í okkar þjóðfélagi í dag.. Hugmyndir þær, sem ég vil setja fram til úrlausnar í hús- næðismálunum byggja á því, að starfrækt verði fjögur veðlána- kerfi og ihvert þeirra með af- mörkuðu starfssviði. Er hér um Þorvaldur G. Kristjánsson að ræða Almenna veðlána- kerfið, veðlánakerfi lífeyris- sjóða, Byggingarsjóð verka- manna og veðlánakerfi íbúða- húsa í sveitum. Almenna veðlánakerfið yrði aðalstofnun ibúðalána eftir sem áður. Hins vegar ætti að gera á því veigamiklar breytingar. Það ætti að setja því takmöik, sem væru fólgin í því, að enginn gæti fengið lán út á sömu íbúð, nema frá einu hinna fjögurra veðlánakerfa. Þetta þýðir í fram- kvæmd þiá breytingu frá því sem nú er, að ekki yrði hægt aC fá út á sömu íbúð lán bæði frá Almenna veðlánakerfinu og líf- eyrissjóði. Þetta mætti tryggja í framkvæmd með því að ákveða, að lán veðlánakerfis lífeyris- sjóða verði einungis 1. veðréttar lán. Þá þarf að takmarka svið Almenna veðlánakerfisins enn- fremur við minni stærðarmörk íbúða en nú er lánað út á, þó þanng að fullt tillit sé tekið til fjölskyldustærðar lántakanda. Ég hefi hér gert ráð fyrir sér stöku veðlánakerfi lífeyrissjóð annað en það kerfi er nú ekki til. Það var upphaflega gert ráð fyrir því, að lífeyrissjóðirnir legðu fram fé til Almenna veð- lánakerfisins, en í reynd hefur það verið svo lítið, að enga verulega þýðingu hefur haft. Það hafa verið uppi þær hug- myndir að taka mál þessi áfcveðn ari tökum og lögskylda lífeyris- sjóðina til þess að leggja fram svo um munar, af ráðstöfunar- fé sínu til Almenna veðlána kerfisins. Gegn þessu. er mikil mótspyrna af hálfu lífeyrissjóð- anna og þess fólks, sem í þeim er og telur sig eiga rétt á því að fá bein lán til húsibygginga úr þessum sjóðum. Eftir því sem ég hef hugsað mál þetta meira, hygg ég, að leið þessi sé vafasamari og því beri ekki að fara hana. Ef ekki verður horfið að því ráði að tengja lífeyrissjóðina Almenna veðlánakerfinu, þarf samt sem áður að koma á ákveðnu skipulagi á útlán líf- eyrissjóðanna til íbúðabygginga. Það er bæði mjög nauðsynlegt og aðkallandi. Það yrði að setja lán lífeyrissjóðanna í fast form, hvað lánskjör snertir, lánstíma og vexti, hliðstætt því sem gildir um Almenna veðlánakerfið. Til þess að framfcvæma slíikt, þyrfti afgreiðsla þessara lána að vera á hendi eins aðila. En þá eðlileg- ast að stofna í þessu skyni sér- deild við Veðdeild Uand.sbank- ans þ. e. veðlánakerfi lífeyris- sjóða. Lífeyrissjóðina ætti að skylda til að leggja ráðstöfunar- fé sitt til þessa veðlánakerfis, en stjórn hvers lífeyrissjóðs ætti að hafa rétt til að áfcveða, hverjir sjóðsfélgar fái lánin. Veðlána- fcerfi þetta ætti væntanlega ekki að vera bundið af stærðarmörk- um íbúða, sem lánað yrði út á. Rétt er að gera ráð fyrir, að Bygginearsjóður verkamanna haldi starfsemi sinni áfram. Eih- bver kynni að spyrja, hvort ekki mætti sameina starfsemi Byggingarsjóð verkamanna Al- menna veðlánakerfinu. En ég hygg, að rétt sé, að lánakerfi, sem hlýtur að vera svo víðtækt sem Almenna veðlánakerfið, verði ekki miðað við þarfir peirra, sem verst eru settir í þjóðfélaginu vegna ómegðar, heilsubrests eða öðrum ósjálf- ráðum ástæðum. Ef aðstoð hins opinbera á að koma að raun- verulegu gagni fyrir þetta fólk, er forsenda þess, að aðstoðin sé nægilega mikil og stranglega takmörkuð við þann hóp manna, sem raunverulega þurfa slíkrar aðstoðar með. Mitt sjónarmið er því það, að Byggingarsjóður verkamanna eigi að-starfa til aðstoðar þeim, sem verst eru settir, eins og nú er gert ráð fyrir í lögum um verkamannabúastaði. Hins vegar þarf að endurskipulegga þessa starfsemi. Samkvæmt lögum um verkamannabústaði eiga að vera starfandi byggingarfélög verkamanna i þeim sveitarfélög- um, sem vilja njóta góðs af þessari lánastarfsemi. Þessi fé- lög eiga að gegna ákveðnum skyldum og hlutverki í þessari lánastárfsemi. Það er skemmst frá því að segja, að þessi félög eru ekki annað en nafnið eitt og varla það, hvar sem er hér á landinu, nema hér í Reyfcjavík. Þetta veldur margs konar vand- kvæðum. Eðlilegt er að leggja þessi félög niður og láta sveitar- fálögin sjálf annast þann þátt þessara mála, sem félögunum eru ætluð. Um leið ætti að koma þeirri skipan á, að aðgerðir til útrýmingar heilsuspillandi hús- næðis heyrðu undir Byggingar- sjóð venkamanna. Þannig væri sameinað undir eina stjórn allar aðgerðir hins opinbera til að- stoðar þeim, sem verst eru settir í húsnæðismálunum. Stofnlánadeild landbúnaðarins hefur nú það hlutverk að lána til íbúðarhúsa í sveitum. Rétt er, að sú skipan haldi áfram, en gerðar verði nauðsynlegar laga breytingar, svo nýtt verði með eðlilegum hætti hlutdeild sveit anna í skyldusparnaðarfé. Það er bankateknist atriði, sem ég skal ekki fara út í hér. Þessi fjögur opinberu veðlána kerfi, sem ég hefi hér rætt um, eiga að standa undir lánveiting- um til fbúðahúsabygginga í sam- ræmi við byggingarþörfina. Gert er ráð fyrir, að byggingarþörfin á næstu árum sé að meðaltali 1500 íbúðir á ári. Ég hefi áætlað. að skipting íbúðailána milli hinna fjögurra veðlánakerfa gæti orð- ið þannig, að í hlut Almenna veðlánakerfisins féllu um 750 íbúðir, eða það kerfi fullnægi byggingarþörfinni að hálfu, 1 ihlut veðlánakerfis lífeyrissjóð- anna falli um 500 fbúðir, Bygg- ingarsjóður verkamanna sjái um 150 íbúðir og veðlánakerfi sveit- anna allt að 100 íbúðir . Hvert á þá ,að vera hlutverk hins almenna bankakerfis, við- skiptabanka og sparisjóða, í sam- bandi við lán til íbúðahúsabygg- inga? Hlutverk banka og spari- sjóða á að vera að veita 2. veð- réttarlán út á íbúðir, eftir þvl sem ástand peningamálanna leyf ir á hverjum tíma. Veðlánakerf- in ættu að hafa heimild til að ganga í ábyrgð fyrir 2. veðréttar lánum út á íbúðir, sem þau hafa 1. veðrétt í. Þetta hefði einkum þýðingu fyrir lánastarfsemi sparisj óðanna. Þá er það hlut- verk hins almenna bankakerfis að veita byggingarlán meðan hús er í smíðum, sem greiðist þegar hin föstu lán veðlánakerfanna yrðu veitt. Þessi lánastarfsemi viðskiptabankanna er nú mikið i molum m.a. vegna þess, hve ó- vissa ríkir um það, hvenær menn fá hin föstu lán út á íbúð- ir sínar, svo að þeir geti staðið í skilum með bráðabirgðalánin. Með bættu skipulagi og auknu ráðstöfunarfé veðlánakerfanna skapast eðlilegur grundvöllur fyrir þessa starfsemi viðskipta- bankanna. Ég skal nú víkja að atriði, sem ekki er þýðingarminnst. Hvað þurfa íbúðarlánin að vera há? Upphæð íbúðalána Almenna veð lánakerfisins er nú að hámarki 150 þúsund krónur. Þessi lán eru alltof lítill hluti byggingarkostn- aðar. Viðfangsefnið ætti að vera að bæta hér úr með því að hækka lánaupphæðina svo hún svaraði sem næst því að vera helmingur byggingarkostnaðar. Þá væri það lámark, að lánsupp hæðin næmi 300 þúsund krón- um. Hjá veðlánakerfi lifeyris- sjóðanna þyrfti lánsuppihæðin að vera að minnsta kosti eins há. Samkvæmt tilgangi Byggingar- sjóðs verkamanna þyrftu lán hans að vera hærri en hin al- mennu íbúðarlán, enda hefur svo alltaf verið. Upphæð þessara lána þyrfti að vera um 75% af byggingarfcostnaði. Lánin nema nú 300 þúsund krónum, en lág- marksupphæð þeirra ætti að vera að minnsta kosti 400 þúsund krónur. En þýðir nokkuð að kasta fram þessum tölum? Er þetta mögulegt í framikvæmd? Við skulum athuga þetta nánar. Fjár magnsþörf veðlánakerfanna á ári miðað við hlutdeild þeirra í lán- veitingum og upþhæð lána eins og ég hef hér gert ráð fyrir myndi vera þannig, að Almenna veðlánakerfið þyrfti til umráða 226 milljónir króna, veðlánakerfi lífeyrissjóða 150 millj. og Bygg- ingarsjóður verkamanna 60 millj ónir. Séð er fyrir fjármagni til íbúðarhúsa í sveitum með lögum um Stofnlánadeild landbúnaðar- ins, og skal ég ekki fara út í það mál hér. Fjármagnsöflun til veð- lánakerfis lífeyrissjóðanna eiga lífeyrissjóðirnir að vera færir um, en ráðstöfunarfé þeirra til útlána mun nema á þessu ári um 160 milljónum króna og fer vænt anlega ört vaxandi á næstu ár- um. Fjármagnsþörf Byggingar- sjóðs verkamanna svarar nokik- urn veginn til þess fjár, sem ríkissjóður og sveitarfélög leggja nú til hans og til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis. Aðal- vandinn er fjármagnsöflun til Almenna veðlánakerfisins. Þar er sannarlega um vandamál að ræða. Á síðast liðnu ári hafði al- menna veðlánakerfið til ráðstöf- unar um 100 milljónir króna, Hvaðan kom þetta fé? Fastar tekjur Byggingarsjóðs ríkisins, I Framh. á bls. 17,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.