Morgunblaðið - 18.04.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.04.1964, Blaðsíða 1
28 slðiir Bylting í Saigon? Orðrómur um það á kreiki Krúsjeff útnefndur hetja Sovétríkjanna Hefur aldrei verið hylltur eins ákaft og í dag — Maurer í Moskvu — Kveðja Maos ekki birt Moskvu, 17. apríl — (NTB-AP) • Á 70 ÁRA afmæli sinu í dag var Krúsjeff forsætisráðherra Sovétríkjanna hylltur ákafar en nokkru sinni á valdatímabili sínu. • I móttöku I Jekaterinasaln- um i Kreml, afhenti forseti Sovét rikjanna, Leonid Bresnev, for- iuetisráðherranum Leninorðuna, þá fimmtu, sem hann hlýtur, og eullstjornu, sem táknar, að Krús- jeff hefur verið útnefndur „hetja Sovétrikjanna“, en það er einn Albonir sendn Rrúsjeii lóninn j Vín, 17. apríl (AP). j MBÐAjN kommúnistaleið'togar kepptust við að votta Krúsjeff virðinigu sína í Krem.1, sviptu Alhamir h-artn eina virðingar- ! vottinum, sem þeir ha.fa sýnt , honurn, heiðui’sborgaranafn- bót Tírana. í Útvarp Albaníu saigði, að : ákvörðuinin um að svipta j Krúsjeff nafnibótinni hefði veiið tekin á þingi landsins oig um leið samiþykkiti þingið ályktunartillögu þar sem Krúsjeff var fordsemidur og ! sagður svikari af verstu teg- un, uppgjafarsinni, liðhlaupi og helzti fjandimaður komrn- únjsmams. mesti heiður, sem borgara lands- ins getur hlotnazt. • Krúsjeff flutti ræðu og þakk aði heiðurinn. Sagði hann, að Sovétríkin vildu halda opinni leið tii sátta við kínverska komm únista. en þau myndu hvergi hvika frá grundvallarkenningum Marx og Lenins. • Blöð i Sovétríkjunum birtu mjög lofsamlegar greinar um af- afmælisbarnið og nokkur þeirra hallmæltu Kínverjum. Einnig birtu blöðin allar kveðjur, sem Krúsjeff bárust frá þjóðhöfðingj- um og kommúnistaleiðtogum, nema kveðju Mao Tse-tung. Hún hefur aðeins verið birt i Kina. „HETJA SOVÉTRÍKJANNA* Hin opinberu hátíðahöld í til- efni afmælis Krúsjeffs fóru fram í Jekaterinasalnum í Kreml. — Þar voru saman komnir æðstu menn Sovétríkjanna, leiðtogar Póllands, Tékkóslóvakíu, Búlg- aríu, Ungverjalands, Austur- Þýzkalands, Kúmeníu og Mong- ólíu, og Urho Kekkonen, Finn- landsforseti. Var hann eini þjóð- höfðinginn utan kommúnista- ríkjanna, sem viðstaddur var há- tíðahöldin, en hann var að end- urgjalda heimsókn Krúsjeffs til Helsingfors í tilefni 60 ára af- mælis hans. Krúsjeff var ákaft hylltur, er hann gekk inn í Jekateriinasal- inn og fagnaðarlátum ætlaði aldrei að linna, er Bresnev, for- seti Sovétríkjanna, afhenti hon- um gullstjörnu sem tákn þess að hann hefði verið útnefndur I „hetja Sovétríkjanna". Einnig • afhenti Bresnev Krúsjeff Lenin- 5una, þá fimmtu, sem hann tur. Nafnbótin „hetja Sovétríkj- nna“, er fyrst og fremst veitt hershöfðingjum, en í tilkynning- unni um að Krúsjeff hefði ver- ið sýndur sá heiður segir m.a., að hann sé bæði framúrskarandi hermaður og friðarsinni, hag- sýnn byggingameistari, snjall stjórnmálamaður og diplómat og maður, sem hafi þjónað landi sínu ómetanlega í síðari heims- styrjöldinni. Þótt ríkið og kommúnista- flokkurinn kappkosti að heiðra Framihald á bls. 27. í afmæli Krúsjeffs Sovézkir hershöfðingjar færa Krúsjeff, forsætisráðherra, hamingjuóskir í Kreml í gær. Frá vinstri: Budyenny, Malin- ovsky, Moskalenko, Biryuzov, Yeryemenko, Voroshilov og Sokolovsky. (Símamynd frá AP). — Osló, 17. apríl (NTB) TALIÐ er, að launanefnd norska ríkisins, sem nú fjallar um vinnu deilurnar í Noregi, kveði upp úr skurð sinn einhverntíma i maí n.k. Þótt niðurstöður nefndar- innar nái ekki til allra launþega í landinu er talið víst, að þær verði lagðar til grunvallar við alla kjarasamninga á þessu ári. Saigon, 17. apríl (NTB): DEAN RUSK, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, kom f dag til Saigon. Upphaflega var gert ráð fyrir, að ráðherr ann héldi heinvleiðis á sunnu dag, en við komuna skýrði hann frá því að hann myndi fresta förinni til mánudags. Þær fregnir voru á kreiki í Saigon í dag, að stjórnarbylting væri yfirvofandi og yrði senni- lega gerð innan tveggja sólar- hringa. Telja sumir, að Rusk hafi frestað för sinni eftir að honum bárust fregnir þessar, og hyggist hann reyna að koma í veg fyrir að stjórn Nguyens Kahns, hershöfðingja verði steypt af stóli. En Bandaríkja- stjórn hefur lýst því yfir að hún treysti stjórn Khans fullkom- lega. Á flugveUinum í Saigon sagði Dean Rusk, að íbúar S-Vietnam gætu treyst því að Bandaríkja- menn héldu áfram að aðstoða þá í baráttunni gegn kommúnist- um. Meðan utanríkisráðherrann dvelst í S-Vietnam mun hann ræða við Khan og ráðherra í stjórn hans, og einnig fulltrúa Bandaríkjanna í landinu. Eins og skýrt hefur verið frá, boðaði Alþýðusamband Noregs vinnustöðvun frá og með degin- um í dag, en í gær var ákveðið að vísa kjaradeilunum til launa- nefndar ríkisins. Það var atvinnumálaráðuneyt ið, sem lagði fram tillögu um að launanefndin yrði látin fjalla unc málin. De Gaulle skorinn upp í gær París, 17. apríl — NTB-AP DE GAULLE, Frakklands- forseti, var í dag skorinn upp vegna þrengsla í blöðruhálskirtli í Chochin- sjúkrahúsinu í París. Upp- skurðurinn var ekki alvar- legs eðlis, og er talið að forsetinn muni fara úr sjúkraliúsinu innan tíu daga. Það var skömmu eftir há- degið, sem fregnir komust á kreik í París um að forsetinn væri í sjúkrahúsi, en opinber staðfesting fékkst ekki fyr en nokkrum klukkustundum sið- ar, er forseti þingsins skýrði þingmönnum frá því að de Gaulle hefði verið skorinn upp. Undir kvöld barst svo tilkynning frá sjúkrahúsinu, þar sem sagði, að forsetanum liði vel. Fregnir herma, að ákveðið hafi verið fyrir hálfum mán- uði að skera forsetann upp, sem er 73 ára, vegna þrengsla í blöðruhálskirtlinum og þvaggöngunum. Hann fór til Chochinsjúkrahússins á vinstra bakka Signu í gær- kvöldi, en það sjúkrahús ann- ast fyrst og fremst sjúklinga, sem þjást af þvagfærasjúk- dómum. Kona de Gaulles fylgdi honum til sjúkrahúss- ins ásamt lífvörðum, sem tóku sér stöðu fyrir utan stofu for- setans og á göngunum. Þegar fregnin um sjúkrahúsdvöl de Gaulles barst út í dag, var lög- regluvörður við sjúkrahúsið aukinn og enginn fær að koma inná deildina þar sem hann liggur án þess að sýna sérstök vegabréf. Forsetinn var skorinn upp í morgun. Tók aðgerðin rúma klukkustund og var fram- kvæmd af tveimur þekktum sérfræðingum, próíessorunum Aboulker og Couvelaire. — Starfsfólk sjúkrahússins fékk strangar fyrirskipanir um að segja engum að forsetinn væri í sjúkrahúsinu. Áreiðan- legar heimildir herma, að upp skurðurinn hafi heppnazt mjög vel og forsetinn verði út- skrifaður innan tíu daga. De Gaulle hélt ræðu í franska sjónvarpið í gær- kvöldi, en hún var tekin upp á segulband fyrr um daginn. Forsetinn var mjög hraustleg- ur á sjónvarpsskerminum og menn áttu bágt með að trúa fréttinni um að hann væri í sjúkrahúsi, fyrst þegar hún barst út, en þá fylgdi ekki hvað amaði að honum., Lrskurðar norsku launa- nefndarinnar vænzt í maí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.