Morgunblaðið - 18.04.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.04.1964, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Laiigárdagur 18. apríl 1964 l#ÉUZABETtf TeRfjAfiSr^\ CJ0 Það hlaut að vera Cesare, sem hafði sett blómin þarna, annað hvort til að hæða hana eða ógna henni. Ruth hefði helzt viljað þeyta vasanum út um gluggann með öllu saman. En það hafði verið sama sem að játa, að blóm in væru þess umkomin að hræða hana. En hvernig vissi Cesare um þýðingu þeirra fyrir hana? Hún velti því fyrir sér, hvort þetta væri einhver spámannleg tilgáta hans. Ef Madge hefði séð blóðið á bakinu á leigubekknum, þegar hún var að taka til niðri og hefði sagt Cesaer frá því, og einnig vakið athygli hans á, að geraníur höfðu verið teknar úr vasanum og önnur blóm sett í staðinn, þá hefði Cesare getað farið að hugsa sig um og kom- izt að vissum niðurstöðum. Væri svo, mundi hann ekki nú vera að nota blómin til þess að sýna Ruth hvað hann vissi, eða þó öllu heldur sem bragð til að fá hana til að gera eitthvað, sem gæti staðfest grun hans. Meðan nokkur möguleiki væri á, að þessi væri skýringin á þess- ari óhugnanlegu notkun hans á geraníunum, var áríðandi fyrir Ruth að hafast ekkert það að, sem gæti sýnt honum, að hann hefði vakið óróa hjá henni. En hún hafði bara enga trú á því, að þetta væri allt ágizkanir hjá Cesaer. Hann mundi einhvern veginn vita, hvað gerzt hafði þarna í húsinu, daginn áður. En það þýddi aftur að ef fjarveru- sönnun hans væri örugg, hafði einhver annar sagt honum, hvað þarna hafði gerzt. Einhver annar en hún sjálf og Nicky hafði ver- ið í húsinu og höfðu séð allt, sem þau Stephen höfðu hafzt að. Stephen hafði haft á réttu að standa, er hann hélt því fram, að þannig hlyti þetta að hafa verið. Einhver hafði séð allt, sem fram fór og sagt Cesare að hræða hana með ljósrauðu geraníunum. Sá hinn sami hafði komizt inn í herbergi Stephens og tekið þar fötin, sem Lester Ballard hafði verið í þegar hann var myrtur, en skilið eftir í staðinn köflóttu skyrtuna og bómullarbuxurnar af hinum manninum, sem myrt- ur hafði verið. Þetta hafði einnig verið ætlað sem aðvörun og ógn- un. Sami maðurinn og þetta hafði gert, hlaut að vera hinn óþekkti foringi óaldarflokksins, sem Sebastiano hafði talað um. Og hann hlaút að vera sá, sem myrt hafði Sebastiano. En einfaldari skýring gæti samt verið sú, að Cesare hefði náð í einhverja kunningja sína, sem hefðu útvegað honum logna fjarverusönnun, og svo hefði hann sjálfur verið í húsinu þeg- ar morðið var framið. Ef hánn hefði hjálfur verið í óaldar- flokknum, hefði þessu orðið hæg lega komið fyrir. Hún tók áð hugsa um, hversu djúpt lögregl- an hefði kafað í þessa hlið máls- ins, eða hvað hún yfirleitt héldi um hana. Ef til vill trúði hún miklu minnu en Cirio hafði gef- ið henni í skyn. Ef út í það var farið, þá hafði hann sagt henni, að Cesare hefði alls ekki verið í augsýn Madge, allan tímann, sem þau voru í Napólí. Madge hafði verið hjá tengdamóður sinni, farlama gamalli konu, sem tilbað hana engu síður en hún fyrirleit ónytjunginn son sinn. En Cesare hafði, að sögn lög- reglumannsins, verið hjá hinum og þessum kunningjum um dag- inn. Ruth óskaði þess, að hún vissi, hvað Cirio hélt raunveru- lega um þetta, en sá hinsvegar ekkert ráð til að komast að því. Nú var hún ekki lengur neitt syfjuð og þegar hún fór í rúmið var það ekki til annars en liggja andvaka og stara upp fyrir sig í myrkrið, og heyra öðru hverju smá-smelli í múflugum og kvelj- ast af næturhitanum, sem var með versta mótL Hún lá þarna með ekkert ofan á sér. Hana verkjaði af þreytu, og henni veittist erfitt að hvíla hugann eða vöðvana. Hún gat rétt séð grilla í geraníurnar hjá speglinum. Alltaf öðru hverju beindist hugurinn að Stephen og Nicky. Var Stephen búinn að ná í dreng inn? Og ef svo væri, hafði hann þá orðið nokkurs vísari? Og hver hafði raunverulegur tilgangur Stephens verið með ferðinni til Napólí — þessi tilgangur, sem hann kvaðst hafa náð, enda þótt hann, að því Ruth fékk bezt séð, hefði ekki framkvæmt neitt í ferðinni nema það að fá að sjá íbúð Sebastianos? Það leit næstum út eins og Stephen hefði haft einhvern til- gang með því að fara með hana í tilgangslausa ferð, því að ekki hefði hann þurft að fara með hana til Napólí til að tjá henni ást sína. Það hefði hann eins vel getað gert í San Antioco. Hafði tilgangurinn þá verið sá að koma henni burt frá San Antioco og komast þaðan sjálfur, en alls ekki að koma til Napólí? Hún reyndi strax að losa hug- ann við þessa spurningu. Ein- — Þú skalt ekki hafa áhyggjur af litla hundinum þínum. Hund- inum okkar geðjast vel að litlum hundum. hverntíma verður maður að ákveða, hv©rt maður treystir einum manni eða ekki. Það er aldrei hægt að þaulþekkja neinn mann, en einhverntíma verður að hætta að brjóta heilann um, hvort maðurinn hefur farið með mann frá San Antioco til þess að útvega manni fjarverusönn- un frá morði, sem var í þann veginn að verða framið, Nei, maður ákveður einfaldlega að koma ekki með slíkar spurn- ingar. Maður samþykkir með sjálfum sér, að vissir rökréttir möguleikar séu alls engir mögu- leikar. Maður heldur ekki áfram að hugsa og muna, að tiltekinn einn í húsinu um nokkurn tíma, maður hafi áreiðanlega verið daginn áður og gæti hæglega verið sá sem framdi þessa dular fullu leit í herberginu. Setjum svo, að það hafi verið Stephen, sem leitaði í herberg- inu. Setjum svo, að hann hafi L fír s»T'.*3J3 BYLTINGIN I RUSSLANDI 1917 ALAN MOOREHEAD honum var ekki ætlað að vita, hann var ekki nægilega mennt- aður til að vita; og hann var að seilast upp fyrir sína stöðu, ef hann vissi. Hans hlutverk var að vera hlýðinn og þögull þjónn. Yfirmenn máttu ekki koma úr hópi óbreyttra dáta; þeir þurftu að vera úr menntastéttunum, og hafa gengið gegn um viðeigandi herskóla, hafa rétta framkomu og siði, og höfðingi allra þessara foringja var Nikulás stórhertogi, í eigin háu persónu. Stórhertoginn var Romanov Romanovanna, sonarsonur Niku- lásar I, risi, meira en sex fet á hæð. Við upphaf styrjaldar- innar, þegar hann var 57 ára að aldri, var hann í embætti yfir hershöfðingja Petrogradborgar, og hafði alið mestan aidur sinn í hernum. Hann var bjartsýnn, duglegur og í miklum metum hjá hermönnunum; en þetta flókna og vandasama embætti var honum algjörlega ofvaxið. Það var ekki fyrr en á allra síðustu stundu — nánar til tekið daginn eftir að styrjöldin hófst — að hann var útnefndur yfir- hershöfðingi, og áætlanirnar, sem honum var æltað að fram- kvæma, hafði hann ekki samið sjálfur. Enda varð að kasta þeim, áður en ágústmánuður var allur. Með 350 milna víglínu að stjórna og herinn enn ekki undir búinn neina meiriháttar sókn, lá það alveg í augum uppi, að fyrsta kastið þyrftu og ættu Rússar að halda sig í varnar- stöðu. En það kom ekki til neinna mála -— Rússar sjálfir voru á staðnum, til þess að sjá vildu nota allt eldsneyti bardaga gleði sinnar, með því að hefja tafarlaust sókn, og næstum frá fyrsta degi otuðu Frakkar þeim áfram. Leiftursókn Þjóðverja á Belgíu og Frakkland varð brátt að ógnvekjandi og ruglandi sig- urgöngu, og eitthvað varð að gera til að létta sóknarþungan- um af. Frakkar sendu fyrir milli göngu sendiherra síns í Petro- grad æsilegar áskoranir til keis- arans og stórhertogans, að hefja sókn á austurvígstöðvunum. Ástandið var kvíðvænlegt; Rússland mátti auðvitað ekki láta það viðgangast, að Frakka- her yrði eytt, og Þjóðverjar gætu þannig beint öllum sínum þunga austur á bóginn. En hversu mik- ið mátti stórhertoginn gera að því að stofna sínum eigin her í hættu, jafn illa undirbúinn og hann var undir bardaga? En hann ákvað að tefla á það tæp- asta. Hraustleg, en af mikilli ófrsjálni og misskilningi hóf hann sóknina, með aðeins þriðj- ung liðsafla síns vígbúinn. Fyrst ætlaði hann að ráðast þar á, sem hann hélt óvininn vera veik- astan fyrir; þ. e. gegn Austur- ríkismönnum í suðurhluta Pól- lands og Galizíu. En svo, þegar hjálparbeiðnir Frakka urðu æ ákafari, og París virtist að falli komin, hóf hann aðra sókn gegn Þjóðverjum norðan til, í Austur- Prússlandi. Og brátt bættist þriðja sóknin við — norður frá Varsjá. Allt þetta var nú sæmi- KALLI KÚREKI Teiknari; FRED HARMAN , HOWDY* ,, SOMETHttó’ J YOU Lwanted? MV DEAR SlB.f AMD MAPAMEf I AM WZffiDCLSfr ) IPEABODY^STfwlftwfeRES?ED | ^AUSEIPVOUAgE^ t^HISTORlCZUM, NOTIJJ I HOPE YOU AIN'T SWOOPlM’AROUtfD . M'Nmmgkt SywJkmtt, Ime. eVEW IF1VJERE ,THER| OMO ee no siG- eow strke ih) THIS ARE A .>‘TH6 ŒOLOS-Y , IS weowo* SO SET YOJR MWD , AT REST? IFYOU HAVE FOUMP A FEW WUe&ETS, GZCT" 15 HOT IMTERgSTEP/ .GEORöEBOGOS OH, I AIM’T WOREieD/ PM JUST WARNIMYOU • MYCLAIMS --------------- ERS/ n ns,, KMOW HOW HAMPLE. CLAIM JUMPERS* RESiSTERED T....- “ uwJj 'WA Sæll veri maðurmn. Eigið þér eitt- hvert erindi við okkur? — Ég vona að þér séuð hér ekki í gullleit, maður minn, því ef yður er eitthvað þannig lagað á höndum . . . — Herra minn — og heiðraða frú. Mér er svo sannarlega ekkert slíkt í huga. Ég heiti George Boggs og er prófessor við Peabody-stofnunina. A- hugamál mitt er forsögulegar minjar og fánýtir hugarórar úm auðfengið fé eru mér víðs fjarri. — Og jafvel þó því væri þannig farið, getur ekki verið um neina veru- lega gullæð að ræða á þessu svæði . . . jarðfræðin blátt áfram aftekur það. Svo þér skuluð engar áhyggjur hafa hvað þessu viðvíkur. Og ef þér skylduð hafa rekizt hér á fáeina mola, þá hefur George Boggs engan áhuga á þeim. — Ég hef heldur engar áhyggjur vegna þess ama. Ég er bara að vara yður við. Ég er búinn að láta skrá lóðatilkall mitt og ég kanm vel að meðhöndla þá sem leggjast á annarra manna lönd og lóðir. lega hættulegt, og tíu sinnum hættulegra varð það, er tveir bráðslyngir herhöfðingjar, Lud- endorff og Hindenburg, tóku brátt við æðstu völdum í þýzka hernum. Svona var þá ástandið þegar orustan við Tannenberg var háð, í ágústlok 1914, og á eftir þeim ósigri kom svo orustan við Mas- urisku vötnin í september, þeg- ar Rússum var sópað burt af þýzkri grund, fyrir fullt og allt. í janúar 1915 var önnur orusta háð þarna við vötnin, og með þessum þriðja ósigri var sókn Rússa norðantil brotin á bak aftur, en eftir þá sókn varð her þeirra aldrei jafngóður. Á mið-vígstöðvunum og sunn- an til gekk nokkru betur um hríð, gegn Austurríkismönnum; bæði Lvov og Czernowitz féllu í hendur Rússa í september 1914, og enda þótt Tyrkland bættist í Kópavogur Afgreiðsla Morgunblaðsins í Kópavogi er að Hlíðarvegi 63, sími 40748. Garðahreppur Afgreiðsla MorgunMaðsins fyrir Garðahrepp er að Hof- túni við Vífilsstaðaveg, sími 51247. Hafnarfjörður Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Hafnarfjarðarkaupstað er að Arnarhrauni 14, sími 50374. Afgreiðslur blaðsins hafa með höndum alla þjónustu við kaupendur blaðsins og tii þeirra skulu þeir snúa sér, er óska að gerast fastir kaupendur Morgunblaðs- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.