Morgunblaðið - 18.04.1964, Síða 10

Morgunblaðið - 18.04.1964, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ 19 Laugardagur ,18. apríl 1964 ", ,Vertu rdlegur, Hallddr minn...‘ Samtal við Halldór Jónsson útgerð- armann í Olafsvík, sextugan „VILTU glas?“ spurði hann, þegar við vorum komnir inn í herbergið hans á City Hotel. Ég sat í stól við borðið, en hann gekk um herbergið og skáblíndi á blaðið, þar sem ég safnaði punktum úr lífi hans og reynslu. „Ég r ekkert þyrstur", sagði ég. „Jæja“, sagði hann. „En viltu samt ekki glas af ein- hverju. Ég hef gaman af að veita vín, en ég drekk það ekki sjálfur. Ég hætti fyrir 18 árum, eða þegar börnin voru að komast á legg (Hann laut niður að mér og hvíslaði). Ég drakk mig alltaf útúrfullan en fannst það ekki borga sig, þegar börnin fóru að stálpast. Þá beindist áhuginn að þeim. Og ég hugsaði líka sem svo: að það væri aðhald að mínum stofni, ef ég hætti fyrir fullt og allt“. „Og hvað eru greinarnar margar á þínum stofni?" „Þær voru tíu. Níu lifa, allt mannvænleg og skemmtileg börn“. „Hvenær tókstu þessa á- kvörðun, að hætta viðskiptum við Bakkus?" „Eitt sinn þegar ég var mjög illa haldinn af timbur- mönnum og var að bjástra við að klæða mig, leit ég í spegil og sagði við hryggðarmyndina sem þar birtist: Hingað og ekki lengra, aldrei oftar inn fyrir mínar varir. Já, þetta sagði ég við sjálfan mig, þar sem ég stóð og virti fyrir mér afleiðingarnar af aumingja- skap kvöldsins áður. En mér er ljúft að veita vín og hef gaman af, þegar menn drekka í hófi. En viltu í nefið?“ „Ertu ekki hættur því líka?“ „Nei, en gæti það auðveld- lega ef ég vildi. Það er hægt að gera allt, ef viljinn er brýndur". „Og af hverju hættirðu ekki við neftóbakið líka?“ „Æ, ég nennti því ekki. Það getur þurft átak eftir svo lang an tíma og ég er jafngóður hvort sem ég fæ mér korn eða ekki. Af eitrinu mundi það nú vera einna skaðlausast. Það getur svo sem verið að það sljóvgi mann eitthvað, en mér finnst ég vera nokkuð góður og ég megi vel við því, kom- inn á sjötugsaldur, að sljóvg- ast svolítið, það hugsa ég. Börnin eru tekin við. Þau vinna hvert sitt verk, en ég sé um aurana“. „Er það ekki ærin fyrir- höfn?“ „Það er meiri fyrirhöfn en margur heldur að láta allt leika í lyndi og hafa einhverja aura til að hlaupa upp á, eins og tímarnir eru. En drengimir mínir eru aflasælir dugnaðar- forkar. í einu orði sagt, ég hef átt miklu barnaláni að fagna, og það er kannski eina lánið sem er umtalsvert. Peningarn- ir sem allir eltast við eru ekki annað en ... jæja, jú, ætli þeir séu ekki svona eins og benzínið á bílana, það gæti ég hugsað. Maður skyldi ekki vanmeta þá. En hvað eru ann- ars peningar? Ég þekki ekki aðra peninga en fiskinn úr sjónum. Hann er gull. Ég hef jafnvel reynslu fyrir því að hann sé lífið í brjósti okkar“. „Hvað áttu nú marga báta?“ „Ég á fjóra". „Þú byrjaðir srnátt?" „Ég byrjaði með ekkert, það heitir víst á íslenzku með tvær hendur tómar. Jafnvel á þeim tíma þótti það lítið vega nesti. En með hverju barni óx okkur ásmegin. Krakkarnir efldu sjálfstraustið." „Og nú ertu orðinn ríkur?“ „Ja, hvað er ríkidæmi? Við höfum vel fyrir okkur. Ég hef verið draumspakur, það hefur stundum hjálpað". „Nú?“ „Mig hefur oft dreymt fyrir daglátum. Og oftast fyrir sárum missi. Ég 'get sagt þér nokkra drauma, ef þú villt. Við vorum 17 ára, þegar við byrjuðum að búa. Við eignuð- umst stúlkubarn, sem við misstum. Mig dreymdi fyrir dauða hennar. Ég var á skipi, sem Kaupfélag Ólafsvíkur átti og hét Vivid. Þegar telpan okkar var hálfs annars árs dreymir mig það eina nóttina, að ég er uppi í hlíðinni fyrir ofan Ólafsvík og ligg þar í grasinu og hef þúfu undir höfðinu. En mér finnst ég ekki geta lagzt á hana og sofnað nema ég reyti fyrst af henni grasið og liggi með höfuðið í moldinni. Barnið dó svo mán- uði seinna". „Gaztu ráðið drauminn fyr- irfram?" „Nei, það gat ég ekki, því ég var svo ungur, en eftir á þóttist ég sjá, fyrir hverju hann hefði verið. Síðan hef ég ávallt getað ráðið draumana, og ég hef vitað fyrir dauða allra minna nánustu. Konan mín dó fyrir tveimur árum og þá dreymdi mig, að ég væri staddur hjá pósthúsinu í Ól- afsvík og fýkur þá á hægri hliðina á mér svört kápa. Mér var illa við hana og reyndi að losa hana af mér, en gat ekki nema með því að leggjast á jörðina og sarga hana af mér. Ég vissi að þetta mundi annað hvort vera fyrir dauða kon- unnar minnar eða einhvers barnanna, því kápan kom á hægri hlið. Þegar systir mín dó fyrir nokkrum árum dreýmdi mig líka að ég væri heima í Ólafsvík og dytti af mér vinstri fóturinn. Ég skreið til að nó í hann og láta hann við sárið, en árangurslaust, svo ég fór þeim til Arngríms læknis. Hann spyr: „Var það opið beinbrot, Halldór?" „Já“, segi ég, „fóturinn datt af mér, Arngrímur". En næsta morg- un eða um miðjan daginn, ég man ekki hvort heldur var, hringir systurdóttir mín og segir: „Láttu þér ekki verða hverft við það sem ég ætla að segja þér núna. Mamma er dá- in“. Móðir hennar var Sigur- jóna systir mín. Ég sagði við Þuríði: „Ekkert kemur mér á óvart“. Ég vissi að eitthvað mundi ske, en ekki svo snöggt. Þeg- ar bróðir minn dó löngu áður dreymdi mig að vinstri hand- leggurinn á mér festist milli tveggja járna, svo ég gat ekki losað hann nema tæta vöðv- ann í sundur. Þannig hefur þetta alltaf verið, hvernig sem á því stendur“. „Hvað heldurðu að þetta sé?“ „Ætli ég mundi ekki verða síðastur manna til að upplýsa það. En dulrænan hefur legið í ættinni". „Þegar kápan kom á hægri hliðina á þér, hvernig leið þér um morguninn þegar þú vakn- aðir?“ „Illa. Þegar mig hefur dreymt svona drauma hef ég vaknað hríðskjálfandi. Það er óskemmtilegt að eiga þetta sí- fellt yfir höfði sér. Ég er allt- af glaður og þakklátur, þegar ég vakna og mig hefur ekki dreymt neitt um nóttina. Ja, nema þegar mig dreymir fyrir fiskiríi; þá líður mér ailðvitað vel“. „Kemur það stundum fyr- ir?“ „O, maður lifandi. Mig dreymdi alltaf fyrir fiskiríi þegar ég var formaður og enn dreymir mig fyrir fallegu beini úr sjónum. Á ég að segja þér hvað ég sagði við dreng- ina mína í september í haust. Ég sagði við þá: „Nú lízt mér ekki betur á fiskiríið en svo, að ég held að bezt sé að gera ekki út í haust og láta alla bátana í naust fram á vertíð“. „Af hverju það?“ spurðu þeir. „Mig dreymdi þannig í nótt“, svaraði ég. Þá segja þeir: „Hvað dreymdi þig?“ „Mig dreymdi að ég var í fjölmenn- um hóp við stórt vatn og við áttum allir að vaða yfir vatnið og við fórum allir út í það, en þegar ég er kominn upp í háls segi ég við sjálfan mig, um leið og ég sný við: Ég fer ekki dýpra. En allir hinir fóru yfir vatnið og margir á bólakaf, en komust þó eigi að síður yfir á hinn bakkann". Svona var þessi draumur, vinur. Þú veizt svo hvernig haustvertíð- in gekk, aflaleysi og aumingja skapur“. „Og þið hafið auðvitað sett bátana í naust?“ „Nei, nei. Þeir voru allir gerðir út“. Halldór brosti. Mér fannst hann í ætt við Njál: að hafa framtíðina eins og spil á hendi, en slá því ekki út. „Hvað eru margir synir þín- ir skipstjórar á bátunum?** spurði ég. „Þrír. Sá fjórði er á sautj- ánda ári og er háseti á Jóni Jónssyni mínum“. „Af hverju heitir þessi bát- ur Jón Jónsson?" „Þáð er von þú spyrjir. Hann ætti nefnilega ekki að heita það, heldur Fagurey. Daginn áður en við skírðum hann hringdi ég í sýslumanns- skrifstofuna og sagði að hann ætti að heita Fagurey. En þá bar það við um nóttina, að mig dreymdi pabba minn. Hann kemur inn til mín og segist ætla að vera hjá mér. Ég spyr, hvaðan hann komi. „Norðan úr landi“, segir hann. Daginn eftir breytti ég auð- vitað um nafn á bátnum, þvi ég vissi fyrir víst, að pabbi vildi að hann héti í höfuðið á sér. Báturinn var smíðaður í skipasmíðastöð KEA á Akur- eyri. Þar voru bátarnir mínir þrír byggðir, Jón, Steinunn og Halldór". „Nú, svo þú ert Framsókn- armaður?" „Ha, nei, af hverju?" „Mér datt það bara í huá ■fyrst þú ert svona fastur við- skiptavinur hjá KEA?“ „Nei, ef nokkur maður er réttur sj álfstæðismaður þá er það ég, þó ég sé hvergi á skrá. Ég hef getað talað við kaup- félögin um bíssness án minnsta uggs um það, að ég væri að afsala mér þegnrétti í ríki mínu. Ég hef alltaf reynt og viljað bjarga mér sjálfur. Og stundum þegar ég hugsa um þetta bardús, hefur mér þótt furðulegt, hvað mér hefur tekizt að vera góður sjálfstæðismaður að þessu leyti“. „Þú hefur verið lánsamur I lífinu, Halldór?" „Það hef ég verið. En kon- an er farin, og nú á ég hvergi heima. Jú, lánsamur maður í lífinu það er rétt. En einna lánsamastur var ég, þegar trillubáturinn Dagmar fórst við Ólafsvíkurhöfn á sínum tíma og okkur tókst að bjarga einum af fjórum skipverjum. Hinir þrír fórust, við það réð enginn. En sá fjórði, sem við björguðum, batt á sig belg og flaut, þangað til við gátum náð honum. Þá var ég ham- ingjusamur, þegar hann var kominn um borð, því litlar líkur voru taldar til þess að við næðum nokkrum þeirra lifandi úr sjónum. „Dreymdi þig fyrir þessu?" „Nei“. Og nú brosir hann aftur. „Þegar þetta gerðist var ég kominn á Víking minn, svo það hefur líklega verið 1938 eða 1939“. „Hvar ertu fæddur, Hall- dór?“ „Á Arnarstapa á Snæfells- nesi. Ég var sjötta og yngsta barn foreldra minna. Þau voru Jón Jónsson, eins og ég sagði þér, og Steinunn Jónsdóttir. Þau fluttust til Ólafsvíkur, þegar ég var ársgamall. Ég byrjaði að róa með föður mín- um á sumrin, þegar ég var 9 ára, og lengi síðan á árabát- um og trillum. Fyrst varð ég formaður 1930 á trillu“, „Þið hafið verið tveir eða þrír á?“ „Nei. við vorum sex á. í Ólafsvík kölluðum við opna mótorbáta trillur, svo það er ekki von þú skiljir þetta, reynslulítill landbrabbinn úr Reykjavík. O, þið eruð alveg kostulegir í ykkar fagi. Jæja, þá var ég 26 ára gamall, fædd ur 1904. Síðan fór ég á togara, það var — bíddu nú við — 1932. Togarinn hét Karlsefni, skipstjóri Jón Högnason, sem nú er dáinn. Síðan var ég á þremur togurum til 1936, að við Kristján Þórðarson, sím- stjóri í Ólafsvík, keyptum dekkbát, sem heitir Víkingur. Þennan bát átti ég til ársins 1952, en þegar ég seldi hann hafði ég eignazt þrjá aðra báta og tveir drengjanna minna byrjaðir formennsku, Jón- Halldór Jónsson og Leifur sonur hans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.