Morgunblaðið - 18.04.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.04.1964, Blaðsíða 6
0 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 18. apríl 1964 Þesst mynd af 160 punda stórlúðu, sem veiddist á Breiðafirði í fyrra prýðir baakling þann um Sjóstangaveiðimótið í Reykjavik sem ferðasknfstofan SAGA dreifir nú erlendis. Fimmta alþjóðlega sjóstangaveidimótid Frægir hljómlistarmenn væntanlegir hingað — Azkhenazy, Frager, Di Stefano og Anna IVfoffo Sjóstangaveiðifélag Reykja- víkur og Ferðaskrifstofan SAGA eru nú í óða önn að undirbúa fimmta alþjóðlega sjóstangaveiði mótið, sem haldið verður í Reykjavík 28-31 maí n.k. Þegar eru skráðir til mótsins 30 kepp- endur, en frestur til skrásetning- ar rennur út 15. maí. Fimmta sjóstangaveiðimótið verður opinbert og alþjóðlegt mót og er gert ráð fyrir þátt- töku sjóstangaveiðimanna frá mörgum löndum, enda ísland þeim flestum framandi og fýsi- legt til heimsóknar, því þó að sjó stangaveiði hafi verið stunduð víða um heim í áratugi er stutt síðan íslendingar fóru að gefa íþrótt þessari nokkum gaum. Mótið verður sett í Sigtúni fimmtudaginn 28. maí og býður þá formaður Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur, Birgir J. Jóhanns- son, þátttakendur velkomna, en borgarstjóri, Geir Hallgríms6on, flytur ávarp Haldið verður á mið in snemma morguns daginn eftir Ökuleyfissvipt- ingar fyrir kappakstur um bæinn UNGUR piltur missti í fyrradag ökuréttindi sín um stundarsakir fyrir kappakstur á götum Reykja víkur. Var hann tekinn ásamt tveimur öðrum í kappakstri á steypta veginum við afgreiðslu Flugfélags íslands. Hafði hann brotið af sér áður með glanna- legum akstri og svipti lögreglu- stjóraembættið hann því öku- réttindunum. Hinir sleppa senni- lega að þessu sinni með sektir, þar sem þeir hafa ekki gerzt sek ir um slíkt áður, en mega búast við þyngri viðurlögum, ef þeir reyna aftur. Hefur lögreglan að undan- förnu svipt fleiri ökumenn rétt- indum, sem giannalega hafa ekið um götur bæjarins. og komið að landi um fimmleyt- ið, en úrslit tilkynnt tveim tím- um síðar. Sunnudaginn 31. maí verður kveðjuhóf að Sigtúni og verðlaun veitt. M.a. hreppir þá Skipstjórabikarinn sá skipstjóri, sem mestan afla dregur á mótinu en til margra annarra verðlauna er að vinna og munu þau alls vera um 50. Fyrri stjóstangaveiðimót hér hafa verið haldin í Vestmanna- eyjum en þar er starfandi sjó- stangaveiðifélag og fyrir skömmu var stofnað sjóstanga- veiðifélag á Akureyri, sem hyggst efna til innanlandskeppni síðar í sumar. — og drekka mikið Nú eru þeir að hækka tóbak og áfengi í Bretlandi. — Sígarettur, sem kostuðu 4 shill- inga og þar yfir hækka um 3 pence hver pakki, aðrar um 3 pence. Hver „pint“ af bjór hækk ar um eitt penny, var áður slétt ir tveír shillingar. — Sterkir drykkir, svo sem whisky, gin og annað slíkt, hækka um þrjá shillinga hver flaska. Léttu vínin hækka hins vegar aðeins um þrjú til sex pence flaskan. Ég er ekki að geta um þetta vegna þess að þessi hækkun skipti íslendinga miklu máli. Það, sem hins vegar vakti at- hygli mina, var hve alvarleg tíðindi þetta virðast í Bretlandi. Smáhækkun á víni og tóbaki yrði aldrei aðalfrétt á forsíðum íslenzku blaðanna. En jafn vel virðuleg blöð eins og Daily Telegraph breiða fréttina yfir efsta hluta forsíðunnar. Það er engu líkara en himininn sé að hrynja. Svo er blaðið með bollalegg- ingar um að líklegt sé að stór- lega dragi úr sígarettu- og árengissölu — og er sjálfsagt ekkert nema gott eitt um það Á N Æ S T U mánuðum eru væntanlegir hingað til lands á vegum Skrifstofu skemmti- krafta margir ágætir hljóm- listarmenn. Má þar einkum til nefna sovézka píanóleik- arann Vladimir Azkhenasy og hinn bandaríska vin hans, píanóleikarann Malcolm Frag er, óperusöngvarana Di Stef- ano og Önnu Moffó og enn- fremur óperusöngvara frá Rússlandi, Georg Ots að nafni. • Azkhenazy er væntanlegur til landsins í byrjun júní. Mun hann þá. leika með Sinfóníu- hljóir.rveitinni, halda sjálfstæða hljómleika og síðast en ekki sízt flytja ásamt Kristni Hallssyni, óperusöngvara, lagaflokkana „Dichterliebe“ eftir Schumann og „An die Feme Geliebte“ eftir Beethoven. Er Kristinn nýkom- inn heim frá London þar sem hann sótti nokkra tíma hjá kenn- ara sínum, fyrrverandi, Norman Allin, og æfði með Azkhenazy. Fréttamaður Mbl. hringdi til Kristins í gær til að spyrja hann nánar um hljómleikana. Sagðist hann enn ekki vita hvern dag þeir yrðu, en væntanlega yrði það í fyrstu viku júnímánaðar, í Þjóðleikhúsinu. Aðspurður um samstarf hans og Azk'henazy sagði Kristinn: að segja. Þegar tóbak og vín hækka í verði á íslandi er þess getið í smáklausu í blöðunum. Slík hækkun skiptir ekki svo miklu máli hér hjá okkur, því íslendingar reykja sínar sígar- ettur og drekka sitt brennivín án tillits til þess hvað það kost- ar — og drekka mikið. — Svo segja þeir að ísland sé vanþró- að land! -fc- Hvað átti að sýna? Hér kemur eitt bréf, sem skrifað er á „Hressó, 16. 4. 1964“. „Kæri Velvakandi! — Okkur langar til þess að skrifa þér af því að við erum svo fjúkandi vonar. Við erum að koma neð- an af bryggju, fórum tíu saman og ætluðum að fá að skoða franska skipið, sem er hér nú. Það var auglýst, að almenning- ur fengi að skoða það milli 2 og 5. Svo, þegar við vorum búnar að hafa fyrir því að fara þarna niður eftir í góðri trú um að við fengjum að fara um borð, kom íslenzka lögreglan með alla sína „kurteisi" og hrinti okkur frá. Svo var öllum hleypt niður að bátunum og við löbbuðum auðvitað líka, en þá „Það var ljómandi gaman að vinna með honum, þetta er hreinn snillingur. Það er ótrú- legt hvað svona ungur maður, aðeins 26 ára, býr yfir miklum og viðtækum skilningi, ekki að- eins á tónlistinni heldur og á texta ljóðaflokkanna og allri túikun .Hann er ákveðinn í skoð unum og vel rökfastur." • Síðari hluta júnímánaðar kem ur Malcolm Frager til landsins og heldur sjálfstæða hljómleika. Einnig kemur mjög til greina, að því er Pétur Pétursson hefði tjáð Mbl. að þeir Azkhenazy og Frager leiki saman á hljóm- leikum, á tvö píanó, eins og þeir gerðu í Moskvu í fyrra og vakti mikla athygli. Var skýrt frá því víða í blöðum, er þeir kepptust um að bera lof hvor á annan. Þeir hittust í fyrsta sinn í New York, er Azkhenazy lcom þang- að í hljómleikaferð í fyrsta sinn. Síðar, er Frager fór í hljómleika ferð til Sovétríkjanna var hon- um tekið af mikilli hrifningu. í júnimánuði kemur einnig til landsins rússneski söngvarinn Georg Ots. Hann 'hefur verið nem andi prófessors Kuzik, sem söng hér í fyrra. Morgunblaðið hefur áður skýrt frá því, að Di Stefanó sé væntanlegur til landsins. Til stóð að hann kæmi með vorinu, en hljómleikaferðir hans falla þannig, að hann kemst ekki fyrr en með næsta hausti, sennilega kom það upp úr kafinu, að hvorki strákar innan 16 ára ald urs (nema í fylgd með fullorðn- um) né kvenfólk mátti fara um borð. Þess vegna langaði okkur að spyrja lögregluna nánar út í þetta, en þá setti hún bara upp svip og strunsaði fram hjá eins og það væri henni ekki sam- boðið að eyða á okkur orði. Okkur langaði þess vegna að spyrja þig af hverju auglýst sé, að skipið sé almenningi til sýnis — og hvort lögreglan sé ekki til þess að leiðbeina fólki? Kær kveðja! — Tíu kurteisir kvenmenn". Mér virðist lögreglan hafa gert sitt til að leiðbeina hinum tíu kurteisu kvenmönnum. Eða — hvort var það skipið, eða dát arnir, sem voru til sýnis? Þúsund krónur þar Mér barst önnur kvörtun yfir framferði lögreglunnar. Þar er að vísu ekki minnzt á þá frönsku, heldur sagt, að lög- regluþjónar loki oft augunum fyrir umferðarbotum, jafnvel þó þau eigi sér stað fyrir fram- an nefið á vörðum laganna. — Sagt er að verðirnir líti þá í september. Þá kemur einnig óperusöngkonan Anna Moffo, að öllum líkindum í fyrstu viku nóvember. Anna Moffo hefur vakið sívaxandi athygli á síð- ustu árum. Hún er fædd í Penn- sylvania í Bandaríkjunum og stundaði þar nám. En árið 1954 fékk hún Fulbright styrk til söngnáms á Ítalíu og kvaddi sér þar fljótlega hljóðs meðal óperu- söngvara. Hún kom fyrst fram 1 ítalska útvarpinu og sjónvarpi 1 óperunni Madame Butterfly eftir Puccini. Síðan hefur hróður hennar vaxið ár frá ári og er hún nú mjög eftirsótt söngkona, hef- ur sungið í mörgum helztu óperu húsuim Evrópu. Stækka þarf bryggjuna á Þórsliöfn ÞÓRSHÖFN, 16. aprfl: — Strandfei'ðaskipið Esja kom hér í morgun. Tryggvi Blöndal, skipstjóri, lagði áherzlu á það, er fréttaritari blaðsins hitti hann að máli, að nauðsyn bæri tU að bæta einu eða tveimur ker- um við bryggjuna hér. Annars telur hann að hér væri ein bezta höfn á landinu hvað því við- kemur a’ð athafna sig, þ.e.a.s. að komast að og frá. Þá kvað Tryggvi Blöndal, skip- stjóri mjög áríðandi að fá raf- magn í vitana á Langanesi, þar sem ljós gasvitanna, sem þar eru nú, sjást illa. gjarnan í búðarglugga eða taki vegfarendur tali til þess að losna við að skipta sér af því, sem fram fer á götunni. Ég hef aldrei rekið mig á þetta, enda ek ég alltaf mjög gætilega, þegar ég sé lögreglu- þjón — og mér finnst allir gera hið sama. Sami bréfritari kvartaði yfir glerbrotunum á götunni, segist hafa eyðilagt nýjan hjólbarða og slöngu á glerbroti á einni af helztu götum bæjarins. Þúsund krónur þar. Ætti að sekta Slæmt er það. . er það víst eitt af því, sem rylgir menningunni á íslandi, að menn brjóta gjarnan flöskuna I rennusteininum, þegar þeir hafa tæmt hana. Það ætti £ rauninni að vera stórsekt við því að fremja slíkt á götum og gatnamótum, þvi ekki er hægt að ætlast til að starfsmenn bæjarins þeytist á eftir ölóðum vesalingum um þveran og endilangan bæinn til þess að tína jafnóðum upp eftir þá glerbrot og annað, sem þeir kunna að skilja eftir á almanna- færi. Víða erlendis, t.d. í Banda- ríkjunum, er stórsekt við að kasta rusli út úr bílum — um- búðum utan af sælgæti, sígar- ettupökkum o. s. frv. Þeim tekst líka að halda þjóðvegunum og umhverfi þeirra tandurhreinu, þar sem slíkar reglur gilda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.