Morgunblaðið - 18.04.1964, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
27
* Laugardágur 18. aprfl 1964
D
Anna er Anastasia,
segir læknaprófessor
Tannlæknir á gagnstæðri skoðun
RÚSSNESKUR prófessor,
sem þe-kkti Anastá'siu prins-
essu, dóttur síðasta zarsiiis og
erfingja Romanoff-auðæfanna
staðhæfði í réttinum í Ham-
borg þann 10. apríl s.l., að hin
64 ára gamla Anna Anderson
væri Anastasia í raun réttri.
Próf. Sergius Rodnew sagði
í áframihaldandi réttarhöldum
og skjalfesti það, að hann
hefði framkvæmt uppskurð á
ungfrú Anderson í Berlín ár-
ið 1925. Undir svæfingunni
talaði hún ensku, sem var töl-
uð við !hirg zarsins, en í hita-
óráði talaði hún rússnes'ku.
Prófessor Rodnew kvaðst
hafa spurt stúlkuna, hvað hún
hefði gert daginn sem stríðið
brauzt út árið 1914. Hún svar-
aði: „Þvílík skömm! Tatiana
(ein af fjórum dætrum zars-
ins) og ég fleygðum pappírs-
boltum úr gluggum Kreml í
fólkið, sem gekk fyrir neðan.“
Prófessorinn sagði að hann
hefði orðið algerlega undr-
andi á svari hennar, því þenn
an dag hefðu tvær af prins-
essunum fleygt í hann papp-
írsbolta, þegar hann gekk
fram hjá Kreml.
• EKKI
TENNUR
PRINSESSUNNAR
Fyrrverandi tannlæknir við
hirg zarsins bar hinsvegar
vitni gegn kröfu Anderson.
Tannlækninum, dr. von Kos-
dritzky, var sýnt plastmót af
kjálkum Önnu, og hann sagði:
„Þetta eru ekki tennur pé
kjálki Anastasiu prinsessu.
Þessi kona er ævintýra-
kvendi.“
í réttinum var lesið bréf
frá Olgu stórhertogaynju,
systur zarsins til Hinriiks
prins af Prússlandi, þar sem
segir, að ungfrú Anderson
væri e'kki Anastasia, heldur
„vesalings barn,“ sem gerði
aumkunnarverðar tilraunir til
að fá fólk til að trúa að hún
væri prinsessa.
I réttinum kom fram, að
bæði rússneska prinsessan og
pólska sveitastúlkan Franz-
iska Sehanzkowski, hefðu ván
skapaða stórutá á hægrá fæti.
Tá Önnu Anderson er einnig
vansköpuð.
Hertogafrú Barbara af
Meckleruburg, sem var lýstur
ANNA ANDERSON
einkaerfingi Romanoffs-auð-
æfanna af þýzkum dómstóli
árið 1933, og Lúðvík prins af
Hessen, sem er andvígur kröf-
um Önnu, fullyrðir að hún sé
Franziska sú, sem hvarf í Ber
lín árið 1920, sama árið og
Anna Anderson bar það fyrst
fram að hún væri Anastasia.
Anna fullyrðir aftur á móti,
að pólskur hermaður hafi
bjargað sér, þegar bolsjevikar
myrtu föður hennar, bróður
og þrjár systur í kjallara hall
ar þeirra í Ekaterinbrrg í júlí
mánuði 1918.
• ÖR
Á
FINGRI
Lögfræðingur Önnu Ander-
son, sem liggur rúmfastur í
húsi hennar í Svartaskógi,
sagði, að stóra örið á löngu--
töng vinstri handar Önnu
væri samskonar og ör það,
sem Anastasia prinsessa fékk
sem barn, þegar hún klemmdi
sig á bílhurð árið 1904.
Gagnsækjandi heldur því
fram, að pólska stúlkan hafi
fengið sam9konar sár, þegar
hún þvoði flöskur í ölgerð.
Önn,u Anderson hefur mis-
tekizt nokkrum sinnum að
færa sönnur á uppruna sinn
í rétti. í núverandi málaferl-
um, sem búizt er við að standi
út þetta ár, hefur hún eið-
svarið, að Nikulás II, hafi
lagt 5 milljónir rúblna í Eng-
landsbanka fyrir hana og syst
ur hennar.
— Krúsjeff
Framhald af bls. 1.
Krúsjeff sem veglegast á tíma-
xnótum ævi hans, segja stjórn-
málafréttaritarar Ijóst, að reynt
hafi verið að forðast yfirdrifin
og óhófleg fagnaðarlæti eins og
höfð voru í frammi á 70 ára af-
mæli Stalíns 1949. Og í lofræðu
flokksstjórnarinnar um Krúsjeff
er lögð áherzla á hve mikinn
þátt hann hafi átt í því að vinna
bug á Stalíndýrkuninni og hefja
kenningar Lenins til vegs á ný.
• „MUN STARFA EINS
ÖG ÁÐUR.“
Krúsjeff þakkaði með ræðu og
s?;;ði m.a., að hann myndi ekki
láta aldur sinn hindra sig í því
eð starfa í þágu Sovétríkjanna.
Menn ættu ekki að gefast upp
þótt ellin nálgaðist. „Hugsanlegt
er, að ég geti ekki launað að
fullu þann heiður, sem ríkið og
flokkurinn hefur sýnt mér, en
ég mun starfa eins og áður,“
ea"ði forsætisráðherrann.
Síðan sagði Krúsjeff, að Sov-
étríkin vildu halda opinni leið-
inni tif sátta við kínverska komm
énista, en lagði áherzlu á að
Sovétríkin myndu aldrei kvika
frá grundvallarkenningum Marx
og Lenins. „Við 'munum ekki
hælast um,“ hélt hann áfram,
„en halda áfram að starfa að
framförum.....Tilraununum til
þess að kljúfa raðir kommúnista
verður vísað á bug og allir viður
Ikenna að innantóm orð án at-
hafna eru tilgangslaus og slíkt
orðagjálfur brýtur í bága við
mikilsverðustu áhugamál verka-
lýðsins."
• AFMÆLISÓSKIR
Krúsjeff bárust heillaóskir
hvaðan æva úr heiminum og
blöð í Moskvu birtu í heild ósk-
irnar frá kommúnistaleiðtogum,
kommúnistaflokkum, þjóðhöfð-
ingjum og ríkisstjórnum. T.d.
voru birt skeyti frá Joihnson,
Bandaríkjaforseta, De Gaulle,
Frakklandsforseta og Sir Alec
Douglas Home, forsætisráðherra
Breta. Ein afmælisósk var þó
hvorki birt á prenti né útvarp-
að, og var hún frá Mao Tse-tung
og fleiri kommúnistum í Kína.
Skeytið var birt. í Peking í gær,
og í því er Krúsjeff óskað lang-
lífis og fullyrt, að ágreiningur
Kínverja og Rússa sé aðeins
Btundarfyrirbrigði.
Talið er að kommúnistaleiðtog-
arnir, sem nú eru í Moskvu í til-
efni afmælis Krúsjeffs muni
ræða við hann og aðra leiðtoga
sovézkra kommúnista um ágrein
inginn við Kinverja. Um tíma
var talið að Maurer, forsætisráð-
herra Rúmeníu myndi ekki koma
til Moskvu að þessu sinni, en í
morgun skýrði útvarpið í Búkar-
est frá því-að hann væri lagður
af stað til Rússlands, og kom
hann pangað í tæka tíð.
★ ★ ★
Frá því að Krúsjeff tók við
völdum í Sovétrikjunum hefur
hann aldrei verið hylltur jafn
ákaft og í dag. Flest blöð í land-
inu birta stórar myndir af hon-
um á forsíðum sínum og lof-
greinar um hann frá miðstjórn
kommúnistafiokksins, æðstaráð-
inu og ríkisstjórninni. í Pravda
birtist langt bréf undirritað af
2.017 gömlum og rótgrónum
kommúnistum. Er í því minnt
á hlutverk Krúsjeffs í afnámi
Stalínsdýrkunarinnar og Kín-
verjar erú sakaðir um að vilja
endurvekja þessa dýrkun. í bréf-
inu er Krúsjeff líkt við Lenin
og þar segir, að af einskærri af-
brýðisemi og gremju hafi leið-
togar kínverskra kommúnsta,
sem æski sundrungar, ráðizt á
Krúsjeff og gagnrýnt hann fyrir
hina hetjulegu baráttu hans í
þágu friðarins. Bréfritarar segj-
ast muna greinilega hvernig
tækifærissinnar hafi ráðizt á
Lenin, og gagnrýnt baráttu
hans fyrir friði.
f ritstjórnargrein segir Izvestija
í dag, að hinar ögrandi árásir
Kínverja á stjórn kommúnista-
flokks Sovétríkjanna og Krús-
jeff forsætisráðherra hafi vald-
ið fyrirlitningu og reiði um allt
landið, sé þó erfitt að líta alvar-
legum auigum svo heimskulega
og vonlausa gagnrýnL
★ ★ ★
Blöð víða um heim minntust
afmælis Krúsjeffs í dag, en ekki
var honum gert sérstaklega hátt
undir höfði í kínverskum blöð-
um. í Bretlandi fóru blöð vin-
samlegum orðum um afmælis-
barnið og segir „The Times“
m.a., að geðshræringin, sem
fregnin um lát Krúsjeffs olli um
víða veröld, hafi orðið til þess
að minna á að hann yrði ekki
við völd um ófyrirsjáanlega
framtíð, og léttirinn, þegar spurð
ist að fregnin væri ósönn sýndi
hve háður heimurinn væri orð-
inn hinum glaðlynda Nikita
Sergejevitsj.
Bandaríska stórblaðið „The
New York Times“ ræðir m.a.
hæfileika Krúsjefifs til þess að
laga sig eftir aðstæðum og segir:
„hann þreytist aldrei á því að
ræða friðarást sina, en ekki eru
full tvö ár liðin frá því að hann
reyndi að flytja, svo lítið bæri á,
langdrægar eldflaugar o.g kjarn
orkusprengjuir til Kúbu . . . “.
Stórblaðið bandaríska „New
York Herald Tribune" segir, að
það sé aímæliskveðjan frá Mao
Tse-tung, sem fyrst og fremst
beri að legigija á minnið frá af-
mælisdegi Krúsjeffs. Þegar Mao
skrifi, að ágreininigurinn milli
Rússa og Kínverja sé stundar-
fyrirbrigði, sé það hans aðferð
til þess að endurtaka, að „mesti
uppgjafarsinni allra tíma“ muni
imnan skamms hafna á „sorp-
haugi sögunnar*1.
- íbróitir
Framh. af bls. 26
athugun að flá menn hingað í vor
eða haust.
Afmælismót
Afmælismót félagsins verður
haldið á laugardag kl. 3.30 og á
sunnudag. Keppt verður í tví-
liðaleik í öllum flokkum karla
og kvenna og í nýliðaflokki. ís-
landsmót verður haldið 2. og 3.
maí.
Brautryðjendastarf
Jón Jóhannesson stórkaupmað
ur fyrsti formaður félagsins og
aðalhvatamáður að því að kynna
badmintoníþróttina hér á landi
var á fundinum í gær og skýrði
frá ýmsum þáttum úr ævi félags
ins.
Hann kvaðst hafa kynnst bad-
mintoníþróttinni í Danmörku
1934 ásamt Jóni Kaldal og þegar
séð að þarna væri ákjósanleg í-
þrótt fyrir íslendinga að vetrar-
lagi innanhúss. Fékk hann í.lið
með 9ér áhugasama tennisleik-
ara hér, en tennis var þá nokk-
uð stunduð íþrótt. Myndaðist góð
ur kjarni aðallega úr ÍR og KR,
en menn urðu á einu máli um
að þessari nýju íþróttagrein yrði
bezt hlúð með þvi að stofna sér-
stakt félag og var það stofnað
4 des. 1938. Fyrstu stjórn skip-
uðu auk Jóns sem var formað-
ur, Kjartan Hjaltested, Magnús
Andrésson. Friðrik Sigurbjörns-
son og Oddný Sigurjónsdóttir.
Félagið átti í miklum erfiðleik
um í byrjun aðallega vegna hús-
næðisskorts og segja má að hann
hafi mjög háð útbreiðsiu íþrótt-
arinnar og geri enn. Mest var
leikið í ÍR-húsinu, skólasölum og
hjá Jóni Þorsteinssyni en ýms-
um fannst það lúxus mikill að
4 menn skyldu taka heilan sal
þegar hægt var að hafa þar heil-
an hóp í leikfimi.
Félagið hafði í upphafi tennis-
íþrótt á stefnuskránni eins og
heitið ber með sér. Iðkun þess
lagðist fljótt niður vegna lélegr-
ar aðstöðu og veðráttunnar sem
er óblíð fyrir þá íþrótt hér -á
landi.
— Varðberg
Framh. at ois. 3
saman til funda, þar sem rætt
var um starfsemi þeirra á næst-
unni.
Varðbergsfélögin eru félög
ungra áhugamanna um vestræna
samvinnu, og er tilganigur þeirra
fyrst og fremst að efla skilning
ungs fólks á íslandi á gildi lýð-
ræðislegra stjórnarhátta og áð
ska.pa aukinn skilning á mikil-
vægi samstarfs lýðræðisþjóðanna
til verndar friðnum. Var fyrsta
félagið stofnað í Reykjavík í
júnímónuði árið 1961, en síða-n
hafa verið stofnuð félög á Akur-
éyri, í Vestmannaeyjum, á Akra-
nesi og nú síðast í Skagafirði oig
Siglufirði.
(Fréttatilkynning
frá Varðbergi).
Nýr 20
HAFNARFIRÐI — í fyrradag
var afhentur nýr bátur frá Báta-
lóni. Heitir hann Straumur GK
302, er 20 rúmlestir, frambyggð-
ur með alumíníumstýrishúsi og
120 ha. Albindieselvél. Eigandi
er h.f. Straumur suður í Höfn-
um og verður hann gerður það-
an út. Er báturinn útbúinn fyrir
allar algengar veiðiaðferðir, svo
sem troll, línu og handfæraveið-
báfur
ar en Straumur mun nú næstu
daga hefja veiðar með handfær-
um.
Línu- og fyrirkomulagsteikn-
ingar gerði forstjóri Bátalóns,
Þorbergur Ólafsson, og ’ járna-
teikningu Ágúst Sigurðsson, Sig-
mundur Bjarnason yfirsmiður en
um járn og alumíníum ásamt
niðursetningu tækja annaðist
Jón Gíslason. Um raflögn Valgeir
Svéinsson.
Straumur gengur 9 mílur og
verður Valgeir Sveinsson skip-
stjóri. •
Báturinn er 344. bátur, sem
smíðaður er í Bátalóni h.f., og
er nú annar 30 lesta bátur þar
í smíðum.
Er hinn nýi bátur allur mjög
vandaður og smíði hans til fyr-
irmyndar. Voru eigendurnir mjög
ánægðir með hann eftir þá
reynslu, sem þeir höfðu haft af
honum. ,— G. E.
lesta