Morgunblaðið - 18.04.1964, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.04.1964, Blaðsíða 18
18 MORGUN BIAÐIÐ Laugardagur 18. apríl 1964 Mínar beztu hjartans þakkir vil ég íæra ykkur öllum, sem með vinsemd og kærleika gléddu mig á 80 ára af- naæli mínu. — É>akka viðtöl, bióm, skeyti og gjafir. Guð blessi ykkur öll. Jómna Schiöth. Skrifsíofur okkar eru fEuttar i Ingólfsstræti 1a (hús Félagsprent- smiðjunar. Gengt Gamla biói) Ólcrfur Gíslason & Co hf. IngóKsstræti 1A — Sími 18370. Lokað í dag (laugardag) vegna jarðarfarar. Þvottahúsið Skyrtur & Sloppar Brautarholti 2. Eiginmaður minn SIGVALDI THORDABSON arkitekt, lézt I Landsspítalanum 16. þessa mánaðar. Kamma N. Thordarson. Móðursystir mín INGIBJÖBG ÞOBKELSDÓTTIR Eskihliíl 8, andaðist í gær, 17. apríL Geir Jónasson. Móðir mín, tengdamóðir og amma okkar SIGRÍÐUR FINNSDÓTTIR Ránargötu 26, lézt 16. apríl siðastliðinn. Dagmar og Þarvaldur Jacobsen, Sigriður og Sverrir Bergmann, Katrín og Egill Jacobsen. Systir okkar KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR frá Rauðkollsstöðum sem andaðist 14. þ.m. verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 20. apríl kl. 10,30. Ingibjörg og Hákon Kristjánsson. Brú á Hvalfjörð GAMALT máltæki segir: 'Betri er krókur en kelda“. Á margan hátt höfum við íslendingar lifað eftir þessari kenningu. Og ástæð- an er augljós. Vegna fámennis og fátæktar höfum við ekki haft efni á því að brúa kelduna. Þess- vegna urðum við að fara krókinn. Ekki sízt hefur þetta gilt í vega- málum okkar og mun vafalaust gilda enn um iangt skeið. Við höfum ekki fjárhagslega getu til þess að gera kelduna okkur und- irgefna á sama hátt og stórar og auðugar þjóðir. Á hinn bóginn verðum við að gera okkur það Ijóst, að framtíð- in mun gera sívaxandi kröfur til styttri vega og betri. Við það eykst hraðinn í umferðinni, við spörum tíma, við spörum eids- neyti, við spörum viðhald á þeim tækjum, sem um vegina fara. Krafa framtíðarinnar verður því þessi: Brúið kelduna til þess að spara okkur krókinn. Einn af þeim krókum, sem margir þurfa að taka á sig í dag, er leiðin inn fyrir Hvalfjörð, fög- ur leið og tignarleg, en löng og stundum illfær og jafnvel hættu- leg. Snjóar, svell og skriðuhlaup eru þar suma vetur alloft Þránd- ur í Götu. Þjóðvegurinn um Hvalfjörð er ein af fjölförnustu leiðum hér á landi. Það hlýtur því að verða eitt af verkefnum vegagerðarinn- ar á næstu áratugum að setja varanlegt slitlag á þennan veg, úr steinsteypu eða öðru efni. Slík aðgerð hlýtur ailtaf að verða mjög kostnaðarsöm. Krókurinn um Hvalfjörð verður dýr. Við verðum að brúa kelduna. Brýr á Hvalfjörð koma að mín- um dómi til greina á 3 stöðum. f fyrsta lagi yfir Botnsvog ná- lægt Þyrilsey. Vegalengdin yfir voginn er nálægt 1 km. Dýpi við stórstraumsfjöru víðast undir 5 metrum. Mundi sennilega vera auðvelt með sanddæluskipi að gera uppfyllingu yfir voginn. Við þetta mundu sparast tveir verstu áfangar á Hvalfjarðarleið — Þyrilshlíð og Múlafjali. í öðru lagi úr Þyrilsnesi í Hvítanes. Vegalengd þar yfir er um 1,6 km. Dýpi við stórstraums- fjöru er víðast milli 10 og 20 m, en sums staðar minna. Trúlega mætti gera brúna að mestu leyti með uppfyllingu frá sanddælu- skipi eða frá landi. Við þetta mundi leiðin um Hvalfjörð stytt- ast um ca. 9 km. í þriðja lagi frá Hvalfjarðar- strönd rétt utan við bæinn Hrafnabjörg og yfir í Hvammsey. Vegalengdin þar yfir er um 1,6 km. Dýpt fjarðarins þvert yfir er í stórum dráttum þannig, miðað við stórstraumsfjöru: 0,7 km eru með 0—10 m dýpi 0,3 km eru með 10—20 m dýpi 0,6 km eru með yfir 20 m dýpi Vafalaust mundi nokkuð af leiðinni vera gert með uppfyll- ingu frá dæluskipi, en skipgeng brú yrði að vera þar sem dýpið er mest. Þessi leið mundi stytta veginn um Hvalfjörð um ca. 20 km. Ég beld, að óhætt sé að full- yrða, að brú á Hvalfjörð verði gerð. Hitt er svo reikningsdæmi fyrir vegaverkfræðinga og stjórn málamenn okkar að reikna út, hvenær sú brú verður byggð og hvar. Til þess að standast vexti og afborganir af láni til slíkrar brúarframkvæmda mætti hugsa sér þá leið, sem víða er farin er- lendis, að taka brúartoll af þeim sem þar eiga leið um. Ég vil að lokum benda á það, að leiðin yfir í Hvammsey er til- tölulega nálægt því að vera beint framhald af þjóðveginum yfir Dragann og niður Skorradal, en sá vegur er, að mig minnir, um 16 km styttri en leiðin út fyrir Hafnarfjall. Þessir tveir áfangar mundu því stytta Hvalfjörð um 36 km til hagnaðar fyrir þá mörgu, sem eiga leið milli Suður- lands annars vegar og hins vegar Vesturlands, Norðurlands og Austfjarða. Guðm. Jónsson, Hvanneyri. Guðmundur Minningarorð GÖFUGUR og tryggur sam- ferðamaður er 'horfinn oss sjón- am. En óg trúi því eins og hann gerði, að hann lifi áfram hjá Guði og föður voruim Jesú Kristi. Hann fann að eilifðarneistinn býr með oss öllum og fyrir hann megnum vér að gefa lifinu gildi fyrir oss öll. Guðrmundur Marinó Ólafsson, fyrrv. póstur andaðist 11. þ. m. á sjúkradeild Elliheimilisins, en þar hafði hann legið síðan í ágúst f. á., en fram til þess hafði hann verið heilsuhraustur. Hann var fæddur að Þrastar- hóli í Arnarneshreppi í Eyjafjarð arsýslu 15. júlí 1878. Faðir hans, Olafur Jóhannsson og móðir Guðrún Guðmundsdóttir, voru fátæk og ólst þvi sonurinn að miklu leyti upp hjá öðrum, að mestu í Öxnadal .Systkinin voru 6 og lifa enn 4 þeirra, 2 bræður í Ameríku og 2 systur í Skagafirði. Snemma þótti Guðmundur lið- tækur og ofurhugi að hverju sem hann gekk, en þó munu hestar honum snemma hafa verið verið hugþekkir og kærir og því munu póstferðir fljótt hafa orð- ið honum áhugamál. Hann var Siglufjarðarpóstur um 3 ár. Um 3 vetur var hann með Sigurjóni Sumarliðasyni norðanpósti og í síðustu ferð Kristjáns á Jódísarstöðum, en upp frá því 1920-31 var hann norðanpóstur frá Akureyri að Stað í Hrútafirði. Vann hann á þeim árum mörg afrek sem í minnum munu höfð, m. a. er hann einn með sína pósthesta komst yfir á skammt frá Stað í Hrútafirði og þótti það alveg einsdæmi. Bkki þótti hitt minna afrek er hann komst heilu og höldnu yfir Vatnsskarð og reyndi þá mjög á vaskleik hans, út- sjón og þrautseigju, sem aldrei brást. Hesta átti hann ætíð ágæta og fór sérstaklega vel með þá, enda var þess brýn þörf, í svo langar og oft ótrúlega strangar ferðir. Guðmundur var þrígiftur. Fyrsta kona hans var Anna Jónasdóttir frá Varma- vatnshólum í Öxnadal. Eignuð- ust þau 6 börn og eru 2 þeirra á lífi, Líney húsfr. á Þúfna- völlum í Eyjaf. og Skarpbéðinn, bóndi að Garði í Aðaldal. Anna andaðist 1916. Önnur kona hans var Ásta Jónina Daníelsdóttir frá Ólafs- firði f. 14. maí 1900. Giftust M. Olafsson þau 1918 í Ólafsfirði og eign- uðust þau 4 böm. Gunnlaugur giftur og búsettur á íeafirði, Sigurður og Edda gift og búsett í Reykjavík og Guðrún gift J. Milier kaupsýslumanni í New Jersey og dóttirin Edda er einnig gíft þar. Ásta andaðist 1934. Guðmundur flutti hingað til bæjarins árið 1941 og dvaldi hér upp frá því og stundaði hér ýmsa vinnu. Sérstaklega var hann eftirsóttur til sláttar, enda var hann mikill og góður sláttumað- ur og við öil störf var hann öt- ull og áhugasamur og hinn mesti afreksmaður. Hinn 15. júlí 1944 kvongaðist hann skagfirzkri konu, Þorbjörgu Sigurjónsdóttur og reyndist hún manni sínum ætíð með ágætum, til hinstu stundar. Guðmundur var hinn mesti gleðimaður og hvers mann hug- Ijúfi og eftirminnilegur öllum er kynntust honum vegna góð- mennsku hans og kærleika. Góður og guðhræddur maður er horfinn oss sjónum, sem við öll biðjum Guð að biessa að eilífu. Steindór Gunnlaugsson. Signðor Gaðnadóttir fró Hvorami f. 28. okt 1900. d. 4. marz 1964. Kveðja frá systrum hennar ÆSKUMINNINGAR ok'kar eru bjartar. Heima á Hvammi áttum við margar unaðsstundir. Við minnumst margs frá bemsku- heimili okkar. Og við vitum, að þangað leitaði hugur þinn oft úr fjarska. Þú minntist oft á ánægju stundirnar heima. Þú sagðir sjálf: „í rauninni lifi ég á hverj- um jólum mín æskujól með pabba og mömmu og systkinum. Heima nutum við jólanna í úhyggjuleysi sem börn“. Þetta voru þín eigin orð og undir þau getum við allar tekið. Þar öðl- uðumst við hamingju, bjartsýni og trú hjá ástrí'kum foreldrum. Þetta varð kjölfesta lífs þíns. Hvar sem þú komst, fylltist allt af bjartsýni og gleði. Þá heillaðir alla með lífsgleði þinni. En æsku dagarnir liðu, þú hlauzt að hverfa að 'heiman. 27 ára fluttist þú á fjarlægt hérað og haslaðir þér völl í nýju umhverfi við hlið ágætismanns, Páls Jónssonar, skólastjóra í Höfðakaupstað. Okkur fannst þú vera langt í burtu frá okkur. Við söknuðum þín sáran, en það var eins og við hefðum engan tíma til að sakna þín, svo mjög hlök'kuðum við til endiurfundanna við þig, tii hverr- ar komu þinnar til Suðurlands. „En að heilsast og kveðjast það er lífsins saga“. Og það er sem þú standir nú við hlið okkar, þegar við förum að rifja upp gamlar minningar. Og okkur finnst, að þú svarir öil- um spurningum okikar með geislandi brosi. Þannig varst þú, og þannig verður þú í minningu okkar. Við þökkum þér systir. Guð blessi þig. Við sendum eiginmanni og börnum innilegar samúðarkveðj- Þrír sækja um Oddaprestakall Nýlega var útrunninn umsókn arfrestur um Oddaprestaíkall í Rangárvallaprófastsdæmi. Um- sækjendur um preistakaliið erir þrír. Sr. Gisli Brynjólfsson, frv. prófastur. Sr. Óskar Finnbogason, sóknar prestur að Stðarhrauni. Sr. Stefán Lárusson, sóknar- prestur að Núpi. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlógmaður. Málflutningsskrifstofa Óðmsgötu 4 — simi 11043

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.