Morgunblaðið - 18.04.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.04.1964, Blaðsíða 14
i4 MORGU NBLAÐIÐ Laugardagur 18. apríl 1964 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslustjóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. FORDÆMI SVIA að er alkunn staðreynd, að Svíar eru langsamlega efnaðasta þjóð Norðurlanda. Iðnaður þeirra er háþróaður og efnahagslíf þeirra og bjarg ræðisvegir standa á traustum fótum. Lífskjör almennings í Svíþjóð eru einnig mjög góð og sennilega betri en víðast hvar annars staðar. Félags- málalöggjöf er þar einnig mjög fuilkomin og félagslegt öryggi óvíða meira. Þessi efnaða og félagslega þroskaða menningarþjóð hef- ur á undanförnum árum lagt mikið kapp á að tryggja sem bezt vinnufrið í landi sínu. Fulltrúar vinnuveitenda og verkalýðs hafa sameiginlega lagt sig fram um að leysa á- greining um kaup og kjör með friðsamlegum hætti, og koma í veg fyrir að til verkfalla kæmi. Nú síðast hefur náðst samkomulag milli þessara tveggja aðila um tveggja ára kjarasamninga. Samkvæmt þeim verður bein kauphækk- un á árinu 1964 1,3% og 3,4% hið síðara, þ.e.a.s. árið 1965. Hækkunin fyrra árið kemur nær eingöngu láglaunafólki til góða. Margir hinna, sem hærra launaðir eru, fá mjög litla hækkun eða alls enga á þessu ári. Á síðara árinu er beina kauphækkunin meiri og kemur þá fleirum til gagns. Með ýmsum fríðindum, svo sem greiðslum til eftirlauna- sjóðs og fleiri orlofsdögum, fá launþegar til viðbótar sem svarar 3,55%. Samtals nema því launahækkanirnar og fríð indin á fyrrgreindum tveim- ur árum um 8,35%. í sænskum blöðum er ráð fyrir því gert, að til viðbótar þessum 8,3% kunni að verða launaskrið í landinu á þess- um tveimur árum, er nemi 2—3%. Mundu því hækkan- irnar í tvö ár nema um eða yfir 10%. Allmiklar umræður standa nú um það í Svíþjóð, hvort þessar hækkanir séu ekki það miklar, að þær geti orðið efnahagskerfi Svía hættuleg- ar, valdið verðbólgu með þeim afleiðingum, sem í henn ar kjölfar fylgja. Allt er þetta mjög athyglis- vert fyrir okkur íslendinga. Á árinu varð um 30% almenn launahækkun hér á landi. All- ir vita að efnahagskerfi okk- ar er veikara og bjargræðis- vegir okkar fábreyttari en gerist meðal Svía. Engu að síður halda menn, að hið ís- lenzka efnahagskerfi þoli slík ar stökkbreytingar í launa- málum. Þeir menn eru jafn- vel til, sem gera sér í hugar- lund að enn sé hugsanlegt að stórhækka laun á þessu ári og framkvæma með því raun- hæfar kjarabætur í þágu al- menhings. Kjarni málsins er sá, að við Islendingar komum fram af einstæðu ábyrgðarleysi í þess um málum. Þjóðin gerir kröf- ur á hendur efnahagskerfi sínu og útflutningsfram- leiðslu, sem ekki er í neinu samræmi við raunverulega greiðslugetu hennar. Frá þessari óráðsstefnu verður að hverfa, ef þjóðin vill ekki koma sér á kaldan klaka með gáleysi sínu og fyrirhyggjuleysi. — Fordæmi Svía er vísbending um það, hvernig halda beri á þessum málum. Við íslendigar verð- um að læra af reynslu þeirra þjóða, sem okkur eru skyld- astar og næstar okkur búa. Ella hljótum við að leiða yfir okkur kyrrstöðu og vandræði, sem hafa munu ófyrirsjáan- legar afleiðingar um langa framtíð. EFNAHAGSLEGT JAFNVÆGI Tslendingum er í fersku minni, hvernig vinstri stjórnin skildi við efnahags- líf landsins. Leiðtogar hennar lýstu því sjálfir yfir, að fram- undan væri óðaverðbólga og innan ríkisstjórnarinnar væru engin sameiginleg úr- ræði fyrir hendi til þess að ráðast gegn vandanum. Það kom svo í hlutverk Við reisnarstjórnarinnar að segja þjóðinni sannleikann allan um það hvernig komið var. Síðan var ný stefna mörkuð og hafizt handa um efnahags- lega viðreisn. Enda þótt við- reisnarráðstafanirnar væru ekki allar vinsælar náðu þær þó þeim tilgangi sínum að koma í veg fyrir það hrun, sem yfir vofði og rétta fjár- hag þjóðarinnar við, út á við og inn á við. Og þjóðin vott- aði ríkisstjórninni ótvírætt traust fyrir þær í kosningun- um á sl. sumri. En kommúnistar og Fram- sóknarmenn, sem leitt höfðu stórkostlegan vanda yfir þjóð ina með úrræðaleysi sínu vildu ómögulega una því að efnahagslegt jafnvægi ríkti á íslandi. Þess vegna beittu þeir sér fyrir stórfeldu nýju kapphlaupi milli kaupgjalds og verðlags. Þessir flokkar Landamæraágreiningur Rússa og Kínverja eftir Edwcird Crankshaw TORRÁÐINN liður í deilu Kínverja og Rússa varff dá- lítiff ljósari fyrr í J>essum mán uði, þegar Rússar sökuðu Kín verja um endurteknar ofbeld isaffgerðir og yfirgang á landa mærunum, en fullyrtu um leiff, aff engin misklíð rikti vegna landamæranna. í leynilegu bréfi frá Rúss- um til kínverska komrnún- istaflokksins var stungið upp á því að viðræður færu fram um landamærin og opinibe-rir fundir voru síðan haldnir í Peking í febrúar s.l. Ekkert spurðizt hvað fram fór á fundurrum, en fyrstu bending una var að finna í ræðu, sem Suslov hélt 15. febrúar. Ræð an var ekki birt fyrr en 3. apríl s.l.: „Stjórn Sovétríkjann,a“, sagði Suslov, „tók frumkvæð ið og kom á viðræðum, sem miða skyldu að því að skýra nánar og semja um ýmis at- riði varðandi landamærin. Þetta var gert í þeirri trú, að enginn verulegur ágrein- ingur ríkti með Rússum og Kínverjum um landamærin, þau hefðu myndast „söguilega1* en á sumum svæðum gæti ver ið nauðsynitgt að fá nánari lýsing'U á legu þeirra“. Nú fyrir skömimu hefur helzti og vitrasti fræðimaður Sovétríkjanna á sviði alþjóða réttar, Kozhevnikov prófessor, lýst því yfir að aðgerðir Kín verja á landamærum Kína og Sovétríkjanna hafi vakið mikla gremju og séu fordæm anlegar frá sjónarmiði alþjóða réttar og siðfræði. Kínverjar ræddu í fyrsta sinn opinberlega óleyst landa mæravandamál í marz á liðnu ári. En þá bárust þau um- mæli frá Peking, að Kínverjar myndu ef til vill, er aðstæður væru heppilegar, krefjast af Sovétríkjunum auðugra og víðáttumikilla landssvæða. M. a. stórra hluta suð-austurhér- aða Sovétríkjanna, sem Kín- verjar létu af hendi við Rússa með nauðungarsamningnum í Aigun og Pekinig 1858 og 1860. Á þessum svæðum er t.d. borg in Vladivostok. Rússar létu umimæli Kín- verja sem vind um eyrun þjóta og höguðu sér eins og þeir hefðu ekki heyrt þau. í september reyndu Kínverjar aðra leið til þess að vekja athygli Rússa, og sökuðu þá um oíbeldisaðgerðir á landa- mærum Kazakhstan, sem er hluti yfirráðasvæðis Sovétríkj Edward Crankshaw anna í Mið-Asíu, og kínverska yfirráðasvæðisins Singkiang í Himalaya-fjöllum. Nú sátu Rússar ekki auðum höndum, heldur sökuðu Kínverja uim að kúga og undiroka Múlham eðstrúarmenn í Singkiang. Sögðu Rússar, að fjöldi þess- ara hrjáðu manna hefði flúið á náðir bræðra sinna í Sovét- ríkjunum. Utan þess, sem hér er skýrt frá, hafa báðir aðilar verið þögulir um hugsanlegar kröf- ur Kínverja um afhendingu landssvæðanna við Amur- fljót, sem þeir létu af hendi við Rússa á dögum Alexand- ers II, föður landvinnioga Sovétríkjanna í austri. Það virðist ljóst, að Rússar og Kínverjar hafa óldkar hug myndir um hvaða tegund landamæravandamála skuli ræða. Eftir því, sem næst verð ur komizt, vilja Rússar tak- marka viðræðurnar við smá- atriði eins og t.d. rétt til sigl- inga á fljótunum Amur og Ussuri og umráðarétt yfir nokkrum eyjum í fljótum þessum. Ef Kínverjar hafa formlega vakið máls á stærri og mikilvægari vandamálum verður fróðlegt að sjá bverniig heimskommúnisminn bregst við því hve ákafir Rússar eru að sanna „sögulegt“ gi’ldi ráns fengs einvalds á nítjándu öld. hafa lagt höfuðkapp á að kynda elda nýrrar verðbólgu. Því miður hefur þeim orðið alltof mikið ágengt í þessari iðju sinni. Hin stórfelda kaup hækkun á sl. ári leiddi til þess að gera varð ráðstafanir til stuðnings útflutningsfram- leiðslunni um síðustu ára- mót. íslendingar ættu nú að vera búnir að átta sig á til hvers fyrirhyggjulaust kapp- hlaup milli kaupgjalds og verðlags hlýtur að leiða. Hin- um ábyrgðarlausu gönuhlaup um verður nú að vera lokið. Öll ábyrg öfl í þjóðfélaginu verða að sameinast um að tryggja efnahagslegt jafn- vægi, stöðugt gengi íslenzkr- ar krónu og traustan efna- hagsgrundvöll. FRUMVARP UM FERÐAMÁL ryrir Alþingi liggur nú frum A varp frá ríkisstjórninni um ferðamál. Höfuðnýmæli þess er stofnun ferðamálaráðs og ferðamálasjóðs til stuðn- ings ferðamálum og gistihúsa haldi í landinu. Ennfremur er lagt til að einkaréttur Ferða- skrifstofu ríkisins til móttöku erlendra ferðamanna verði úr gildi felldur, þannig að svip- að skipulag ríki hér á stjórn ferðamála og móttöku er- lendra ferðamanna og tíðkast í öðrum nálægum löndum. Frumvarp þetta stefnir tví- mælalaust í rétta átt og er ástæða til þess að fagna því. Ferðainannastraumurinn til landsins eykst nú með ári hverju og óhætt er að full- yrða að íslendingar geti haft allverulegar tekjur í framtíð- inni af heimsóknum erlendra ferðamanna til landsins. Nágrannaþjóðir okkar hafa þegar stórfeldar gjaldeyris- tekjur af ferðamannastraum til landa sinna. Náttúrufegurð á íslandi og sérstaða landsins mun í framtíðinni laða útlend inga hingað í vaxandi mælL En þá verður að vera fyrir hendi sæmileg aðstaða til þess að geta tekið á móti þeim og veitt þeim þann beina og fyrirgreiðslu, sem nauðsyn- legt er. Að því er stefnt með frumvarpinu um ferðamál, sem Alþingi væntanlega af- greiðir sem lög innan skamma tíma. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.