Morgunblaðið - 18.04.1964, Síða 21
1 Laug'ardaeur 18. apríl 1964
Mr**GUNBLA&IÐ
Smíði Aswan-stíflunnar i ánnl
Níl miðar vel áfram, og hinn
15. maí nk. verða mikil hátiða-
höld í Egyptalandi. Nasser for-
seti hefur boðið Krúsjeff for-
'sætisráðherra að koma til há-
tíðarinnar, en þennan dag verð
ur stórfljótinu veitt í nýjan far-
veg, svo að unnt verði að ljúka
við fyrstu stífluna. Munu þeir
Krúsjeff og Nasser hvor um
sig stjórna síðustu sprengingun
um, sem opna ánni nýja far-
veginn. Rússar hafa til þessa
veitt Egyptum um 12 þúsund
milljón króna styrk til smíð-
innar, auk þess sem þeir hafa
útvegað allar teikningar og
sent mikinn fjölda sérfræðinga
til að hafa umsjón með verk-
inu. Meðfylgjandi mynd er ný
og sýnir mannvirkin eins og
þau eru. Fullgerð verður stífl-
an 17 sinnum stærri en stærstu
pýramídar Egypta
, ímsir Bandaríkjamcnn hafa lagt sig fram i baráttunni fyrir jafnrétti kynþáttanna þar í landi, og
margt hefur verið gert til að benda almenningi á nauðsyn þess að afnema allt misrétti. Ekki eru
þó allir jafn öfgafengnir I baráttunni og presturinn Bruce Klunder. Farin var kröfuganga í borg-
inni Cleveland, Ohio, nýlega, og tók Klunder þátt í henni. Var komið að stað þar sem verið var að
vinna að nýrri skólabyggingu. Skyndilega tók Klunder sig út úr göngunni og varpaði sér fyrir
( jarðýtu. Beið hann að sjálfsögðu þegar ban.a
Þótt undarlegt megi virðast slapp ökumaðurinn á kappakstursbíl númer 8 ómeiddur út úr fluginu.
Mynd þessi var tekin á Eldora-brautinni í Florida rétt áður en nr. 8 lenti með braki og brestum
á hvolfi á brautinni. En bílstjórinn, Bud Tingelstad, gekk ómeiddur á brott.
Þegar Nikita Krúsjeff forsætis-
ráðherra var nýlega í heim-
sókn j Ungverjalandi, var hon-
um gefinn forláta hestvagn. —
Var mynd þessi tekin þegar
Krúsjeff var að fara í reynslu-
ferð í nýja farartækinu.