Morgunblaðið - 18.04.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.04.1964, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 18. apríl 1964 Shakespeare-sýning í Þjóðleikhúsinu í TILEFNI af 400 ára afmælis Shakespeare, sem er hinn 23. þ.m. verður haldin sýning í Kristalssal Þjóðleikhússins á ýms um sjaldgæfum og merkum út- gláfurn á verkum Shakespeare. Ennfremur verður á sýningunni mikiil fjöldi af ljósmyndum úr ýmsum leikritum höfundarins og kvikmyndum, sem gerðar hafa verið eftir þeim. Brezka sendiráðið, Landsbóka safnið og Bókaverzlun Snæbjarn ar Jónssonar, lánar allar þætr bækur, ljósmyndir, hljómplötur o.fl. sem á sýningunni verður. Sýningin verður opnuð á afmæl- isdegi skáldsins þann 23. þ.m. kL 7,15, en um kvöldið verður SÍÐASTA verkefni Þjóðleikhúss- ins á þessu leikári verður óper- ettan Sardasfurstinnan eftir Emmerich Kálmán. Æfingar eru þegar hafnar og kom ungverski hljómsveitarstjórinn Istvan Szal- atsy til landsins sl. miðvikudag, en hann verður einnig leikstjóri. Ungverska söngkonan Tatjana Dubznovszky syngur sem gestur, en allir aðrir, er syngja og leika í GUN'NAR Thoroddsen, fjármála- ráðherra fylgdi úr hlaði í gær í efri deild frumv. ríkisstjómar- innar um breytiragar á lögum um tekjuskatt og eignarskatt, en þær fela í sér m.a. verulega hækkun á persónufrádrætti og aiukið eftir lit með skattframtölum. Ráðherrann gerði grein fyrir þeiim breytingum á núgildandi lögum, sem frumvarpið hljóðar um og sagði, að gert væri ráð fyrir að börn innan 16 ára ald- uris gætu talizt sjálfstæðir skatt þegnar næmu hreinar tekjur þeirra meiri en 13 þúsund krón- um, en áður hafði verið miðað við 10 þúsund krónur, svo og að banikainnstæður barna og vextir af þeim, verði skattfrjálsar án tillits til skulda foreldra, og vinn ingar í happdrættum fyrir merun ingar- og mannúðarmál, svo og kirkjulegrar starfsemi, telijast ekki til skattskyldra tekna hafi fjármálaráðherra heimilað það, en áður hafi þurft að samþykkja sérstök lög fyrir hvert tiltekið happdrætti. Þá sagði ráðherrann, að lagt væri til að frádráttur vegna heimilisstofnunar verði hækkað- ur úr 20 þúsund krónum í 26 þúsund, og persónufrádráttur ein staklings sé hækkaður um 15 þús. í 65 þúsund krónur og um 21 þúsund krónur fyrir hjón, úr 70 þúisund krónum í 01 þúsund krón ur og frádráttur vegna barns verði hækkaður úr 10 þúsu.nd krónum í 13 þúsund krónur og frádráttur vegna heimilisihalds einstæðs foreldris verði jafnframt hækkaður í 13 þúsund og frá- dráttur að auki vegna barns verði 2.600 krónur í stað 2 þús. Þá væri gert ráð fyrir því að fækka þrepin í skattetiganum úr S í 3, þ.e. þau urðu 20%, 20% og 30%, en það mun gera allla skattaálagningu einfaldari. svo hátíðasýning í Þjóðleikhús- inu á Hamlet og verður það 35. sýning leiksins. Hamlet var sem kunnugt er frumsýndum á annan í jólum og hefur verið sýndur síðan við g<^ða aðsókn. Nk. mánudagskvöld, þann 20. apríl verður sýning á kvikmynd inni Rómeó og Júlía í Þjóðleik húsinu og hefst hún kl. 9 e.h. Aðalhlutverkin í myndinni eru leikin af: Laurence Harvey, Flora Robson, Sir John Gielgud og Mervyn Johns. Sýningartími myndarinnar er um tvær klukkustundir. Aðgangur er ókeypis bæði að kvikmyndinni og að bókasýn- ingunni. óperettunni eru íslenzkir, m.a. Guðmundur Jónsson, Svala Níel- sen og Erlingur Vigfússon, en Erlingur hefur að undanförnu stundað söngnám á Ítalíu og kom til landsins í þessari viku. Hljómsveitarstjórinn, Szalatsy, er tiltölulega ungur maður. Hann stundaði lögfræðinám um hríð jafnhliða tónlistarnámi, en síðan náði tónlistin alveg yfirhöndinni Gunnar Thoroddsen Gunnar Thoroddsen lagði mikla áherzlu á þá nýbreytni, að eftir- liit með skattframtölum verði stór lega hert og verði heimild ríkis- skattstjóra til rannsókna hjá aðilum, sem ekki eru framtals- skyldir. Þá verði sérstök rann- sóknardeild sett á stofn við em- bætti ríkisskattstjóra sem annist iþessar rannsóknir. Ráðherrann sagði, að ráðgert væri að stytta kærufrestinn í 14 daga og verði hann hinm sami um allt land, en áður var kæru- fresturinn 30 daga úti á landi en 15 dagar í Reykjavík. Þá gat ihann einnig um breytt viðurlög við skattsvikum. Gunnar Thoroddsen sagði, að breytingar þessar á lögunum kæmu öllum þorra almennings til góða einkum þó hinum lægst- launuðu. Sagði ráðherrann, að blöð stjórnarandstöðunnar hafi reynt að gera lítið úr þessum skattalækkunum og jafnvel hald ið því fram að um enga Lækkutn Istvan Szatatsy. og fyrir réttum 10 árum braut- skráðist hann í hljómsveitarstjórn frá Liszt-Frenc-tónlistarháskólan um. Árið eftir var hann ráðinn hljómsveitarstjóri Sceged-leik- hússins og hefur gegnt því starfi síðan. Óperettan Sardasfurstinn- an er mjög létt og skemmtileg óperetta og má segja með sanni að hún sé eins konar þjóðarleik- ur Ungverja. Fyrirhugað er að frumsýningin á Sardasfurstinn- uni verði um miðjan næsta mán- uð. yrði að ræða. Sýndi hann með tölum fram á hve lækkunin yrði mikil eftir að lögin kæmu til framkvæmda, t.d. greiddu hjón með 1 barn samkvæmt frum- varpinu engan skatt af 100 þús. kr. tekjum, en 1500 samkv. nú- gildanidi lögum; aðeins 1600 kr. af 120 þús. kr. tekjum, en 4000 semkv. núgildiandi lögum. Beniti hann einniig á, að væru skattar reiknaðir út með þeim regilum sem giltu á tíma vinstri stjórnar- Lnnar myhdu þeir .margfaldast hjá þorra launíþega. Gils Guðmiundsson (K) tók til máls á eftir ráðherranum og sagði, að sér þætti lítið koma til hinna svoköluðu skattalæfckun- ar, því hún væri hvergi nærri í samræmi við dýrtíðaraukning- una í landinu. Lækkun á skatt- stiganum hefði aðeins þýðingu þar sem verðlag væri stöðugt. Skattarnir í ár yrðu þynigri en verið hefur miðað við jafnt verð mæti tekna. Þá taldi hann vafa- sarnt að fækka þrepum skattstig- ans, en fagnaði því að rannsókn- ardeild yrði sett á stofn við em- bætti ríkisskattstjóra til að ann- ast eftrlit með framtölum. Sagði Gils, að Alþýðubandalagið myndi styðja það ákvæði í lögunum sem stuðla myndu að því að létita byrgðar fólksins. Ólafur Jóhannesson (F) talaði næstur og sagði, að þótt persónu frádráttur væri hækkaður yrðu menn ekkert betiur settir vegna ört vaxandi dýrtíðar og minnk- andi kaupmáttur krónunnar. — Breytingamar væm þó góðar það langt sem þær næðu. Sagði hann, að fjármálaráðherra hefði kvartað yfir því að stjórnarand- staðan reyndi að gera lítið úr frumvarpinu, en ráðherrann ætti manna bezt að vita að laun heim ilis væri vamþakklæti. Ólafur skaut þeirri hugmynd Ljóðabók eftir Böðvar Guðmundsson TVÆR bækur eru nú komnar út á vegum Almenna bókafélagsins og Bókaverzlunar Sigfúsar Ey- mundssonar. Fyrri bókin er ný ujóðabók, Austan Elivoga, fyrsta ljóðabók ungs höfundar, Böðvars Guð- mundssonar. Böðvar er fæddur árið 1939 á Kirkjubóli í Hvítársíðu, sonur hins þjóðkunna ljóðskálds, Guð- mundar Böðvarssonar. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík vorið 1962 og leggur nú stund á íslenzk fræði við Háskóla íslands. í ljóðum sínum sækir Böðvar viðfangsefni sín ekki sízt í forn- ar íslenzkar bókmenntir og sögu, og gætir í ljóðum hans athyglis- verðrar viðleitni til að sameina forn og ný skáldskaparverð- mæti. Austan Elivoga er um 60 blað- síður að stærð, prentuð og bund- in í prentsmiðjunni Hólum. Síðari bókin nefnist: Um ættleiðingu og er eftir dr. Símon Jóh. Ágústsson, prófssor. Bókin er handbók fyrir barna- verndarnefndir, kjörforeldra og verðandi kjörforeldra, sem og aðra þá, sem afskipti hafa af ættleiðingum. Fjallar bókin um ættleiðingu barna frá sálfræðilegu, uppeldis- legu og félagsfræðilegu sjónar- miði. Höfundur ræðir fyrst hlut- verk ættleiðinga í nútímaíjóð- félagi og þá sérstaklega ættleið- fram, hvort ekki væri rétt að setja á stofn skattaré'tt, þar sem fjallað yrði um skattevik. Beindi iþví til nefndar, að hún atlhugaði gaumigæfilega atriðin varðandi aukið eftirlit með framitö'lum.. Kvartaði þingmaðurinin yfir því hve seint frumvarpið kæmi fram og væri það ef til vill í sam- bandi við úrskurð tajaradóms. Ef hann hefði orðið á annan hátt, hefði frumvarpið líklega aldrei verið lagt fram. Lýsti hann yfir því að lokum, að Framsókinar- rneinn myndu stuðla að því að frumvarpið fengi greiðan gang í gegn um þingið. Gunnar Thoroddisen talaði aift ur og svaraði þeim Gils og Ólafi. Sagði ráðlherrann að drátturinn á framlag'ningu frumvarpsins stæði í engu samibandi við úrskurð kjaradóms, heldur hafi þót rétt að bíða með að leggja það fram þar til útsvarsfrumvarpið væri tilbúið. ÞEIR Gunnar Guðbjarteson, Berg ur Sigurbjörnsson og ALfreð Gíslason hafa lagt fram á Al- þingi þinigsályktuinartillögu þesis efnis, að Alþingi feli ríkisstjórn- inni að hlutast til um, að þær tækniibreytingar verði gerðar nú þegar á sjónvarpsúteendingum frá Keflavífcurflugvelli, að ekki sé mögulegt að ná sjónvarpsdag- skránni í viðtökutæki utan flug- vallars'væðisins. í greinargerð þeirra félaiga kemur fram m.a. að leitað hafi verið eftir stuðningi þingmanna úr Sjálfstæðisflokknum og Al- þýðuflokknum við flutniing til- lögunnar en sá stuðningur hafi ekki fengizt. Böffvar Guffmundsson ingar á íslandi, en að mc;in- efni snýst bókin um helztu vandamál, sem upp kunna að koma í sambandi við ættleið- ingu. Ættleiðingum hefur mjög fjölg að hér á landi undanfarið, og mun nú láta nærri, að 2% allra lifandi fæddra barna ár hvert séu ættleidd. Má af þessu ráða, hve mikilvægar ættleiðingar eru orðnar frá félagslegu sjón- armiði og hve marga þær varða persónulega. Bókin er 178 bls., prentuð 1 prentsmiðjunni Eddu, en bundin í Félagsbókbandinu. (Frá Almenna bókafélaginu og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar). Sýnir teiknmgajr 1 Bogasalnum í DAG opnar Snorri Sveinn Frið- riksson sýningu á 30 teikningum í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Þetta er fyrsta sýning Snorra, en hann hefur stundað nám í hand- íða og myndlistaskólanum, og framhaldsnám við Konstfecke- skolan í Stokkh. þar er hann lagði stund á málaralist, svartlist og veggskreytingar. Myndirnar á sýningunni eru allar gerðar á þessu og síðasta ári. Snorri er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki, sonur hjónanna Friðriks Júlíussonar og Fjólu Jónsdóttur. Hann hefur nú um tveggja ára skeið verið útlits- teiknari hjá Vikunni. Sýningin verður opin klukkan 2—10 alla daga og standur til 26. apríL „Sardasfurstinnan" i Þjóðleikhúsinu Skattafrumvarpínu fylgt úr hlaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.