Morgunblaðið - 18.04.1964, Side 15

Morgunblaðið - 18.04.1964, Side 15
* Laugardagur 18. apríl 1964 MÚRCUNBLABIÐ 15 Vindhögg HALLDÓR Þorsteinsson bóka- vörður tók kipp eftir dúk og disk, þegar hann uppgötvaði sér til mikillar skelfingar, að ég Ihefði sagt í dómi um Táningiaást „eitthvað á þá leið“, að verkið væri ekki sneið af veruleikanum. Að minni hyggju hefði hann get- að sparað sér bæði áhyggjur og umstang með því að líta aftur yfir umræddan dóm, áður en hann setti saman ritsmið sína, að ég nú ekki tali um, hve heppi- legt honum hefði verið að hafa dóm.iinn við höndina, þegar hann þurfti að vitna í hann. Nei, slik vinnubrögð teljast óþörf á þeim Ibæ, enda náttúrlega handihægast eð hagræða því, sem ég hafði akrifað, í samræmi við eigin (þarfir. Orðin „tímabær dægur- lagaádeila", sem hann setur í gæsataippir og virðist eign-a mér, fyrirfinnast t.d. ekki í leikdóm- inum. En það eru vitaskuld smá- munir! Halldór byrjar mál sitt með þessari hátíðlegu yfirlýsingu: „Ekki er það ætlun mím að gagn- rýna hér leikdóma Siigurðar A. Magnússonar almemnt, enda þótt það gæti í sjálfu sér verið all- forvitnilegt rannsóknarefni....“ En nokkrum málsgreinum neð- ar er hann búinn að gleyma þess- \ um háleita ásetningi og niður- staðan verður auðvitað sú, að ég sé alls óhæfur til að fást við leik- gagnrýni fyrir sakir þröngsýni og tfáfræði. Leggur hann í þessu sambandi ýmsar tímabærar spurn ingar fyrir lesendur Morgun- blaðsins, sýnilega í þeirri frómu trú, að þeir muni sjá til þess að mér verði vikið úr dómarasæt- inu. Nú vill svo vel til, að ég er ekki sérlega fastheldinn á þetta marginefnda sæti, þannig að Ibókavörðurinn gerir sér óþarft ómak með því að snúa sér til Ihins stóra lesendahóps Morgun- blaðsins, sem hefur lítil sem eng- in afskipti af daglegum rekstri þess. Miklu vænlegra hefði hon- um verið að snúa sér beint til ritstjórnar blaðsins, og er honum Ihér með vinsamleiga bent á þá Jeið, ekki sízt ef svo ólíklega skyldi vilja til, að hann hefði sjálfur hug á að setjast í sætið. En víkjum þá að tilefni grein- arkornsins — „sneiðinni“ sem bókavörðurinn fær með engu móti kyngt. Mér skilst að hún sé fólgin í eftirfarandi kafla úr títtnefndum dómi: „Táningaiást sver sig að því leyti í ætt við mörg beztu verk samtímans, að það er fyrst og fremst „leikhús" — ekki raunsæ stæling á viðburðum diaglega lí.fs ins, ekki „sneið af veruleikan- um“, eins og það er stundum orð- að, heldur stílfærð og upphafin mynd af mannlífinu, máluð í lausu máli og bundnu, og undir- 6trikuð af seiðmagnaðri tónlist.“ Viðbrögð bókavarðarins við þessari umsögn voru svoma: „Hann er t.d. ekki fyrr búinn eð hefja Táningaást til skýja en hann fordæmir, að vísu ekki vit- endi vits, heila legió af mœtuim mönmum, listamönnum á borð við Ibsen, O’Neill, O’Casey, An- ouilh, Arthur Miller, Tennessee Williams, Albee, Wesker og Max Frisoh, svo einhverjir séu nefnd- ir. Allir þessir höfundar hafa borið á borð fyrir okikur hverjir (sic!) sína sneið af veruleikan- um. Fordæming Sigurðar er reyndar óbein og greinilega gerð f bugsanaleysi, en leikdómari, sem hættir að bugsa í miðri setn- ingu er til jaifm mikils nýtur og ilát, sem farið er að leka.“ Nú verð ég að gera þá játn- ingu, að ég kamnast alls ekki við ®ð bafa hafið Táningaást tiil skýjamma, þó ég telji það mjög gott leikíhúsverk. En jafnvel þó ég hefði hælt verkimu á hvert reipi og talið það einstaikt í sinni röð, fæ ég hreirnt ekki séð, að það hefði falið í sér fordæmingu « öiliwn verkum, sem eru af ann- »rri gerð. Er það raumverulega sannfæring bókavarðarims, að ®kki sé hægit að berá lof á nokk- urn skapaðan hlut, þar sem það feli í sér last um alla aðra hluti? Frumlegt sjónarmið, það! Við skulum taka dæmi. Ég segi, eins og hér liggur beinast við: „Mér þykir fróðlegt að sjá, hve glögig- skyggn Halldór Þorsteinsson er á veilurnar í leikdómi mínum.“ Felur sú umsögn þá í sér, að mér þyki ófróðlegt að heyra álit þeirra, sem ekki koma auga á þessar tilteknu veilur? Ég bara spyr! Satt að segja er það ekki upp- örvandi tilhugsun, ef satt skyldi vera, að þeir „hugsandi lesend- ur“ Miorgun'blaðsins, sem Halldór kveðst vera fulltrúi fyrir, eru eims einkennilega innróttaðir á 'heilabúinu og hann. En hverju má ekki búast við á þessum síð- ustu og verstu tímum sjónvarps- ins og gulu pressumnar! Ég skal ekki rökræða það við bókavörðinn, hvaða leikihús'verik séu raunsæ eða „sneiðar af veru- leikanum“, en höfundarnir sem hann tínir fram eru saninarlega ekki vænlegir til leiðsagnar í því efni, svo sundurleitir sem þeir eru í flestu tilliti. Hins vegar lagði ég engan dóm á raunsæis- verk út af fyrir sig og tel þau vera í fullu gildi, bæði eldri og yng'ri verk, þó „mörg beztu verk samtímans" flokkist ekki undir þá bcikmennitastefnu, — leikrit eftLr höfunda eins og Breeht, Dúrrenmaitt, Frisch, Beckett, Anouilih, Adamov, lonesco, Girau doux, T.S. Eliot, Christoplher Fry, Tennessee Williairms, MaxwellAnd erson o.s.frv. — sem eru svo innbyrðis ákaflega sumdurleitir. HaLldór kveður Táningaást vera „eins raunsætt verk og nokk ur sömgleikur getur frekast orð- ið“. Hve raunsæir geta söngileik ir þá orðið? Er það t.d. „raun- sæi“ að láta fólk tala saman í bundnu máli og söngvum? Hitt er annað mál, að enda- laust má um það deila í hverju hið sanna raunsæi sé fólg'ið. í bókmenntum er stuðzt við heiti eins og „raunsæi", „rómantík“, „sýmibólismi“, „epík“ o.s.frv. til að gefa til kynna ákveðin ytri einkenni, en slík flokkun verður aldrei tæmandi skýrgrei.ning á neinu verki — og getur jafnvel verið villandi. Þegar öll kurl koma til grafar, er hvert gott skáldverk raunsætt í þeim skiln- ingi, að það birtir okkur veru- leikann eða einhverja þætti hans í nýju og skýrara ljósi. Þetta á jafnt við um Ionesco og Ibsem. En það var ekki á þetta sem Halldór Þorsteinsson fann sig knúinn til að beina kastljósi skarpskyggni sinnar, heldur hitt, hvort Ieyfilegt væri að hrósa verki, sem flokka mætti undir ákveðinn stíl. • Ég verð að lýsa því yfir að gefnu tilefni, að hafi H.Þ. ekki annað út á leikgagnrýni mína að setja en atriðið, sem hann dregur fram í greinarstúfnum, má ég vel við una, því ég hefði haldið að ýmislegt fleira og kanmski alvar legra mætti finna 'mér til for- áttu, ef vel væri áð gáð. Það er nú einu sinni svo, að mann- anna verk verða seint fullkomim, og fátt er hollara þeim, sem fást við að dæma aðra, en vægðar- laus gagnrýni, sem sé skarp- skygg.n, rökstudd og réttlát. Vindhögg bókavarðarins er þeim mun furðulegra sem hann hefur sjálfur fengizt eittihvað við leiikgagnrýni og jafnvel samið leikrit, sem ég varð eitt sinn að fjalla um hér í blaðinu. Sigurður A. Magnússon, íslenzk fræði KOMIÐ er út 22. heftið af rit- safninu Studia Islandica eða ís- lenzk fræði, sem út er gefið af Heimspekideild Háskóla íslands og Bókaútgáfu Menningarsjóðs sameiginlega, ritstjóri dr. Stein- grímur J. Þorsteinsson prófessor. Þetta hefti, sem er 104 blaðsíð- ur, flytur ritgerð á sænsku (og með rækilegum efnisútdrætti á ensku) eftir dr. Peter Hallberg, dósent við háskólann í Gauta- borg, sem er íslendingum að góðu kunnur. Ritgerðin nefnist Ólafr Þórðarson hvítaskáld, Knýtlinga saga och Laxdíf/a saga. Ett försök till spráklig för- fattarbestámning. Hún er að nokkru leyti framhald af riti sama höfundar, Snorri Sturluson och Egils saga Skallagrímssonar. Ett försök till spráklig författar- bestámning, sem birtist í 20. hefti af Studia Islandica, 1962. En í báðum þessum ritgerðum er not- uð svipuð aðferð, víðtæikur sam anburður gerður á vissum hluta orðaforðans í ýmsum fornritum til að komast að ákveðnum höf- undareinkennum — þrátt fyrir breytingar þær, sem frumritin hafa orðið fyrir í mörgum eftir- ritum. í fyrri rannsókninni reyndist Egiis saga standa miklu nær Heimskringlu en aðrar íslend- ingasögur, svo sem Laxdæla, Eyrbyggja, Njáls saga og Grett- is saga. Munurinn er svo mikill að sú skýring virðist eðlilegust, að Snorri Sturluson væri bæði höfundur Heimskringlu og Eglu. Þar með hafa gamalli tilgátu bætzt veigamikil rök, — að sumra dómi úrslitarök. í hinni nýju ritgerð er gengið út frá þeirri staðreynd, að bæði Laxdæla og Knýtiinga saga hafa verið tengdar nafni Ólafs Þórð- arsonar hvtíaskálds, og þó frem- ur lauslega. En nákvæm rann- sókn, sam.kvæmt tveimur mis- munandi aðferðum, á orðaforða beggja þessara rita — með sam- anburði við Eglu, Eyrbyggju, Njálu, Grettlu og fjölda annarra rita — leiðir í Ijós ótvíræðan hátt náinn skyldleika málfarsins í Laxdælu og Knýtlinga sögu. Bæði ritin munu því frá sama höfundi runnin, og flest bendir til þess, að hann sé Ólafur hvíta skáld. Sú niðurstaða veitir hon- um enn virðulegri sess en áður í íslenzkum bókmenntum 13. ald- ar, og jafnframt birtist þáttur Sturlunga í menningu þeirra tíma í enn skýrara ljósi. Dr. Peter Hallberg mun flytja opinberan fyrirlestur um þessar fornsagnarannsóknir sínar í boði Háskóla íslands síðara hluta apr- ílmánaðar. Hljómleikar Lúðrasveitar Húsavíkur HÚSAVÍK, 13. apríl — Lúðra- sveit Húsavíkur hélt sína fyrstu opinberu hljómleika í samikomu húsinu á Húsavík sl. laugardag. Húsið var fullsetið og undir- tektir áheyrenda ágætar. Á hljómleikaskránni voru 18 lög. Stjórandi sveitarinnar er Reynir Jónasson, sem fluttist hingað sl. haust og tók við skólastjórn Tónlistarskóla Húsavíkur og var jafnframt ‘ ráðinn organisti Húsavíkurkirkju — Fréttaritari. Melchior hvænist í þrið/a sinn KAUPMANNAHAFNAR- dagblöðin skýra svo frá, að danski óperusöngvarinn Laur itz Melchior, sem orðinn er 74 ára að aldri, sé í þann veg- inn að ganga í hjónaband í þriðja sinn. Er tilvonandi eiginkona hans um fertugt og heitir Mary Markham. Hún hefur að undanförnu starfað sem leikstjóri hjá sjónvarps- fyrirtæki einu í Hollywood, en hefur sagt því starfi lausu vegna hins fyrirhugaða hjóna hands. ^ Haft er eftir Mary Mark- ham, að hún og Melchior hafi þekkst í átján ár. Hafa blöðin fyrir satt að þau hafi árum saman verið mjög góðir vinir og hafi óperusöngvarinn fyrir mörgum árum ætlað að taka | Mary að sér sem kjördóttur. I Þess í stað verður hún þriðja eiginkona hans. Önnur eigin- | kona Melchiors lézt fyrir rúmu ári. Hraðskákmót á Akranesi Akranesi, 14. apríl. HRAÐSKÁKMÓT var háð hér sl. sunnudag í Góðtemplarahúsinu. Keppendur voru 18, þeirra á með al Freysteinn Þorbergsson, fyrrv. íslandsmeistari .Úrslit urðu þau að Freysteinn sigraði og varð . efstur með 18 vinninga. Guðjón Guðmundsson varð annar með 14 vinninga, og Björn Lárusson þriðji með 13 vinninga. — Oddur Ráðstefna fjallar um áfengisvandamálin DÓMS- og kirkjumálaráðuneytið hefur nýlega ákveðið, ásamt Landssambandinu gegn áfengis- bölinu að efna til ráðstefnu um áfengisvandamálin, og hefst hún 25. apríl n.k. í Sigtúni í Reykja- vík. Til ráðstefnunnar hefur verið boðið ýmsum embættismcnnum og forustumönnum félagsmála. Tilgangur ráðstefnunnar er sá, að fá forystumenn á hinum ýmsu sviðum félagsmálanna, meninin,garmála, löggæzlu o.s.frv. til þess að bera saman bækur sínar um reynslu og þekkingu varðandi óhófsneyzlu einstakl- inga á áfenigi og benda á ráð til úrlausnar. Ekki er gert ráð fyrir að samlþykktir verði gerðar á ráð stefinunni, en hins vegar verður það, sem þar kemur fram, sett 24,544 börn í barnaskólum SKOLAARIÐ 1962-1963 voru 24.544 börn við nám í barnaskól- um á íslandi, þar af 16.434 í kaupstöðum og 8.110 utan kaup- staða. 9.367 börn voru við nám í Reykjavík, en 7.067 í kaupstöð- um utan Reykjavíkur. Af þessum 9.367 börnum í barnaskólum í Reykjavík voru 975 í einkaskólum, þar 615 í Skóla ísaks Jónssonar og 177 í Landakotsskóla. Af hinum al- mennu barnaskólum í Reykja- vík var Breiðagerðisskóli fjöl- mennastur með 1.379 börn og þá Melaskóli með 1.139 börn. Næst- ir í röðinni eru Vogaskóli (939), Hlíðaskóli (930), Austurbæjar- skóli (900), Miðbæjarskóli og Höfðas'kóli (778), Langholtskóli (748), Laugarnesskóli og Ár- bæjarskóli (696), Laugalækjar- skóli (630), Vesturbæjarskóli (231) og Jaðar (27). Á Akureyri eru 1.359 börn í skólum, í Kópavogi 1.211 böcn í 2 skólum, í Hafnarfirði 1.065 börn og í Keflavík 700 börn. í Gullbringu- og Kjósarsýslu eru 1.290 börn í barnaskólum, í Árnessýslu 989 og í S-Múlasýslu 658. í skýrsluform, og sú skýrsla mun síðan verða þeim til afnota, sem vinna að bindindisiræðslu í land inu. Ráðstefnan mun hefjast á því, að dómsmálaráðherra, Jóharin Hafstein mun flytja ávarp, en síð an verða flutt 4 framsöguerimdi. Dr. Broddi Jóhamnesson mun taia um uppeldi, menntun og áfengi; Sigurjón Sigurðsson, lög- reglustjóri ræðir löggijöf, lög- gæzlu og áfengi; Jónas B. Jóms- son, fræðslumiálastjóri, um fé- lagslíf og áfengi og c.r. Tómas Helgason prófessor um sálrænar orsakir drykkjuihneigðar og lækn imgu. Framsöguerindi verða síðan rædd í umræðuihópum en loks fara fram almennar umræður. Eftirtöldum aðilum hefur verið boðið til ráðstefnunnar: Dóms- málaráðherra, menntarmálaráðh., biskupi, landiækni, fræðslumála- stjóra, lögreglustjóra, yfirsaka- dómara, saksóknara ríkisins, ráðu neytisstjórum dóms- og mennta- málaráðuneytanna, borgarlæikmi, prófessor í geðlæbningum, yfir- læknum Klepps og Bláa bands- irxs, íþróttafulltrúa, fræðslustjóra, skólayfirlækni, æskulýðsfulltrúa þjóðkirkjunnar, formanni Æs.ku- lýðsráðs Reykjavíkur, skólashjóra Kennaraskólans, einum fulltrúa frá hverjum þingflokki, áfengis- varnarráði og stjórn Landssam- bamdsins gegn áfengisbölirau, — emn fremur formönnum landssam banda innan Landssamibamdsiins og ritstjórum dagblaða og frétta stjóra ríkisútvarpsims.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.