Morgunblaðið - 18.04.1964, Blaðsíða 20
20
MORCUNBLAÐ l Ð
Laujfardagur ,18. apríl 1964
— Örlagastund
gjörn krafa, en óhyggileg, eins og
á stóð. Bismarck gladdist henni,
því að nú gat hann þjarmað enn
meir að Dönum og sett þeim
nauðungarfrið, eftir að stórveldin
hefðu gefizt upp á málamiðlun-
inni. Þessum Lundúnafundi, sem
ávallt mun verða Palmerston til
lítils heiðurs, lauk 25. júní — ár-
angurslaust. Stríðið hélt áfram og
enginn rétti Danmörku hjálpar-
hönd. Herir Þjóðverja komust
alla leið norður á Skagen — Jót-
landsodda — tóku virkin á Als,
og nú stóð fyrir dyrum innrás á
Fjón og Sjáland. Þá drógu Danir
upp hvíta flaggið og lögðu niður
vopn. Þjóðverjar höfðu gersigrað.
Friðarsamningamir voru und-
irritaðir í Vín 30. okt. sama ár.
En „samningar“ eru rangnefni.
Sigurvegararnir sömdu skjalið,
sem Danir urðu að skrifa undir.
Efni þess var, að Þjóðverjar og
Austurrikismenn skyldu eignast
Slésvík, Holstein og smáskikann
Lauenburg. Hin nýju landamæri
Danmerkur voru dregin á landa-
bréfið skammt fyrir sunnan
Kolding og Askov og skáhalt suð-
ur á við til hafs, þannig að hinn
sögufrægi biskupsstóll í Rípum
(Ribe) fékk þó að vera norðan
landamæranna.
„Það sem út á við tapast
skal inn á við vinnast“
Hin tapaða Slésvík var og er
frjósamt land og sem svarar
fimmtungi Danmerkur sjálfrar að
stærð. Holstein var álíka að stærð
og náði alla leið suður að Ham-
borg, en Danir hörmuðu ekki
missi þess hertogadæmis. En miss
ir Slésvíkur var svöðusár, sem
ekki greri fyrr en 1920.
Ófarir lítilmagnans í skiptun-
um við tvö sterkustu ríki Mið-
Evrópu urðu megingjarðir hans í
framhaldsbaráttunni fyrir lífinu
og sjálfstæðri tilveru. Einu nei-
Kristján IX. og fjölskylda hans. Efri röð: Friðrik krónprins
(varð konungur 1906), Alexandra, síðar Bretadrottning, Dag-
mar, síðar drottning Alexanders III. Rússazars, og Vilhelm, er
varð Grikkjakonungur 1863 (Georg I.). í fremri röð sést Valdi-
mar prins milli foreldra sinna, og Thyra, lengst t. h. Hún giftist
þýzka Cumberlandsliertoganum Ernst August.
kvæði ósigursins við Dybböl
urðu þau, að spell voru gerð á
hinni frjálslyndu stjórnarskrá
Dana frá 5. júní 1849. Hún var
„endurskoðuð" og gerð ófrjáls-
ari 1866, og við hana urðu Danir
að búa í 50 ár, unz „endurskoð-
unin“ var leiðrétt og endurbætt í
stjórnartíð þeirra sömu manna,
sem reyndust íslandi aHra Dana
beztir í sjálfstæðisbaráttunni:
Th. Zahle forsætisráðherra, Ed-
vard Brandes fjármálaráðherra,
Ove Rode- innanríkisráðherra og
P. Munch menntamálaráðherra.
Nýja stjórnarbótin gekk í gildi á
66 ára afmæli gömlu grundvallar-
laganna — 5. júní 1915. Þar var
ýmislegt af nýmælum, m.a. fengu
konur nú kosningarrétt og kjör-
gengi í Danmörku. — Síðan hafa
stjómarskrárbreytingar orðið i
Danmörku, og sú mikilvægasta
er, að þröskuldur sem verið
hafði í löggjafarvaldinu, Lands-
þingið, var afnumið, og er nú
engin deildaskipting í þinginu,
sem samtímis breytti um nafn og
heitir nú Fólksþing x stað Rigs-
dag áður.
Fyrri hluta aldarinnar hafði
yfirleitt verið kyrrstaða í at-
vinnumálum þjóðarinnar. En eft-
ir 1864 breytir skyndilega um.
Orka þjóðarinnar, sem var í
hafti áður, leystist nú úr læðingi
og hefur sókn á öllum sviðum.
í jarðabótum, búmenningu, iðn-
aði og verzlun. Forustumenn í
jarðrækt beita sér fyrir því að
bæta upp missi Slésvíkur með
nýræktun í heimalandinu, og
stofna „Det danske Hedeselskab“,
sem síðan hefur breytt lyngheið-
um og foksandi Jótlansheiða^ í
akur og tún. (Þess má geta að ís-
lendingar haía notið góðs áf
þeirri starfsemi). Viðskiptalífið
færðist x aukana með stofnxm
Sameinaða gufuskipafélagsins (D.
F. D. S.) og Austur-Asíufélagsins,
sem m.a. flýtti fyrir framförum
Síams (núverandi Thailands) og
kippti því úr tölu núverandi eft-
irleguríkja, og jók um leið vel-
megun Dana með aukinni verzl-
un og siglingum. „Stóra norræna
ritsímafélagið“ varð brautryðj-
andi og byggingameistari síma-
kerfa víðsvegar um heim, m.a. í
Kína, og varð alheimsfyrirtæki.
Dönsk mjólkurbú urðu alþjóða-
fyrirmynd og eru enn. Og margt
fleira mætti nefna. En þarna var
„vinningurinn inn á við“, sem
Danir urðu að eignast, til þess
að bæta sér upp Slésvíkurtapið.
— Og þrátt fyrir afturkastið í
stjórnartíð hins alræmda Estrups,
1875—94, héldu efnahagslegar að-
gerðir áfram.
Og ný gxxllöld bókmennta og
lista hófst. Öehlensclæger og
Bertel Þorvaldsson höfðu verið
merkisberar þeirra á fyrri hluta
aldarinnar, en nú komu nýir
menn til sögunnar, fyrst og
fremst með Georg Brandes, sem
olli byltingu ekki aðeins á Norð-
urlöndum heldur miklu víðar, er
hann fór að opinbera hug sinn,
eftir 1870. Og heimsfrægasta
skáld Dana, H. C. Andersen, sem
að vísu hafði hlotið viðurkenn-
ingu Gríms Thomsens fyrir 1864,
náði ekki fullri viðurkenningu
Ðana fyrr en eftir þann tíma —
og veraldarinnar þó nokkru síð-
ar. Söngleikahöfundurinn C.
Hostrup („Ævintýri á göngu-
för“), sem mun hafa átt heima í
sama herbergi á Regensen, sem
Jónas Hallgrímsson hafði búið í
áður, var prestur á árunxim kring
um stríðið, en „Ævintýrið“ hans
birtist sama árið sem Danir háðu
sitt fyrra stríð við Prússa, 1848.
Hann var fylgismaður Grundt-
vigs, þess manns, sem líklega
hefur orðið afkastamestur um
andlega og þjóðlega viðreisn
Dana á síðustu öld. En ef maður
ætti að fara að minnast á Grundt-
vig mundi þessi grein verða svo
löng, að hún gerði þrengsl í dálk-
um Morgunblaðsins.
Og listir blómguðust betur nú
en um langt skeið. Af þeim sem
lifðu fram á okkar öld má nefna
Zahrtmann og Joachim Skov-
gaard, fyrst og fremst, en síðar
komu fram fleiri, þ. á.m. WiUum-
sen, sem mun vera einna heims-
frægasti danski málarinn á liðn-
um árum. Sem einingartákn í ríki
listarinnar má nefna, að eitt
bezta skáld Dana um síðastliðin
aldamót, Holger Drachmann, var
málari líka. En af myndhöggvur-
um varð enginn stór nema helzt
Bissen. Þeir stóðu í skxigganum
af Thorvaldsen — og nutu sín
ekki.
En svo tekur nýja kynslóðin
við, — sú sem ekki var fædd
1864. Hennar saga er önnur saga,
og öllum kunnarL
En sagan frá Dybböl er farin
að gleymast, öðrum mönnum en
dönskum. Og þessvegna rifjaði
ég hana lítilsháttar upp hér, að
frá því á árum mínum í Mennta-
skólanum og fram undir síðari
styrjöld heyrði maður það oft á
tali ýmsra háværra manna á
Reykjavíkurgötum, að Danir
hefðu eiginlega átt alla sökina á
stríðinu við Þjóðverja 1864. —
Þetta var á þeirri tíð, sem lenska
var sú, að níða Dani. Sú tízka
rénaði að vísu talsvert eftir des-
ember 1918, en hún gekk alger-
lega úr „móð“ 1944 — eða rétt-
ara sagt næstu árin á eftir.
í dag eru allir íslendingar
væntanlega sammála um, að aft-
urkalla þau „ómaga orð“, að
stríð Dana við tvö aðalríki Mið-
Evrópu hafi verið frumhlaup og
fávizka, heldur hafi það verið
vörn smáþjóðar gegn ofbeldi
stórþjóða. Og líklega mundi Alec
Home, eftirmaður Palmerstons,
ekki vilja leggja blessun sína yfir
störf fyrirrennarans, ef hann
væri spurður í dag.
Skúli Skúlason.
Nokkur orð um umferðina
MIG langar til þess að senda
nokkur orð viðvíkjaindi um-
ferðinni. Eins og allir vita er
umferðin orðin ákaflega mikil
og því miðxtr hefxxr árekstrum
farið ört fjölgandi. Þá eru hin
uggvænlegu slys á mönnxxm, en
þau leiða oft til þess að menn
verða öryrkjar, ef þeir halda lífi,
en margir bíða bana.
Það er mín skoðun, að mikið
þurfi að bæta eftirlitið með far-
artækjum og akstri manna.
Skoðun einu sinaii á ári er
allt of lítið. Það verðuir að skoða
bifreiðimar fyrirvaralaust allan
ársins hring og láta menn sæta
ábygð, ef þær eru ekki í lagi.
Nauðsynlegt er, að bæði fót- og
handhemlar séu í góðu lagi og
jafnt stilltir. Þá er einnig nauð-
synlegt að ljÓ3 séu í lagi.
Ég ek venjulega Hafnatrfjairð-
arveginn á hverju kvöldi og
venjul. mæti ég mörgum bíl-
um sem eru með ljós í megnasta
ólagi. Sumar eru með alltof há
ljós og virðast ekki geta lækkað
þau, en slökkva stundum Ijósin
til þess að blinda ekki þann sem
á móti kemur. Mér finnst jeppam
ir sérstaklega slæmir að þessu
leyti. Sumar bifreiðir em ein-
eygðar eða bara með tým öðm
meginn, en hitt ljósið í lagi.
Það er alveg nauðsynlegt að
láta fara fram skyldustillingu á
ljósum hið fyrsta.
Þegar minnzt er á hið megna
ólag, sem er á ljósum bifreið-
anna, mun þetta alls ekki ein-
göngu bifreiðaeigendunum að
kenna.
Bifreiðaumboðin hafa ekki tím
um saman nauðsynlegustu vara-
Eluti, að minnsta kosti ekki
nxörg þeirra.
Það bilaði lugtarbotn í bifreið
minni og leitaði ég um allt, þar
»em hann fékkst ekki hjá um-
boðinu, sem seldi mér bifreiðina,
og mér var sagt að ég gæti notað
botn úr annarri tegund, en ár-
•mgurslaxxst. Loks gat ég fengið
gemlan botn, sem ég gat notað.
Hvernig lýst mönnum nú á
þetta ráðslag. Bifreiðxxm er hrúg-
að inn í lamdið fyrir milljónir
króna og liggja í tugatali óseld-
ar, en nauðsynlegustu varahlutir
fást ekki langtímum saman.
Mér finnst þetta skrítið ráðs-
lag hjá þeim sem eiga að ráða.
Að sjálísögðu ætti að skylda um-
boðin til þess að hafa fyrst og
fremst varahluti og neita þeim
um að flytja inn nýjar bifreiðir,
nema sú sjálfsagða þjónusta sé
í lagi.
>á er eitt ágætis öryggistæki,
sem nauðsynlegt er að nota og
nota rétt, en það eru stefnuljósin.
Því miður vantar mjög mikið á
að svo sé. Eg ek dagl. um Mikla-
torg og hefi bitra reynslu i þeim
efnxHn. Þegar ég bíð við torgið
eftir þvj að koimast inn í hring-
inn, er það mjög algengt að menn
beygi út úr hringnum án þess að
gefa stefnuljós. Hitt er 'þó mikið
algengara, að stefnuljós séu gefin
alltof seint. Þetta gerir það að
verkxun, að maður missir af tæki
færi til þess að kon.ast inn í
bringinn, en að sjálfsögðu tefur
það umferðina mikið.
Þá er annað í samband.i við
stefnuljós, er teljast verður mjög
hættixlegt, en það er þegar þeir
sem á eítir koma taka ekki tilUt
til þess, að búið er að gefa stefnu
ljós, en aka samt framúr.
Að sjálfsögðu verður sá, sem
ætlar að béygja að gefa stefnu-
ljós í tæka tíð og hafa það í
huga, að sum stefnuljós byrja
ekki að blikka fyrr en eftir dá-
Htla stund.
Eitt er það, sem mér finnst
vanta mjög hjá mörgum öku-
mönnum, en það er tillitssemi.
Það má víst teljast til undan-
tekninga, að gangbrautarréttur
fótgangandi sé virtur. Mern
verða oft að bíða lengi á gang-
brautinnL og ef einhver öku-
maður stanzar til þess að hleypa
fólki yfir, byrja þeir sem eru
fyrir aftan að þeyta hornin og
þar sem tvær akreinar eru halda
bifreiðastjóramir, sem eru á
hinni akreininni áfram svo ekki
kemur kurteisin að notum.
Að sjálfsögðu er ekki von að
vel fari, þegar svo mjög skortir
á kurteisi og tilUtssemi.
Ég hefi einu sinni orðið fyrir
því, að bifreiðastjóri jók ferðina,
þegar ég var kominn irm á aðal-
braut og gerði sér leik að því að
nudda gríðarmiklum krómUsta,
sem var á hans bifreið, utan í
mína bifredð. Þetta heyrir sem
betur fer til undantekninga og
flestir mxmu heldxir hægja á en
Nýtt Loftleiða-
umboð í Keflavík
KEFLAVÍK, 13. apríl. — Loft-
leiðir opnuðu í gær nýtt umboð
í Keflavík. Annast það Kristján
Guðlaugsson. Umboðið er til
húsa í Shellhúsinu við Víkur-
braut. Umboð þetta annast alla
upplýsingaþjónustu fyrir Suð-
urnesin og selur farmiða á öllum
flugleiðum Loftleiða og fram-
haldsleiðum um allan heim. —
Skrifstofan er opin á venjuleg-
um skrifstofutíma og auk þess
annast umboðsmenn alla fyrir-
greiðslu á öðrum tímum.
— hsj.
Stöðugt unnið í
Rifshöfn
HELLISSANDI, 14. april — í
dag er norðan stormur og land-
lega hjá bátunum. Annars hafa
verið sæmileg aflabrögð í vetur.
Alltaf er unnfð í RifshöíninnL
Er verið að keyra x tvo varnar-
garða. Ætlunin er að vinna við
hafnarframkvæmdirnar allt
næsta sumar. — R.Ó.
gera sér leik að þvx að skemma
eignir annarra.
Að sjálfsögðu á að athuga
svona roenn og fá það á hreint,
hvort heilsa þeirra sé þartnig, að
forsvaranlegt sé að þeir aki bif-
reið.
Það er mjög mikilvægt að sýna
tillitssemi bæði fótgangandi og
akandi. Það mun ábyggilega
draga úr slysxmum.
Að endingu vil ég minnast með
nokkrum orðum á strætisvagn-
ana. Þeir eru orðnix snar þáttxxr
í daglegu lífi margra Reykvík-
inga, þar sem stór hópur notar
þá daglega. Mér finnst sjálfsagt
HINN 13. marz sl. andaðist
Thorvald Ólafsson, Austurbrún 2
hér í borg. Hann var starfsmað-
ur hjá Timburverzlun Árna Jóns-
sonar um átta ára skeið, trúr og
samvizkusamur starfsmaðxxr, þótt
heUsa hans væri þannig, að lækn
ir hans bannaði honum að vinna
sér erfitt, þar eð hann hafði of
háan blóðþrýsting og var veill
fyi'ir hjarta. Hann hafði enda orð
á því við mig, að hann mætti
ekki samkvæmt læknisráði vinna
eins mikið og hann gerði. En allt
kom fyrir ekki, því að hann iiélt
áfram að vinna. Ég hafði oft orð
á því við hann, að hann ætti
ekki að vinna svona mikið, held-
ur velja sér léttari vinnu. Þá
svaraði hann því, að annaðhvort
ynni hann eins og manni sæmdi
eða hætti alveg að vinna. En nú
vil ég segja við þig, Thorvald
minn, að afköst þín voru eigi
minni en þeirra, sem yngri voru.
Þessi vinnufélagi minn var
fæddur 15. janúar 1893 á Vopna-
firði. Til Reykjavíkur fluttist
hann árið 1952 og gerðist þá
starfsmaður hjá Timburverzlun
Árna Jónssonar og gegndi því
starfi til dauðadags.
Ég minnist þess, að þú, Thor-
vald mixm, sagðir mér þann 13.
marz frá fyrstu barnaskólaárum
að sýna þeim mikla tillitssemi og
lipurð. Það hefur stundum verið
talað um, að strætisvagna-
stjórar væru frekir í um-
ferðinni. Við skxilxxm minnast
þess, að þeir hafa stranga áætlun
og mikið er undir því komið að
hún féi staðizt
Allir hljóta að sjá, að samn-
gjarnt er að sýna þeim lipurð,
þegar haft er í huga þeirra
mikilvæga hlutverk, sem er að
koma stórum hópum á milU
borganhluta, en fullskipaður
strætisvagn mun rúma um 80
manns.
Kárl.
þínum, og að kennari þinn hefði
verið Sigurður Heiðdal. Þegar ég
sagði þér, að hann væri kunn-
ingi minn, þá baðst þú mig að
skila kærri kveðju tU þeirra
hjóna. En sárt þótti mér að verða
að segja þeim andlát þitt um leið
og ég skilaði kveðjunni. Þetta
gerðist einmitt 13. marz skömmu
eftir hádegið, er við vorum að
vinna saman og þú varst svo
glaður, léttur í anda og kvaðst
ætla að fara á spilakvöld og dana
þá um kvöldið. En þú kvaðst
aldrei neyta víns eða tóbaks en
gætir þó skemmt þér mjög prýði-
lega. En þetta var þitt síðasta
skemmtikvöld, Eftir tvo eða þrjá
dansa féllst þú fram á hendur
þínar, örendur. Þetta var sæll
dauðdagi, að fara með hjartað
fullt af gleði og ró yfir landa-
mærin.
Ég vil hér með fyrir hönd
framkvæmdastjóra og forstjóra
fyrirtækisins, sem þú vannst hjá.
svo og allra samstarfsmanna
þinna, þakka þér, Thorvald minn,
allar ánægjulegar samverustund-
ir, og kveðjum við þig hinztu
kveðju og óskum að guðs englar
svífi með þína ódauðlegu sál inn
á sælulönd eilifðarinnar.
Friður sé með þér.
VinnufélagL
Thorvald Ólafsson