Morgunblaðið - 18.04.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.04.1964, Blaðsíða 3
MORGUNB&.AÐIÐ S 3 • f H,augardagur 18. apríl 1964 GULLFOSS lagði síðastliðið þriðjudagskvöld af stað frá Reykjavík til Vestmannaeyja, þar sem lesta skyldi skipið ýmsum fiskafurðum. Um borð voru auk farþega 38 valdir verkamenn úr Reykjavík, „landsliðið", eins og þeir sögðu sjálfir. Orsök þess er sú, að alger fólksekla er í Eyjum og má engan mann missa frá fisk verkunarstöðvunum. Um kl. 6,30 á miðvikudags- morgun var skipið komið i höfn í Eyjum og kl. 8 hófst útskipun. Unnið var til kl. 10 um kvöldið, en þá sigldi skip- ið aftur til Reykjavíkur. — Verkamenn vinna að því að stafla öskjum af frystri gotu í lest, númer 3. Landsliðið í Eyjaför Skipstjóri og stýrimaður ganga um bryggjuna með Guð- mundi hleðslumanni. Verkstjórinn fyrir hópnum, Guðbrandur Halldórsson, sagði fréttaritara Mbl. að áð- ur hefði komið fyrir, að taka yrði með verkamenn til að hlaða skip, en þá aðeins um Faxaflóa. Þetta væri hins veg- ar lengsta ferð af þessu tagi, sem farin hefði verið. Ekki hefði verið neinum vandkvæð um bundið að fá menn til far- arinnar. Strax og um • hana vitnaðist, tóku menn að sækj- ast eftir að fara með, jafn- vel menn, sem vinna önnur störf að jafnaði, t.d. afgreiðslu menn á benzínstöðvum. Ákveðið var að þau gengi, sem voru að vinna í lest 1 og 3 í síldarútskipun í Reykja- vík, skyldi fara til Eyja. Þeir voru 38 eins og fyrr segir. Einn verkamannanna sagði, að samningar um ferðina hefðu verið þannig, að þeir skyidu fá kaup á siglingum fram og til baka, en yrðu þeir að gista í Eyjum, þá át'ti ekki Bjössi, sem „húkkaði á“ Hvild milll bila. Frá vinstri: Siguröur, Gylfi, Pétur og Sigurður. Tvö ný Varðbergsfélög DAGANA 14. og 15. apríl s.l. voru stofnuð tvö ný Varðlbergs- fólög, á Siglufirði og Ska.gafirði. Eru þá starfandi sex Varðbergs- félög á landinu, og réðgerð er Btofnun fleiri félaga á næstu Baánuðum. Stofnfundir félagamna í Skaga- firði og Sigilufirði voru mjög vel 6Óttir, og voru stofnfélagar um 30 á bvorum stað. Á fundunum voru samþykkt lög fyrir félögin, kjörið í stjórnir þeirra, og um- ræður foru fram um starfsemi fólaiganina á næstunni. Kom fram mikill áhugi á starfi Varðbergs-. félaganna á fundunum. Hörður Eimarsson, ritari Varð bergs í Reykjavík, mætti á báð um fundunum 6g fiutti þar erindi um titgang Varðbergs, starf þess að undanfömu og framitíðarverk efni. Á stofnifundi Varðbergs, Sdglu firði, sem haldinn var þriðjudags kvöldið 14. apríl, voru þessir menn kjörnir í stjórn félagsins: Pétur Gautur Kristjánsson for- maður; Hörður Armþórsson, rit- ari og Bogi Sigurbjörnsson gjald keri. í varastjórn voru kjörnir: Gústaf NíLsson, Guðm.undur Árnason og Sigurður Þorsteins- son. — Fundarstjóri var Stefán Friðbjarnarsom og fundarritari Sigurður Þorsteinsson. Stofnfundur Varðbergs, Skaga- firði, var haldinn á Sauðárkróki miðviitudagskvöldið 15. apríl, og Eggert les Morgunblaðið að greiða laun fyrir svefntím- ann. Mennirnir höfðu frítt fæði um borð í Gullfossi. — Þjónn nokkur, sem bar mat- inn á borð fyrir landsliðið, sagði að þarná væru menn, sem kynnu að gera matnum verðug skil, og hafi staðið á þjónaliðinu að bera fram mat- inn, í hverjum matartíma. „Þetta er með því skarpara, sem við höfum lent í. Þetta er í fyrsta sinn, sem við för- um með verkamenn á strönd- ina. Matartímar þessir eru jafnvel verri en þegar mest er af bakpokalýðnum um borð, enda voru karlarnir búnir að vinna vasklega.“ Er Gullfoss var kominn vestur fyrir Eyjar lagði hann lykkju á leið sína til að sigla skammt frá Surtsey, en mikið og fallegt eldgos var í Surti. í stjórn félagsins voru kjörmir: Bingir Dýrfjörð fonmaður; Hall dór Þ. J ónsson ritari og Gisli Felixson gjaldkeri. í varastjórn vom kjörnir: Jón Karlsson, Ole Aadinegaard og Haukur Stefáns- son. Endurskoðandi félagsins var kjörinn Helgi Rafn. — Fundair- stjóri var Árni Guðmundsson og fuindarritari Gunnair Haraldsson. Að lokinum stofnfunduinum komu stjórmir beggja féila.ganna Framhald á síðu 27 STAKSTEIIVAR Ákvörðunarréttur Alþýðublaðið birtir í gær for-' ystugrein undir þessari fyrirsögn, og er þar m.a. komizt að orði á þessa leið: „Tíminn talar daglega um, að íslendingar verði að .hafa sjálfs- ákvörðunarrétt í utanriki&máltwi. Þetta er auðvitað sjálfsagt nial og engin sérstefna Framsóknar- flokksins. íslendingar hafa þenn- an rétt og hafa beitt honum, oft gegn bandalagsþjóðum NATO, ekki síður en öðrum. Um það þarf ekki-að deila. Tíminn getur raunar aðeins nefnt eitt dæmi, þar sem blaðið telur að sjálfsákvörðunarrétt okk ar hafi skort. Það er í sjónvarps- málinu. Virðist blaðið gleyma, að dr. Kristinn Guðmundsson leyfði ameriska sjónvarpið npp- haflega, vafalaust af fúsum vilja, en ekki til þess knúinn.“ Vinstri stjórnin hækkaði skattana Vísir birti í gær forystugrein, þar sem hann ræðir gremju kommúnista og Framsóknar- manna, vegna skattalækkunar- frumvarps viðreisnarstjórnarinn ar. Lýkur forystugrein blaðsins á þessa leið: „Skýringin á gremju stjórnar- andstöðunnar er sálræns eðlis. Launþegum í landinu hafa nú verið færðar verulegar hags- bætur, sem vega munu upp á móti þeim verðhækkunum, sem verkföllin leiddu yfir landsfólk- ið í fyrra. Það sviður kommún- istum sárast, að það er núver- andi ríkisstjórn, sem þannig baat- ir hag launþega — sú ríkisstjórn, sem þeir hafa reynt að telja launafólki trú um að dansi kringum ríku mennina. En hvað gerðu kommúnistar og Framsókn, þegar þeir sátu saman í stjórn, — flokkarnir, sem vilja láta kalla sig vini verkamanna og bænda? Lækkuðu þeir-> skattana, þrátt fyrir dýrtíð og verðhækkanir? Nei, þeir hækkuðu þá meir en nokkuð önnur ríkisstjórn í sögu lýðveldisins. Þess vegna er hin nýja skattalækkun salt í sár þeirra flokka, sem brugðust trausti þjóðarinnar, þegar þeir héldu á hinum gullna lykli vald- anna í þjóðfélaginu.“ Aukin menningarstarf- semi félagsheimilanna Ásgeir Pétursson, sýslumaður, flutti jómfrúræðu sína á Alþingi um nauðsyn þess að bæta að- stöðu fyrir félagsheimilin í land- inu fyrir alls konar menningar- starfsemi. Komst hann þar m.a. að orði á þessa leið: „Nú hefur hins vegar mikill fjöldi félagsheimila verið byggð- ur víða um land, eða samtals 120, og þar með hafa verið sköp- uð hin ákjósanlegustu skilyrði þess að auka og efla félagslíf og hvers kyns fræðslustarfsemi í tengslum við þau. En það eitt nægir ekki að byggja húsin. Hið sanna er það að þau standa víða lítt notuð og hið takmarkaða félagslíf, sem í þeim fer fram, eru aðallega dansskemmtanir um helgar. Veld ur þar bæði fjárskortur sá, sem félagsheimilin eiga við að stríða, sem leiða til viðleitni forráða- manna þeirra til að afla fjár með einhliða dansleikjahaldi, svo og skortur á skipulagðri fyr- irgreiðslu um öflun menningar- legra skemmti og fræðsluþátta. Bágborinn fjárhagur hindrar forráðamenn hinna einstöku fé- lagsheimila beinlínis í því að aoka félags- og menningarlíf þeirra. En óbeint veldur fjár- skorturinn því einnig, að for- ráðamennirnir geta ekki tekið neina áhættu í sambandi við öflun fræðslu- og skemmtiefnis.”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.