Morgunblaðið - 26.07.1964, Page 8

Morgunblaðið - 26.07.1964, Page 8
lumiiuHiiiimiiiiimiiiimmiiiMmiimimiiiiiiiimiiiimiumumiimmiiiiuiuiiiiiiiiimiiiiiimiuimiiiimmmuMmiimuuitMUMUiuiiiiiuiimiiimiumiiiiuiuiiiiuiiiiiiiimmiiiimmimiimmiimiiiimmmiiimiiiiiiiuimmmmiiiiuimimmimiiuuumuai 9 MORGU N BLAÐIÐ Sunnudagur 26. júlí 1964 Yndl hestamennskunnar Diana Herberts með þrjá til reiðar á leið upp í Borgarfjörð. HESTAMENNSKA er yndisauki, þeim er kunna að meta, íþrótt, þeim er kunna með að fara og göfgi þeim, er skilja dýr- in. — Leitaðu uppi fólk, sem hefur yndi af hest- um og segðu okkur sumar efni, sagði ritstjórinn einn daginn. Og við héldum af stað. Það var í rauninni lítið suraar í lofti, aðeins rigning, súld og þoka. En þegar svo verður þurfa blöðin einmitt að flytja fólkinu sumarið, þótt í smáum skömmtum sé. Hér kemur árangur ferðar- innar. Úti á flugvelli hittum við Magnús Þorgilsson aðalbók- ara flugmálastjórnarinnar, || inni í eldhúsi finnum við H unga húsmóður, Diönu Her- herts eiginkonu Guðmundar Björnssonar gullsmíðanema og uppi á Landsspítala finn- um við Árna Björnsson lækni, sérfræðing í að gera við lík— amslýti, hvort sem eru ásköp uð eða tilfallin. Sameiginlegt öllu þessu fólki, svo ólík, sem störf þeirra og daglega um- hverfi er, er hesturinn og ánægjan af samlífinu við hann. Við höfum stutta viðdvöl í hesthúsinu hjá Diönu, eða Díu, eins og hestamennirnir kalla hana. Hún er að búa sig í langferð, ætlar ríðandi á hestamannamót í Borgar- firði. Við viljum ekki trufla þá erilsömu athöfn, ákveð- um að hitta hana klukkan hálf sjö morguninn eftir og fara með henni úpp í hestahagann og sjá ferðafélagana þeysa af stað. Á leiðinni upp í Kolla- fjörð gefst okkur tækifæri til að leggja fyrir hana nokkrar spurningar. ---Hvenær komst þú fyrst á hestbak, Díana? — Ég held ég hafi verið orðin 9 ára. Þá var ég í sveit austur í Flóa. En oft var ég búin að horfa öfundaraugum á nágranna okkar í Efstasundi 44, þau Björn Halldórsson og Finnu, þegar þau voru að leggja upp í ferðalag á hest- um. Ég sat stundum við glugg ann og mændi löngunaraug- um á hestana og ferðafólkið. Þetta var næstum einhver sjúkleg löngun hjá mér, strax smástelpunni. Díana horfir á okkur dökk brúnum augunum og glettn- isbros leikur um laglegt and- litið. Ég get ekki annað en hrifizt af þessari glettni. Hún sýnir okkur hamingjuna í fullkomleik sínum. Sjálft ævintýrið er framundan, lang ferð með beztu félögum, sem fyrirfinnast, hestum. — En svo liðu árin, segir Díana. — Og nú er ég orðín ein í hópnum í Efstasundinu, sem fer á hestum í ferðalag. Þau Bjössi og Finna urðu sem sé tengdaforeldrar mínir. — Hvenær eignaðist þú fyrsta hestinn? — Þá var ég 12 ára. Ég var í sveit uppi í Borgarfirði og fékk folald. Það er Skjóni minn. Ég á hann enn. Hann er yndislegur, gerir sér nokk- uð dælt við mig. Ég er líka búin að gæla við hann frá því hann kom í bæinn 3ja vetra. Hef sennilega verið alltof góð við hann, því hann er oft miklu betri hjá öðrum en mér. — Hvað er Skjóni gamall? spyrjum við ósköp sakleysis- lega. — Hann er ekki nema 9 vetra. En menn trúa þessu ekki. Þeir segjast hafa séð mig á honum fyrir svo löngu, en hann var bara ekki nema 3ja vetra, þegar ég byrjaði að ríða honum. Þar með erum við búnir að finna það út að Diana er að- eins 21 árs. — Og mér er sagt að þú hirðir hestana þína sjálf. — Já. Og það er áreiðan- lega mesta ánægjan. Ég man þegar ég fór fyrst að hirða klárana niðri í Vatnagörðum, þá gat ég dundað við þá frem eftir öllum degi. Ég var eins og í draumi í návist þeirra. I vetur fór ég niður eftir þeg- ar ég var búin að þvo upp eftir hádegið og var oft tals- vert lengi. Það er dálítið verk að moka undan þremur hest- um, bera í þá vatn og reita í þá hey. Ég fór oftast ríðandi, því Bjössi hefir hesta í bíl- skúrnum sínum og því gat ég fengið einn þeirra. Og á eft- ir var maður svo ánægjulega þreyttur. En nú er búið að rífa hesthúsið í Vatnagörðun- — Nú er ég vel ríðandi. um. Ég veit bara ekki hvað ég á að gera í vetur. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda ef ég get ekki haft klár- ana einhvers staðar nálægt mér. Ég er bara alveg í vand- ræðum. Við erum komin upp að rétt. Diana snarast út úr bílnum og smeygir sér í regngallann. — Blessaður tengdapabbi færði mér þetta í gær. Alltaf er hann eins, segir hún meðan hún lagar ermarnar, sem eru ívið of langar, því stúlkan er smávaxin. Það er eiginlega ennþá skemmtilegra að sjá smávaxan konu þeyta stærðar klárum eins og Stormi hans Bjössa Halldórs. Það er kjark ur og kraftur í þessari hnellnu stúlku, þegar hún sveiflar sér á bak og ríður af stað með þrjá til reiðar. Ferðafélagarnir eru komnir á bak og nú er haldið af stáð með 20 hesta. Ofurlitill elt- ingaleikur í upphafi ferðar, hitar mönnum í hamsi. Rigningin hellist úr loftinu en samt er sólskin og sumar- ánægja í hverju töltspori. Magnús Þorgilsson, aðal- bókari, hjá flugmálastjórn- inni situr við skrifborðið sitt og grúskar í reikningum, þeg- ar við komum inn. — En það er verst að klár- arnir eru austur í Grímsnesi, segir hann, þegar við höfum borið upp erindið. — En þá förum við bara austur í Grímsnes, segjum við. — Já, auðvitað, segir Magrt ús og sprettur upp af stólnum. — Getum við ekki fariS strax? •— Sjálfsagt. Það eru ekki fleiri orð um það höfð. Við út í bíl og stefn an er tekin austur að Fossi í Grímsnesi. Þar á Magnús stóð ásamt starfsfélaga sin- um. Meðan rigningin hellist niður yfir okkur á Hellis- heiðinni röbbum við um hesta og hestamennsku, ætt og upp runa Magnúsar og hvernig hann tók þessa bakteríu. — Ég er Austfirðingui- a3 ætt, segir Magnús, úr Fljóts- dal og af Reyðarfirði, en ég ólst upp í Bjarnanesi í Horna- firði og þar mun ég hafa feng ið áhuga fyrir hestum. Um fermingu fluttist ég hingað suður og fósturforeldrar mín- ir bjuggu suður á Vatnsleysu- strönd. Ég gekk í skóla I Flensborg og síðan í Mennta- skólann hér og þá eignaðist ég hesta. Á þeim árum var ekki gott að fá vinnu fyrir skólastráka. En mér tókst að fá vinnu við mæðiveikivörzlu norður á Sprengisandi. Þvl keypti ég mér hest og fékk annan lánaðan og síðan hef ég alla tíð átt hesta. Það var ánægjulegt að vera þarna inni í óbyggðum. Ég gat lesið með vinnunni. Þarna var fátt sem truflaði. Þó lentum við einu sinni heldur illa í því. Við vorum tveir saman. Við misst um hestana út yfir Þjórsá og héldum aðeins einum hesti eft ir og urðum að tvímenna á honum vestur yfir til að ná klárunum. Við höfðum þá i Norðurleit. Þeir voru allir i hafti og einn meira að segja bundinn aftan í gamalreyndan og rólegan hest og jafnframt heftur, en samt fóru þeir, sá gamli með folann aftan i sér 1 haftinu. Þetta er með meiri ævintýrum, sem ég hef lent í með hesta. Ég hef ferðazt mikið, en ekki lent í meiri raunum eða hrakningum en al mennt gerist á þessum ferð- um. — Þú hefur líklega hirt þína hesta sjálfur? — Já. Það hef ég alltaf gert og heyjað handa þeim i Diana getur syninum mjólkursopa. M1T........................................................... i lUlUIIUIUIMIUMUMMUUIMUI IMIIIMIIUHUUMUUMMMMIIIMIIMMMIMIUIIHHMUMMIMMMIMIMMMIMIMIIMUUIMMUMMIUMIIIIUUIi ll

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.