Morgunblaðið - 26.07.1964, Page 16
16
MORGU NBLAfílD
Sunnudagur 26. júlí .1964
Jakop S. Kolbeinsson
Minnlng
HINN 19. þ. m. andaðist í Lands-
spítalanum í Reykjavík, Jakob S.
Kolbeinsson, frá Unaðsdal, fyrr-
um bóndi á Skarði í Snæfjaíla-
strönd. Foreldrar hans voru
merkishjónin, Kolbeinn Jakobs-
son, hreppstjóri í Unaðsdal og
kona hans, Sigurborg Jónsdótt-
ir, frá Bæjum. Árið 1919 gekk
Jakob að eíga eftirlifandi konu
sina, Símoníu Sigurðardóttur.
Þremur árum síðar hófu þau bú-
skap á kirkjujörðinni Skarði, sem
er 12 hundruð að fornu mati.
Þeim hjónum varð átta barna
auðið og lifa sjö þeirra. Þau eru
þessi, talin eftir aldri: Elzt er
Bjarnveig, gift Kristjáni Frið-
björnssyni, málarameistara. Þau
voru lengi búsett á ísafirði, en
eiga nú heima í Kópavogskaup-
kaupstað.
María, gift Bergþóri Alberts-
syni, bílstjóra í Hafnarfirði.
Hjartanlegar þakkir til allra frænda og vina, nær og
fjær, sem minntust mín á sjötugsafmælinu, 11. júlí sL
Guð biessi ykkur.
Sigríður Soffía Þórarinsdóttir.
t
Bróðir okkar,
PÉTUR ÞÓRIR ÞÓRARINSSON
andaðist að heimili sínu, Eskihlíð 6A, 24. þessa mánaðar.
Jóhanna Þórarinsdóttir,
Margrét Þórarinsdóttir.
Útför eiginmanns míns og föður okkar,
JAKOBS SIGURJÓNS KOLBEINSSONAR
frá Unaðsdal,
fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 27. júlí
kl. 10,30 f.h. — Athöfninni í kirkjunni verður út-
varpað.
Símonía Sigurðardóttir og böm.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÁGÚST BENEDIKTSSON
vélstjóri,
verður jarðsurginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík,
þriðjudaginn 28. júlí 1964 kl. 13,30.
Þórdís Davíðsdóttir,
börn, tengdabörn
og barnabörn.
Sigurborg, gift Halldóri Gísla-
syni, verzlunarmanni í Kópa-
vogi.
Ása, dó í bernsku.
Guðbjörg, gift Kristjáni Svein-
björnssyni, vélstjóra í Súðavík í
Álftafirði.
Guðjóna, bjó lengi með Þór-
arni Ólafssyni. Búsett í Reykja-
vík.
Kolbeinn, málari að iðn, giftur
Jóhönnu Kristjánsdóttur. Búsett
í Kópavogi.
Sigurður, sem er yngstur syst-
kina sinna og vélstjóri að mennt,
enda stundað sjómennsku um
allmörg ár, en er nú bílstjóri í
Kópavogi. Kona hans er Ragn-
hildur Aðalsteinsdóttir.
Fyrir réttum þrjátíu árum var
ég farkennari í Snæfjallahreppi,
og kenndi þá á fjórum bæjum
í sveitinni eins og oft hendir,
þegar um farkennslu er að ræða.
Einn þessara bæja var Skarð.
Það voru fyrstu kynni mín af
þeim hjónum, Jakobi sál. og
Sínoníu og börnum þeirra. Hafa
þau kynni haldizt síðan.
Á Skarði var gamall torfbær
að stofni til, sem Jakob hafði að
vísu bætt og aukið verulega.
Þrátt fyrir það var þetta þæg-
indasnautt húsnæði og ófullnægj-
andi fyrir stóra fjölskyldu, enda
mun það hafa átt mestan þáttinn
í því, að þau hjón brugðu búi á
Skarði fáum árum síðar og fluttu
þá til Isafjarðar um sinn, vorið
1939. Síðar keyptu þau húseign í
Súðavíkurþorpi og áttu þar
heima í allmörg ár, en nú um
nokkurt skeið hafa þau verið bú-
sett í Kópavogi.
Þau eru örlög fjölmargra svo
nefndra kirkjujarða, sem ekki
hafa verið seldar einstaklingum,
að fara í eyði. Meginorsök þess
er yfirleitt sú, að framlag hins
opinbera til húsabóta á jörðun-
um sem jarðareiganda, er langt-
um of lítið.
Þó að Skarð sé lítil jörð og
landþröng, þá var þar tvíbýli og
jafnvel þríbýli áður fyrri, og auk
þess áttu tómthúsmenn sér þar
híbýli stundum, á svonefndu Hól-
túni og í Naustavík, sem er
skammt fyrir innan Skarð. Þetta
þéttbýli, sem var víðar á Snæ-
fjallaströnd um og fyrir sl. alda-
mót, byggðist að langmestu leyti
á útgerð árabáta og fiskiveiðum
í Djúpinu.
Jakob mun hafa alizt upp við
mikla sjósókn hjá föður sínum,
Kolbeini í Dal, sem um áratugi
var formaður í Bolungarvík og
við Gullhúsár, á eigin báti.
Þegar Jakob var um ferm-
ingaraldur, keypti faðir hans vél-
bát, sem gerður var út frá Snæ-
fjallaströnd. Eftir að Jakob varð
fulltíða maður og meðan hann
enn átti heima hjá föður sínum
í Unaðsdal, stundaði hann mest
sjóróðra, en er hann fór að búa
á Skarði, varð því eigi við kom-
ið á sama hátt og fyrr, utan lítils
háttar haust og vor, meðan róið
var frá Gullhúsám.
Skarð er eins og fyrr getur
hlunnindalaus og landlítil jörð,
þrátt fyrir hundraðatöluna, sem
byggist á gömlu mati og þeirri
aðstöðu til sjósóknar, er þá var
svo mikilsverð. Jakob sá því
fram á það, að hann gat ekki
framfleytt því búi á jörðinni,
sem að hans áliti nægði fjöl-
skyldunni til framfærslu.
Hann brá því á það ráð um
mörg ár, meðan hann hjó á
Skarði, að gerast togarasjómað-
ur á vetrum hjá frænda sínum,
hinum kunna aflamanni, Jóni
Birni Elíassyni, skipstjóra á tog-
aranum Surprise.
Jakob heitinn var maður ör-
lyndur, opinskár og hreinskilinn,
og sagði jafnan meiningu sína
um menn og málefni umbúða-
laust og án vafninga. Hann var
einstakur dugnaðarmaður, sem
aldrei féll verk úr hendi á meðan
hann var heill heilsu.
Sjálfsagt hafa mörg búskapar-
árin á Skarði verið erfið og reynt
á þrekið til hins ítrasta, við lé-
leg húsakynni og samgönguerfið-
leika, sem þeir þekkja bezt er
muna snjóflóðin í Eyjarhlíð.
Þeir, sem kynnzt hafa baráttu-
sögu íslenzkra einyrkja, eins og
hún var til skamms tíma, vita
það líka manna bezt, að heill
fjölskyldunar hvxldi eigi síður
þungt á herðum húsfreyjunnar,
sem auk annara starfa varð að
hafa forsjá og forsagnir á öllu,
bæði úti og innij þegar bóndinn
var langdvölum að heiman við
sjó, til þess að afla heimilinu
nauðsynlegra tekna.
Kynna minna við Jakob heit-
inn Kolbeinsson og fjölskyldu
hans, minnist ég með þakklæti í
huga. Eftirlifandi konu hans,
börnum þeirra og öllum öðrum
aðstandendum votta ég innilega
samúð mína.
23. júlí 1964
Jóhann Hjaltason.
Jarbýtan sf.
Til leigu:
Jarðýtur 12—24 tonna.
Ámokstursvélar
(Payloader)
Gröfur.
Sími 35065 og eftir kl. 7
— sími 15065.
Jarðaríör konu ininnar,
LAUFEYJAR JÓNATANSDÓTTUR
sem andaðist 17. þ.m., fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 28 þ m. kl. 1,30 e.h. — Fyrir mína hönd,
barna og tengtíabarna.
Emil Björnsson.
Útför eiginmanns míns og föður,
JÓHANNESAR BACHMANN JÓNSSONAR
Vesturgötu 63, Akranesi,
er lézt 22. júli si , fer fi am frá Akraneskirkju, mið-
vikudaginn 29. júlí kl. 2 e.h. — Blóm afbeðin, en þeim
er vilja minnast hans er bent á sjúkrahús Akraness.
Steinunn Ólafsdóttir,
Ólafur J. Bachmann.
Faðir minn,
GRÍMUR J. SIGURÐSSON
Framnesvegi 48,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
28. júlí kl. 3 e h.
Sigurður Snæland Grímsson
og aðstandendur.
Við þökkum innilega öllum ættingjum og vinum nær
og fjær fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðar-
för konu minnar og móður okkar,
INGIBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR
Kristjón Sigtryggsson,
Margrét, Skúli og Sigurður
Sivertsen.
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vináttu við
andlát og jarðarför
ARNHILDAR JÓNASDÓTTUR
Friðgeir Axfjörð og börn.
María Sigfúsdóttir, Jónas Friðriksson
og systkinin.
TtfEIB TBHBSIBYC6BIB
TAUHUS12M GAROINAL
MEST SELDI FORDBÍLLINN Á ÍSLANDI
j V-4 vél og framhjóladrif, sem skapar
óviðjafnanlega aksturshæfileika, í snjó,
á maiarvegum og hraðakstursbrautum.
Vegna framhjóladrifsins er slétt gólf
og því meira rými fyrir farþega en
í nokkrum öðrum þii í þessum
stærðarflokki.
Heimsmethafi í 300.000 km þolraunaakstri.
ŒUKOSOÐtt. CORTINA
Fáanlegur með gírskiptingu í
gólfi eða á stýri, með heilum
frambekk eða stólum.
Eini Fordbíllinn í þessum stærðar-
flokki, sem fáanlegur er með sjálf-
skiptum gírkassa.
Margfaldur sigurvegari í fjölmörgum.
aksturskeppnuiíí.
JAFNAN FYRIRLIGGJANDI
©
aitiifr
3 KR. KRISTJÁNSSDN H.F.
D fl Ifl SUDURLANDSBRAUT 2 • SÍMI-3 53 00