Morgunblaðið - 26.07.1964, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 26.07.1964, Qupperneq 27
* Sunnuctagur 2Í. júlí 1964 MORGJJNBLAÐIÐ 27 Ekkert nema erfiðið AÐFARANÓTT föstudags var borizt inn í Rúllu- og hleragerð- ina á Klapparstíg 8. Þjófurinn brauzt fyrst inn í verkstæði fyr- irtækisins á neðstu hæð. Þaðan braut hann sér leið upp á loft og braut upp hurð að skriístofunni. Þangað rogaðist hann með mikið af verkfærum frá neðri hæðinni og tók síðan til við að reyna að logsjóða sundur peningaskáp. Svo fór þó, að tilraunin mistókst, og yfirgaf þjófurinn húsið, án þess að hafa nokkuð upp úr allri fyrirhöfninni. —- Loftskeytastöð Frh. af bls. 28 á Seyðisfirði, má segja, að hún 'komi að takmörkuðum notum, enda beinast viðskipti skipa fyr-r ir Austurlandi æ meir að Nes- kaupsstaðar „Radíó". Normenn og Englendingar, sem oft eru fjölmennir hér fyrir utan, snúa Bér einnig æ meir til þessarar stöðvar. Til dæmis um þá þjónustu, sem loftskeytástöðin hér innir fyrir síldarflotann, gat Haraldur þess, að nú síðan um síðustu mánaða- mót og til 24 þ.m. hefði loft- Bkeytastöðin afgreitt 545 samtöl frá skipum og í landi fyrir utan allt annað. Hann sagðist vona, að sjóm.enn fvrir Austurlandi yrðu ánægðir með þessa bættu jþjónustu. Hann gat þess einnig, að á kvöldin er smærri símstöðv arnar fyrir sunnan Neskaups- stað lokuðu, þá gætu síldarradíó in á hverjum þessara staða haft samband við loftskeytastöðina hér og hún annazt alla fyrir- greiðslu fyrir þá. Einnig sagðist hann vilja leggja áherzlu á, hve geysilegt öryggi þetta væri öllum sjófar- enaum fyrir Austurlandi. Þarna væri hlustvörður allan sólarhr- inginn, stillt værr á neyðarbylgju svo að ekki ætti að fara fram hjá hlustverði, ef neyðarkall kæmi frá slcipi út af Austfjörð- um. „Það sem vantar nú, er betra ihúsnæði", sagði Haraldur að lok um.. Yfirmaður loftskeytastöðvar- innar hér er Axel Óskarsson, en auk hans þeir Hörður Stefánsson og Friðrik Guðmundsson Ásgeir — Singapore Framhald af bls. ll að selja hverjum, sem hafa vill, matvæli, en vegna útgöngubanns ins er erfitt að gera sér grein fyrir hve margir hafa orðið við tilmælum þessum. í gærkvöldi réðust 50 Kínverj- ar í svörtum klæðum með hvít bönd um handleggina á sveit úr Singapore. Voru Kínverjarnir vopnaðir kylfum, prikum og öðr- um bareflum. Hermönnunum tókst að hrekja árásarmennina á fiótta. Ekki er vitað hvort nokk ur særðist í átökum þessum. Þjófurinn mun hafa búizt við að hafa eitthvað upp úr krafsinu, þar sem útborgunardagur var daginn eftir og líklegt, að eitt- hvað væri til í peningaskápnum. Fyrir honum hefur því farið eins og manninum, sem velti stein- inum, er á var letrað: Mikið fær sá er mér veltir. Hinum megin á steininum stóð: Ekkert nema erf iðið. Útsvör / Ketlavík NIÐURJÖFNUN útsvára í Kefla vík er nú lokið, og hefir útsvars- skráin verið lögð fram. Alls var jafnað niður í út- svör og aðstöðugjöld 25,2 milljón ir á 1385 einstaklinga og 76 fyrir tæki. Jafnað var niður samkvæmt hinum nýja útsvarsstiga, frá þeim stiga voru öll útsvör lækk uð Um 800 krónur og síðan öll um 10%, og allar bætur almanna trygginga undanþegnar útsvars- álagningu. Hálft útsvar var lagt á þá sem orðnir voru 65 ára og 70 ára og eldri undanþegnir öllum álögum þá voru öll útsvör 1000 krónur og lægri felld niður. Þeir einstaklingar, sem bera yfir 50 þúsund krónur í útsvar eru þessir: Gunnlaugur Karlsson 100.400,00 Johann Ellerup 77.500,00 Sigurður Kristjánss. 63.500,00 Theodór Þorvaldsson 53.900,00 Magnús Bergmann 53.500,00 Björn Magnússon 50.000,00 Tvö fyrirtæki greiða yfir 50 þúsund í útsvar og eru það: Fiskiðjan h.f. 254.300,00 Bræðslufél. Keflav. h.f. 75.700,00 Hæstu aðstöðugjöld greiða: Kaupfélag Suðurnesja 504.000,00 Fiskiðjan s.f. 264.700,00 Keflavík h.f. 255.100,00 Hraðfrystihús K.víkur 178.000,.00 Jökull h.f. 177.900,00 Aðalstöðin h.f. ' 134.600,00 Álögð útsvör nema alls 20,9 milljónum og aðstöðugjöld 4,3 millj ónir. — Sildin Frh. af bls. 28 NESKAUPSTAÐ 25. júlí. — Hing að komu í dag eftirtaldir bátar: Guðný Jónsdóttir með 600 tunn- ur, Guðbjörg ÍS 500, Faxaborg 300, Blíðfari 100, Slgurbjörg 80, Hafrún NK 200, Eldey 400, Sif 50, Svanur IS 200 Otur 300, Sigur- von RE 500, Náttfari 400 mál. Þessi síld veiddist mest í Reyð- arfjarðardýpi. Hægur vindur er á miðum, en talsverður sjór, svo að síldin vill slást til í lestinni og notast illa til söltunar. — Ásgeir. Á fimmtudag fór blfreiff út af vegl skammt frá Bifröst. Valt bif- reiffin og skemmdist mikið, en ekki varð slys á farþegum. Hér sést kranabifreið ná bifreiðinni upp. (Ljósm.: Jón Ingimarsson) Iðniyrirtækí stofnað í Fellshreppi eystrn Flótti AUSTUR-þýzkum túlki tókst fyrir skömmu aff flýja frá Aaustur-Berlín. Hann var aff sýna ferðamönnum múrinn milli borgarhlutanna, þegar hann ákvað að reyna aff stökkva yfir. Honum tókst það og franskur ferðamaður, var á gangi hinum megin múrs ins tók mynd af flóttamann- inum. Lagarfelli 24. júlí. NÝLEGA var stofnað í Fella- hreppi á Héraði hlutafélagið yl- ur til framleiðslu á einangrunar- plasti. Stjórn félagsins skipa: Vignir Brynjólfsson, Guðmundur Magnússon og Þórarinn Pálsson. Hófst framleiðslan fyrir skömmu. Þeir framleiða ca. 10 rúmmetra á dag og er það starf fyrir 3—4 menn. Tækin við framleiðsluna eru heimasmíðuð, ýmist hjá Steinþóri Eiríkssyni á Egilsstöð- — Neyðarástand Framhald af bls 1 ar unglingsins á lögreglumenn- ina og kom til átaka. Fregnir af atburði þessum bárust hundruð um blökkuunglinga, sem voru að skemmta sér á götudansleik í nágrerfnihu og þyrptust þeir á staðinn. Þar voru aðeins tveir lögreglumenn fyrir, en þegar blökkumönnum umhverfis þá fjölgaði sendu þeir eftri auknum liðsstyrk og 15 lögreglubifreiðir komu með menn til aðstoðar. Til mikilla átaka kom og köstuðu unglingarnir grjóti að lögregl- unni. Lögreglumennirnir sáu sér ekki fært að berjast lengi við þennan fjölmenna hóp, en reyndu að dreifa honum með táragasi og vatnsbunum, en allt kom fyrir ekki. Var þá gripið til þess ráðs að afgirða svæðið i>ar sem óeirð- irnar fóru fram í von um að til rofaði. En þá tóku unglingarnir ða brjóta rúður í verzlunum og vinna spjöll á vörum, sem voru til sýnis í gluggunum. Herma fregnir, að margir hafi haft ýms an varnig á brott með sér t.d. sjónvarpstæki, húsgögn og vín. Brutu menn rúðurnar með hnef unum og særðust margir. Eftir að lögreglan hafði gefizt upp í viðureigninni við óróasegg iina, var lýst nyaðaráílandi í Rochester og skömmu síðar komu 200 lögreglumenn þangað frá nærliggjandi svæðum. Var þá hafizt handa á ný um að reyna að koma á lögum og reglu, en það virtist ætla að verða erfitt. Eftir að óeirðirnar hófust í blökkumannahverfinu, kom til átaka víða annarsstaðar í Rochest er. Haft var eftir áreiðanlegum heimildum, að hvítir unglingar hefðu notað sér ringulreiðina og rænt verzlanir. um eða á staðnum, nema mótið, sem plastið er steypt í. Það smíð- uðu þeir Sigmundur Lúðvíksson Barmahlíð 6 og Trausti Gíslason Bugðulæk 10 Reykjavík.Steypu- mótið hefir reynzt framúrskar- andi vel. Húsnæðið er lítið og frumstætt, tækjunum komið fyr- ir í bragga. Barnið vex en brók- in ekki“ segir gamall málsháttur. Betra að notast við lélegt hús- næði meðan starfsemin er að mótast og byggja yfir hana þeg- ar betur er séð yfir þörfina, auk þess sem mikil fjárfesting í upp- hafi hefir orðið mörgu fyrirtæk- inu fjðtur um fót eða hreinn banabiti. Þegar er farið að nota eystra einangrunarplast frá Y1 hf. — J. P. Sýslufundur V- Skaftafellssýslu SÝSLUFUNDUR Vestur-Skafta- fellssýslu var haldinn í Vík í Mýrdal dagana 14.—16. júlí. Á fundinum var fjallað um ýms mál, sem snerta V.-Skaftafells- sýslu og Suffurland í heild. Samþykkt var að V.-Skaft. gerðist aðili að byggingu og rekstri sjúkrahús á Selfossi fyr- if Suðurland. Þá voru rædd rafmagnsmál, og áleit sýslunefndin, að almenn rafvæðing mundi stuðla mjög að því að draga úr fólksflóttanum frá sveitunum, og í því sambandi beindi sýslufundurinn þeirri áskorun til raforkumálaráðherra og raforkumálaráðs, að hefja sem fyrst undirbúning og framkvæmd ir að rafvæðingu sveitanna aust an Mýrdalssands. Kosnir voru þrír menn í hafn- arnefnd til þess að vinna að því ásamt Rangæingum, að höfn verði gerð við Dyrhólaey. Þessir voru kosnir í hafnarnefnd: Ein- ar Oddsson, sýslumaður, Jón Gíslason, fyrrv. alþingismaður og Hálfdán Guðmundsson, verzlun- arstjóri. Niðurstöðutölur áætlunar um tekjur og gjöld sýslusjóðs V.- Skaft. fyrir árið 1964 nema kr. 586,375,15. — Fréttaritari. U Tant í föðut- landi sínu U THANT, framkvæmdastjórí Sameinuðu þjóffanna, kom i dag til föffurlands síns, Burma, í fyrsta skipti frá því aff hann tók viff embættinu. Þaff er stjórn Burma, sem býður framkvæmda- stjóranum í þriggja daga heim- sókn til landsins og mun hann m. a. ræffa við Ne Win hershöfff- ingja. Á flugvellinum í Rangoon sagði U Thant, að viðræðurnar við hershöfðingjann myndu fyrst og fremst snúast um SA-Asíu. Fréttamenn spurðu U Thant um nýafstaðnar viðræður hans við de Gaulle Frakklandsforseta og vildu vita hvort framkvæmda- stjórinn hefði sömu skoðanir á málefnum SA-Asíu og forsetinn. U Thant sagðist aðeins geta svar- að þessu með því að segja, að þeir hefðu verið sammála um að leita bæri friðsamlegrar lausnar deilumálanna. Meðal þeirra, sem tóku á móti U Thant á flugvellinum í Rang- oon, var áttræð móðir hans, Daw Aye Thant og aðrir meðlimir fjölskyldu hans. U Thant heils- aði móður sinni innilega og gamla konan var svo hrærð, að hún kom ekki upp orði þegar sonur hennar spurði hana hvem- ig henni liði. GUSTAF A. SVEINSSON hæsta réttarlögmaffur Þórshamri við Templarasund Sími 1-11-71 Áki Jakobsson hæstaréttarlögmaður Austurstræti 12, III. næð. Símar 1593P og 38055

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.