Morgunblaðið - 23.09.1964, Síða 10
É
10
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 23. sept. 1964
nniiiimiHiiiitiimiitmiiiimmiiiiiiimiiHiiiiiiiiimiiiiiiit
>AI) væri að bera í bakkafull
an lækinn að fara að rekja
hér einhverjar hugleiðingar
frá ferðinni austur — um feg
urð morgunsins, um auðn
sandsins ,um flaum jökul-
vatnsins, um hættuna á Kötlu
hlaupi, um þagnaðan glym
Dynskóga, um lönigu útþurrk-
uð stórbýli á Mýrdalssandi.
Það er bezt að koma strax
beint að efninu — atburðin-
um sem hér á að lýsa —
Kirkjuhátíðinni í Álftaveri.
Yfir sólroðna sveit, yfir
glaðan fjölmennan hóp kirkju
gesta, yfir prósessíu kenni-
manna, hljómaði klukknahring
ingin á Þykkvabæjarklaustri
í tilefni af aldarafmæli kirkj
unnar s.l. sunnudag.
Það var fagur hljómurinn í
þessum gömlu klukkum. Önn
ur er frá 1725 — hin frá 1735.Að lokinni messugerð: Sr. Jón Þorvarðsson, sr. Gísli
„Þær eru hljómfagrar klukk-Valgeir Helgason, hr. biskupinn sr. Sigurbjörn Einarsson, sr. Sigurjón
urnar hérna á Þykkvabæjar-son, sr. Óskar J. Þorláksson.
Einarsson, sr. Páll Páis-
Þar var íslands mesta klukka
Frá kirkjuhátíð Álftveringa
klaustri", saigði dr. Jón Helga-
son, biskup, að lokinni vísi-
tazíuguðsþjónustu 1918. ,En
það vantar samt mikið á, að
þær séu eins hljómsterkar og
klukka sú hin mikla sem einu
sinni var á þessum helga stað.
Til hennar heyrðist í kyrru
veðri út yfir Mýrdalssand.
Hún vóg 24 fjórðunga. Nú er
hún löngu fyrir bí. Þau urðu
örlög þessarar mestu klukku
íslands að bráðna undir hraun
flóðinu þegar eldurinn eyddi
stað og kirkju í Hólmaseli
vorið 1783. Hún hafði verið
lánuð þangað.
En marga langt að komna,
kölluðu klukkur Þykkvabæj-
arklausturskirkju til helgra
1}íða á sunnudaginn var. í
Álftaveri eru nú búsettir 73
menn, en ekki er of djarft til
orða tekið að segja að þrisvar
sinnum fleiri hafi sótt þessa
guðsþjónustu. Þeir streymdu
inn í kirkjuna og fylltu hana
á augabragði. Þeir, sem ekki
komust inn, sátu úti í kirkju-
igarði í síðsumarblíðunni og
hlustuðu á það sem fram fór
í hátalara.
Og sól þessa fagurheiða sept
emberdags Ijómaði inn í litlu
kirkjuna. Hún stafaði geislum
sínum yfir þetta hátíðarglaða
fólk, yfir altarið með hinn
forna fagurrauða klæði hvar
á stendur: Drottinn Guð þinn
skaltu tilbiðja. Matth. 4. v.
10. 1789 M.A.S. gaf. (Magnús
Andrésson klausturhaldari,
Helga kona hans kvað hafa
saumað). Og sólin skein á
krossana og stjakana, og rauð
ar og hvítar nellikurnar sem
prýddu altarið í tilefni dags-
ins. Og þrátt fyrir birtu sól-
arinnar, ljómuðu ljósin í alt-
arisstjökunum á móti manni
og sögðu: Hér er helgur stað-
ur. Nú er hér heilög stund.
Svo hófst guðsþjónustan.
Kirkjunni hafði borizt nýtt
orgel að gjöf, sem Jón fs-
leifsson organisti í Neskirkju
í Reykjavík vígði. Hann er
borinn og barnfæddur Álftver
ingur. Allan söng við kirkju-
hátíðina annaðist kirkjukór
Álftveringa undir stjórn Jóns,
en origanisti kirkjunnar er
Guðmann bróðir Jóns, bóndi
á Jórvíkurhryggjum. Síðan las
sr. Páll Pálsson í Vík bæn í
kórdyrum. Kirkjukórinn söng:
Kirkja vors Guðs er gamalt
hús. — Sr. Jón Þorvarðarson
og sr. Óskar J. Þorláksson
þjónuðu fyrir altari, en hr.
biskupinn hóf stólræðu sína:
„Almáttugur Guð allra stétta“
enda var Lilja ort á þessum
stað. Biskup lagði út af upp-
hafsorðum í sálmi Matthías-
ar: Ó; maður hvar er hlífðar-
skjól á heimsins köldu
strönd? Að ræðu hans lok-
inni flutti sóknarpresturinn
sr. Valgeir Helgason í Ásum
prédikun -út frá guðspjalli
dagsins: Markús 2. Leví Alfe-
usson. Fylg þú mér. Og hann
stóð upp og fylgdi honum.“
Eftir prédikun þjónuðu þeir
fyrir altari hr. biskupinn og
sr. Gísli Brynjólfsson fyrrv.
sóknarprestur á Kirkjubæjar-
klaustri. Lauk messunni með
því að sungið var. „Son Guðs
ertu með sanni.“
Þykkvabæjarklausturskirkja
Álftverimgar höfðu búið sig
stórmannlaga undir þessa
miklu kirkjuhátíð, undir for-
ystu sóknarnefndar, Brynjólfs
Oddssonar á Klaustri, Guð-
manns ísleifssonar, Hryggjum
og Júlíusar Jónssonar í Norð-
urhjáleigu. M.a. höfðu þeir
fengið lánað eitt geysimikið
tjald vestur í Árnessýslu, sett
það upp á túninu í nánd við
kirkjuna og búið þar borð
fyrir 180 manns. Eftir mess-
una var þar sezt að kaffi-
drykkju, en þeir, sem ekki
komust að í fyrstu umferð
spókuðu sig í blíðunni og
skröfuðu við kunningjana.
Síðan var aftur gengið til
kirkju. Hófst þar samkoma
sem sóknarprestur stjórnaði.
Það var mikið sungið og mik
ið talað og væri of langt að
rekja það allt. Hátíðarræðuna
flutti sr. Óskar J. Þorláksson,
sem rakti sögu kirkjunnar að
svo miklu leyti, sem sú saga
verður rakin. Ekki er nú vit
að um vígsludag hennar enda
var ekki alltaf haft mikið við
slík tilefni í þá daga. Ná-
kvæm lýsing er til af kirkj-
unni, er hún var tekin út í
okt. 1884. Kirkjan var öll
byggð úr rekavið, sem hún
átti af sínum eigin fjörum,
enda var sú tíð að kirkjunni
heyrðu til allar fjörur milli
Kúðaóss og Hjörleifshöfða.
Stóð svo fram undir 1920. Ár
ið 1864 voru 24 byggðir bæir
í Álftaveri með 154 manns.
Nú eru þar 11 býli með 73
manns eins og fyrr er sagt.
Hefur svo verið síðasta áratug
inn.
í ræðu sinni minntist sr.
Óskar allra þeirra presta sem
þjónað hafa kirkjunni _síð-
ustu 100 árin.Til 1907 var Álfta
ver sérstakt prestakall. Þá var
það sameinað Skaftártungu og
Meðallandi. Því víðlenda og
erfiða kalli þjónaði fyrstur
sr. Bjarni Einarsson til 1916.
Var dóttir hans, frú Sigríður
ekkja Guðjóns Jónssonar
bryta, viðstödd þessa hátíð.
Hún var fyrsti organisti í
Þykkvabæjarklausturskirkju.
Sr. Bjarni Einarsson var hinn
skörulegasti prestur, sérstak-
lega fyrir altari, og virðuleg
ur bæði innan kirkju og utan.
Hann var síðasti presturinn,
sem bjó á Mýrum, hinu gamla
prestssetri Álftveringa.
Eftir sr. Bjarna kom hinn
vaski og vekjandi drengskap-
arklerkur sr. Sigurður Sig-
urðsson frá Flatey á Mýrum.
Hann átti heima í Hlíð í Skaft
ártungu. Skaftfellingar nutu
hans aðeins tæplega 6 ár. Það
er einn syrgilegasti atburður
í skaftfellskri kirkjusögu er
sr. Sigurður lézt, nýkominn
sjúkur austur yfir Mýrdals-
sand, 16. júlí 1921. Þá var
|§ flHllllllllllllllllllllllHIIIIIIIIIIHHIIHIHIIIIIIHIHHIIIIIIHIHHiiilt
hann á 38. aldursári. Eftir sr.
Sigurð kom sr. Björn O.
Björnsson og hélt prestakall-
ið í 11 ár. Nú hefur sr. Val-
geir Helgason þjónað presta-
kallinu í 31 ár, eða lengur en
nokkur annar prestur.
Er sr. Óskar hafði^ lokið
máli sínu, flutti Jón ísleifs-
son ávarp af hálfu burtfluttra
Álftveringa, sem höfðu bund-
izt samtökum um að safna fé
til kirkjunnar á aldarafmæl-
inu og gefa henni gjafir.
Höfðu safnast 57 þúsund krón
ur og var keypt fyrir þær
orgel, róðukross á altari og
messuklæði. Gefendur höfðu
ritað ávarp með árnaðarósk-
um til kirkjunnar og skráð
nöfn sín þar undir og látið
•binda í skinn. Er það ágætur
gripur. í ræðu* sinni ræddi
Jón aðallega um sönglíf í
Álftaveri áður fyrr og sagði
að þar hefði verið frábær
kirkjusöngur, margir söng-
menn með góðar raddir og
lagvissir.
Aðrir, sem ávörp fluttu á
samkomunni voru sr. Páll
Pálson í Vík, Jón Gíslason,
fyrrv. alþm. í Norðurhjáleigu,
sr. Jón Þorvarðarson, fyrrv.
prófastur í Vík, sr. Sigurjón
Einarsson á Kirkjubæjar-
klaustri og formaður sóknar-
nefndar, Guðmann ísleifsson.
Lýsti hann þeim endurbótum
sem kirkjan hafði fengið nú
í sumar Steyptur hefði verið
undir hana grunnur, timbur
verið endurnýjað það sem
þurfa þótti vegna fúa, skipt
um járn á henni og húsið
allt málað utan og innan. Þeir
sem sáu um viðgerð þessa
voru Matthías Einarsson og
Þorsteinn ísleifsson á verk-
stæði K.S. í Vík.
Að lokum talaði sóknar-
presturinn og skýrði frá mörg
um minningargjöfum, sem
borizt höfðu auk þeirra sem
áður er getið. Voru þær bæði
margar og góðar, s.s. gólfdreg
ill, sálmabækur, Guðbrands-
biblía, krossar, kaleikur og
bikarar auk mikilla peninga.
Verður sjálfsagt gerð grein
fyrir þessum höfðinglegu gjöf
um síðar af sóknarnefnd og
sóknarpresti. Samkomunni í
kirkjunni lauk um kl. 7 e.h.
------------★
Þessi kirkjuhátíð Álftver-
inga tókst með miklum ágæt-
uni og var söfnuðinum til mik
ils sóma. En það, sem umfram
allt setti svip sinn á þennan
mikla hátíðisdag, vðr veðrið.
Ef nokkurn tíma er hægt að
tala um „himneska blíðu“ þá
var það þennan dag í Álfta-
veri. Það blakti ekki hár á
höfði. Himininn var skafheið-
ur og fegurð landsins var heill
andi í þessu héraði, sem er
svo mjög rómað fyrir fagra
fjallasýn. Það var fyrst um
það bil, sem samkomunni í
kirkjunni var að ljúka og síð
ustu tónarnir af „Þín misk-
unn ó Guð“ voru að deyja út,
— þá sá maður létta þoku-
bólstra taka sér náttstað á
hvítum jöklum og fjarlægum
fjöllum sem blánuðu af fyrstu
sikuggum kvöldsins úti við
sjóndeildarhringinn. G.Br.
iniiniirilIIHllinnnni!niimininilIHnillllinilllinilllllHHl!IIIIHIIIIini!)l!imiHlllllllllllllHIH!l!l!IIIHHlllllllHHIIIHIIIIIIHIIHIIIIIHIHHHIHIHHIIIIIIIIIIIIIIHIIHIHHIIIHIIIIinHlllHHIIIIIIIIHHHHIHHHHHllHHIIHHIHHIilllHHIHHIHIII!IHIIIII»l UHIHHIIHIHHHIIIHIIHHIIHHIIimillHHllHHIIIHIIHHHIIIIHHHHHHIIIIIIIllllHHIIIIHIIIHHIIIIIIinHHIHHIinillinilllllllllllllllllllllllllllHlllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllimilimillllllllllllillllllg