Morgunblaðið - 19.11.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.11.1964, Blaðsíða 2
2 MORGU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 19- núv. 1964 samkomulag fransks og þýzks iðnaðar Einar Benediktsson, sendiráðunautur, segir frá Kennedy-viðræðunum og hvern- ig málin standa í dag innan EBE DEILUMALIN innan Efna- hagsbandalags Evrópu hefur mjög borið á góma undan- farna daga, ekki sízt missætti Frakka og Þjóðverja vegna verðs á landbúnaðarvörum. Þessar deilur Efnahagsbanda- lagslandanna hafa mjög blandazt inn í Kennedy-við- ræðurnar svonefndu um al- mennar tollalækkanir og hef- ur mikil óvissa ríkt um árang- ur af þeim. Morgunblaðið hefur átt sím- tal við Einar Benediktsson, sendiráðunaut í París, sem fjaliar einkum um viðskipta- og efnahagsmál í sendiráðinu og fylgist því með framvindu mála innan EBE og Kennedy- viðræðunum. Gaf Einar blað- inu lýsingu á því, hvernig þessi mál standa í dag. Einar sagði: — >að, sem mest hefur bor- ið á innan Efnahagsbanda- lagsins undanfarna viku, eru landbúnaðarmálin, sem hafa reyndar valdið þar deilum undanfarin ár. Snúast deil urnar fyrst og fremst um verðið á kornvörum, sem er grundvallaratriðið í samn- ingunum um landbúnaðarmál- in. Frakkar vilja að korn- vöruverðið verði lægra en Þjóðverjar hafa getað falliz á, þannig að franskur land- búnaður fái aukinn markað í Þýzkalandi. Snertir þetta mjög stöðu Efnahagsbandalagsins gagnvart öðrum löndum. — An ákvörðunar í þessum efnum verður erfitt fyrir EBE-löndin að taka þátt í Kennedy-viðræðunum innan GATT. En í þeim viðræðum er það sérstök ósk Banda- ríkjanna að fá lækkun á toll- um landbúnaðarvara í því skyni að auka viðskiptafrelsi. Einar Benediktsson — í gær (þ.e. þriðjudag) átti að leggja fram lista yfir þær vörur, sem undanþágu hefðu frá tollalækuninni sem Kennedy-viðræðurnar igera ráð fyrir, en viðræðurnar fara fram á þeim grundvelli að tollalækkunin nemi 50%. — Frá upphafi var gert ráð fyrir því, að undantekningar yrðu þar sem brýnir þjóðar- hagsmunir væru í veði. Atti að leggja undanþágulistann fram þann 16. nóvember. Og í gær gerðist það, að listar voru lagðir fram af þeim löndum, sem ætla að taka áfram þátt í viðræðunum á igrundvelli 50% tollalækkun- ar á sínum eigin iðnaðarvör- um. Mig minnir að þéssi lönd hafi verið 12 talsins. — EBE-löndunum tókst um síðustu helgi að ná samkomu- lagi um þennan undanþágu- lista. Öllum þessum listum er enn haldið leyndum, en sam- kvæmt blaðafregnum nær listi EBE-landanna til 19% af iðnaðarvörum þeirra. — Varðandi landbúnaðar- málin hefur afstaða EBE- landanna verið sú, að þar eigi að ná sérstöku samkomulagi, sem ekki verði á grundvelli 50% lækkunar. — Þar sem það hefur nú gerzt, að löndin hafa haldið sig við að leggja fram listana á þeim tíma, sem upphaflega var gert ráð fyrir, er leiðin opin til áframhaldandi við- ræðna innan GATT, þótt ekki sé ástæða til of mikillar bjart- sýni. — Síðustu fregnir frá Brux- elles herma, að ýmis tæknileg undirbúningsvinna í sambandi við landbúnaðarmálin gangi nú eitthvað betur eftir að undanþágulistarnir voru lagð- ir fram. Ákvörðun um land- búnaðarmálin verður að taka fyrir næstu áramót, að því að talið er. Þá er rétt að benda á, að ýmis önnur mál flækjast inn í viðræðurnar um við- skiptamálin, t.d. afstaðan til hins fyrirhugaða kjarnorku- flota NATO. — Landbúnaðarmálin inn- an BBE eru mjöig þýðingar- mikil. En þegar öllu er á botninn hvolft er þunga- miðjan samkomulag milli fransks landbúnaðar og þýzks iðnaðar. Það eykur mjög á erfiðleikana, að kosningar eru framundan í Þýzkalandi, en hinn Kristilegi demokrata- flokkur Erhards nýtur stuðn- ings bænda og gerir það að verkum, að þýzka ríkisstjórn- in verður að fara mjög var- lega í málinu. — En eins og stendur hefur ekkert neikvætt komið fram, sem hindrar áframhald Kennedy-viðræðnanna innan GATT. Jómfrú Þórdís, ný skúldsaga eltir Jón Björnsson, komín út JÓMFRÚ ÞÓRDÍS er áhrifa- rik skáldsaga byggð á sögulegum heimildum um frægt sakamál frá 17. öld. Hún er einnig aldar- farslýsing. JJaksvið sögurmar er öld hjátrúar og hindurvitna, bar átta lúterskra klerka við xa- þóiska siði og venjur, andóí landsmanna gegn danska kon- ungsvaldinu, sem þá var í sókn á íaiandi. Höfuðpersónan, Þórdís Hall- dórsdóttir, er ung kona, ógeím, fögur og óstýrilát, náskyld lög- LAUNÞEGAKLÚBBUR. Fund- ur verður haldinn í Launþega- klúbbnum í kvöld kl. 20:30. Þar mun Þórir Einarsson, viðskipta- fræðingur, ræða við fundarmenn um: „Hlutverk nútíma verka- Iýðshreyfingar“. Á eftir verða kaffiveitingar og kviljnynda- sýning. Nýir þátttakendur í Launþega klúbbnum eru ávalit veikomnir.. mianninum á Reynistað, Jóni Sig urðssyni, einum af atkvæða- mestu höfðingjum landsins. Þeg ar sagan hefst er Þórdís Hall- dórsdóttir í kynnisferð hjá Berg ljótu, systur sinni og Tómási Böð varssyni, manni hennar, að Sol- heimum. Tómas situr ósjaldan í drykkjuveizlum lögmannsins á Reyuistað og Þórdís fylgist með honum þangað eftir að hún kem ur til Sólheima. Sá kvittur gýs upp að Tómas Böðvarsson eigi vingott við mágkonu sína. Eigi löngu eftir hóflausa drykkju- veizlu á Reynistað trúir Þórdís HalVdórsd. mági sínum fyrir því að hún sé barnsihafandi og að hann sé faðir að barninu. Þá er Stóridómur lög í landinu, en samkvæmt honum liggur dauða refsing við broti af þessu tagi. Þórdís hverfur frá Sólheimum, en orðrómurinn um sifjaspell magnast. Hún neyðist til að vinna opinberan eið að skírlífi sínu á Vallalaugarþingi. Fáein- um mánuðum síðar elur Þórdis meybam. Nú hefst hörð barálta fyrir lífi Þórdísar Halldórsdott ur og Tómasar Böðvarssorvar. Andstæðmgarnir, lögmaðurinn á Reynistað og Guðbrandur Þor láksson, biskup á Hólum, sem er fræxiidi Tómasar, taika höndum Jón Björnsson, rithöfundur. samari. Danska konungsvaldið sækir málið móti þeim. Skáldsagan Jómfrú Þórdis er 334 bls. prenfuð í Víkingsprent hf.. Bókband annaðist Félags- bókbandið. Tlarfi Jónsson sá am útlit bókarinnar. Fyrstu sögur Jóns Björnsson- ar birtust áður en hann hélt ut an til nárns og ferðalaga, rum lega tvítugur. Fyrsta skáldsaga hans, Jordens Magt, sem kom út árið 1942 aflaði höfundi nuk ilja vinsæilda í Danmörku og víð ar. Síðan rak hver skáldsagan aðra, fyrst á dönsku, en síðian á íslenzku. Jón hefur einnig ntað leikrit og unglingiasögur. Sveinn Guðmundt son endurkosinn formaður Varðar AÐALFUNDUR Landsmála- félagsins Varðar var haldinn í gærkveldi í Sjálfstæðishús- inu. Sveinn Guðmundsson var endurkosinn formaður, og Gunnar G. Schram flutti erindi um stjórnarskipti í austri og vestri. Formaður Varðar, Sveinn Guðmundsson, vélfræðingur, setti fundinn og mæltist til þess, að Baldvin Tryggvason, fram- kvæmdastjóri, tæki að sér fund- arstjórn. Samþykktu fundar- menn það einróma. Einar Guð- mundsso.n, framkvæmdastjóri Varðar, var kjörinn fundarritari. Síðan flutti Sveinn Guðmunds- son, formaður Varðar, skýrslu um starfsemi liðins árs. Sjö al- mennir félagsfundir voru haldn- ir, þar sem færustu menn fluttu framsöguræður, og vöktu þeir allir mikla athygli, eins og marka má af blaðaskrifum. Sex spilakvöld voru haldin, en á þeim fluttu kunnir Sjálfstæðis- menn ávörp. Tvær jólatrés- skemmtanir voru haldnar, ag Baldur Jónsson sá um hina árlegu sumarferð Varðarfélagsins ásamt öðrum. Að þessu sinni var haldið til hinna blómlegu byggða Ár- nessýslu. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, ávarpaði ferða- mennina að Flúðum í Hruna- mannahreppi, en þeir voru um 600 talsins. Þá voru hin vinsælu Varðarkaffi haldin í Valhöll við Suðurgötu. Formaður gat þess að lokum, að félagar í Verði væru nú fjög- ur þúsund, og þakkaði stjórnar- mönnum ánægjulegt samstarf. Sérstaklega þakkaði hann Einari Guðmundssyni, framkvæmda- stjóra Landsmálafélagsins Varð- ar ötult starf. Þá las gjaldkeri félagsins, Jón Jónsson, skrifstofustjóri, upp reikninga félagsins. Voru þeir samþykktir samhljóða. Þessu næst fóru fram kosning- ar. Sveinn Guðmundsson, vél- fræðingur, var endurkosinn for- maður í einu hljóði. Sðan voru sex menn kosnir í aðalstjórn, þeir Sveinn Björnsson, kaup- maður, Jón Jónsson, fuiltrúi, Þórður Kristjánsson, kennari, Eyjólfur Konráð Jónsson, rit- stjóri, Benóný Kristjánsson, pípu lagningameistari og Jón Krist- jánsson, verkstjóri. í varastjórn voru þessir þrír kosnir: Ágúst Hafberg, fnam- kvæmdastjóri, Ólafur Jónsson, málarameistari, og Bragi Hann- esson, bankastjóri . Endurskoð- endur voru kjörnir Guttormur Eriendsson, hrl., og Már Jóhanns- son, skrifstofustjóri. Ottó J. ólafs son, fulltrúi, var kosinn vara- endurskoðandi. Síðan voru kosnir 36 fulltrúar Varðarfélagsins í FulÞréiaráð S’álfstæðisféiaganna í Reykja- vík. Að kosningum loknum færði Sveinn Guðmundsson fram þakk ir fyrir traust það, sem honum og öðrum stjórnarmönnum hefði verið sýnt, og þakkaði sérstak- lega Má Elissyni, hagfræðingi, unnin félagsstörf, en hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Þá flutti Gunivir G. Schram, ritstjóri dagblaðsins Vísis, erindi, sem hann nefndi „Stjórnarskipti í austri og vestri“. Hóf hann mál sitt á rússneskri sögu um það. er maður kom inn í fangaklefa, þar sem tveir sátu fyrir, og spurði þá um ástæður fangavistar þeirra. Annar hafði þá talið illa um fé- laga ívan, en hinn hafði talað vel um félaga ívan. „Það var skrít- ið“, sgði sá nýkomni, „ég er j nefnilega félagi ívan“. Þá drap Gunnar á það, að Krúsjeff býr Sveinn Guðmundsson , núna í Granovskígötu nr. 3, sama húsi og Molotoff býr í oig fleiri, sem Krúsjeff sparkaði úr embættumi. Þótti Gunnari ekki ólíklegt, að samræ'ður manna yrðu stundum næsta erfiðar í hinni sameiginlegu lyftu íbúanna. Þá rakti Gunnar ástæðurnar fyrir falli KrUsjeffs, og myndir af ásjónu hans hurfu jafn skyndi lega af veggjum í sovézka sendi- ráðinu hér og í stjórnarskrifstof um austur í Moskvu. Taldi hann þrjár orsakir og þá hina fyrstu, að honum hefði ekki tekizt að halda sambúðinni við stjórnina í Peking betri en raun bæri vitni og þá hina aðra, áð landbúnaðar mál austur 1 Sovétríkjunum hefðu verið í megnasta ólestri alla stjórnartíð Krúsjeffs. Áætl- un hans um nýrækt hefði farið út um þúfur, og hrein hungur- sneyð ríkti á sumum svæðum. Þetta væri samyrkjubúskapnum um að kenna. Þótt aðeins 3,3% alls ræktanlegs jarðnæðis í Sovét ríkjunum væri utan samyrkju- búa (samkvæmt sovézkum skýrsl um) kæmu þaðan 76% af allri eggjaframleiðslu Sovétríkjanna, 70% af kartöflum, 44% af keti og 44% af mjólk. Þetta sýndi gleggst ókosti samyrgjuibúaskipu lagsins. í þriðja lagi kvað Gunn- ar, að Krúsjeff hefði ekki tekizt að kveða niður hið seigdrepandi skrifstofuveldi. Til marks um það gat hann þess, að nýlega hefði árangur af undirbúnings- starfi við eina verksmiðju koslað 70 þúsunda blaðsíðna skýrslu, sem komið hefði út í 91 bindi. Leita þyrfti til fjórtán fyrirtækja með umsóknareyðúblöð, til þess að fá ársbirgðir af kúlulegum í einn bíl, og 6,1 milljón manna starfa'ði eingöngu við „skipulagn in>gu“ og ,,áætlanagerð“. Varðandi landbúnaðinn gat ræðumaður þess, að samkvæmt sovézkum skýrslum framleiddi hver sovézkur bóndi (eða land- búnaðarverkamaður, eins og það heitir eystra) matvæli handa sjö mönnum, en bver bandarískur bóndi handa 46 mönnum. Síðan ræddi Gunnar G. Schram um stjórnarskiptin í Bretlandi. Þeim kvað hann frek- ar valda fylgisaukning Frjáls- lynda flokksins en tap íhalds- flokksins. Gerði hann gys að tilraun málgagns Sovétríkjanna á íslandi, „Þjóðviljans“, til að jafna saman stjórnarskiptunum í Sovétríkj unum og í Bretlandi. Á öðrum staðnum hefði veri’ð um kaldrifjaða hreinsun að ræða, en á hinum lýðræðislegar þingkosn ingar. Gagnrýndi Gunnar síðan ýmsar aðgefðir Wil9ons, forsætis- ráðherra í Bretlandi, svo sem þjóðnýtingu stáliðnaðar og tolla hækkun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.