Morgunblaðið - 19.11.1964, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.11.1964, Blaðsíða 27
1 Finvmtudagur 19. nóv. 1964 M0RGUNBLAÐ1Ð 27 — Maðurinn i kassanum Framhald af bls. 1 Mordechaí Luk, sem er ísra- elskur ríkisborgari af Gyð- ingaættum, fæddur í Marokko. Hefði hann oft komizt á saka- skrá í ísrael. Talsmaðurinn ! sagði, að Luk hefði farið yfir í landamærin til Egyptalands 1961 og verið neyddur til að njósna fyrir Egypta. Hann væri kvæntur og ætti fjögur börn. Talsmaðurinn lagði á- herzlu á, að Luk hefði ekki l starfað fyrir neina aðila í Isra j el. Alþjóðalögreglan „Interpol“ og lögreglan í Róm, Napólí og Frankfurt, vinna nú að rannsókn hins dularfulla ráns. • Ekki sami Missinn ítalska stjórnin hefur sent sendiráði Egyptalands í Róm harðorð mótmæli vegna at- burðarins i gærkvöldi, en sendiherra Egypta, Ahmed Naguib Hashin, lýsti hryggð sinni og sagðist ekkert um málið vita. f yfirlýsingu frá , sendiráðinu segir, að það hafi ekkert vitað um innihald kass ans, sem sendiráðsstarfsmenn . irnir tveir fluttu á flugvöll- ' inn. Annar þeirra sagði, áð áður en hann hél-t frá Ítalíu, að kassinn á flugvellinum hefði ekki verið sá sami og sendur var frá sendiráðinu. Maðurinn í kassanum var yfirheyrður í Róm í dag. Seg I ist hann hafa starfað í Napólí tvö undanfarin ár sem túlkur fyrir ferðaskrifstofu, en að — Óveður Framh. af bls. 2? magnstruflanirnar eru taldar af völdum veðursins, sennilega sam sláttur eða að línur hafi slitnað. Viðgerðarflokkur er kominn á vettvang. Bílum er vel fært um vegi en krapaelgur er á þeim þessa stundina. — Sigurður. Akureyri, 18. nóv. Veður er fremur aðgerðarlítið þessa stundina hér á Akureyri. Vegir munu færir bæði vestur og austur um heiðar héðan. Útlit er fyrir suðaustan garra. — Sv. P. JVfcðrudalsfjöll ófær Grímsstöðum á Fjöllum, ‘I 18. nóv. Nokkur hríð hefir verið undan- farið og er færð að þyngjast á heiðum. Möðrudalsfjallgarðar lok uðust í fyrradag, en þá var bíl- um hjálpað yfir. Fólksbíll bilaði á þessari leið og var hann tek- inn á bílpall og fluttur austur yfir. Hér er nú suðaustan storm- ur með renningskófi. Snjómagn er ekki mikið en setur í skafla. Fé liggur hér úti á Grímsstöð- um en á útbæjunum er búið að taka það á hús. Fé er hér óvenju- lega vænt í haust og voru lömb betri til frálags en lengi hefir verið. Einnig er fullorðið fé óvenju vænt. Ekki geta menn ráðið í hvað veldur nema ef vera skyldi að venju fremur greri gnemma í vor. — Benedikt. Seyðisfjörður 18. nóv. Veður er að ganga upp hér fyrir austan í dag. Fjallvegir eru þó enn færir og Fjarðarheiði vel fær jeppum og stærri bílum. — Sveinn. Símasambandslaust Símasambandslaust var til Suð urfjarða Austurlands 1 gær og gat blaðið því ekki haft samband við fréttaritara sína þar. Einnig var símasambandslaust við Vík í Mýrdal. Vélgeymsla fauk Borgareyrum Austur-Landeyjum, 18. nóv. * Austan ofsaveður með stór- rigningu öðru hvoru hefir gengið hér yfir í dag. Á tímabili vott- aði fyrir krapa, enda var hiti þá urn frostmark, en hlýnaði svo sögn lögreglunnar, talar hann 10 tungumál reiprennandi, m.a. ensku, þýzku, ítölskiu, arabísku og hebresku. • Rotaður í veitingahúsi Maðurinn sagðist hafa far- ði til Rómar sl. sunnudag til þess að hitta mann, sem átti að afhenda honum-háa fjár- upphæð. Á mánudagskvöldið hefði hann verið á veitinga- húsi í Róm og hitt þar Egypt- ana tvo, sem veittu honum höfuðhögg og höfðu hann á brott með sér í bifreið. Sagð- ist maðurinn ekki hafa séð Egypta þessa fyrr. Þeir hefðu flutt hann til húss eins og haldið honum þar fram á mánudag. Þá hefðu þeir gefið honum svefnlyf í sprautu og hann ekki vitað af sér fyrr en í kassanum á flugvellinum. Hann kveðst alls ekki geta gert sér grein fyrir ástæðunni til ránsins. Maðurinn sagðist hafa verið nýbúinn að sækja um lengingu dvalarleyfis síns í Napólí, en þar hafi hann ætlað að ganga að eiga unga ítalska stúlku. Lögreglan yf- irheyrði stúlku þessa í Napólí í kvöld, en ekki hefur verið skýrt frá niðurstöðum yfir- heyrslunnar. • Kassinn notaður áður Lögreglan í Róm rannsak- aði í gær kassann, sem mað- urinn fannst í. Herma fregnir, að allt bendi til þess, að hann hafi verið notaður áður í sama tilgangi. Er hann sér- staklega innréttaður með stól, sem er skrúfaður fastur og mjúkum púða til þess að vernda höfuðið, ef maður sit- 1 ur í 'stólnum. I aftur. Um kl. 2 í nótt byrjaði að hvessa með snörpum hrinum, en lægði á milli. Kl. 10 í morgun var komið aftaka veður, svo vatn rauk eins og mjöll öðru hvoru og hélzt iþað til kl. 2 að fór að draga úr veðurhæð. Ég átti tal við sím- stöðvamar hér undir Eyjafjöllum um kl. 5 í dag. Var þá enn ekki vitað um tjón af völdum veðurs- ins, enda eru hér yfir höfuð traustar, vel gerðar og nýlegar byggingar. Á Skíðabakka í Austur-Landeyjum, hjá Eyvindi bónda Ágústssyni, fauk véla- geymsla, braggi, er var í smíðum, vegna frosta nú undanfarið var ekki að öllu fullgerður. Hann er talinn gerónýtur. Vestmannaeyjum 18. nóv. Stólparok var hér í nótt og dag 13—14 vindstig á austan. Er á daginn leið færðist veðrið til suð urs og var enn hvasst með kvöld- inu. Snjór var hér nokkur og hálka, en frostlaust. Ekki er kunnugt um slysfarir eða skemmdir af völdum veðursins. — Björn. — Slysastabir Framhald af bls. 10 Snorrabrautar hafa orðið 19 á- rekstrar, þrátt fyrir góða götu- vita, en þarna er ekið hratt og oft orðið stutt á milli bifreiða eða að ekið er of fljótt inn á gatnamótin. Engin slys á fólki hafa orðið þar, enda gæta gang- andi vegfarendur sín oftast þar sem slík umferð er og götuljós. Önnur gatnamót við Snorrabraut ina em líka nokkuð slæm, eins og við Njálsgötu og við Lauga- veg. Krlngum spennistöðina í Hafn arstræti hafa orðið 17 árekstrar á árinu. Þetta eru tvenn gatna- mót og flókin umferð, og talsvert um akreinabrengl hjá ökumönn- um. Eins er mikið um árekstra á Skúlagötu fyrir framan B.P.-stöð ina og kringum Nýborg, 10 árekstrar eru skráðir á hvorum stað í ár. Þarna er mikil umferð, þvi hvort tveggja er mikið notað, benzín og áfengi. Og á horni Tryggvagötu og Pósthússtrætis eru þegar skráð- ir 11 árekstrar, enda mikil um- ferð um þau gatnamót til og frá höíninni. Þar sem Laufásvegur og Hring raut skerast hjá Kennaraskól- íum hafa orðið 16 árekstrar á árinu og í þeim slasast 2 farþeg- ar og bifreiðastjóri, og að auki tveir fótgangandi. Árekstrar þar gerast með ýmsu móti, þegar bíl ar eru að beygja inn á Laufásveg eða koma þaðan inn á Hring- brautina og oft verða'þeir á milli eyjanna á miðri götunni. Þarna skammt frá stanza líka strætis- vagnar, og fólk á þar af leið- andi leið yfir mikla umferðar- götu. Og lýsingin á gatnamótun um er ekki alltof góð. Áður en haldið er lengra aust- ur, skulum við aðeins taka Melatorgið, þar sem hafa orðið 10 árekstrar á árinu og einn slas- azt. Þar eru ekki merktar tvö- faldar akreinar, en mjög margir bifreiðastjórar aka þetta hring- torg svo sem þar sé tvöföld um- ferð, enda tvöföld umferð á næsta hringtorgi, Miklatorgi. En sé tvöföld umferð um torgið, virð ist akbrautin of mjó og eyjan of stór. Miklabrautin hefur nú um tíma verið lokuð við gatnamót Grens- ásvegar, en áður en það varð, höfðu þegar orðið 12 árekstrar og slasast 2 fanþegar, 1 bifreiða- stjóri og 1 hjólxeiðamaður. Þarna verða harðir árekstrar og hafa oft oltið í þeim bílar, sem sýnir að ekið er mjög hratt á þessum stað. Auk þess var oft laus möl á gatnamótunum og erfitt að hemla snöggt, en það stendur nú til bóta etfir að gatan er steypt. Kaflinn á Miklubraut frá Grensásvegi að Háaleitisbraut, hefur því verið lokaður um tima og umferðin beinzt inn á ný malbikaða og breiða Háaleitis- brautina. Þarna hefur til skamms tíma verið illfær leið, en nú eru komnar góðar götur, og um leið og akstursskilyrði batna er ekið hraðar. Inn á Há.aleitisbrautina liggja Safamýri og Ármúli, allt góðar malbikaðar götur, sem verða fyrirsjáanlega viðsjálar. Háaleitisbrautin hallar til norð- urs og Ármúli til norðvesturs að gatnamótunum og þegar kemur hálka og ísing, verður þar hættu legt umferðarhorn. Þetta er alveg nýsköpuð hætta. Skammt frá eru önnur nýtil- komin hættuleg gatnamót, þar sem Hallnrmúli og Suðurlands- braut mætast. Þarna hafa orðið 15 árekstrar og 2 slys á mönnum á skömmum tíma. í fyrra var þessi hætta ekki fyrir hendi, enda engir árekstrar skráðir þarna. Nokkru innar við Suðurlands- braut, á kaflanum við Múlaveg, er hæt.tulegur staður. Þar hafa orðið 11 árekstrar, 3 slys á gang andi fólki og eitt banaslys. Á stuttum kafla á þessari miklu um ferðargötu fer margt fólk úr strætisvagni og gengur beint yfir Suðurlandsbrautina. Lengi hefur verið rætt um nauðsyn' þess að gera þar útskot fyrir strætisvagn inn og girða það frá götunni. T-gatnamót eru þar sem Holta vegur kemur á Suðurlandsbraut og þar hafa orðið 10 árekstrar á árinu. Suðurlandsbrautin er aðal braut og ekkert skyggir á við þessi gatnamót, svo erfitt er að gera sér grein fyrir þessum mörgu árekstrum. Líklega er or sakarinnar helzt að leita í því, að aðalbrautarréttur er ekki virtur og hinn hraði akstur eftir Suðurlandsbrautinni. Langholtsvegur á kaflanum við Drekavoginn og rétt þar í kring héfur mjög háa slysatölu fyrir vegfarendur. Þar hafa orðið 7 slys á gangandi fólki og einn árekstur. Gatan er malbikuð og engar gangstéttir, en hratt ekið. Þarna virðist af einhverjum á- stæðum vera mjög mikil gang- andi umferð, og mikið um börn, þó ekki sé skóli í nánd. Á nær- liggjandi stöðum hafa einnig orðið 4 slys á fólki í umferðinni. Sundlaugavegur er einnig slæmur, bæði við Sundlaugarnar, þar sem orðið hafa 12 árekstrar og 2 hjólreiðamenn slasazt og á kaflanum frá Hrisateig að Laug .arnesvegi, þar sem orðið hafa 8 árekstrar og 4 slasast á þessu ári. Þarna er mikil umferð gang andi fólks, enda stanza strætis- vagnar, og margir eiga leið í Sundlaugarnar. Auk þess var mikið ekið um Hrísateiginn í sum ar vegna tálmana á Sundlauga- vegi. Loks skulum við athuga Reykjanesbrautina, þar sem eru tveir slæmir staðir. Við Nesti hafa orðið 15 árekstrar og 2 slas ast, enda geysileg umferð. Og við gatnamótin við Fossvogsveg hafa orðið 13 árekstrar og eitt slys á manni. Þar er mikil um- ferð frá Bústaðahverfinu og Smá íbúðahverfinu af ökutækjum, að stytta leiðina yfir á Hafnarfjarð arveginn. Á umferðarkorti lögreglunnar má sjá bólur sem tákna árekstra og slys miklu víðar, en við verð um að látá okkur nægja að taka verstu staðina í þessari grein. — Orsök þess að þeir eru öðrum verri hvað úmferðarslys snertir, liggur ekki alltaf Ijós fyrir. — Sumsstaðar verða þau með svo ólíkum hætti að ógerlegt er að kenna neinu ákveðnu um hætt- una. Þó vilja það verða sömu götuhornin eða götukaflarnir, sem ‘bera hæstu tölu umferðar- slysa. Og á þeim stöðum er vissu lega sérstök ástæða fil1 að fara gætilega. j Koreu- j baElettinn j kemur J í dag Jí DAG kemur til landsins 46 imanna flokkur listamanna og íer það Kóreu-ballettinn, sem / ætlar að sýna hér á vegum IÞjóðleikhússins. Fyrsta sýn- \ing verður á laugardags- i kvöld, en alls sýnir listafólk íið hér þrisvar sinnum, þann 721.—23. þ. m. \ Sala aðgöngumiða hófst í ÍÞjóðleikhúsinu í gær og er t selt á allar sýningarnar í einu. /Listafólkið kemur hingað i með flugvél frá Loftleiðum ifrá Bandaríkjunum, en þar / íhefur Kóreu-ballettinn sýnt 1 /að undanförnu í 60 borgum Ivið mikla hrifningu. Kóreu \ballettinn fer héðan aftur þ. 24. þ.m. Myndin er af Stella Kivon 1 aðaldansara og sjórnanda ballesins. Fundur kaup- félagsstjóra KAUPFÉLAGSSTJÓRAR koma saman á sinn árlaga fund í Sambandshúsinu föstudaginn 20. nóvember kl. 13.30 og stendur fundurinn á föstudag og laugar- dag. Mbl. spurðist fyrir um hvaða mál væru á dagskrá og fékk þær upplýsingar að ein- ungis yrði rætt um málefni kaup- félaiganna á breiðum grundvelli. — Mannaskipti “ Framh. af b!s. 1 menn eru skipaðir í embætti og hækkaðir í tign. Þegar Podgorny hafði lagt fram skýrsluna um skipulagsmál á fundi miðstjórnarinnar, var sam- þykkt að falla frá skiptingu flokksins í iðnaðardeild og land- búnaðardeild, en þá skiptingu ákvað Krúsjeff 1982. Um leið var samþykkt, að í næsta mánuði skyldu valdir nýir formenn flokksdeildanna í 73 mikilvæg- ustu héruðum Sovétríkjanna. Mörg þessara héraða eiga full- trúa í miðstjórn flokksins og má því vænta þess að breytinganna verði einnig vart þar, en það er miðstjórnin, sem markar stefnu flokksins. Krúsjeff skipaði 170 nýja full- trúa í miðstjórnina og talið er, að hinir nýju leiðtogar muni nú losa sig við eitthvað af þeim. í héruðunum 73, sem áður erú nefnd, hafa verið tveir flokks formenn frá 1962. Annar formað- ur iðnaðardeildar, en hinn land- búnaðardeildar. Nú á að breyta þessu og verður formaðurinn að- eins einn framvegis. Ef manna- skiptin, sem standa fyrir dyrum, ná einniig til minnstu flokksein- inganna, er talið, að þau muni ná til um 2000 lágtsettra embættis- manna. — íþróttir Framhald af bls. 20. í hlauipiruu. „Þetta komu eins og bylgjur og sa.nnarlóga hjátpar það manni þegar fæturnir eru orðnir stífir af þreytu“, sagði hann. Fram að þessu hefur Snei l alltaf haldið sig í forystu hópnum í hlaupi en runinið svo fram úr á ógnarspretti og umnið með yfirburðum. Framtíðaráform Snells eru að taka lífinu með ró á næstu rnán uðuim. Þó mun hann keppa í Wanganui — þar sem hann setti fyrra miluheimsmet sitt — ano an laugardag en vegalengdim er ekki ákveðin. Hann fer stvo í Evrópuferð í júní og júlí og heimsækir þá yæntanlega Norð- urlönd og keppir. Til gamans fylgir hér skrá yfir þróun heimsmetsins í míiu- hlaupi — þessu frægasta hlaupi allra hí’aupa: 4.12.6 Norman Tabe USA 1915 4.10.4 Paavo Nurmi, Finnl. 1923 4.09.2 J. Ladoumeque Fr. 1931 4.07.6 J. Lovelock N-Sjál. 1933 4.06.8 G. Cummingham 1934 4.06.4 S. Wooderson, Engl. 1937 4.06.2 Gunder Hægg, Svíþ. 1944 4.06.2 Arne Anders. Svþ. 1942 4 04.6 Gunder Hægg 1942 4.02.6 Arne Anders. Syþ. 1943 4.01.6 Arne Andersen Svtþ. 1944 4.01.4 Gunder Hægg 1945 3.59.4 R. Bannister, Engl. 1954 3.57.9 John Landy Ástral. 1954 3.57.2 Derek, Englandi 1957 3.54.5 Herb. Elliott, Ástral. 1958 3.54.4 Peter Snell, N-Sjál. 1962 3.54.1 Snelll 1964 Í Hjartkær móðir okkar SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR frá Fáskrúðsfirði, andaðist á Hrafnistu 18. þ.m. — Jarðarförin auglýst síðar. Börnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.