Morgunblaðið - 19.11.1964, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.11.1964, Blaðsíða 19
r Fimmtudagur 19. nóv. 1964 MOR.GU N BLAÐIÐ 19 g.y.,.....MMguggmta •• V gmmjVM.-.V.-.-,-*#'-.-.- ■ ■ Ví.».-ý. •••■«■■v ' ' ................... tessi uppdráttur sýnir, hvar árekstrar urðu í gær og á hvaða tima. Fjöldi árekstra í gær 1 GÆRMORGUN, er Reyk- víkingar tóku að tínast úr rekkjum sínum, var krapa- hríð og ökufærð orðin tals- vert slæm. Hélzt færð þessi um daginn, þótt veður færi heldur batnandi. Um morgun inn tók strax að bera mikið á árekstrum, flestum smávægi- legum þó, og urðu þeir á starfsdegi Slysarannsóknar- deildar lögreglunnar 19 tals- ins, sem skýrslur voru gerðar um. Umferðardeild lögregl- unnar hafði auk þess afskipti af mörgum fleiri smáárekstr- um, sem ekki þótti taka að stöðva uinferðina fyrir. Hér fer á eftir frásögn blaða- manns Morgunblaðsins, sem ur Miklubraut, en hin suður Kringlumýrarbraut og ekið á hana. Nokkrar dældir höfðu komið á báðar bifreiðarnar. „Áreksturinn varð fyrir ein- stakt gáleysi annars leigubíl- stjórans“, sagði annar lögreglu- mannanna, á leiðinni aftur niður á lögreglustöð. „Hann segist ekki hafa séð bílinn, sem kom eftir Miklubrautinni. Ef þetta hefðu nú verið tvær kerlingar. En ekki var því að heilsa, heldur voru þetta tveir atvinnubílstjórar". „Þetta hefur verið fjörugur dagur hjá ykkur“, sögðum við, þegar við vorum aftur komnir á skrifstofu SRD. „Já, þetta var fjórtándi áreksturinn síðan við tókum til starfa kl. 9 í morgun". Kl. 9:03 kom fyrsta útkallið. Þá hafði bíll ekið aftan á annan á horni Hverfisgötu og Kalkofns vegar. Skemmdir voru smávægi- Áreksturinn á hornl Skúlagötu og Klapparstígs. fylgdist með störfum SRD eíðari hluta dagsins. Þegar við komum á Logreglu- etöðina í heimsókn til SRD, Slysarannsóknardeildarinnar, var bifreiðin í útkalli með ann- deildarinnar, Hörð. Ólafur Guð- an tveggja föstu starfsmanna mundsson varðstjóri var á skrif- stofunni og sagði okkur, hvar áreksturinn hefði orðið, á horni Miklubrautar og Kringl-umýrar- brautar. Við flýttum okkur á 6taðinn og hittum þar Hörð og Halldór, lögregluþjón nr. 42, sem 6tarfaði með SRD þennan dag, þar sem þeir unnu að skýrslu- töku og mælingum á afstöðu bifreiðanna. 1 Rekizt höfðu á tvær leigubif- reiðar. Önnur hafði komið vest- legar en slíkir árekstrar munu vera hinir algengustu í miðbæn- um. 9:15 varð einnig smávægilegur aftanáakstur á horninu á Lauga- vegi og Snorrabraut. 9:28 varð hinn þriðji í Lækjar götu. Skemmdir voru einnig litl- ar. 9;46 ók kona nokkur í fólks- bifreið á rauðu ljósi á strætis- vagn. Þetta skeði á horni Lauga- vegs og Snorrabrautar. Gat kom á framanverðan strætisvagninn við áreksturinn og fólksbifreið in skemmdist einnig nokkuð. Konan mun ekki hafa komið bílnum af stað á grænu ljósi, sök um hálkunnar. Bíllinn hélt á- fram að spóla um hríð og konan gætti þess ekki, þegar hann loks komst af stað, að þá var komið Við Blóðbankann. rautt Ijós. Er hún sá strætisvagn in nrétt framan við sig, veittist henni jafnerfitt að stöðva bílinn og að koma honum af stað nokkru áður. 10:03 varð árekstur á móts við Laugaveg 162. Bílstjóri nokkur ók í veg fyrir bifreið, sem kom eftir Laugavegi og virti þannig ekki umferðarrétt hennar. Bíl- stjórinn skýrði lögreglumönnun- um svo frá, að hann hefði ekki séð til ferða bifreiðarinnar. 10:16 láðist öðru-m bifreiðar- stjóra að virða umferðarréttinn og ók á annan bíl á horni Snorra brautar og Grettisgötu. Var hálka einnig orsök óhappsins. 11:26 voru vörubifreið og fólks bifreið báðar á leið vestur Miklu braut. Var vörubifreiðin á vinstri akrein, en fólksbifreiðin á hinni hægri. JSr kom að gatna- mótum Rauðarárstígs, sveigði vörubifreiðin til hægri í veg fyr ir hina, sem ekki tókist að nema staðar vegna hálkunnar og lenti því á vörubifreiðinni. Vörubíl- stjórinn kvaðst ekki mundu hafa náð beygjunni inn á Rauðarár- stíg nema af vinstri akreininni. 11:28 varð árekstur milli bif reiðar og Ferguson-dráttarvélar að Hringbraut gegnt Hjúkrunar- skólanum. Þrír árekstrar á sömu mínútu 11:58 ók bifreið á ljósastaur á Laufásvegi. 11:58 varð annar árekstur milli tvegigja bifreiða á Reykjanes- braut nálægt Fossvogsvegi. 11:58 varð einnig árekstur á mótum Barónstígs og Hverfis götu. Bifreiðarnar voru þó farn- ar af staðnum, er bíl SRD bar að, enda munu skemmdir ekki hafa verið teljandi. Þeir Ólafur og Hörður kváðu það oft koma fyrir, að tveir eða fleiri árekstrar yrðu á næstum sama tíma, svo að sömu menn- irnir gætu ekki fjallað um þá; jafnvel þá daiga sem annars er lítið um árekstra. 12:05 virti ökumaður nokkur ekki umferðarrétt, tókst ekki að stöðva bifreið sína á hálkunni og ók á annan bíl á móts við benzínstöðina á Birkimel. 13:10 rann bifreið aftur á bak á mótum Rauðagerðis og Soga- vegar, svo að hún lenti á næsta bíl fyrir aftan. 14:02 varð svo árekstur sá, sem áður er sagt frá, á korni Kringlu mýrarbrautar og Miklubrautar. Hann var sá 14. í röðinni. Rólegt var nú um hríð hjá lög- reiglumönnunum, eða þar til Hörður átti að fara af vaktinni Ólafur að taka við útköllunum, 15:55 var tilkynnt, að árekstur hefði orðið við Blóðbankann á horni Eiríksgötu og Barónsstígs. Þar hafði kona ekið aftan á leigu- bifreið. 16:00 eða er við vorum að koma að Blóðbankanum barst kall um að annar árekstur hefði orðið á horni Skúlagötu og Klapparstígs, en senda varð ann- an lögreglubíl til rannsóknar á honum. Konan, sem ók á leigubifreið- ina, hélt að hemlar bifreiðar hennar hefðu bilað skyndilega, en yið rannsókn kom í ljós, að leir voru í lagi. Hefur bifreiðin því sennilega bara runnið á hálk- unni aftan á hinn bílinn. ,Konan er náttúrulega óvön snjó og vanmetur skilyrðin, með þessum afleiðingum," sagði Hall- dót, er hann kom frá því að taka af henni skýrsluna. „Hann yrði ljótur, ef frysta tæki með kveldinu," sagði Hörð- ur. „Þeir spá nú rigningu og roki,“ svaraði Ólafur. Nú lá ekkert fyrir, svo tekið var til að aka Herði heim. • Er komið var upp í Hamrahlíð, sagði Halldór: „Þá eru þeir orðn- ir 16 í dag.‘ „Þarna er sá sautjándi," sagði Ólafur og benti á tvo bíla, sem stóðu þversum á veginum fyrir framan okkur. Þegar betur var að gáð, var þó ekki um árekstur að ræða, held- ur hafði annar bíllinn reynt að draga hinn, en hálkan var svo mikil, að bíllinn spólaði aðeins og skekktist á götunni. Lögreglu mennirnir hjálpuðu bílstjórunum að ýta bilaða bílnum langt niður götuna, þangað sem hallaði fram undan honum, svo að hægt yrði að draga hann. Er við komum til Harðar, kom næsta kall: 16:23 ók fólksbifreið á leigu- bigreið á horni Bárugötu og Ægisgötu. Sú fyrrnefnda kom frá hægri. Ökumaður hennar kvað stóran bíl hafa staðið á horn- inu, en vera horfinn af hólmL Hefði sá varnað sér sjónar á leigu bifreiðinni. „Það eru annars fáir árekstrar í Vesturbænum", sagði Ólafur. „Enda eru þeir allir í sama fé- lagi, KR. Það er ekki von að þeir séu að skora hjá sjálfum sér“. 16:35 varð árekstur á Laugar- nesvegi á móts við hús númer 82. Um rannsókn þess sá Umferðar- deild lögreglunnar. 16:50 kom svo síðasta útkallið á þessum starfsdegi SRD. Bíl- stjóri nokkur hafði ekið á mann- lausan bíl í Suðurgötu, er hann ók aftur á bak út af bilastæðinu fyrir ofan Uppsali. Að ferðalaginu loknu, spurð- um við Ólaf, hvers konar öku- menn hefðu helzt lent í árekstr- um þennan dag, og svaraði hann: „Þetta hafa yfirleitt verið full- orðnir menn, ekki tryllitækja- gæjar“. ÐAHCO NÝJA rörtöng grípur betur heldur lengur • hinn hreyfan legi neðri skol tur gefur vin- nusparnað Skyndimyndir Templarasundi 3. Passamyndir — skírteinis- myndir — eftirtökur. Verkfærin sem endast BAHCO ííí SKRÚFLYKLAR BAHCO $: STJÖRNULYKLAR BAHCO SKRÚFJÁRN -hWr bahco ::::::: multifix-tengur bahco ::: VERKFÆRAKASSAR * JÚA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.