Morgunblaðið - 19.11.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.11.1964, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADIÐ Fimmtudagur 19. nóv. 1964 Útgefandi: Framkvsemdast j óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslustjóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 I lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 224S0. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. ÍSLAND OG ÍRLAND lYfargt ea: sameiginlegt með eyþjóðunum tveim, íslendiagum og írum. Báðar hafa þjóðirnar t.d. orð- ið að berjast fyrir frelsi sínu r báðar hafa þær orðið á t .ir í efnahagsíegri þróun, eins og títt er um ófrjáls ríki. En bæði íslendingar og írar hafa lagt áherzlu á að bæta efnahag sinn og styrkja þann- ig sjálfstæðið. Fjármagnssnauðar þjóðir eiga þó eðlilega erfid með að keppa við auðugar þjóðir í hinni öru efnahagsþróun, þar sem það er fyrst og fremst mikið fjármagn, sem þarf til þess að ná örum efnahags- vexti, á tímum hinnar nýju iðnbyltingar, sem nú á sér stað víða um heim. En fátækari lönd hafa lengi farið þá leið að reyna að laða til sín erlent fjár- magn til atvinnuuppbygging- ar, og er þar nærtækast dæmi Norðmanna, sem um langan aldur — og enn í dag — leggja mikla áherzlu á erlenda fjár- festingu í landi sínu. írar hafa þegar markað sér stefnu í þessu eíni, og íslend- ingar hugleiða nú að taka upp samstarf við erlenda fjár- magnseigendur til að hrinda í framkvæmd stórverkefnum. írar telja nauðsynlegt og sjálfsagt að fara þessa leið, einmitt til að treysta efnahag landsins og styrkja þar með sjálfstæði þess, og hið sama munu íslendingar gera, því að þeir ætla sér ekki að drag- ast aftur úr í efnahagsþróun- inni, heldur sækja a.m.k. jafn hratt fram og aðrir og helzt nokkru hraðar. írsk stjórnarvöld auglýsa nú eftir erlendu einkafjár- magni og bjóða ýmis gylli- boð þeim, sem vilja hefja at- vinnurekstur þar í landi. Rík- isstjórnin býst t.d. til að taka að sér greiðslu allt að 2/3 hluta kostnaðar við lóðir, verksmiðjuhús og vélar, veit- ir algert skattfrelsi á tekjum af útflutningi um langt ára- bil, tollfrelsi er veitt á inn- fluttum hráefnum, vörum og vélum o.s.frv. Sýnir þetta hve mikla nauð syn írar telja á því að efla fjárfestingu í landinu. Stjórn- arvöldin gera sér réttilega - grein fyrir því, að þegnarnir munu ekki sætta sig við lak- ari lífskjör en nágrannarnir búa við og þess vegna verði að afla aukins fjármagns til þess að styrkja atvinnuvegina og bæta kjör fólksins. Inn á þessu braut hljótum við íslendingar einnig að fara, enda hreinn barnaskapur að ekki sé hægt að búa þannig um hnútana að engin áhætta sé samfara slíkri fjárfestingu. ANNARLEGIR VERZLUNAR- HÆTTIR jörtur Hjartar, forstjóri Skipadeildar SÍS ritar grein í Tímann, þar sem hann fjallar um olíuflutninga frá Sovétríkjunum og samning þann, sem gerir ráð fyrir að Rússar flytji hingað alla olíu. Hann segir Rússa enga dul hafa dregið á að þeir hafi tap- að stórfé á flutningum til ís- lands og bætir við: „Einhverra hluta vegna hafa þeir þó talið þetta skipta óverulegu máli fyrir sig. Hvaða ástæður hér kunna að liggja til grundvallar skal ósagt látið. Á þessum árum hefur halli á rekstri Hamra- fellsins verið mikill og í raun og veru hefur þetta verið slíkt alvörumál fyrir eigend- ur skipsins, að þráfaldlega hefur sú spurning komið upp, hvort forsvaranlegt væri að eiga og reka skipið áfram.“ Síðar í grein sinni víkur hann að því, að flutningatil- boð Rússa séu „dumþing“ og þannig ekki í samræmi við raunverulegan kostnað við flutninga. Síðan segir: „Sagan hefur kennt okkur, að snar þáttur sjálfstæðisbar- áttu þjóðarinnar felst í því, að við getum sjálfir annazt flutningamál okkar. Þetta þurfum við áfram að muna og gæta þess að láta ekki stundarfyrirbrigði og annar- lega verzlunarháttu raska ró okkar og meginstefnu.“ Morgunblaðið hefur ekki upplýsingar um það, hve miklu munar á þeim flutn- ingsgjöldum, sem Hamrafell þarf að fá og gjöldum þeim, sem Rússar bjóða, en aug- ljóst er þó að þar er um veru- legan verðmismun að ræða. En blaðið getur tekið undir það með forstjóra Skipadeild- arinnar, að ætíð verður að gjalda varhug við „annarleg- um verzlunarháttum“. Við höfum um langt skeið átt mikil viðskipti við komm- únistaríkin, í sumum tilfell- um hafa þau verið okkur hag- stæð, ,en í öðrum óhagstæð, eins og t.d. sást á miklum verð hækkunum á vörum frá þess- um ríkjum þegar unnt var að kaupa þær einnig frá öðr- um löndum. Þar sem allt efnahagskerfið er undir stjórn ríiksvaldsins er hægt að haga viðskiptum eftir því sem vindurinn blæs hverju sinni, og vissulega er illt til Þörf nýrra átaka í vi<5- skiptamálum Evrópu RAÐGJAFARÞING Evrópuráðs- | ins sat að störfum í Strassborg meginhluta síðustu viku, og voru ■ allmörg mál á dagskrá. Einna mesta athygli vakti umræðan um efnahagsmál. Hún hófst með því, að Wyndham White, fram- kvæmdastjóri GATT (Alþjóðlegu tollamálastofnunarinnar) flutti ræðu um hlutverk Evrópu á sviði alþjóðaviðskipta. Hann varaði við afleiðingum þess, að Vestur-Evrópa skiptist í tvö við- skiptasvæði Efnahagsbandalags- svæðið og EFTA-svæðið. Taldi White, að frekari tollalækkunum innan þessara tveggja svæða þyrfti að fylgja eftir með nýj- um ráðstöfunum. Þær þyrftu ekki aðeins að hafa þann tilgang að viðhalda viðskiptum milli svæðanna tveggja heldur o^ að auðvelda þróunarlöndum í öðr- um heimshlutum útflutning til Vestur-Evrópu. White sagði, að Kennedy-viðræðurnar í Genf gætu stuðlað að lausn þessara vandamála, en kvað þær hafa gengið seint. Hefði aðalástæðan verið sú, að hin auðugri ríki hefðu verið treg til að hefja samninga um að fella niður verndartolla á landbúnaðaraf- urðum. Taldi hann ríkin í Vest- ur-Evrópu nú svo öflug, að þeim væri ekki nauðsynlegt að halda takendur skipzt í tvo hópa: þró- unarlönd og auðug lönd. Segir í skýrslunni, að þessi tvískipting geti í framtíðinni orðið mikil- væ^hsta skipting ríkja á sviði al- þjóðastjórnmála. Þá segir efna- hagsmálanefnd ráðgjafarþings- ins, að aðalgildi þessarar ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna hafi væntanlega verið, að með henni hafi hafizt „óstöðvandi þróun“, sem líklegt sé að gjörbreyti eðli samstarfsins milli þróunarland- anna og hinna auðugu ríkja. Einn þáttur umræðanna um efnahagsmál á ráðgjafarþingi Evrápuráðsins var sá, að utan- ríkisráðherra Dana, Per Hække- rup, lagði fram skýrslu um starf- sem Fríverzlunarbandalags sjö- veldanna (EFTA). Næstur á eft- ir Hækkerup talaði brezki ráð- herrann Anthony Crosland. Kom hann á þingið til að skýra og verja þá ráðstöfun ríkisstjórnar Verkamannaflokksins að leggja til bráðabirgða á 15% innflutn- ingstoll. Crosland kvað viðskipta- jöfnuð Bretlands hafa verið orð- inn mjög óhagstæðan og hefði mátt búazt við, að hann yrði á þessu ári 85—95 milljarðar kr. Hann kvað tollinn hafa verið skást þeirra úrræða, sem til greina komu, en sagðist vita, að hann hefði leitt til erfiðleika í öðrum löndum. Svipaða erfið- leika hefðu Bretar hins vegar átt við að stríða vegna efnahagsráð- stafana í viðskiptalöndum þeirra. Crosland sagði, að ógerlegt hefði verið að taka upp viðræður við aðrar ríkisstjórnir um málið og mótmælti ásökunum um, að toll- urinn fæli í sér brot á reglum GATT og EFTA. Kvað hana þessa ráðstöfun ekki fela í sér, að Bretar hefðu nú minni áhuga en áður á nánu samstarfi við önnur ríki í Vestur-Evrópu, heldur væri aðeins um að ræða nauðsynlega bráðabirgðaráð- stöfun. Ýmsir fulltrúar á ráðgjafar- þinginu urðu fil að gagnrýna ráðstafanir Breta, og eftir nokk- urt þóf var samþykkt tillaga frá Gunnar Heckscher, þar sem þess- ar ráðstafanir eru harmaðar. í öðrum ályktunum ráðgjafar- þingsins eru settar fram áskor- anir um að reynt verði enn að koma á samstarfi Efnahagsbanda lagsins og EFTA og hvatt til þess, að erfiðleikum þeim, sem komið hafa fram í sambandi við Kennedy-viðræðurnar, verði rutt úr vegi. Þá er í ályktunum ráð- gjafarþingsins látin í Ijós sú skoðun, að ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og þróun, sem koma á saman í annað sina 1966, geti stuðlað að því, að ný viðhorf skapist í viðskiptum þró- unarlanda og auðugra ríkja. (Frétt frá upplýsingadeild Evrópuráðsins). fast við hina gömlu verndar- tollastefnu í landbúnaðarmálum og hvatti til þess, að þau ættu frumkvæði að því að finna lausn á viðskiptavandamálum þróun- arlandanna. White ræddi einnig um viðskipti ríkjanna í Austur- og Vestur-Evrópu. Taldi hann ekki líklegt ,að veruleg aukning yrði á viðskiptum Sovétríkjanna við Vestur-Evrópu, þar sem Sovétríkin væru mjög stór við- skiptaheild, sem væri sjálfri sér nóg að mestu. Hins vegar hefðu önnur ríki í Austur-Evrópu, ekki sízt Tékkóslóvakía og Pólland, mikla hagsmuni af auknum við- skiptum víð Vestur-Evrópu og gerðu nú ráðstafanir til að auð- velda þau. Þá flutti Svisslendingurinn Max Weber framsöguræðu um gjaldeyrismál, hollenzki ráðherr- ann de Block ræddi um orkumál og formaður sænska hægri- flokksins, Gunnar Heckscher, hafði framsögu um efnahags- ástandið í Evrópu fyrir hönd efnahagsmálanefndar ráðgjafar- þingsins. í skýrslu frá nefndinni er lögð áherzla á, að á ráðstefnu þeirri, sem Sameinuðu þjóðirn- ar efndu til fyrr á árinu um „viðskipti og þróun“ hafi þátt- í GÆRMORGUN kom til fs- lands forseti Heimssambands Lionsklúbba, Claude M. DeVorss, í stutta heimsókn. Kom DeVorss hingað með fiugvél Loftleiða, dvaldist hér einn dag, en hélt síðan í gaer- morgun til Evrópu. Á Kefla- víkurfiugvelli tóku m.a. á móti DeVorss og konu hans þeir Þorvaldur Þorsteinsson, framkvæmdastj., núverandi umdæmisstjóri Lions á tslandi (lengst til vinstri) og Hiimair Foss, skjalaþýðandi, fyrrv, umdæmisstjóri Lions (lengst t.h.). Myndina tók Heimir Stí,gsson á KeflavíkurflugvelU á mánudagsmorgun. þess að vita, ef þessar að- gerðir Rússa verða til þess að selja verður úr landi eina stóra olíuflutningaskip ís- lendinga, þótt það sé nú nokk uð farið að eldast og muni ekki sérlega hagkvæmt í rekstri. ÁTÖKIN í KOMMÚNISTA- FLOKKNUM JPnn hafa orðið mikil átök í ^ kommúnistaflokknum, nú í sambandi við kjör fulltrúa á flokksþing Sósíalistaflokks- ins, sem hefjast á hér í Reykja vík á morgun. Niðurstaðan af þessu kjöri var sú, að listi Brynjólfs Bjarnasonar fékk alla þingfulltrúa úr Reykja- vík kjörna, svo að sýnt er að Moskvumenn hafa enn öll ráð í þessu félagi. Einar Olgeirsson gerði til- lögur um sjö menn til við- bótar þeim 52, sem stjórn fé- lagsins stakk upp á. Féllu þeir allir, og virðist það í fljótu bragði vera mikið áfall fyrir formann flokksins, en líklega hafa þó klókinda- leg óheilindi Einars Ol- geirssonar verið að verki, og hann hafi í rauninni haft hönd í bagga um val hinna 52 fulltrúa, en ætlað að róa aðra með tillögugerð sinni, þótt hann vissi að þeir mundu falla; en síðan gæti hann komið til þeirra og sagt, að hann hefði gert það sem í hans valdi stóð. Hvað sem þessu líður, þá er hitt ljóst, að deilur verða miklar og hatrammar á flokks þinginu. Þótt líklegt sé að Moskvu- menn verði þar allsráðandi og hreinsi til í flokknum, skal á þessu stigi ekkert full- yrt um niðurstöður þingsins, En hitt er ljóst, að erfiðleik- ar kommúnista verða miklir í framtíðinni vegna óeining- ar og margháttaðra bola- bragða og svika — og enn meiri en hingað til, þótt allt hafi um langt skeið logað x illdeilum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.