Morgunblaðið - 19.11.1964, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.11.1964, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 19. nóv. 196* sagbi Peter Snell eftir heimsmetið i miluhlaupi — SVONA reyni ég aldrei aft- ur að hlaupa miluhlaup, sagði heimsins bezti millivegalengda- hlaupari eftir að hanm bættí eigið heimsmet í mílulilaupi á þriðjudag í Auekland. Og þjá'f- ari hans, Arthur Lydiard sagði að heimsmetið sýndi, að jafnvel hlauparar eins og Peter Snell gætu lært af mettilraununv „Það sem Snell lærði af þessari mettilraun var að enginn skyldi brenna sig á því, að eyða öllum kröftum sínum til að hafa góð- an millitíma í há'fnaðri vcga- lengd“ sagði þjálfarinn, og bætti við: „Ef Snell ætlar að bæta heimsmetið svo að einhverju nemi, verður hann að breyta til þetta varðandi.“ Snell sagði sjálfur, að þetta væri í fyrsta iOg siíðasta sdrun, sean hann bygigði upp hlaupið í því augnamiði að hlaupa fyrstu 800 m. á 1.54,0. Slíkt er brjálæði, sagði hann. En 3 ástæður lágu til þesis að ég tók þessa ákvörð* un: 1. Ég var mjög vell upplagð- ur. 2. Ég vildi sýna, að ég gæti gert hið sama og Herb. Elliott gerði. 3. Ég hafði aldrei reynt þetta og vildi öðlast reynsluna. Snell sagði, að þefta væri í fyrsta sinn í keppni sem hann hafi heyrt köll og hróþ áhorf- enda. Telur hann það haáa verið vegna þess hversú langt á imd an hann var öðrum keppenduim Framhald á bis. 27 * BR í Evropukeppni í körfuknattBeik: ÍR í riöli meö írlandi, Eng- landi og Frakklandi Þegar Ajax og Valur skildu jöfn Og í kvöld er það Flfi og Ajax HÉR koma tvær myndir frá leik Ajax — dönsku meistar- anna, og Valsmanna sem hafa boðið þeim heim til íslands. Leik þessara liða lyktaði með jafntefli 27 mörk -gegn 27 í fyrrakvöld að Hálogaiandi eins og sagt var frá í frásögn af leiknum í blaðinu í gær. Á þriggja dálka myndinni, Ove Ejlertsen stöðvar sókn Vals á línunni — en fékk þarna aukakast þar sem hon- um var ýtt inn fyrir. En sjá má hve Ove Andersen (lengst t.v.) er vel með, því hann er kominn af stað áleiðis að marki Vals til að vera þar til- búinn að fá knöttinn frá Ejlertsen. Lengst til hægri er Jan Wichmann sem skoraði 4 af mörkum Dananna. Á ••minni myndinni hefur i' Vagn Olsen markvörður lok- £ að markinu fyrir Stefáni I Sandholt sem stokkið hefur V inn í teiginn til að skora. En V Stefán hitti á smuguna — £ viljandi eða óviljandi — milli i fóta markvarðarins. J Myndirnar tók Sveinn Þor- \ móðsson. f Þriðji leikur danska liðsins | verður í kvöld fimmtudag, kl. I 20.15 að Hálogalandi. Þá mæta | þeir hinum reyndu leikmönn- I um FH. Ef að líkum lætur, verður þarna hraður leikur og I skemmtilegur og %iiðað við I hina fyrri leikina má ætla | að FH vinni — þó eflaust megi ' líka búast við að Danir séu orðnir langeygðir eftir sigri. I EINS OG getið hefur verið hér á síðunni tilkynnti ÍR þátttöku fjTir lið sitt í körfuknattleik; í Evrópukeppni meistaraliða 1964, en eins og kunnugt er urðu ÍR- ingar Islandsmeistarar sL vor. Um síðustu helgi barst þeim skeyti frá framkvæmdanefnd kepjuiinnar þar sem þeim var til kynnt að þeim hefði verið skipað í riðil nr. 2, ásamt Irlandi, Eng- landi og Frakklandi. Eiga þeir að leika sinn fyrsta leik gegn írum, hér hcima og er ákveðið að sá leikur fari fram í íþróttahúsinu á Keflbvikurflugvelli laugardag inn 5. desember nk. LeilÞn er tvöföid umferð, þ.e. heima og heiman, þannig að ÍR-ingar fara utan einhvemtíma eftir leik inn hér heima og eigi síðar en 20. desember, því að umferðinni skal lokið þann dag.' írska iiðið sem mætir. ÍR-ing- um heitir Collegians Basketball Club, í Belfast á írlandi. Fátt er vitað um getu írana nema að landslið þeirra er talið svipað að styrkleika og landslið Skota. — Eins og menn rekur kannski minni til sigruðu Skotar íslend- inga í landsleik fyrir tveimur árum með nokkurra stiga mun, svo búast má við að frar séu í heild heldur sterkiari en íslend ingar. Ooð inni í GÆR hafði Bjarne Poulsen, sen.diherra Dana í Reykjavík síð- degisboð fyrir Ajax-menn og gest gjafa þeirra í Val og fleiri framámenn í íþróttum á íslandi. Hélt sendiherrann stutta ræðu við það tækifæri, og seinna kom hann gestum á óvart með því að tilkynna að einn af Ajax- mönnum ætti 25 ára afmæli og færði honum smágjöf. Þátttökulig í þessari keppni eru alls 39, þar af eru 15 meist- aralið kvenna. Meðal þessara liða eru mörg þekkt lið svo sem , Real Madrid, Spartak frá Tékkó slóvaksíu, og Honved félagið, sem Puskas keppti fyrir áður en hann flýði frá Ungverjalandi. Sigurvegari úr leikjum ÍR og Dómarar á leiknum á Kefla- víkurflugvelli verða Peter Hom frá Englandi og danskur dómari sem ekki hefur verið gefið nafn ið á ennþá, en búast má við að það verði reyndasti milliríkja- dómari þeirra Viggo Bertram, lítur því út fyrir að nokkurs þjóðajafnréttis ætti að gæta hvað dómam snertir. frana mætir svo sigurvegara úr leikjum Englendinga og Frakka, sem telja má víst að verði Frakk ar. Hvort ÍR kemst áfram í 2. umferð keppninnar skal engu um spáð en vonandi fáum við að sjá góðan leik þann 5. desember: Ajax vill fá Fram til keppni í Höfn DÖNSKU handknattleiksmennirnir sem hér ern, liðsmenn Kanpmannahafnarliðsins Ajax, hafa boðið Fram-liðinu að koma í heimsókn til Kaupmannahafnar í næsta mánuði og leika við Ajax í Kaupmannahöfn. Um það leyti verða Framarar á ferð ytra, því 8. des. keppa Fram og Retbergslid í Gautaborg í 1. umferð um Ev- rópubikar i handknattleik. Danirnir vilja fá Fram til leiks við sig um helgina 5.—6. desember, en þá á Ajax frí frá deildakeppninni dönsku og enginn leikur mun vera í Kaupmannahöfn. Þetta tilboð mun fararstjórn danska liðsins hafa boðið Fiam, en ólíklegt má telja að Fram gleypi við þessu, þar sem slíkur ieikur, þótt góður væri, gæfi Svíunum, sem eru stutt frá Höfn, kærkomið tækifæri til að „kortleggja“ leik íslenzka liðsins. Tilboð Ajax er jafn gott fyrir það, enda vakir það eitt fyrir Dönum að hitta Framara aftur og reyna að bæta fyrir stóra tapið, 27-16 í Íteflavík. Norðmenn slegnir út HOLLENZKA liðið D.W.S. Amsterdam hefur unnið sér rétt til keppni í 3. umferð í keppn- inni um Evrópubikarinn í knattspymu. Unnu þeir í 2. um- ferð keppninnar norska liðið Lyn frá Ósló með samtals 8-1. í fyrri leik liðanna, sem fram fór á heimavelli Hollendinga unnu heimamenn með 5-0. f gær- kvöldi var síðari leikurinn í Ósló. Norðmenn náðu þar engan veg- inn að jafna fyrri ósigur og Hol- lendingar unnu með 3-1. í fyrstu umferð unnu Lyn- menn lið Haka, Finnlandi. Borgakeppnin Fernec Varos-liðið í Budapest vann í gær liðið Austria í Vínar- borg með 2-0. Leikurinn var aukaleikur liðanna í keppni um bikar borga. Eftir fyrstu tvo leik- ina voru liðin jöfn, 2-2. Aldrei aftur reyni ég að ná afburðagóðum millitíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.