Morgunblaðið - 19.11.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.11.1964, Blaðsíða 28
ÍELEKTROLUX UMBOÐIÐ ^LAUGAVEGI 69 % Tml 21800 „Bára" strandaBi á Snæfellsnesi Mannbjörg, báturinn að brotna HKIXISSANDI, 38. nóv. — Vélbáturinn Bára KE 3 strandafB innanvert við Öndverðarnes yzt á Snæfeilsnesi kl. 7.20 í morgun. í fyrstu var talið að unnt yrði að ná bátnum út, og reyndu Akurey og Elding J>að, enda var veður ekki slæmt fyrst um morguninn. En um 2 leytið síðdegis var komin hvass álandsvindur, sjór gekk yfií bátinn, sem var íarinn að brotna og útséð um að það tækizt. — Komust mennirnir úr stefni upp á klettana. Og er talið að bátur- inn muni brotna þarna í spón. J>essi mynd var tekin í gær á strandstaðnum á Snæfellsnesi. Bára liggur alveg uppi í klettum. Óveður gekk yfir mikinn hluta landsins í FYRRINÓTT og í gær gerði hart veður um allmikinn hluta landsins, sumstaðar oísarok með hríð eða slyddu. Ekki er blaðinu kunnugt um mikilvægar skemmdir, sem rekja má beint til óveðursins. Bátur strandaði við Öndverðar- nes, en það var áður en óveðrið skall á fyrir alvöru. Veðurofs- inn og sjógangurinn, sem síðar varð, mun hinsvegar gera björg- un bátsins ómögulega og senni- lega eyðileggja hann þar sem hann liggur. Bíll fauk út af veg- inum í Borgarfirði á hálku, sam- sláttur varð á raflínum í Húna- vatnssýslu og símatruflanir urðu bæði norðanlands, austan og sunn an. Vélahús fauk í Austur-Land- eyjum og færð varð víða erfið á heiðum. Frásagnir nokkurra íréttaritara fara hér á eftir. Bíll veltur Borgarnesi 18. nóv. Um hádegið í dag valt jeppa- bifreið, af Austin-Gipsy gerð, skammt fyrir ofan Brennistaði í Borgarhreppi. Tveir menn voru í bílnum. Bíllinn rann út af þar sem vegarbrúnin var allhá og valt heila veltu og staðnæmdist á hjólum, en sneri þá þvert á veginn. Þegar bíllinn fór á hvolf brotnaði húsið af honum og varð eftir, en mennirnir köstuðust út úr brakinu. Nokkur hálka var á veginum hér og hvar og gekk á með vindhviðum og mun það hvorttveggja orsök slyssins. — Mennina, sem í bílnum voru, sakaði ekki að marki. Um hádegisbilið skeði það á Kjalarnesi, er flutningabifreiðin A-1719 var á leið norður og kom í Tíðaskarð, að grjótflug var þar svo mikið í stormhviðu að fram- rúða bifreiðarinnar mölbrotnaði. Varð bílstjórinn að snúa aftur til Reykjavíkur og fá nýja rúðu, en hann sakaði ekki. — Hörður. Ófærff á ieiffum ísafirði, 18. nóv. Hér hefir sett niður talsverðan snjó bæði í nótt og dag og heiða- vegir munu ófærir og þungfært í byggð. Ekki er vitað til að veðrið hafi orsakað hér slys eða tjón. Bátar voru á sjó í nótt og komu heilu og höldnu að í morg- un. Flutningabílum hingað til Vestfjarða mun hinsvegar ganga illa heimferðin. — H. T. Sæmileg færff norffur Stað, Hrútafirði, 18. nóv. Hér snjóaði framan af í dag, en tók að rigna er á daginn leið og með kvöldinu er komið sæmi- legasta veður. Áætlunarbíll Norð urleiðar sem var á leið norður tafðist vegna bilunar, en ekki ófærðar, enda fyrirstaða lítil sem engin á vegum. Bíll fyrirtækis- ins, sem kom frá Akureyri í morgun var á eðlilegum tíma. Smærri bílar komast allra sinna ferða norður yfir Holtavörðu- heiði ef þeir eru á keðjum. Sæmi leg færð er allt til Akureyrar. — Eiríkur. Rafma|mstruf1anir Hvammstanga, 18. nóv. Hér var hvasst með snjókomu framan af degi en tók að hægja og rigna er á daginn leið. Hér sitia menn i myrkri, en ljós slokknuðu um kl. 3 síðdegis. Raf- Framhald á bls. 27 Ég átti tal við Tryggva Eð- vardsson, form. Slysavarnardeild arinnar Bjargar á Hellissandi, sem var einn af þeim sem fóru á strandstaðinn. Slysavarnadeild in Björg fékk tilkynningu um strandið kl. 8.15. Var þá brugðið skjótt við og haldið á strandstað með björgunartæki, línubyssur o. fl. og komið þangað kl. 9.30. — Einnig kom þangað björgunar- sveitin frá Ólafsvík. Báran lá þá innanvert við Ond- verðarnesið, skammt frá lending- unni sem vitavörðurinn notaði, meðan búið var í Öndverðar- nesi. Er mjög klettótt þarna við ströndina, aðdjúpt en klettaskor- ur með lónum á milli. Lá Báran alveg fast við klappirnar, svo að hægt var að komast um borð í stefnið, og fór Tryggvi um borð. Sat Báran föst í báða enda á klettunurri, en var ekki farin að brotna. Veður hafði fram að þessu ekki verið slæmt. Úti fyrir var mótorbáturinn Sveinn Gunnars- son, læknir, látinn SVEINN Gunnarsson, læknir, lézt að heimili sínu hér í borg, Óðinsgötu 1, í gærdag, 05 ára að aldri. Hann varð bráðkvaddur. Sveinn var fæddur hér í Reykja- vík og ól hér allan sinn aldur, en foreldrar hans voru þekktir borg arar Reykjavíkur, þau Gunnar Gunnarsson, trésmiður og kona hans, Salvör Guðmundsdóttir. Hann varð stúdent 1920, lauk læknisprófi 1926 og stundaði framhaldsnám í 2 ár í Kaup- mannahöfn. Eftir það stundaði hann lækningar í Reykjavík, sem sérfræðingur í ljóslækning- um, röntgenlæknir og praktiser- andi lækniri Akurey. Setti hann út belg me3 áföstum vír og ætlaði að láta reka að Bárunni. Um þetta leyti fór að hvessa af austri og vom komin 6—7 vindstig með snjó- komu. Tilraunin mistókst. Þá kom Elding frá Akranesi á strandstaðinn. Var tekið það ráð að skjóta með línubyssu úr Báru yfir í Eldingu og tókst það veL Var virinn nú dreginn um borð í Eldinguna og síðan var gerð tilraun til að láta Akurey draga bátinn út, en það mistókst. A þessu gekk til kl. 2 e.h. Var þá komið gat á bátinn og sjór í hann. Átta menn voru um borð I Báru, skipstjóri Guðjón Ólafs- son. Veður fór versnandi og var mikill sjógangur. Urðu skips- menn að yfirgefa bátinn. Komu fjórir fyrst í land og voru sendir með bíl að Hellissandi og síðar komu hinir fjórir. Komust þeir beint upp á klettinn, og hafði ekkert orðið að þeim, nema hvað þeir voru blautir. Leiðin frá Önd verðarnesi inn á Hellissand er mjög ill yfirferðar og gekk brös- ótt að komast á milli, fór m.a. einn bíllinn út af. Um það leyti sem farið var af strandstað, var mjög mikið fallið að og gekk sjórinn yfir bátinn stafna á milli. Var álitið að hann mundi brotna í spón núna á flæð inu. — R. Ó. Mb. Bára var 60 lesta eikar- bátur, byggður í Marstrand árið 1943 og hét áður Skeggi. Eigandi er Hraðfrystistöð Keflavíkur. Skipsmenn á Gufuskálum Mbl. hringdi til Guðjóns Ólafs- sonar, skipstjóra á Bárunni þeg- ar hann var kominn að Gufuskál- um. Hann sagði að allir skips- menn væru þar heilir á húfi og liði vel. Hefði verið vel hlúð að þeim. Skipsmenn væru 8 talsins, allir frá Vestmannaeyjum, nema einn. Þeir voru að byrja á síld- veiðum undan Jökli, þegar ó- happið varð. Ekki kvaðst Guðjón geta skýrt frá hvernig það vildi til, ekki fyrr en við sjóprófið. Guðjón kvaðst hafa verið að byrja formennsku á Bárunni. Hann sagði að þeir félagar mundu halda kyrru fyrir á Gufu- skálum í nótt, enda veður orðið mjög slæmt. Og einnig bjóst hann við að fara á strandstað í dag, til að sjá hvernig bátnum hefði reitt af. Óstöðugt vatns- rennsli í GÆR var vatnslítið í húsum sums staðar í bænum. Það stafaði af því að rafmagn var óstöðugt á Lögbergsraflínunni vegna veðursins. Þar af leiðandi var dælustöðin úr gangi öðru hverju og það hafði áhrif á dæl-ingu á vatninu. Venjulega er dælt 550 1. á sek., en þeigar dælan fer frá, feilur rennslið niður í 300 1. á sek. Útgáfa bóka eftir með mesta móti 12 bækur koma út á Norðurlöndum á árinu HALLDÓR Laxness, rithöf- undur, kom sl. mánudag heim með Gullfossi, úr tveggja mánaða ferð til meginlands- ins, þar sem hann kom víða við, stanzaði m.a. í Stokk- hólmi, Frankfurt am Main, Rómaborg og víðar. Mbl. átti stutt símtal við Laxness og spurði frétta úr ferðinni. Hann kvaðst hafa farið í einkaerindum, í sam- bandi við sitt starf. Varla líði sá mánuður að ekki komi út bók eftir hann einhvers stað ar og útgáfur séu með mesta móti í ár. Alltaf sé mikið um stang í kringum ú.tgáfu á einni bók, hvað þá mörgum og höf undum sé blandað einkenni- lega mikið í það. Væri hann því orðið um helming ársins utanlands, færi venjulega vor og haust. Ekki kvaðst Laxness vita glöggt hve margar bækur eft ir hann hefðu komið út alls á árinu, en á Norðurlöndum einum hafa kiomið út 12 bæk- ur á þessu ári, þar af 3 í Dan- mörku og 3 í Svíþjóð. Væri ýmist verið að prenta upp Laxness eldri bækur eða senda þær út í nýrri útgáfu. Þetta sé venju legur gangur mála. Eftir að hafa leitað á Gljúfrasteini, fundum við rit höfundinn í símanúmeri hér í bænum. Aðspurður kvaðst hann verða mikið í bænum í vetur með fjölskyldu sína, en uppfrá annað kastið. Telpurn ar ganga í skólá, önnur í Kvennaskóla, og ekki tök á að senda þær daglpga í skól- ann ofan úr Mosfellssveit. Þessvegna verði fjölskyldan að liggja við í Reykjavík yfir skólatímann. Þau hjónin eru nú kiomin í nýja íbúð í Reykjavik, í Grá- sleppukvarterinu vestur við sjó, eins og Laxness orðaði það, og verða þar mikið á næstunni. En fóik lítur efitr húsinu að Gljúfrasteini. mgm • %:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.