Morgunblaðið - 19.11.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.11.1964, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ } Fimmtudagur 19. nóv. 1964 Bíi'Ufrns’Hrínabr.- ~^p Ljófvallajj, ^ 7j\areUstur,// $|<\sajhr Me) atorq lOarcUítfar^ | ilasaaur. Tja r n « nj rS kothu iv. 6 áreWitrar Tryggvay*-Poithuatr. 11 áreu«tw % Spenníft. í Hafnantr. Wareiestw, M]/yNýbO^ lOárebtrar V íkúlag. lð ir.Wrtr.r > H*4te;g«rs-.S«»dl4«í,4V.ys SkóMtró^ lcekjarfr lí áreUitra V/i kennattt^ólann 16 árekst rar MíWla+orj S^árekvtrar _ /JP Vareusirar *'^siys Hverfíígj ^norrabn / // KCykjav,- Suwdlawjjav. * l^áreUstrar, 1 slys - /// _/ 12 árekstrar, slys i —Z7áreUítraK-/$slasaðír ( y\*(XUOaV' ffúlholt 7areUitrar; 2, síasa^i r U Ipj^SuMaodMr^nWaftDÚM-ÍSárekrtmrZs/y jZ.2,árelAl>.‘'1sly.S Xv/^TXX >*Suí«rU<*hbr. víi Múlovíg ^Miklabr.- EíkiliKá l/XX^:xAr ii««ww,4«ys _ ^fc^reUít rar, 5slasat>n-yy \\ \\ \\ ^an^n<Ml>V. 'lCTprckðVO^Mr Míkldbr’~Lfln<J4bltó \ \\ Íw<)uríaní(>bn« v\ láreUstur k2/l areUstra*- 2.sla<at>ir // HoIUv^mk lOárekstrar 04 X Míklabwut^Gwnfasve^Mr IZareUstrar, /j í I aía^iV' 7Xa<a<U<'. foiívoafv.-leykjawbr. I3areks1r«r; Islys -Ne#tí v,^ykj4nefbr. ^ *■ rekstrqr; Zslyi |l j Tala umierðarslysa á verstu götunum er taér merkt inn á kort. Helztu árekstra- og slysagötur í borginni Umferðaslysabólurnar á korti lögregi- unnar hrúgast saman á sörnu gatnamótuitum AÐ UNDANFÖRNU hefur verið mikið í blöðunum um árekstra- fréttir og slysafrásagnir úr um- ferðinni. Við fórum því að kanna málið hjá lögreglunni. Og kom- umst reyndar að raun um að haustið hefur ekki verið verra hvað þetta snertir en síð- asta haust. Árekstrar í ágúst í fyrra voru 205 talsins, nú 209, í september í fyrra 276, nú 218, og í október í fyrra 269, nú álíka margir. Slysatölur úr umferðinni frá ágústbyrjun til 22. október eru 112 slasaðir í fyrra og þar með talin 3 bana- slys, sem urðu á 2 dögum, en núna hafa 69 orðið fyrir slysum í umferðinni á sama tíma. Það sem af er nóvember hafa orðið 122 árekstrar á þessu hausti, en voru 118 í fyrra á sama tínra. — 10 böm og 6 fullorðnir urðu fyrir bíl í nóvember í fyrra og slösuð- ust 4 hjólreiðamenn, 6 bifreiða- stjórar og 4 farþegar í bílum, en í ár hafa slasazt í nóvembermán- uði 3 börn, 6 fullorðnir, 2 hjól- reiðamenn, 3 ökumenn og 2 far- þegar í bílum. títkoman er sem- sagt heldur betri tölulega en á haustmánuðunum í fyrra. Slysin í umferðinni og árekstrarnir eru að sjálfsögðu alltof margir þrátt fyrir það. Við gengum því á fund Ólafs Guðmundssonar, í slysarannsókn ardeild lögreglunnar í fyrra- dag og ræddum við hann þetta mál. Um leið og við fórum yfir skýrslur, vakti hann athygli á því að umferðar- slysin virðast oft koma í hóp- um, ef svo má að orði komast. Allt í einu verða fjölmörg slys i sömu vikunni eða á sama deg- inum, án þess að hægt sé að finna nokkra skýringu á því. Þau verða af svo mismunandi orsök- um, að ekki er hægt að finna tengsli þar á milli. Þetta er alltaf að gerast, án þess að viðhlítandi skýring fáist á því, þrátt, fyrir leit að orsökum með rannsókn á hverju einstöku tilfelli. Á veggnum í skrifstofu Ólafs hangir stórt götukort af Reykja- vík, á köflum þakið mislitum bólum. Ein svört táknar árekst- ur, gul og stór 5 árekstra, rauð og stór 10 árekstra, appelsínugul slys á fótgangandi manni, lítil gul bóla slys á hjólreiðamanni eða ökumanni og svart flagg banaslys. Og bólurnar eru óhugn- anlega margar, þegar litið er á suma staðina á götukortinu. Við ræðum við Ólaf um verstu stað- ina og helztu orsakir til þess að þar verða umferðarslys. Á Miklatorgi hafa orðið 34 árekstrar það sem af er árinu, þar af 14 á kaflanum milli Reykjanesbrautar og Flugvallar- vegar. Að auki hefur einn hjól- reiðamaður slasazt og 4 fótgang- andi mehn, og þar er svartur fáni sem táknar banaslys. Ak- reinabrengl orsakar mikið af árekstrum á þessu hringtorgi, þar sem er tvöföld umferð. Öku- menn hafa það stundum sér til afsökunar að akreinar sjást illa. Það er erfitt að halda við götu- merkingum vegna veðurfars. Annars telja margir að sú regla ætti að gilda þarna, að aldrei sé ekið fram hjá gatnamótum á ytri hring, því iþá sker enginn aksturs línu og slysahætta er mlnni. En þá mundi torgið ekki skila eins mikilli umferð og það er líka sjónarmið. Gatnamót Laugavegar og Nóa- túns eru einhver versti árekstrar staðurinn í bænum. Þar hafa orðið 27 árekstrar á árinu, tveir slasazt í bílum og einn fótgang- andi. Undanfarin ár hefur þetta líka verið mikið slysahorn. Árið 1963 urðu þar 45 árekstrar. Ekki er gott að sjá hvað veldur, stund um er það akreinabrengl, of stutt bil milli bíla, ekið yfir á gulu ljósi eða beinlínis tekin röng beygja. Þarna eru götuvitar, en það kemur fyrir að ökumenn beinlínis herða ferðina þegar þeir sjá að gula ljósið er komið og halda að þeir nái yfir. Og ef annar bíll tekur af stað á gulu ljósi verður árekstur. Við Laugarnesveg og Bolholt hafa orðið jafn margir árekstrar það sem af er árinu eða 27 og 2 slys á mönnum. Þetta eru í rauninni tvö götuhorn á örstutt- um kafla á Suðurlandsbraut. Þar er mikið af stórum fyrirtækjum og eru bifreiðastæði þeirra þarna meðtalin. Umferðin er geysimikil á þessum slóðum og vilja bílarnir smáþjappast saman við stöðvan- ir í umferðinni, svo of stutt verð ur á milli þeirra. Og þar við bæt ist að Laugarnesvegur er mikið ekinn inn á Suðurlandsbrautina. Á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar hafa orðið 22 árekstrar og 2 slasazt á árinu, þrátt fyrir góða götuvita og eru lögreglumenn ekki í vafa um að ástandið þar væri enn verra án umferðarljósanna. í fyrra urðu 30 árekstrar þarna og margir slös uðust. Um þessi gatnamót er geysileg umferð austur úr borg- inni og þar sem Langahlíð er mjög góð gata, er hún mi’kið not- uð af þeim sem aka úr Austur- bænum og alla leið neðan frá höfninni og ætla yfir á Reykja- nesveginn. Yfirleitt hlýða bif- reiðastjórar götuljósunum, en nokkur brögð eru að því að sá sem beygir af Lönguhlíð inn á Miklubrautina á grænu ljósi, ek- ur í veg fyrir annan, sem kemur líka á grænu ljósi eftir Miklu- brautinni, en hann á að bíða eftir Miklubrautarbílnum þar eð hann snýr vinstri hlið að honum. Þarna kemur þetta til af því að ekki eru öll ljósin tvskipt, eins og er t.d. á Hverfisgötu og Snorra- braut. Þríhyrningurinn þar sem Hverf isgata og Laugavegur mætast er slæmur, með 22 árekstra á árinu og slys á hjólreiðamanni. Þetta er nokkuð flókin gatnaskipan og oft ekki tekið tillit til umferðar- réttar á aðalbrautum. Auk þess er strætisvagnastöð rétt suðaust- an við Rauðarárstíg, sem eykur hættuna. Birkimelur — Ljósvallagata — Hringbraut mynda gatnamót við kirkjugarðshornið, þar sem ekk- ert sérstakt skyggir á, og Hring- brautin hefur forgang. Samt hafa orðið þarna 21 árekstur á árinu og 4 slasast. En umferðin þarna hefur aukizt geysilega að undan- förnu og slysin um leið, árekstr um fjölgað úr 16 á öllu árinu 1963. Þar eð Kaplaskjólsvegur hefur verið svo slæmur, hefur mikill hluti umferðar frá stórum hluta Vesturbæjar og allt út á Seltjarnarnes komið á Birkimel- inn. Þaðah kemur líka umferð frá mörgum stórum blokkhúsum, hóteli, kvikmyndahúsi og skól- um. Auk þess stanza strætisvagn ar á Hringbrautinni rétt vestan við gatnamótin og skapa út af fyrir sig slysahættu. Hefur þetta horn verið í verkfræðilegri at- hugun að undanförnu, ef hægt væri að létta eitthvað á því. í miðbænum er mikið um árekstra á horni Lækjargötu og Skólabrúar. Þar hafa orðið 18 árekstrar það sem af er árinu, Lækjargata hefur aðalbrautar- réttindi. En strætisvagnar stanza á henni rétt sunnan við hornið og skyggja oft á umferðina um aðalgötuna fyrir þeir sem aka inn á hana frá Skólabrú. Hafa sum- ir árekstrarnir orðið þannig. í nágrenninu eru slæm gatna- mót við Tjarnargötu og Skothús- veg, þó búið sé að setja biðskyldu merki á Skothúsveginn hafa orð ið þar 6 árekstrar. Á gatnamótum Ilverfisgötu og Framh. á bls. 27 Ólafur Guðmundsson, lögregluþjónn, bendir á hornið á Hring- braut; þar sem umferð og slysahætta hefur aukizt mjög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.