Morgunblaðið - 19.11.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.11.1964, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 19. nóv. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 15 Washington, 10. nóv. CM ÞESSAR mundir stendur yfir hér í Washington sýning á málverkum íslenzku lista- konunnar, Ragnheiðar Jóns- dóttur Ream. Sýningin, sem opnuð var 1. nóv. og stendur til 19. nóv., er í listasal Am- erican University og hafa að sjálfsögðu margir fslendingar lagt leið sína þangað síðustu daga. I byrjun næsta mánaðar verða málverk Ragnheiðar flutt til Baltimore, því að 6. des. n.k. opnar Baltimore Museum sýningu á verkum hennar. Lesendur Mbl. minn- ast þess e.t.v., að Ragnheiður tók í sumar þátt í samkeppni, sem Baltimore Museum held- ur árlega, í því skyni að styðja unga listamenn. Eru valdir þrír listamenn hverju sinni, þeir verðlaunaðir og sýningar haldnar á verkum þeirra. Ragnheiður varð ein þeirra þriggja, sem verðlaunin hlutu í ár og eini málarinn, — hin- ir tveir voru myndhöggvari og grafiker. Sýningin í American IJni- versity er önnur einkasýning Ragnheiðar. Hins vegar hefur hún sýnt nokkrum sinnum á samsýningum, m.a. á árleg- um samsýningum Félags lista- manna í Washington (Was- hington Society of Artists). valdar eftir Myndir á þær sýningar eru ár (í okt. sl.) Ragnheiður og Guðiaug með nokkrura íslenzkum konum á sýningunni. Talið frá vinstri: Systurnar Anna Jónadætur, Ólöf IVIatthíasson, Ragnheiður Jónsdóttir og Ásta Gunnarsdóttir. samkeppni og 1 hlaut Ragnheið- Ragnheiður Jónsdóttir á sýningu sinni. ur verðlaun fyrir stóra lands- lagsmynd, er hún sendi þang- að. — Að því er Ragnheiður sagði mér, er ég hitti hana stundar- korn að máli, eru oft sendar hátt í tvö þúsund myndir í þessa samkeppni en aðeins u.þ.b. 100 myndir teknar. Ragnheiður hefir einnig átt myndir hjá Corcoran Gallery of Art í Washington. Safnið rekur svokallað Art Central Gallery, þar sem fastir með- limir geta komið og fengið málverk leigð fyrir ákveðna prósentu af verði þess. Kaupi viðkomandi málverkið gengur leigan upp í greiðslu. Ragn- heiður hefur selt þó nnokkr- ar myndir þannig. — • — Ragnheiður Jónsdóttir kom til Washington á stríðsárun- um til þess að vinna á skrif- stofu íslenzka sendiráðsins. Hún hóf þá fyrst að nema mál aralist, — var tvö ár hjá Dante Radice en hóf nám haustið 1954 — fyrir réttum 10 árum — við American University. Segist Ragnheiður aldrei hafa málað fyrr — „ég hataði teikn ingu í skóla“, sagði hún. Árið 1945 giftist Ragnheiður Donald F. Ream, eðlisfræð- ingi, sem starfar hjá stjórn- inni í Washington. I>au hafa síðan búið í Maryland. Á sýningu Ragnheiðar eru 16 olíumálverk, 8 myndir mál- aðar með olíu á pappír og 8 teikningar, Eru teikningarnar og mörg málverkanna fantasí- ur byggðar á skissum, sem Ragnheiður gerði af kletta- veggnum í Almannagjá síðast þegar hún var heima. Verkin eru öll unnin á síðasta ári. Þess má að lokum geta að hjá Ragnheiði dveljast um þessar mundir foreldrar henn- ar, Sigríður Bogadóttir og Jón Halldórsson, fyrrum söng- stjóri Karlakórsins Fóst- bræðra. Komu þau hjónin hingað m.a. til þess að halda hátíðlegt, ásamt einkadóttur- inni og tengdasyninum, 75 ára afmæli Jóns, sem var 2. nóv sl. Hataði teikningu í skóla - nú verðlaun- uð fyrir málverk Tíu barna- og unglinga- bækur frá „Æskunni“ Nokkur málverk á sýningunni. Fró Valdastöðum til Veturhúsa BÓKAÚTGÁFA „Æskunnar“ hef jr á þessu ári gefið út 7 bækur, en fyrirhugað er að þær verði ells 10 áður en árinu lýkur. Á blaðamannafundi, sem forráða- menn barnablaðsins „Æskunn- er“ og bókaútgáfunnar boðuðu til í fyrrailag, voru þessar bæk- ur kynntar blaðamönnum. Hér er um að ræða barna- og ungl- ingabækur, sumar í annarri út- gáfu. Tvær víðkunnar sögur eftir Charles Dickens eru meðal þess era bóka, Oliver Twist í þýðingu Hannesar J. Magnússonar skóla stjóra og Davíð Copperfield í þýðingu Sigurðar Skúlasonar magisters. Báðar eru sögur þess ar í annarri útgáfu, prýddar fjölda mynda. Klúbbfimdur Sjálfstæðisfélag- aima á Akureyri KLÚBBFUNDUR Sjálfstæðis- félaganna á Akureyri, verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu (litla sal) í kvöld og hefst kl. 20.30. Dagskrá fundarins er þessi: 1) Erindi: Mannanöfn á ís- landi, Gísli Jónsson, mennta- skólakennari flytur. 2) Kvikmyndasýning. i Sjálfstæðisfélögin á Akureyri Þá er ennfremur 2. útgáfa af Spæjurunum eftir Gunnar Nilan í þýðingu Guðjóns Guðjónssonar fyrrum skólastjóra. Örkin hans Nóa eftir Walt Disney kemur nú út í fimmtu prentun, ennfrem- ur í þýðingu Guðjóns Guðjóns- sonar prýdd fjölda mynda hins heimskunna teiknara eins og fyrri útgáfur bókarinnar. Barnabókin Litla lambið eftir séra Jón Kr. ísfeld hefir verið framhaldssaga í Æskunni. Bók- in er prýdd mörgum myndum eftir Þórdísi Tryggvadóttur lista konu. Bók þessi er sérstaklega ætluð yngstu lesendunufn. Gefin er út í annað sinn sagan Hejtan unga eftir Herbert Strang í þýðingu Sigurðar Skúlasonar magisters. Bókin var áður gefin út 1934 og þá prentuð í Ríkis- prentsmiðjunni Gutenberg en Litbrá hefir nú endurprentað bókina. I tilefni þess, að barnablaðið Æskan er um þessar mundir 65 ára, hefir bókaútgáfa Æskunnar gefið út eitt af verkum ind- verska spekingsins Tagore, Móð r og barn í þýðingu Gunnars Dal rithöfundar. Er bókin í sér- stakri hátíðaúlgáfu. Allar þessar bækur að undan- tekinni Hetjunni ungu eru prent aðar í prentsmiðjunni Odda og hinar smekklegustu að öllum 'oúnaði. BÓKAÚTGÁFAN FRÓÐI hefur sent á markaðinn þrjár bækur. Sú stærsta heitir: Frá Valdastöð- um til Veturhúsa. Brot úr end- urntinningum Björns Jóhanns- sonar, skólastjóra á Vopnafirði. Veturhús í Jökuldalsheiði voru Sumarhús Bjarts bónda í „Sjálf- stæðu fólki" Laxness. Jökuldals- heiðin er komin í auðn fyrir ára- tugum, og mun enginn heiðar- búa vera lífs í dag, annar en Björn Jóhannsson. Sagan gerist þar, sem menn lifðu veturinn, be' " vegna þess, að húsin von. igreist til þess að fenna í kaf í stað þess að fjúka. Og við bar, að Veturhúsin sæjust hreint ekki ofanjarðar, heldur aðeins hlemm- urinn yfir göngunum, sem lágu ofan i fönnina. Bók Björns er fallega útgefin, prýdd myndum. Hún er 223 bls. að stærð, prentuð í Prentsmiðju Jóns Helgasonar. Hinar bækurnar tvær eru barnabækur. Sú fyrri heitir Strokudrengurinn eftir Astrid Lindgren ag fjallar um Rasmus á flakki með Paradísar-Óskari. — Hún er þýdd af Jónínu Stein- dórsdóttur. Saga þessi hlaut H. C. Andersen verðlaunin 1958. — Fjölmargar myndir prýða bók- ina, sem er 240 bls. að stærð, prentuð í Prentsmiðju Jóns Helgasonar. Sú síðari heitir Lísa litla 1 Ólátagerði, einnig eftir Astrid Lindgren, þýdd af Eiríki Sig- urðssyni, skólastjóra á AkureyrL Bókin er ætluð telpum og drengj- um á aldrinum 5—10 ára, og er þriðja bókin um Lísu og félaga hennar. Hún er 203 bls. að stærð, prýdd mörgum myndum. Prent- uð er bókin í Prentsmiðjunni LEIFTRI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.