Morgunblaðið - 19.11.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.11.1964, Blaðsíða 24
24 MORG U N B LAÐIfí Fimmludagur 19. nóv. 1964 "N JENNIFER AMES: Hættuleg forvitni v. Manning fór frá henni til að síma til Grant Raeburn, og kom aftur eftir nokkrar mínútur. Gaii spurði áfjáð, hvort Grant hefði virzt ergilegur. — Ojæja, mér fannst ein- hver snúður á honum, og það kann ég aldrei við, sagði Tom Manning. — Hvers virði er einn lítill enskur læknir hér eystra? En hann var þó svo lítillátur að harma að þér hefðuð orðið veik, og bað mig að heilsa og óska yður góðs bata. Hann var afar formlegur. Hverskonar ná- ungi er þetta eiginlega. — Ég skal játa að hann er nokkuð fáskiptinn, sagði Gail. — Og líklega sárnar honum við mig. Honum er starfið fyrir öllu, og honum mun finnast, að eins aetti að vera um mig. — Ég þoli ekki þennan enska stirðbusahátt, sagði Tom Mann- ing og virtist ergilegur. — Ég hef líklega verið of lengi hér í nýlendunni, býst ég við. En hvað sem því líður, tek ég mér mjög nærri, að þetta skyldi koma fyrir yður, Gail. — Nei, verið þér ekkert að hugsa um það, sagði hún. — Ég símaði í verzlunina og þeir sendu eitthvað af náttföt- um og þessháttar. . . . Hann benti á pappaöskju, sem stóð við rúmið. — Ég vona að stærðin sé mátuleg. Og ef yður lízt vel á þetta, þá ætla ég að biðja yður um að eiga það. Gail settist upp í rúminu til þess að skoða hvað í öskjunni var. Þarna voru fegurstu nátt- kjólar, sem nokkur kona gat óskáð sér, ótrúlega fallegur morgunkjóll, nærföt með skraut legum isaumi, páfuglabláir inni- skór í stíl við morgunkjólinn og útsaumaðir innijakkiar. Hún hafði aldrei látð isér detta í hug, að hún mundi nokkurntíma eign ast jafn fallega hluti. Þegar hún var orðin ein aftur fór hún í einn silkináttkjólinn. Og síðan fór hún í einn jakkann og gekk að speglinum. Hún horfði lengi á sig og fannst hún allt í einu orðin mikið hressari en áður, — nærri því albata. Hana lang- aði til að klæða sig og fara heim í matsöluna. Það var eitt- hvað í loftinu hérna, sem gerði hana angurværa og deiga. Allir voru góðir og ljúfir við hana, en samt þráði hún að komast burt sem fyrst. Nú var drepið laust á dyrnar. Hún hélt að það væri læknirinn og sagði vingjarnlega „kom inn!“ En það var Brett, sem gægðist varlega inn. Hann stóð kyrr í dyrunum. Ljóst hárið á honum reis eins og burst, og það var auðséð að hann var ekki- burðugur. Aldrei þessu vant brosti hann ekki, og augun voru flöktandi — hann þorði auðsjáan lega ekki að líta framan í hana. — Hvað get ég sagt, Gail gat hann loksins stunið upp. — Þú ert stórgöfug manneskja, að hafa leyft mér að líta inn til þín. — Ég hefði nú ekki átt annað eftir, svaraði Gail rólega. — Ég segi þér alveg satt, að ég hef líka gert ýmislegt um æfina, sem ég þurfti að skammast mín fyrir. — Þú getur ekki ímyndað þér hvernig mér hefur liðið í nótt. Ég hélt að ég væri að verða brjálaður meðan ég var á hlaup- um þarna um eyjuna til að leita að þér. Ég synti úr einum skút- anum í annan. Ég var svo hrædd ur um að þú hefðir króast inni í einhverjum þeirra. Ég hitti marga fiskimenn, en enginn þeirra hafði heyrt þig kalla. Ég 25 gat ekki hætt að leita og gat ómögulega sklilið, að þú hefðir getað komist í land. Og svo kom loksins einn af þjónum fóstra míns -og sagði að þú værir kom- in heim. En þá var ég svo þreytt- ur að ég fór að hágráta. Þarf ég frekar vitnanna við? Ef eitt- hvað hefði komið fyrir þig hefði ég óskað mér að deyja lika. Gail, heldurðu að þú getir fyrirgefið mér? — En þú ert veik, hélt hann áfram. — Hann fóstri sagði mér að þú værir með mikinn hita og að læknirinn hefði komið til þín. Og þetta er allt mér að kenna — ég get aldrei fyrirgefið sjálfum mér þetta. Hann beygði sig yfir hana og tók um sóttheita höndina. — Héðan í frá skalt þú fá að ráða, Gail. Ég mun alltaf elska þig og læt þig um að ákveða brúðkaups daginn okkar. Þú skalt fá þann frest sem þú vilt. Ertu þá ánægð, elskan mín? Viltu gefa mér nýtt tækifæri Hún lyfti lausu hendinni og strauk honum um hárið. — Þakka þér fyrir að þú sagðir þetta, Brett, sagði hún. — Við skulum aldrei framar minnast á það sem gerðist í gær. — Ég þarf að snúast ýmislegt fyrir hann fóstra minn í dag, sagði hann. — í Hong Kong. Heldurðu að þú getir bjargað þér ein á meðan Ég kem aftur síðdegis í dag. — Ég vona að ég fái að fara á fætur, læknirinn ætlar að líta inn. Ég vil helzt komast heim. — Það verður sjálfsagt ekki hægt — þú ættir áð sjá sótthita- roðann á þér. Hann fóstra lang- ar til að þú sért eins og heima hjá þér hérna, og ég get ekki lýst hve vænt okhur báðum þykir að þú skulir vera hérna. Og svo er það mér að kenna, að þú veiktist. Þessvegna er ekki nema sjálfsagt að við tökum þig að okkur þangað til þú ert orð- in hress. Svo var ekki sagt meira, því að nú kom læknirinn. Hann skoðaði hana og bannaði henni að fara á fætur. Hann sagðist mundu koma aftur um kvöldið. Gail svaf lengst af deginum, eins og fólk gerir oft í hitasótt. Kona Hsungs þjóns kíom með eitthvað léttmeti á bakka, og var sífelt að spyrja hvað hún gæti gert fyrir hana. Gail skildi ekki hvernig tim- inn hafði liðið. Nú stóð Tom Manning við rúmið hennar og spurði hvernig henni liði. Hún sagðist vera miklu betri, og svo spurði hún hvort nokkur hefði spurt um sig. En hann hristi höfuðið. Gail reyndi að bæla niðri í sér kvíðann og hallaði sér aftur á koddann. Eftir nokkra stund kom Brett aftur og settist á rúmstokkinn. Hann var enn framlágur eins og iðrandi syndari. — Einhver sem kallaði sig Bobby og eitthvað meira, var að hringja fyrir stuttu. — Hver er Bobby? — Hann er aðstoðarlæknir hjá Grant Raeburn og einn af beztu vinum mínum. — Er ég þá ektki bezti vinur þinn? spurði hann afbrýðisam- ur. — Eg hlýt að vera það, úr því að þú elskar mig. — Ég held að vinátta og ást sé sitt hvað, sagði Gail hugsandi. — Ástinni lýstur niður eins og eldingu, og maður er óvopnaður gegn henni og getur ekki varist. Vináttan kemur smátt og smátt og maður hefur tím^ til að yfir- vega. Það getur vel hugsazt, að við verðum vinir, Brett, bætti hún við og rétti honum hönd- ina. — Það vona ég að minnsta kosti. Brett kyssti á höndina og horfði tilbiðjandi á Gail. — Víst verðum við vinir, elskan mín, sagði hann. — Við skulum elska hvort annað og vera vinir líka! Þegar Gail vaknaði morgun- inn eftir var hún miklu betri . . . Læknirinn sagði henni að hit- inn væri horfinn. En um leið sagði hann með alvörusvip, að það væri réttast að hún lægi i rúminu að minnsta kosti einn dag í viðbót. Henni fannst það hart aðgöngu, en þorði ekki að andmæla. Bobby Gordon hafði hringt til hennar og sent henni kveðju, en hún hafði eklkert heyrt frá Grant. Var hann reið- ur við hana? Sú tilhugsun kvaldi hana mikið, og hún einsetti sér að síma til hans og segja hon- um að hún væri miklu betri og ætlaði að koma í vinnu dag- inn eftir. Hún leit kringum sig í herberginu, en gat ekki séð neinn síma. En allt í einu mundi hún að hún hafði séð síma á skrifborði Mannings, þegar hann var að sýna henni húsið. Hún fór í fallega morgunkjól- inn, setti á sig inniskóna og gekk niður í forsalinn og þaðan inn | í skrifstofu Mannings. Hún rakst ' ekki á nokkra manneskju og ' gizkaði þessvegna á að vinnu- . fólkið hvíldi sig á þessum tíma 3113 ;, "í ' "//, /////'/////,'/,'/'///>'^/cosper O sole mio........... dags. Síminn var á sínum stað, en þá var að finna símaskrána, svo að hún gæti fundið númer stofnunarinnar. Hún leitaði lengi en hvergi fann hún skrána. Kannske lá hún í skrifborðs- skúffunni. Hún dró út skúffurn ar og gerði sér von um að nú mundi hún finna skrána. Hún varð forviða er hún leit ofan í eina skúffuna. Hún var full af vegabréfum! Vegabréfum sem öll hugsanleg yfirvöld höfðu gefið út — ensk, amerísk, frönsk og skandinavisk — og öll frá þessu ári. Hvað í óslaöpunum hafði Manning við öll þessi vegabréf að gera? Allt í einu heyrði hún að læðst var fyrir aftan hana og hún leit snöggt við. Skrifborðsskúffan stóð opin. Þetta var þjónninn Hsung, og nú kom hann að henni og spurði hvað hún væri að vilja þarna inni. Það var ekki aðeins tortryggni í röddinni en ávítur um leið. Gail hafði aldrei látið sér detta í hug, að ástæða væri til að vera hræddur við.-þennan kínverska þjón. En nú var hún hrædd, það var líkast og grunur um yfirvofandi hættu færi um hana alla. Hsung læsti skrifborðsskúff- unni vandlega. — Ég var að leita að síma- skrá, sagði hún, — og opnaði af tilviljun skúffuna þama, ef ske kynni að húji væri þar. Hsung hvarf inn í lítinn klefa og kom aftur með símaskrá að vörmu spori. — Á ég að finna eitthvert sérstakt númer handa yður? spurði hann. — Já, þakka yður fyrir. Mig langar til að tala við Raeburn lækni í Malcolm Henderson- stofnuninni. Kínverjinn blaðaði í skránni og fann númerið. Hann hringdi og beið þangað til hann hafði fengið samband. Svo rétti hann Gail símann. Hún bað innanhúss miðstöðina að gefa sér samband við Raeburn lækni, og eftir augnablik heyrði hún kuldalega rödd Mildred. — Góðan daginn, Mildred, — þetta er Gail, sagði hún. — Get ég fengið að tala við Raeburn lækni? — Því er nú ver, en hann er úti, og ég veit ekki hvenær hann KALLI KUREKI - -X— Teiknari: J. MORA 1. Æææææææ. 2. Hver gerði þetta? Hver þykist vera sniðugur? 3. En Keli, ég hélt að þið væruð vinir. Mér datt ekki í hug, að þú mundir gera svona lagað við félaga þinn. Nú ....nú.. Ég hef aldrei kemur aftur eða hvar hægt er að ná í hann. — En Bobby er við? spurðl Gail. Áður en Mildred gat svar- að heyrði Gail rödd Grants 1 símanum. — Þetta er Gail, byrjaði hún. — Mér þykir þetta ákaflega leitt, en ég hef verið veik. Ég vona að þú hafir ekki mikil óþægindi af þessu. Ég er miHlu betri núna. — Já, mér hefur skilizt að þá hafir orðið að nátta þig í sum- arbústað Mannings. En heldurðu að þú verðir svo hress, að þú getir komið aftur ----Já, tvímælalaust, sagði hún. Allt í einu fann hún, að hún varð að komast héðan sem fyrst. Og það var ekki eingöngu útaf þessum dularfullu vega- bréfum. Henni fannst einhver hætta yfirvofandL — Þá kem ég og sæki þig. Vertu sæl á meðan, sagði Grant og sleit sambandinu. — Ég verð að komast í vinn- una mína strax, sagði hún við Hsung. — Nú ætla ég að fara upp og klæða mig. Viljið þér gera evo vel að láta mig vita þegar Raeburn læknir kemur? Hsung horfði á hana með ein. kennilegu augnaráði í órannsak. anlegum augunum. Svo spurði hann hvort húsbóndinn vissi að hún ætlaði að fara. — Nei, hann gerir það ekki. en ég ætla að skrifa honum noklsrar línur. — Hann vill ekki að þér farið, og það er bezt að þér bíðið þangað til hann kemur heim. Hann sagði þetta eins og hann væri að gfea henni góð ráð. En einhver undirhreimur var í röddinni, sem verkaði á hana eins og hótun. Það kostaði hana talsverða áreynslu að leggja áherzlu á ákvörðun sína, án þesa að láta sér hitna í hamsi. — Ætli ég geri ekki það, sem ég tel réttast, sagði hún. — Og sem sagt skal ég skrifa herra Manning bréf, og skýra honum frá hvernig í öilu liggur. , AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- Iandi, svo og til fjölda ein- staklinga um allaii Eyjaf jörð og víðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.