Morgunblaðið - 19.11.1964, Blaðsíða 1
28 síður
p®
USA leggur niður 95
herbækistöðvar
í Ameríku og Evropu
1 gær strandaði Bára KE 3 á Öndverðarnesi, fremst á Snæfellsnesi. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraun-
ir tókst ekki að ná bátnum út og er hann nú að malast við klettana, eins og myndin sýnir. —
Skipverjar gátu stigið á land úr stefni bátsins. Sjá nánar á baksíðu.
Washington, 18. nóv. (NTB)
ROBERT McNamara, varnar-
málaráðherra Bandaríkjanna,
sagði á fundi með fréttamönn
um í dag, að Bandaríkjamenn
hefðu ákveðið að leggja nið-
ur 95 hernaðarlegar hæki-
stöðvar í Anteríku og Evrópu.
Væru bækistöðvar þessar
annaðhvort úreltar eða þeim
væri ofaukið. Lagði ráðherr-
ann áherzlu á, að þessi á-
kvörðun myndi ekki veikja
varnir Bandaríkjanna. — En
sparnaður vegna hennar
myndi nema um 500 milljón-
um dollara (rúml. 20 milljarð-
ar ísl. kr.)
McNamara sagði, að nokkrar
hernaðarbækistöðvanna, sem
leggja ætti niður, væru í fimm
Evrópulöndum, en ekki væri
unnt að skýra frá hvaða lönd það
væru fyrr en lokið væri viðræð-
um við ríkisstjórnir viðkomandi
landa. Hins vegar kvaðst hann
skýra frá því á morgun, fimmtu-
dag, hvaða bækistöðvar í Banda-
ríkjunum yrðu lagðar niður. —
Bækistöðvarnar, sem um væru
að ræða væru flugvellir, vopna-
búr flughersins og landhersins og
nokkrar skipasmíðastöðvar.
McNamara sagði, að Banda-
ríkjamenn hefðu gripið til slíkra
aðgerða áður og samtals myndi
sparnaðurinn nema milljarði
dollara (um 43 milljörðum ísl.
kr.), þegar núverandi áætlun
kæmi til framkvæmda.
Isfendingar greiddu ekki at-
kvæði um kjarnorkuflota NATO
Norðurlönd tóku ekki þátt í umræðunum í stjórnmálanefndinni
París, 18. nóv. (NTB)
NEFNDARSTÖRFUM var
haldið áfram á ráðstefnu þing
manna Atlantshafsbandalags-
ríkjanna í París í dag. Stjórn-
málanefndin samdi ályktunar
liilögu um hinn fyrirhugaða
kjarnorkuflota bandalagsins
og verður hún lögð fyrir alls-
herjarfund þingmannanna á
morgun. Herma fregnir, að í
tillögunni sé skorað á öll lönd
Allantshafsbandalagsins, að
rannsaka möguleika á hag-
kvæmri lausn vandamálanna
varðandi stofnun kjarnorku-
flotans.
Fulltrúar Noregs, Dan-
merkur og íslands í stjórn-
málanefndinni tóku ekki þátt
f umræðunum um kjarnorku-
flotann ög greiddu ekki
atkvæði um ályktunartillög-
nna.
Fregnir herma, að tillagan
sé fyrst og fremst stjórnmála-
legs eðlis, en í henni sé ekki
f jallað um tæknileg eða hern-
aðarleg atriði.
Fréttamaður NTB hefur það
eftir norskum heimildum í
París, að tillagan sé þannig úr
garði gerð, að bæði þeir, sem
hlynntir séu sameiginlegum
kjarnorkuher og andvígir hon-
um, geti samþykkt hana. Ljóst
sé, að ekki hafi verið unnt að
taka afstöðu til hernaðarlegra
vandamála, þar sem ekki séu fyr
ir hendi endanlegar áætlanir um
kjarnorkuherinn. Upprunalega
áætlunin um kjarnorkuflota með
25 skipum sé úrelt.
Norskar heimildir segja, að
mjög mikilvæg sé tillaga, sem
samþykkt var í hermálanefnd
þingmannafundarins um hinn
hreyfanlega herafla NATO. — f
tillögunni eru öll aðildarríki
hvött til að vinna að uppbygg-
ingu heraflans, sem oft hefur
verið nefndur slökkvilið NATO.
Þess er farið á leit við aðildar-
ríkin, að þau láti herliðinu í té
hermenn, flutningatæki eða fjár-
hagsaðstoð.
IVIaðurinn í
kassanum
njósnari
Egyptunum vísað
úr landi
Róm, 18. nóv. (NTB): —
• Lögreglan í Róm skýrði frá
því í kvöld, að enginn vafi
léki á því, að maðurinn, sem
tveir Egyptar ætluðu að senda
úr landi í kkssa í gærkvöldi,
hefði verið flæktur í njósna-
starfsemi.
• Lögreglustjórinn í Róm,
Nicola Scire, skýrði frá þessu
og upplýsti einnig, að maður
inn, sem í gær kvaðst heita
Joseph Dahan, hefði logið til
nafns. En ekki væri unnt að
gefa upp hið rétta nafn hans
að svo stöddu.
• Fregnir í dag hermdu, að
maðurinn í kassanum hefði
njósnað bæði fyrir fsrael og
Egyptaland. og samkvæmt
heimildum frönsku fréttastof-
unnar AFP, sagði hann lög-
reglunni í Róm, að hann hefði
komizt að mikilvægum leynd
armálum, er hann starfaði um
tíma við egypzka sendiráðið í
Róm.
• Egypzku sendiráðsstarfs-
mönnunum tveimur, sem
komu með kassann á flugvöll
inn i gærkvöldi, og Iögreglan
handtók, hefur nú verið vísað
úr landi. Héldu þeir héimleið-
is í dag.
Talsmaður lögreglunnar 1
Tel-Aviv, skýrði frá því í
k'völd, að Joseph Dehan væri
sennilega sami maðurinn og
Framhald á bls. 27
Mikil mannaskipti í vændum innan
kommúnistaflokks Sovétríkjanna
Moskvu, 18. nóv. (NTB)
0 Erlendir fréttamenn í Moskvu
segja, að mikil mannaskipti séu
nú í vændum innan kommúnista-
flokks Sovétríkjanna. Sé það
Nikolay Podgorny, einn af með-
limum æðstaráðsins, sem skipa
muni nýja menn í æðstu embætti
flokksins í hinum ýmsu héruð-
um Sovétríkjanna.
• A fundi miðstjórnar sovézka
kommúnistaflokksins á mánu-
daginn var ákveðið, að í næsta
mánuði skyldu valdir nýir for-
menn flokksins í 73 mikilvæg-
ustu héruðum Sovétríkjanna, og
talið er, að Podgorny hafi val
þeirra með höndum.
0 Fréttamenn telja, að Podgorny
sé nú næst valdamestur innan
kommúnistaflokksins, en valda-
mestur sé Leonid Breznev, aðal-
ritari hans.
Frá falli Krúsjeffs hefur verið
orðrómur á kreiki um að Pod-
gorny væri á hraðri uppleið inn-
an kommúnistaflokksins. Fékkst
það staðfest, þegar spurðist, að
hann hefði lagt fram skýrslu um
skipulaigsmál á fundi miðstjórn-
arinnar á mánudaginn. Frétta-
menn segja, að Podgorny sé nú
yfirmaður skipulagsdeildar
flokksins, en hún hefur eftirlit
með hinum ýmsu flokksdeildum
um ailt landið, og yfirmaður
hennar fjallar um spjaldskrána
yfir flokksmenn, sem varðveitt
er í Kreml. Þrjá síðustu mánuð-
ina, sem Krúsjeff var við völd,
gegndi Breznev þessu embætti,
og hefur alltaf verið talið, að sá
sem það gerði hefði lykilaðstöðu
í sovézkum stjórnmálum.
Það er á grundvelli áður-
nefndar spjaldskrár, sem flokkS'
Framhaid á bls. 27