Morgunblaðið - 19.11.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.11.1964, Blaðsíða 3
[ Fimmfudagur 19. n<5v. 1964 MORGUNBLAÐIÐ Ólafur Friðriksson kvaddur í Fossvog-skapelluimi. Sorgarslæð ur á fánum Sjómannafélagsins og Dagsprúnar. Bálför Ólafs Friðriks- sonar var gerð í gær BÁL.FÖR Ólafs Friðrikssonar, fyrrum ritstjóra, var gerð frá Fossvogskapellu kl. 10.30 í gær- morgun. Sr. Þorsteinn Björnsson, flutti líkræðuna, Fríkirkjuikóir- inn söng og Sigurður ísólfsson lék á orgel. Sjómannafélag Reykjavíkur, Verkamannafélagið Dagsbrún og Alþýðusamband ís- lands heiðruðu minningu Ólafs Friðrikssonar með því að sjá um útförina, en hann var á sínum Eskihlíð og Háa- leitisbraut aðal- brautir I ÁICVEÐIÐ hefur verið að Eski- I !hlíð og Háaleitisbraut verði aðal- ; brautir, þó með undantekningum veigna annarra aðal'brauta. Lagði umferðarnefnd til að Eskihlíð verði aðalbraut með þeirri undantekningu, að umferð um Miklubraut hafi forgangsrétt fyrir umferð um Eskihlíð og var það samþykkt af borgarráði. Einniig var samþykkt að Háa- leitisbraut verði aðalbraut með þeim undantekningum, að um- ferð um Miklubraut og Kringlu- mýrarbraut hafi forgangsrétt gagnvart umferð um Háaleitis- braut. tíma einn aðalfrumkvöðull að stofnun þessara félaga. Voru fánar Sjómannfélagsins og Dags- brúnar sveipaðir svörtum sorgar slæðum í kapellunni. Við setningu Alþýðusambands þings, sem nú stendur yfir minnt ist forseti Allþýðusambandsins, Hanniibal Valdimarsson, Ólafs Friðrikssonar, kvað með hónum fcillinn í valinn einn höfuðbraut ryðjanda verkalýðsbaráttu og jafnaðarstefnu á íslandi. Hann rakti störf Ólafs frá því hann stofnaði fyrsta jafnaðarmanna- féla-g á íslandi, kom síðan mikið vi'ð sögu við stofnun Hásetafé- lagsins, þ.e. Sjómannafélags Reykjavikur, var-.i framboði fyr- ir verkamenn til bæjarstjórnar- kosninga í Reykjavík, vann að stofnun Allþýðusambands íslands stofnaði blaðið Dagsbrún og helgaði sig máiefnum verkalýðs- ins og sjómannastéttarinnar, varð ritstjóri Alþýðuiblaðsins við stofn un þess o.s.frv. Lauk Hannibal máli sínu með þessum orðum: „íslenzk verkalýðshreyfing, fag- leg og pólitísk, þakkar hinum látna leiðtoga æfistarfið, vakn- ingu og vegsögn meðan heilsan entist og það tel ég víst að minn ing hans mun uppi meðan verka lýðsbarátta er háð á íslandi“. I minningargrein segir Emil Jónsson ráðherra m.a. um Ólaf Friðriksson látinn: „Til þess að UM HÁDBG-I í gær var A- stórviðri (12-13 vindstig) á Stórhöfða. Yfirleitt var A- hvassviðri og slydda sunnan lands, en hæg SA-átt og snjó- mugga fyrir norðan. Hiti var alls staðar um eða yfir frost- mark. Djúp lægð var suð- vestur af Reykjanesi og hita- skil fast við Suðurströndina. Að baki þeim var hæg S-átt og 10 st. hitL Veðurspáin f gærkvöldi: Suðvesturland og miðin til Vestfjarða SA eða S stinnings kaldi eða skúrir, gengur í vax andi S-átt í kvöld. Vestfjarða- mið: S-stormur, slydda eða snjókoma. Nor'ðurland og mið in, Norðaústurland: S-stinn- ingskaldi, víðast úrkomulaust Austfirðir miðin og Austur- djúp: Allihvass eða hvass, SA og slydda fyrst, síðar hægari S og skúrir. Suðausturland og miðin: S-stinningskaldi og skúrir, gengur í vaxandi SV- átt annað kvöld. Horfur á föstudag: SA-átt og rigning á Austur- og Suður- landi, NA-hríðarveður á Vest fjörðum. kunna áð meta hann, þurfti að sjá hann og heyxa á stórum fjöldafundum. Þar naut hann sín bezt, þegar hann með kynngi- krafti og leiftrandi mælsku túlk áði ákvarðanir sínar og hvatti á- horfendur til dáða. Ég hygg að £á ir ef nokkur hafi komizt í hálf- kvisti við hann, enda var hann dáður af fylgismönnum sínum, Og hataðux af ýmsum andstæð- ingum. Hann skeytti lítt um eigin hag, málefnið var honum allt. Hann var brautryðjandinn sem hóf merkið. Það merki mun standa þó máðurinn sé fallinn.“ llsili ATHYGLISVERT er hve Tékkar hafa náð góðum árangri í A- riðli, en þar hafa þeir Cavalek og Hort staðið sig mjög vel. Úrslit í 7. umferð í A-riðli: Rúmenía 1 — Ungverjaland 3 USA 3 — Spánn 1 Pólland 2% — Búlgaría 1 % Kanada 2% — ísrael 114 USSR 2 — Júgóslavía 1 + 1 bið Argentína 2 — V-Þýzkaland 2 Tékkóslóvakía 314 — Hol- land 14 C-riðill Grikkland 4 — fran 0 Sviss 4 — Porto Rico 0 Monaco 2 — Tyrkland 2 Indland 214 — Mexico 114 Kólumbía 4 — írland 0 Finnland 3 — Frakkland 1 ísland 214 — Venezuela 114 Björn 14 — Tapaszto 14 Trausti 1 — Villaroel 0 Jónas 0 — Caro 1 Jón 1 — Hernades 0 STAKSTEI^AR C-riðill 1. Sviss 2014 2. —3. Finnland Kólumbía 20 4. ísland 19 5. Frakkland 15. Hættir Hannibal, sem forseti ASl? í UPPHAFI þings Alþýðusam- bands íslands lýsti Hannibal Valdimai'sson því yfir, að hann gæfi því aðeins kost á sér til endurkjörs sem forseti sambands ins, að ákveðnar tillögur stjórnar ASÍ um fjármál samtakanna næðu fram að ganga. Til að til- lögur stjórnarinnar hljóti sam- þyláki þarf a.m.k. tvo þriðju hluta atkvæða. Á þinginu í gær urðu miklar umræður um fjár- mál sambandsins og þær tillögur um lagabreytingar, sem stjórn ASÍ beitir sér fyrir. Helztu for ystumenn lýðræðissinna á þing inu lýstu þvi yfir, að þeir hefðu fullan vilja til að leysa vanda- mál sambandsins á breiðum grundvelli með einingu íslenzks verkalýðs fyrir augum. Fjöldi þingfulltrúa ASÍ var í gærmorgun við útför Ólafs Frið- rikssonar, sem um langt árabil var einn helzti forystumaður ís- lenzkrar verkalýðssamtaka. Fundum Alþýðusambandsþings var haldið áfram í gær. Afigreidd voru kjörbréf þriggja nýrra full- trúa. Kjörbréfanefnd þingsins lagði til, að tveir fulltrúanna nytu allra réttinda á þinginu nema atkvæðisréttar. Þeir Sverr- ir Hermannsson og Óskar Jóns- son íögðu til, að fyrrnefndir tveir fulltrúar fengju full réttindi á þinginu, oig var tillaga þeirra samþykkt með þorra atkvæða. Eru því fulltrúar á þinginu orðn- ir 370, og hafa ekki fleiri kjör- bréf borizt. Því næst var gengið til um- ræðna. Hafði Eðvarð Sigurðsson framsögu fyrir lagabreytinga frumvarpi miðstjórnar A5Í og skýrði það. Flestar breytinigarn- ar eru einungis um orðalag, en um nokkrrar urðu talsverðar deilur, þar eð vikið er að skipu- lagsmálum ASÍ og fjármálum. Eggert G. Þorsteinsson tók til máls og vakti athygli þingfull- trúa á því, að nauðynlegt væri að líta á tillöigur til lagabreytinga af sem hæstum sjónarhóli. Ekki væri unnt að gera út um starfs- grundvöll næstu stjórnar ASÍ, nema tillit væri tekið til þeirrar þróunar, sem óhjákvæmilega verður innan verkalýðssamtak- anna á íslandi í næstu framtíð. Því væri ráðlegast að ganga frá þessum málum öllum í einni heild. Pétur Sigurðsson hafði fram- sögu fyrir tillögum Sjómannafé- lags Reykjavíkur um breytingar á kjörtímabili stjórna einstakra sambandsfélaga. Tók hann í sama streng og Eggert G. Þorsteinsson, að vandamál Alþýðusambandsins yrðu aldrei leyst til fullnaðar nema á fullum samstarfsgrund- velli, þannig að allir stærstu hóp ar innan launþegasamtakanna ættu hlut að máli. Eðvarð Sigurðsson taldi gagn- rýni þá, sem fram kom á tillögur stjómar ASÍ til lagabreytinga ekki mikla um aðalatriði. Taldi hann tillögu fulltrúa Sjómanna- félags Reykjavíkur þess efnis, að heimilt væri að kjósa stjórnir verkalýðsfélaga á tveggja ára fresti, eiga fullan rétt á sér. Um fjármál ASÍ sagði hann, að minni hluti yrði á hverjum tíma að sætta sig við, að meiri hluti réði öllum framgangi mála. Jón H. Guðmundsson varaði við því, að tillögur stjórnar ASÍ gengju í þá átt, að færa vald frá félögunum til stjórnar sambands ins. Ræddi hann einnig nánar um skipulagsmál sambandsins og var mjög á sama máli og þeir Eggert og Pétur. Meðal þeirra, sem til máls tóku síðar á fundinum, var Hannibal Valdimarsson. Barðist hann af mikilli hörku fyrir því, að þingið samþykkti þær tillögur, sem hann gerði að skilyrði fyrir því, að hann yrði áfram forseti ASÍ. Var Hannibal mjög stóryrtur í lok ræðu sinnar. Gert var hlé á fundum kl. 7 og hófust þeir aftur kl. 9 um kvöldið. Hlutfallskosning til stjórnar ASÍ Hannibal Valdimarsson, for- seti Alþýðusambands íslands, lét þess getið í setningarræðu sinni á Alþýðusambandsþingi, að hann teldi heppilegt að viðhafa hlut- fallskosningu við kjör stjórnar Alþýðusambands íslands. Vakti yfirlýsing þessi að vonum mikla athygli, því að Hannlbal Valdi- marsson hefur áður ekki talið sig hlynntan slíku fyrirkomu- lagi, þótt aðrir hafi barizt fyrir þvi. Forseti Alþýðusambands fs- lands hafði raunar áður á opin- berum vettvangi látið þess get- ið, að hann teldi heppilegast fyr- ir heildarsamtök verkalýðsins, að þar yrði unnt að mynda „fag- lega“ stjórn á breiðum grund- velli, og út frá því sjónarmiði má seigja, að þessi tillaga hans hafi verið eðlileg. En fleiri vilja nú láta til sín heyra. Krónprins Einars ' Olgeirssonar Magnús Kjartansson, ritstjóri málgagns Sovétríkjanna á ís- landi, sem að undanförnu hefur dvalizt hjá sálufélögum sínum í Kína, er nú kominn heim og tekinn til við að rita í blað sitt. Magnús er sá maður, sem Einar Olgeirsson óskar helzt, að verði eftirmaður sinn í kommúnista- fkckknum, enda maður, sem treystandi er til hvers þess, er ætlazt er til af rétttrúuðum kommúnistum. Hann og forystu- menn kommúnristaflokksins telja sýnileiga, að þessi tillaga forseta Alþýðusambands fslands um hlutfallskosningu til stjóm- ar ASÍ sé hin háskalegasta, og er ritstjórnargrein Sovétmál- gagnsins í gær varið ti' að leitast við að hrekja það, að hlutfalls- kosning sé hið heppilegasta fyrirkomulag í ASÍ. l ar segir t.d.: „En þá þurfa hin stéttar- legu viðhorf að vera í fyrirrúmi, þegar fjallað er um málefni sam- takanna og baráttu þeirra ,i Al- þýðusambandsþingi og kjöri.n ný stjórn, sú samstaða um málei'nin, sem aukizt hefur á hvað ánægju- legastan hátt að undanfönvu. Hins veigar myndu til dænn's hlutfallskosningar til stjómar' Alþýðusambands íslands þjóna þveröfugum tilgangi; þær myndu enn á ný gera verkalýðsamtökin að taflborði stjómmálaflokk- anna, gera deilur þeirra og dæg- urmál yfirsterkari vandamálum verkalýðssamtakanna sjálfra". Rennur Hannibal? Að undanförnu hafa menn þeir* sem kalla sig Alþýðubandalags- menn, en venjulega era Þ* nefndir Hannibalistar, haft um það mörg og stór orð, að Moskvu- kommúnistar væm óalandi og óferjandi og ekki farið dult með það, að til átaka mundi draga, þar sem þeir mundu standa við fyrirheitin um það að koma heil- brigðri skipan á Alþýðubandalag ið. Fyrirfram var að sjálfsögðu vitað, að Moskvukommúnistar mundu verða á móti hlutfalls- kosningu til stjórnar Alþýðu- sambands íslands, en Hannibal Valdimarsson setti engu að síður fram skoðanir sinar um nauð- syn hlutf allsk osninga. Virðist hann því í upphafi Alþýðusam- bandsþings hafa ætlað að standa við stefnu sína og samherja sinna. En nú hefur málgagn Sovétríkjanna lagt hann á kné sér og menn bíða spenntir eftir því að heyra, hvað verður næsta bljóðið, sem frá honum berst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.