Morgunblaðið - 05.01.1965, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 5. janúar 1965
ina. Hann var stórhuga maður,
sem alltaf stefndi fram á veginn.
Hann var því sjálfkjörinn for-
ingi, sem þjóðin treysti og trúði.
Með óbilandi kjarki, drengskap
og víðsýni tókst honum oft að
Sameina sundruð öfl til dáða
fyrir land vort og þjóð.
Þegar lýsa á jafn stórbrotnum
manni og Ölafur var, þá verða
orð harla fánýt, þar eru það verk
in sem fyrst og fremst tala sínu
máli. Þó vil ég minnast á einn
þátt í fari hans, sem ég varð
alltaf var við og lýsir drengskap
hans vel, en það var umhyggja
hans fyrir öllum þeim er áttu
við erfið kjör að búa. Þetta veit
ég að allir hafa komizt að raun
um, sem báru gæfu til að kynn-
ast honum.
Það kom oft í hlut hans að
vinna að lausn erfiðra vinnu-
deilna. Þar bar oft mikið á milli
og sitt sýndist hverjum eins og
gengur og gerist, en flestir verka
lýðsleiðtogamir hafa gefið ólafi
það orð, að við hann væri gott
að tala og semja og ef hann leysti
ekki hnútinn gerðu aðrir það
ekki. Átti þetta jafnt við um and
stæðinga í stjórnmálum, sem og
samherja.
í þessum málum kom fram
^ríkur skilningur Ólafs á því, að
bæta lífskjör fólksins og tryggja
að allir byggju við sem beztan
hag. Og jafnframt hans ríku eig
inleikar til að taka tillit til skoð
ana annarra og sætta ólík sjónar
mið. Sérstaklega minnist ég þó
þess, hvað sjómennirnir áttu hug
hans allan í þeirra áhættusama
og erfiða starfi á hafi úti.
Ég vil í nafni Verkalýðsráðs
Sjálfstæðisflokksins þakka Ólafi
forystuna og þann góða hug sem
hann sýndi samtökum launafólks.
Ástvinum hans flyt ég minar
innilegustu samúðarkveðjur og
bið Guð að vera með þeim í sorg
þeirra.
Gunnar Helgason.
t
TÆPLEGA tvítugur kynntist ég
Ólafi Thors og fann þegar bjarn-
ylinn af hans sterku persónu,
eins og Ámi Pálsson komst eitt
sinn að orði um Hannes Hafstein.
Kraftur og hlýja fóru þar fágæt-
lega sarnan. Þrótturinn í skapi,
orði og atlhöfn vöktu í senn undr-
un og áðdáun. Ylurinn hlýjaði
um hjartarætur og kallaði fram
þessa þægilegu kennd að þykja
vænt um mann við fyrsta fund.
Ólafi Thors var gefið sei'ðmagn
persónuleikans í ríkum mæli.
Fáa menn hef ég þekkt, er
bjuggu sem hann yfir slíkum
Ihæfilei'ka til þess að tala menn
á sitt mál. En um leið var hon-
um getfin ríkulega sú list að
kunna að hlusta með gaumgæfni
á viðmælendur sína. Kannske
voru þessir eiginleikar tveir
tvinnáðir saman.
Nálægt 1930 fór vakningaralda
eeskuifólks yfir ísland. í öllum
stjórnmálafliokkium vom stofn-
uð félög ungra manna, en fyrst
þeirra var félag ungra Sj'álfstæð-
ismanna í Reykjavík, Heimdall-
ur. Þau samtök tóku upp baráttu
fyrir ýmsum framfara- og félags-
málum, sem þá voru ekki á
stefnuskrá flokksins, og vildu
beina honum í frjálslyndari átt
en hann hafði áður fylgt.
Það varð á næstu árum hlut-
skipti Ólafs Thors, öðrum mönn-
um fremur, að sveigja Sjálfstæð-
isflokkinn til þeirrar áttar um-
Ibóta og frjálslyndis, er æskan
"oskaði. Þáð sýndi vitsmuni hans,
og lagni, hversu vel þar tókst til.
Við skírn hlaut hann nafnið
Ólafur Tryggvason. Snorri Sturlu
son segir í Heimskringlu um al-
nafna hans, Ólaf Tryggvason
Noregskonung, að hann hafi
verið „allra manna glaðastur".
Þau orð vom einnig sannmæli
um Ólaf Thors. Fjörið og fyndn-
Ólafur Thors býður Gullfoss hinn nýja velkominn af hafi
úr fyrstu för.
in leiftruðu. En alvaran og á-
byrgðin stóðu föstum fótum,
grunnmiúruð.
Einlægar samú'ðarkveðjur
sendi óg ástvinum Ólafs, en
sjálfum honum fylgja þakkir og
fyrirbænir, er hann gengur nú
inn í fögnuð herra síns.
Gunnar Thoroddsen.
t
FYRSTU kynni mín af Ólafi
Thors voru í barnaskóla Hafnar-
fjarðar á árunum 1899-1900, er
hann var aðeins 7-8 ára gamall.
— Hann vakti þá þegar athygli
mína og annarra vegna þess
hversu óvenjulega glaðvær, að-
laðandi og drenglundaður hann
var. — Það var upphaf vináttu
okkar, sem aldrei síðar bar
skugga á.
að njóta skilnings hans og góðra
ráða, er erfiðleika bar að hönd-
um. —Ég dáist þó ekki síður að
karlmennsku hans og æðruleysi,
er hann sjálfur átti í höggi við
andstreymi og sjúkdóma, og það
til hinnstu stundar.
Þegar ég sá hann síðast, með
fullri rænu, í banalegunni, lék
milt bros um andlit hans, er hann
leit á mig , ég sá þá að hann
vissi að kallið var komið. —
Þannig bregðast hetjur við dauða
sínum.
Ólafur Thors var mikill gæfu-
maður, sem unni þjóð sinni af
heilum hug og bar igæfu til að
standa sigursæll í fararbroddi í
frelsisbaráttu hennar og síðar á
mesta framfaraskeiði hennar.
En mesta lán hans í lífinu
hygg ég að hafi verið æskuástin
hans, er entist til æviloka.
Nokkrum árum síðar lágu leið-
ir okkar saman, en þá í Mennta-
skója Reykjavíkur, og loks þeg-
ar ég hóf læknisstarf mitt hér í
bæ, vorið 1016, hlotnaðist mér
sú sérstaka ánægja að fá að
verða heimilislæknir hans og
hélzt það til hans hinztu stund-
ar.
í mínum augum var hann ævin
lega glæsimennið og göfugmenn-
ið, bæði í sjón og reynd, enda
vakti persónuleiki hans, eins og
kunnugt er, sérstaka athygli ekki
aðeins hér á landi heldur og eigi
síður meðal erlendra stórmenna
og stjórnmálamanna er honum
kynntust. — Gáfur hans voru
leiftrandi og víðsýnin mikil svo
að honum reyndist auðvelt að
leysa á skömmum tíma hin erf-
iðustu viðfangsefni, er sí og æ
mættu honum á lífsleiðinni bæði
í stjórnmálum og á öðrum svið-
um. — Hann lét aldrei bugast
undan þunga ábyrgðarinnar í
starfi sinu sem stjórnmálamanns
í fararbroddi, á meðan heilsan
entist, né undan oft harkalagum
árásum andstæðinga sinna, en ég
undraðist oft með hve mikilli
vinsemd og sanngirni hann talaði
um mótherja sína í mín eyru.
Hann var sannur mannvin-
ur, er lét sér mjög umhugað um
velferð hinna minnimáttar í þjóð
félaginu og ég efast um að í
hjarta sínu hafi hann átt einn
einasta óvin. Hitt er eins víst að
vinir hans og aðdáendur eru ótelj
andi. — Það var mikið happ að
fá að vera námn vinur slíks
manns og þannig fá tækifæri til
Frú Ingibjörgu, með sinni ein-
dæma hjartahlýju og óbugandi
jafnvægi á hverju sem gekk,
mætti líkja við brimbrjót í öldu-
róti hins daglega lífs hans. Heim-
ili hans var hans kastali, í þess
orðs fyllstu merkingu og í því
andrúmslofti var gott að vera.
Hann átti og miklu barnaláni
að fagna.
Við fráfall Ólafs Thors, hefir
ekki aðeins eiginkona hans, börn,
nánustu ættingjar og vinir mikils
misst, heldur og þjóðin öll.
En minningin um hinn glæsta
foringja og mannvin mun aldrei
fyrnast.
Blessuð sé minning hans.
Halldór Hansen.
t
ÓLAFUR . THORS fyrrurn for-
sætisráðherra er horfinn af sviði
íslenzkra stjórnmála.
Fáir höfðu honum lengur háð
þar glímiuma. Hann var á sjötug-
asta og þriðja aldursári, er hann
lézt — aldur. J.rseti Aiþingis var
hann og hafði setið á 47 þinigium
auk þess sem yfir stóð.
Má því með sanni seigja, að
óvenju lengi entist honum fjör
og þrek í því eitraða návígi á-
takanna og stjómjmálabaráttunn-
ar, sem svo mörgum íslenzikum
stjórnmálamanni heflur áður orð
ið að aldiurtila.
Lífsgleðin var Ólafi Thors ó-
brigðulll förunautur. Hann var
maður hins hispurglauisa hressi-
leika - gæddur óvenj'ulegum um
gengnishæifileikum. Með gáska
í fasi og gamamsömu tilsvari
tókst honum oft að þoka moll-
unni til hliðar í einu vetfangi,
er fundum bar saman.
Ég verst því ekiki að viitna til
þeirra orða Ftornólfs, er hann við
hafði um annan íslenzkan höfð-
úigja fyrr á tíð:
„Bæði af honum gustur geðs
og gerðarþokki stóð.“
Að Óijafi Thors er mikill sjón-
arsviptir £ sölum Alþingis, og ís-
lenzkt samfélag er fasmiklium
persónuleika fátækara.
Um þetta held ég, að menn
verið aimennt sammála.
En hjá því gat ekki farið, að
Ólafur Thors væiri umdeildur
maður. Þó var það áreiðanlega
meira stjórnmálamaðurinn en
persónan sjálif, sem deilt var
um. Hans ileiðir í stjórnmélum, ‘
voru leiðir þeirra hagsmuna-
hópa og stétta, sem Sjá'lfstæðis-
flokkurinn er fulltrúi fyrir. Og
í sínum flokki hygg ég, að hann
hafi verið mikill mannasættir
enda sýnt yfirburðahæfileika til I
að halda ósaimsitæðum öflum
saman.
Um þá hlið mannsins ræði ég
ekki. Við vorum fulltrúar and-
stæðra hagismuna og stétta á Al-
þingi. Það var því hlið andstæð-
ingsins en ekki samlherjans,
sem að mér sneri.
Og hvernig var þá Ólafur
Thtors, sem pólitLskur andstæð-
ingur?
Óneitanlega harður andstæð-
ingur. En hitt brást sjaldan, að
hann væri þrátt fyrir allt
skemmtilggur andstæðingur. 111
skeyttur gat hann verið, en ekki
heiptrækinn. Hann gat hræsinis
laust tekið í hönd andstæðingi
sínum eftir harða viðureign, að-
eins ef honum fannst hann ekki
leiðiniegur.
Dj úphyggjumaður held ég,
að Ólafur hafi ekki verið, en
hann var fljótur að átta sig,
laus við sjálfbirgin.gsskap, fús
á aS taka till.it til annarra og
sáttfús.
Þassir eiginileikar held ég, að
ibafi orðið honum heilladrjúgir
á lífsleiðinni og átit verulegan
þátt í farsæld hans í störfum
á stjórnmálasviðinu.
Tvær leifturmyndir að lokum.
Það var á þinginu 1946 undir
umræðum um hitamiál í Eifri-
deild Alþingis. Éig hafði aðeins
verið fáa daga á þingi og var-
aði mig ekki á þrengslunum í
Aiþingishúsinu. Ég reis úr sæti
nokkuð snöggt og skaut stó num
aftur um leið. Finn ég þá, að ég
hef rekið stólinn allharkalega í
einhvern, sem við veg.ginn stóð
fyrir aftan mig. Hálfbilt várð
mér, er ég sá, að þetta var Ó'laf-
ur Thors forsætisráðherra. En
hann var hinn hressasti og sagði:
„Þetta var þá fyrsti áreksfcurinn
okkar“. Sá ég, að 1/Jnum líkaði
stórum vel, en mér varð ekki
orðfall beldur, svaraði að bragði:
„Og vonandi ekki sá síðasti."
Hitt atvikið, sem ég vil minn-
ast, varðar þvingunarlagafrum-
verpið í fyrrahaust. Þá voru um
ræður harðar og hiti í mönnum.
Var ég þar ekki bamanna bezt-
ur í garð forsætisráðlharra og
stjórnarinnar. En það skal játað,
aö þá fannst mér til um Ólaf
Thors, er hann sýndi það pó.i-
tísika þor og þá manndómslegiu
sáttfýsi, að taka frumvarpið aft-
ur og bjóða að setjast heldur að
samningaborði. Slikt spor heifði
enginn póilitískur heiguill, né
heiptrækið smámenni stigið.
Og þetta var einn seinasti stór
atburðurinn ‘ í pólitískri ævi
Ólafs Thors. Skömmu síðar steig
hann í seinasta sinn úr stóli for-
sætisráðiherra.
Einn valdamesti stjórnmála-
maður þjóðarinnar er til moild-
ar borinn í dag. Með honum er
horfinn litríkur og svipmikill
persónuleiki. Hans er ekki að-
eins sakinað af fýligjendum og
flokksbræðruim. Hans er einnig
sakneð af andstæðingum.
Ástvinum Ólafs Thors, og þá
alveg sérstaklega eftirlifandi
kj>nu hans, frú Ingibjörgu Thons,
sendi ég í dag toílýjustu samúðar-
kveðjur.
Hannibal Valdimarsson.
t
ÞESSU hef ég len.gi kviðið —
Nú hefir það skeð. — Ólafur
Thors er látinn.
★
Sá kvíði, sem ég vík að, er á
engan hátt tengdur við síðustu
árin, eftir að hinn mikili forirngi
gekk ekki heill til skógar. Hann
á sór miklu lengri aðdraganda.
Menn spyrja sjálfsagt: Hvers
vegna þennan kvíða? Hann er
einfaldlega þesis eðlis, að þegar
við iifúim og störfum með alveg
einstæðum persónuleika, svo lit-
ríkum og leiftrandi að hann virð
ist se.m ótrúlega sterkur segull
í tilverunni, þá spyrjum við ó-
sjálfrátt: Hvemig færi, ef við
misstum þennan mann?
Ég veit, að þessi spuming hef-
ir leitað á fleiri en mig. Hinn
mikli persónuleiki Ólafs Thora
í íslenzkri stjórnmálabaráttu s. ú-
ustu 30 til 40 ára er rniklu fast-
ar grópaður í hugskoti almenn-
ings en nokkurs annars samtíðar
manns — og ég mundi ætla, að
sagan eigi eftir að telja hann
einn af ört'áum ágætustu stjórn-
málamönnum þjóðar okkar eftir
Jón Sigurðs.ljn.
★
Ég miun takmarka þessi fátæk
legu minningarorð mín við við-
horf mitt til foringjans Ólafs
Thors þegar ég ungur hóf lífs-
starf mitt undir hans leiðsöyn
sem erindreki Sjálfstæðisflokks-
ins.
Þá voru mikilir umbrotatímar,
— öninur heimisstyrjöld, endur-
reisn lýðveldis á íslandi, nýsköp
un atvinmulíifsins og aðdragandi
þeirrar öru þróunar í íslenzku
þjóðt ífi, sem síðan hefir orðið.
Þessi ár bera í vitund minni
svip foringja okkar Sjálfstæðis-
manna, Ólafs Thors. Á þessum
I árum temgdust tryggðabönd við
| foringja og sannan vin. Það var
gaman að vera ungur Sjálfstaeðia
maður og hlýta foruistu Ólafs.
Við ræddum að sjálfsögðu oft,
í okkar hópi, umgu Sjálfstæðis-
memnirmir, mammkosti forystu-
manna flökksins og það var af
mikilu að taka. Þama voru gáfna
Ijós og giliampandi heilar, eins og
t.d. Magnús Jónsson prófessior og
Jakob MöUer. Við vi.ssum að
samt sem áður var Ólafur skjót-
ráðastur þeirra allra og við viss
um 'iiíka örugglega, að hann hafði
stærsta hjartað.
Það var mikil hátíð hjá okkur
þegar við fengum að heiðra
hann. Við gerðum hann að heið-
ursfélaga Heimdallar þegar hann
varð fimimtugur og þá átti harm
enn eiftir að vera fremstur í orra
hríðinni í rúm 20 ár.
Þegar lýðveldið var endurreist
á Þingvöllum 17. júní 1944, færð
um við ungir Sjálfstæðismenn
Ólafi Thors silfurbikar til mimn-
ingar um þennan sögulega at-
burð og í virðingar- og þakklæt-
isskyni fyrir forustu hans í þessu
mifela máli. En að okkar dómi
voru Ólaflur og Bjarni Bene-
diktsson oddvitar á síðasta á-
fanga þessa méi s, þegar margir
aðrir góðir menn létu á sér
makkurn bilbug finna.
Ludvig Hjáá.mtýsson var þá
formaður Heimdaliar og man ég
þegar við fylgdumst með Ólafli
frá Oddfelllow-húsinu, þar sem
lýðveldishátíð Heimdallar var
haldin, 18. júní 1944 — og heim
til hans í Garðastræti, efltir að
honum hafði verið aflhentur silf-
urbikarínn. Ólafur tvíhenti bifcar
inn og stikaði með bainn heim
og við Ludvig fýiigduim eftir. Við
vissum að bionium var einskis-
virði silfrið og áferð þessa grips.
En við funduim til þess með
þakkilæti að hann naut þess að
bikarinn var barmafuillur af virð
ingu og þökk Sjálfstæðisæskiunn
ar í landinu til foringja síns.
★
Siðari árin varð samstarf ofck-
ar Ólafs Thors enn samstiUtara
að því leyti að æskan eltist af
mér. Urðu mér þá ekki síður