Morgunblaðið - 23.02.1965, Blaðsíða 1
28 siður
'<Símamynd frá AP). Þessi mynd er tekin sjö mínútum áður en Ranger 8. lenti á tunglinu og gef-
lir goSa hugmynd um staðliætti þar á hnetti. Ofarlega vinstra megin á myndinni sér í strendur
Kyrrahafs eða Lygnasjávar (Sea of Tranquillity) en fyrir miðju er „fjallið“ Delambre, sem er
yfir 50 km. í þvermál. Rétt er að geta þess, að m.yndin snýr þannig við áttum, að norður er til
vinstri en austur uppi.
Er ekki hægt að
lenda á tunglinu?
Yfirborð þess frauðkennt að
sjá — Vísindamenn ekki á
eiit sáttir um myndír
Rangers 8.
Pasadena, California,
22. febrúar, AP, NTB.
VÍSINDAMENN þeir sem nú um
helgina hafa legið yfir myndun-
um sem Ranger 8. tók á ieið sinni
til tunglsins geta ekki orðið a
eitt sáttir um það, hvort lendandi
sé á tunglinu eða ekki. Geimfarið
sendi ails 7.000 myndir til jarðar
og þær síðustu 4/10 úr sekúndu
áður en það lenti þar sjálft og
þá úr 780 metra hæð. Myndirnar
sýna 27£ sinnum 885 metra stór-
an skika af tunglinu, og er svo
að sjá sem yfirborð þess sé
frauðkennt.
Einn prófessoranna við Ariz-
ona háskóla, Dr. Gerard Kuiper,
sagði að sennilega yrðu menn að
fara ósköp varlega á tunglinu
og þreifa fyrir sér í hverju spori
með staf eða priki hvort þeir
hefðu nógu fast undir fótum.
Starfsbróðir hans við háskólann,
Dr. Ewen Whitaker, sagði aftur
á móti að hann teldi yfirborð
tunglsins alveg nógu traust.
Ranger 8. er fimmta geimfarið
sem sent er til tunglsms að taka
af því myndir en áður hafa farið
þessa ferð þrjú bandarisk geim-
för og eitt sovézkt. Það tðk
Ranger 8. 64 klukkustundir og 52
mínútur að komast þessa 317.070
kílómetra sem aðskilja tunglið
og jörðina. Svo vel tókst til um
stjórn hans að ekki skeikaði
nema 24 kílómetrum að hann
lenti á fyrirfram ákveðnum lend-
ingarstað.
Aðvarar
USA
Moskvu, 22. febrúar. (AP. NTB).
RODION Malinovsky, marskálk-
ur, landvarnamálaráðherra Sovét
ríkjanna, flutti í dag ræðu í
Moskvu af því tilefni að nú eru
liðin 47 ár siðan sovézki herinn
var stofnaður.
Sagði marskálkurinn að Banda
ríkin mættu gera sér það ljóst að
ástandið í Vietnam væri nú
slíkt, að þar gæti allt „farið í bál
og brand“, ef ekki væri gát á
höfð. Sagði Malinovsky að Banda
ríkin hefðu sýnt óheyrilegt of-
Slys í Svíþjóð
Stokkhólmi, 22. febr. (NTB)
T í U manns létu lífið í járn-
I brautarslysi á laugardaginn og
| 55 slösuðust meira eða minna,
| er hraðlestin frá Gautaborg til
Stokkhólms ók á lest, sem stóð
’ kyrr á teinunum úti fyrir lít-
I illi þorpsstöð skammt frá bæn-
| um Skövde. Þetta er eitt mesta
I járnbrautarslys sem orðið hef-
L ur í Svíþjóð hin síðari ár.
Ekki er víst um orsök slyss-
I ins, sem bar mjög brátt að og
j varð á þann hátt að hraðlestin
kom aftan á hina lestina, og
rak aftasta vagninn, sem var
1 úr stáli, eins og fleyg inn í
| næsta vagn, sem var trévagn.
I Allir þeir sem í vagninum
voru slösuðust meira eða
' minna eða létu lífið. Aftur á
I móti urðu engin slys á mönn-
Framhald á bls. 10
Bretar lækka tollinn úr 15% í 10%
ÞAÐ var ti'kynnt samtímis í
Genf og London í dag að Bretar
hygðust lækka toll þann seir.
lagður var á erlendar iðnaðar-
vörur 26. október s.l. úr 15% í
10%. Lækkunin kemur til fram-
kvæmda 27. apríl n.k., en þá eru
liðnir réttir sex mánuðir síðan
tollurinn var lagður á.
í London skýrði fjármál'aráð-
herrann, James Callagher, frá
hinni fyrirhuguðu lækkun í
Neðri málstofu brezka þingsins
og sagði að því væri frá
þessu skýrt nú, að það myndi
eyða öllum bollaleggingum
manna um hana og þyrfti nú
engin framar að efast um heil-
indi Breta í málinu, þeir hefðu
sýnt og Sa-nnað að toliurinn væri
ekki og ætti ekki að vera annað
en bráðabirgðairáðstöfun. Ekki
sagði ráðherrann þó neitt um
það hvenær Bretar hygðust af-
nema tollinn með öllu.
í Genf var það George Brown
efnabagsmálaráðherra, sem flutti
Fríverzlunarbandalaginu (Efta)
tilkynningu stjórnarinnar um
tollalækkunina. Var henni yfir-
leitt mjög vel tekið. Verzl unar-
málaráðherrar Noregs og Sví-
þjóðar, þeir Trygve Lie, fyrrum
aðalritari SÞ, og Gunnar Lange,
sögðu það gleðileg tíðindi að
Bretar sæju sér nú fært um að
lækka toilinn. í sama streng tók
Per Hæikkerup, utanríkisráð-
herra Dana, sem var einna harð
astur gagnrýnandi hans. Dr.
Fritz Bock, austuríski verzlun-
armálaráðherrann, sem hafði
á hendi formennsku EFTA-fund
arins í dag, sagði að nú væri
lokið missætti aðildarríkja
EFTA, nú ríkti þar aftur
gagnkvæmt traust.
beldi í Vietnam að skipan John-
sons forseta og kvað Sovétríkin
oft og mörgum sinnum hafa varað
þau við afleiðingum slíks.
Þá ítrekaði marskálkurinn þau
ummæli Sovétríkjanna að þau
myndu ekki sitja hjá, ef til tíð-
inda drægi austur þar, heldur
Framhald á bls. 21
Malcolm X myrtur í
New York á sunnudag
Leiðtogi hluta svartra Múhameðstrúar-
manna skotinn með haglabyssu og
skammbyssum - Negri sakaður um morðið
New York, 22. febrúar.
— AP-NTB —
byssum og stýfðri hagla-
byssu upp að sviðinu og skuttt
Flugfélag íslands kaupir aöra
Fokker Friendship skrúfuþotu
Fulltrúi verksmiðjanna í Hol-
landi kemur til Reykjavikur
I dag til samninga um kaupin
FLUGFÉLAG íslands hf. hef-
ur ákveðið, að festa kaup á
annarri Fokker Friendship
skrúfuþotu til innanlands-
flugsins. Fulltrúi frá verk-
smiðjunum í Hollandi er vænt
anlegur til Reykjavíkur í dag
til samninga við félagið. Um
mánaðamótin apríl-maí nk.
kemur fyrri Fokker-vélin til
landsins, en hin síðari kemur
væntanlega í aprflmánuði
1966. Báðar vélarnar kosta
Framhald á bls. 21
HINN umdeildi, fyrr’um leið-
togi bandarískra negra, sem
tekið hafa Múhameðstrú,
Malcolm X, var skotinn til
hana í danssal einum á Man-
hattan, skammt norðan
blökkumannahverfisins Har-
lem, á sunnudag. Malcolm X
hugðist tala á fundi áhang-
enda sinna, en er hann stóð á
fætur og var kominn upp á
svið salarins, urðu ólæti
frammi í salnum, sem talið er
að skipulögð hafi verið, og
beindu þau athygli lífvarða
Malcolms X frá honum. — í
ringulreiðinni hlupu að sögn
þrír menn vopnaðir skamm-
Malcolm X
Framh. á bls. 10.