Morgunblaðið - 23.02.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.02.1965, Blaðsíða 28
 TrjjfÍfiflfláWOup Þfátetos* Grjót hrynur á bæ undir Eyjafjöllum Borgareyrum, V-Eyjafjalla- hreppi, 22. febrúar. GRJÓTHRUN varð í morgun úr Lambafellsfjalli og lenti á bænura Lambafelii í Austur- Eyjafjaliahreppi, sem stendur undir hlíðum fjallsins. Ekkert tjón varð á miinmun cða skepnum, en mikið á mann- virkjum. Stór klettur losnaði úr fjallinu nm 300 metra frá bænum og hrapaði niður hlíðina, sem er snarbrött, en bæritrn stendur á jafnsléttu undir henni. Á leiðinni hlutaðist bjargið sundur í marga hluta, sem lentu víðs vegar og jerðu ýmiss konar usia. Um kl. 10 í morgun, er bóndinn á Lambafelli, Hróbjartur Péturs- son, var að Ijúka störfum í fjósi, heyrði hann gný mikinn. Hélt hann fyrst, að flugvél flygi yfir og tæki svona undir í hömrunum íyrir ofan bæinn. Hraðaði hann sér út, en sá þá stóran klett á hlaðinu nokkra metra fyrir vestan fjósið. Var hann sex metrar á lengd, fimm á breidd og rúmlega mannhæð- arhár. Vissi hann nú, hvað orðið hafði, og tók að kanna, hvort spjöil hefðu ekki orðið. Tveggja i tonna steinn hafði þá lent á fjós- þakinu miðju, brotið það á hluta, þar á meðal 2—3 sperrur, en oltið I síðan ofan af því og niður á haug hús, sem stendur sunnan undir fjósvegg og brotið það. Milli fjóss og íbúðarhúss er skúr, þar sem gengið er inn í hús- ið og miðstöðvakerfið er. Hafði um 2ja tonna steinn brotið skúr- i inn, og álíka stórt bjarg hafði ! stöðvazt við vegg á norðurhorni I íbúðarhússins. Fólksbíll stóð aust an við íbúðarhúsið og hafði | steinn lent á honum, sem klessti vélarhúsið, mölbraut framrúðuna og skemmdi vélina eitthvað. Norð an undir íbúðarhúsinu er olíu- geymir. Pípa, sem liggur úr hon- um til hússins, purpaðist í sund- ur, svo að hráolían flóði um allt. Þá brotnaði reykháfur á íbúðar- húsinu. Þótt hvorki menn né skepnur yrðu fyrií neinum áföllum, hafa hjónin á Lambafelli, þau Hró- bjartur Pétursson og Ingibjörg Jónsdóttir, orðið hér fyrir veru- legu tjóni, og er ekki enn vitað, hve mikið það er að peningamati. — Markús. 75 fóru í Surtsey 75 manns fóru á vegum Björns Pálssonar út í Surtsey á sunnu- dag, og komust þó miklu færri en vildu. Fólkiff var selflutt fram og til baka, og gekk allt aff óskum. Douglas-flugvél, sem Björn Páls son tók á leigu hjá Flugfélagi ís lands flutti 28 mannis frá Reykja vfk til Heimaeyjar, og Lóa, flug vél Björns, flutti þangað 31 mann í tveimur ferðum. Frá Heimaey flutti Lóa svo fólkið út X Surtsey og viðbættum 16 Vest- mannaeyingum. Fólkið gekk svo um eyna í þrjá til fjóra tíma. Ferðalög þessi hófust kl. 8 að Peking, 16. febr. NTB. Q FORSETI Tanzaniu, Juli- uis Nyerere, kom í opinbera heimsókn til Kínverska al- þýðulýðveldisins í dag. Mun hann væntanlega ræða við kínverska ráðamenn um vandamál Asíu- og Afríku- rikja. m.orgni, og þeim var að fullu lokið kl. 17:30. Virkjun Þjórsár viff Búrfell. Myndin sýnir efst til hægri fyrirhugaða stíflu meff lágum jarú- stiflum út frá. Ánni er veitt þaffan vestur í Bjarnalækjarbotna og sést lóniff, sem þar myndast. Þá fer þaff um 1100 m. löng jarffgöng aff vesturbrún Sámsstaffamúla og áfram aff stöffvarhúsi viff Sámsstaffi. Og vatnið skiiar sér um írárennslisskurff í Fossá ogþaffan aftur í Þjórsá. Búrfellsvirkjun fyrsta störvirkjunin ÁSit raforkumáEasfjérnar eftir miklar rann- sóknir á 54 virkjunarsföéum A Ð undangengnum miklum rannsóknum og áætlanagerð er það virkjun Þjórsár við Búrfell, sem talin er álitleg- ust, ef nú verður ráðist í stór- virkjun og mæla þeir, sem þessi mál hafa rannsakað að undanförnu á vegum raforku- málastjórnarinnar með þeirri virkjun sem fyrstu stórvirkj- un, ef um stóriðju eins og aluminíumverksmiðju verður að ræða, en íslenzk nefnd er á förum vestur um haf til við- ræðna við fulltrúa Alusuisse og Alþjóðabankans um bygg- ingu slíkrar aluminíumverk- smiðju. Og jafnvel þó svo verði ekki, er Búrfellsvirkjun talin samkeppnisfær ef litið er til langs tíma, en þó yrðu fyrstu árin mjög erfið. Jakob Gíslason, raforkumálastjóri, Eiríkur Briem, rafmagnsveitu stjóri, og verkfræðingarnir dr. Gunnar Sigurðsson og Rögnvaldur Þorláksson, sem hafa unnið að rannsóknum í Gert er ráð fyrir 105 þús. kw virkjun í fyrsta áfanga, en síð* an má stækka hana í einu, tveim* ur eða þremur stigum í 210 þús. kw samfara nokkurri miðlun úr Þórisvatni, en tii samanburðar má geta þess að allar virkjanir í Soginu eru 90 þús. kw. Mundi aluminiumverksmiðja kaupa 55 þús. kw miðað við vinnslu á 30 þús. tonnum af aluminium, en þau 50 þús.. kw, sem eftir eru, færu í almenna rafmagnsnotkun og mundi það duga fyrir raforku- notkunina hér til ársins 1973, án þess að stækkun kæmi til. Ef tekin verður ákvörðun á næst- unni um virkjun við Búrfell og Breyting yfir í hægri handar akstur kostar 43 millj. kr. Gæti í fyrsta lagi kovnið tiE framkvæmda vorið 1968 Umferðalaganefnd skilai álitsgerð ÁLITSGERÐ umferffalaga- nefndar um kostnað og annaff, er varffar breytingu yfir í hægri bandar umferff hér á landi, ligg- nr nú fyrir. Kemst nefndin aff þeirri niöurstöðu að breyting þessi myndi kosta 43 ir.illjónir króna og aff undirbúningurinn myndi taka 2 — ZVv. ár eftir aff ákvörðunin yrffi tekin. Sam- kvæmt þvi yrffi hægri handar akstur tekinn upp hér í fyrsta lagi voriff 1968. Blaðinu barst í gær eftirfar- andi fréttatilkynning frá dóms- málaráðuneytinu varðandi þetta mál: Hinn 13. maí 1964 samþykkti Alþingi eftiríarandi þingsálykt- un um hægri handar akstur: „Alþingi ályktax að skora á ríkisstjómina að láta hiefja hið aiiira fyrsta undirbúning að því, að upp verði tekinn hægri hand- ar akstur hér á landi.“ Með bréfi dóms- og kirkju- málaráðuneytisins 13. ágúst 1964 var þess óskað, með sikírsikotun til fyrri greinargerðar uimferðar- laganefndar, að nefndin „láti í té endurnýjaða greinargerð um þær aðgerðir, sem nauðsynlegar væru til þesis að komið yrði á hægri handar akstri, svo og yf- irlitsáætlun um kostnað, sem þvi væri samfara.“ Framhald á bls. 12 sambandi við slíka virkjun, skýrðu fréttamönnum í gær frá þessu og gerðu grein fyrir rannsóknum og áætluninni um virkjun Þjórsár við Búr- fell. verkið gengur greitt, ætti virkjuix að verða lokið fyrir árslok 1968, en aluminiumverksmiðjan gæti risið á tveimur árum. Yrði aðal- verkið boðið út í einu eða mesta Framh. á bls. 8 Færeyingur ferst af slysförum KEFLAVÍK, 22. febr. — Á laug- ardagskvöld var vb. Kópur KE 33 að loðnuveiðum undan Staf- nesi. Vildi þá það óhapp til, að bóma féil niður á tvo menn, og slösuðust báðir, en annar þó öllu meira en hinn. Samband var haft við Keflavík, og fór Arnbjörn Ólafsson, læknir, á móts við vb. Kóp á vb. Jóni Finnssyni. Mættust skipin við Garðskaga, as. fór læknirinn um borð í vb. Kóp. Annar mannanna, Daniel Tausen. færeyskur maður um fimmtugt, var mjög illa farinn, enda hafði bóman lent á höfði hans og öxl- um. Lézt hann af völdum áverka sinna á sunnudagsmorgun. Hinn maðurinn, sjómaður frá Húsavík, reyndist lítt meiddur. Er hann farinn úr sjúkrahúsinu og úr allri hættu. — hsj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.