Morgunblaðið - 23.02.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.02.1965, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 23. febrúar 196.*» — Breyting Framhald af bls. 28 TTmferðarlaganefnd hefur nú nflað ýmissa nýrra og frekari upplýsinga um þau atriði, sem skipta má/ii við breytingu úr vinstri handar uimferð í haegri hand a r urnferð. Með frumvarpi til núgildandi umferðarlaga, sem umferðarlaganefnd satmdi, fylgdi sem fylgiskjal sérstök greinar- gerð um vinstri og hægri handar urnferð, dags. 31. ágúst 1956, og eru flest þau atriði, sem þar eru greind, að sjálfsögðu í "fullu gildi enn. Verður hér á eftir gerð grein fyrir þeim aðgerðum, sem nauð- syniegar eru, ef koma á hægri handar umferð hér á landi. A. TJmferðarlaganefnd leitaði upp lýsinga hjá vegamálastjóra, bæj- arstjómum utan Reykjavíkur og borgarverkfræðingi í Reykja- vík um það, hverjar breytingar þurfi að gera á vegakerfinu. Af svörum þessara aðila kemur fram, að hér eru fyrst og fremst Uim flutning umferðarmerkja að ræða, frá vinstri vegarbrún að hægri. Samkvæmt þeim upplýs- ingum, sem nefndinni hafa bor- izt, hafa verið sett upp yfir 5000 ný umferðarmerki, samkvæmt regluigerð um umferðarmerki og notkun þeirra nr. 61/1959. Auk fiutnings og nokkurra breytinga á umferðarmerkj um þarf að gera breytingar á umferðarljós- um í Reykjavík. Þörf á breyt- ingum á götunum sjálfum er hins vegar ta'in hverfandi lítil. í sambandi við rekstur strætis- vagna þarf að gera nokkrar breytingar á viðkomustöðum, flytja til biðskýli, merki o.þ.h. Samkvæmt upplýsinguim fyrr- nefndra aðila má ætla, að kostn- aður við að framkvæma ofan- greindar breytingar, verði þesisi: 1. f Reykjavik: a) umferðarmerki b) umferðarljós c) biðskýli o.þ.h. (SVR) 2. í kaupstöðum utan R.-víkur 3. A þjóðvegum Utan þéttbýlis 4. Á öðrum veguim (áætlað af nefndinni) Samt. Þessar tölur eru miðaðar við núverandi vegakerfi og verðfag eíðari hluta árs 1964. B. Bifreiðir þær, sem í notkun eru hér á landi, eru að nokkru leyti þannig- útbúnar, að þeim verður að breyta, ef upp verð- ur tekin hægri handar uimferð. Ljósaútbúnaður allra bifreiða er þannig, að lágljós lýsa til vinstri. I»essum búnaði þarf að breyta, og þarf því að skipta um framljósker eða gler í ölfrum bifreiðum. Hefur verið áætlað, að kostnaður við þetta neimi Um kr. 350.00 á bifreið með ísetn- ingu og stillingu nýrra ljósa. Samkvæmt reglugerð um gerð ©>g búnað ökutækja o.fl., nr. 51/ 1964, sku-lu aðaldyr fólksbifreiða sem ætlaðar eru til flutninga 16 farþega eða fleiri, vera á vinstri hlið. Við breytingu er æskilegt og oft nauðsynlegt að flytja þess ar aðaldyr, og þarf þá jafnframt að breyta sætaskipun í bifreið unuim. Ennfremur þarf að flytja stjórntæki nokkurra bi-freiða, fyrst og fremst strætisvagnanna, einkum vegna innheimtufyrir- komulags. Samkvæmt skýrslu bifreiða- eftirlits ríkisins eru skráðar 280 elmenningsbifreiðir (10 farþega og meira). Af þessum bifreiðum eru 68 strætisvagnar (í Reykja- vík, Akureyri, Kópavogi og á Hafnarfjarðarleið). Kostnaður við breytingar á þessum bifreið- um er lang mestur. Síðan koma 28 bifreiðir, þar sem breyta þarf dyra-búnaði. Eru þær allar not- aðar á sérleyfisleiðuim í næsta nágrenni Reykjavíkur. Að því er aðrar almenningsbifreiðir varðar, þá er það álit sérfróðra jnanna, að ekki sé þörf veru- legra breytinga á þeim. Þessar bifreiðir eru fyrst og fremst not aðar til farþegaflutninga í hóp- ferðum eða á sérleyfisleiðum, þar sem ekki er mjög mikil um- ferð og langt er á milli viðkomu staða. Er talið, að komast megi hjá því að leggja í breytingar á þeim vegna kostnaðar. All- rnargar bifreiðir hafa og verið keyptar notaðar til landsins fiá löndum með hægri handar um- ferð, og hafa því dyr hægra megin. Nauðsynlegt verður að auðkenna þær bifreiðir, sem eft- ir breytingu verða með aðal- dyr vinstra megin, og setja að öðru leyti sérstakar reglur tU öryggis farþegum í þeim. Leitað hefur verið upp'ýsinga hjá sérfróðum mönnum í bif- reiðasmíði og hjá eigendum strætisvagna um það, hver kostn aður verði við breytingar þess- ar. Miðað er við verðlag í árs- lok 1904: & 68 strætisvaignar 28 almenningsbifreiðir á mesta þéttbýlissvæðinu Breytingar á öðrum almennings- bifreiðum og ófyrirséð Samt. Framkvæmd breytiniga þess- ara mun taka nokkurn tíma, en gert er ráð fyrir því, að breyt- ingarnar fari allar fram hér á landi. Æt-la rná, að í sambandi við breytingar á strætisvögnum þurfi að kaupa 9 nýja skipti- vagna með dyraútbúnaði á báð- uim hliðum. Bifreiðir þessar yrði vegna breytinganna að kaupa fyrr en ella, en að öðru leyti verður að líta á kaupin sem eðlilega endurnýjun eða aukn- ingu. Kostnaðarauki vegna dyra- búnaðar á báðuim hliðum þess- ara bifreiða er áætlaður allt að kr. 100.000.00 á hverja bifreið. Er þá reikpað með vöxtum af stofnkostnaði. kr. 500.000.00 — 500.000.00 — 400.000.00 — 600.000.00 — 1.300.000.00 — 300.000.00 kr. 3.600.000.00 C. Áætlun um kostnað við breyt- ingar, rem gerð hefur verið grein fyrir hér að framan, mið- ast við vegakerfi og bifreiðakost um s.l. áamót. Hins vegar er ekki hægt að koma hægri hand- ar umferð á nema með nokkuð löngum fyrirvara, vegna þess tíma, sem breytingar á vegakerfi (umferðarmerkjum o.fl.) og bif- reiðum taka. Áætlað hefur verið, að bif- reiðasmiðjur hérlendis geti á tveimur árum framkvæmt breyt ingar á þeim bifreiðum, sem nauðsynlegt reynist að breyta, en hálft ár munu simiðjurnar þurf a til þess að undirbúa fram- kvæmdir, annast innkaup o.þ.h. Á sarna tíma myndi nýsmíði í bifreiðasmiðjunum að mestu leyti falla niður. Eftir að ákvörð un hefur verið tekin um hægri handar umferð, verður að miða við, að allar bifreiðir, sem flutt- ar verða til landsins, verði út- búnar fyrir hægri handar um- ferð, annað hvort eingöngu eða jafnframt með búnaði fyrir vinstri handar umferð. Á sama hátt og gert er ráð fyrir því, að eldri bifreiðir verði notaðar ó- breyttar eftir breytingu, má nota bifeiðir eingöngu fyrir hægri handar umferð fyrir breytíngu utan aðalumferðarsvæðisins, enda verði þá viðhafðar sérstak- ar öryggisráðstafanir. Með tilliti til þessa er ekki ástæða til að reikna með verulegum kostnað- arauka vegna innfluttra bifreiða frá því að ákvörðun um breyt- ingu verður tekin, þar til hún kemur til framkvæmda. Uppsetninigu merkja á þjóð- vegum landsins er hvergi nærri ilokið, og þarf fyrirsjáanlega að setja þar upp allmikið af um- ferðarmerkjum á næstu árum. Einnig þarf að bæta við rnerkj- um vegna aukningar á vogakerfi Bókauppboð SIGURÐUR Benediktsson heldur bókauppboð í Þjóðleikhúskjall- aranum kl. 5 í dag. Á skránni eru 112 númer, öll úr sama dánar- búinu. Einna merkustu númerin eru „Litli“ Skírnir 1827, „Mið“ Skírn- ir, Klausturpósturin, sem • vant- ar níunda árgang, Almanak þjóð- vinafélagsins, óvenju gott ein- tak í nýju skinnbandi, Sunnan- fari með aukablaðinu um andlát Björns Jónssonar, ráðherra. Tímarit Þjóðræknisfélagsins, ár- gangur 1—36 og Dýraverndarinn, árangur 1—37. Bækurnar eru .yfirleitt mjög vel bundnar, en „Mið“ Skírnir, Fjölnir og Safn til sögu íslands eru ekki heil. kr. 27.200.000.00 — 3.800.000.00 — 2.000.000.00 kr. 33.000.000.00 bæði í þéttbýli og utan þess, svo og vegna aukinnar umferðar: Ef breyting á vinstri umferð yfir í hægri verður ekki framkvæir/d fyrr • en fyrri hluta árs 1968, má áætla, að kostnaður vegna þessa aukist um allt að 1 milj- ón króna, miðað við núverandi verðlag. Lækka má þennan kostnað með því að hefja strax uppsetningu nýrra merkja miðað við hægri handar umferð. Nú er verið að ganga frá til- lögum að heildarskipu/ aigi fyrir Reykjavík og næsta nágrenni. Þess vegna hefur verið frestað ýmsium framkvæmdum, sem þola bið, þegar heildarskipulag hefur verið ákveðið. Ætla má, að þegar á þessu ári verði gerð um- ferðarmannvirki í Reykjavík og nágrenni, sem háð eru umferðar reglum meira en hingað til. Skiptir þá máli, hvort miða skal við vinstri eða hægri handar um ferð, en mjög kostnaðarsamt get- ur orðið að breyta mannvirkj- unum, ef þau verða frá upphafj eingöngu miðuð við vinstri hand ar umferð. Verði hins vegar á- kveðið nú á næstunni að breyta til, er hægt að gera mannvirki þessi fyrst og fremst fyrir hægri handar umferð, og þarf þá ekki að reikna með mik'num kostnaði vegna þess, þótt breytingin verði ekki fyrr en að nokkrum áruim liðnum. D. Rreyting frá vinstri handar umferð í hægri krefst, svo sem rakið hefur verið, breytinga á ökutækjum, umferðarmerkjum o.fl. Þessar framkvæmdir er nauðsynlegt að skipuleggja fyr- ir fram, svo að þeim verði lokið á réttum tíma. Ennfremiur þarf að undirbúa breytinguna með alls konar upplýsingastarfsemi, bæði fyrir breytingu og eftir. Gert er ráð fyrir því, að þessi upplýsingastarfsemi fari fram jöfnum höndum á vegum hins opinbera (ríkis og sveitarfélaga) og annarra aðila, svo sem slysa- varnafó.aga, samtaka bifreiðaeig enda og vátryggingaféfega. Náið samstarf þarf að hafa við þá, sem um fræðslumál fjalla. Endur skoða þarf kennslubækur um umferðarmál og jafnframt er nauðsynlegt að hagnýta skóla- kerfið til hins ýtrasta til um- ferðarfræðslu. Loks þarf að skipufeggja starfsemi löggæzl- unnar í sambandi við umferðar- stjóm og aðrar ráðstafanir til að draga úr slysahættu vegna breytingarinnar. Til þess að annast þennan und-, irbúning er lagt til, að skipuð verði sérstök nefnd, sem hafi með höndum skipulagningu á þessari starfsemi. Nefndin hafi það hlutverk að samræma að- gerðir þeirra aðila, sem fram- kvæmdir annast, svo sem bif- reiðasmiðja, sveitarstjórna, vega gerðar, fræðsfumálastjórnar, lög gæzlu o.s.frv. Það verði og hllut- verk nefndarinnar að skera úr um, hverjar breytingar séu nauð j synlegar og að meta kostnað af þeim. Úrskurður nefndarinnar ættu aðiljar á tilteknum fresti að geta skotið til yfimefndar eða gerðardóms til lokaúrskurð- ar. Gera verður ráð fyrir, að nefndin þurfi eitthvert fast starfslið. Áætlað er, að kostnaður vegna þessa verði um 2.5 millj. króna. E. Hér að framan hefur verið gerð áætlun um kostnað, sem breyt- ing úr vinstri handar umferð í hægri hefur í för með sér, miðað við að breytingin verði fram- kvæmd á fyrri hiuta árs 1968. Hins vegar er miðað við verð- lag í árslok 1964. Heildarkostnaður áætlast þvi þannig: Umferðarlaganefnd gerir ráð fyrir þvi, að kostnaðurinn verði aðallega greiddur úr ríkissjóði, þar sem breytingin er miðuð við hagsmuni almennings. Eigi er þó gert ráð fyrir, að bættur verði úr ríkissjóði kostnaður, sem leggst jafnt á svo til aíilar bif- j 1. Breytingar á vegakerfinu 2. Áætlað vegna nýrra vega- merkja 3. Breytingar á almenningsbif- reiðum 4. Kostnaður vegna skipti- bifreiða 5. Kostnaður við undirbúning 6. Ófyrirséð reiðir, svo sem kostnaður við breytingar á ljósaútbúnaði, en áætlað er, að hann nemi alls 12-13 milíjónum króna, miðað við áætlaðan bifreiðafjölda árið 1968. Eigi er gert ráð fyrir, að ó- beint tjón verði bætt, heldur ein ungis útgjöld, er bein'ínis stafa af nauðsynlegum breytingum. Áðúr en hafizt er handa um breytingar, skal nefnd þeirri, er um ræðir í D lið, send lýsinig á þeim og metur hún síðan, hvort þær eru nauðsynlegar. Þegar nefnd þessari hafa borizt þau gögn, er þurfa þykir, metur hún kostnaðinn að því leyti, sam hann skal greiða úr ríkissjóði. Óskylt er að bæta kostnað af breytingum, sem hafnar eru án samþykkis nefndarinnar. Að því er snertir fjáröflun til að standast kostnað af breyting- um úr vinstri umefrð í hægri, vill umferðarlaganefnd benda á, að í Svíþjóð hefur sú leið verið valin að le-ggja sérstakan skatt á ökutæki í fjögur ár. Er ár- legur Skattur þar s.kr. 20.00 af bifhjólum, s.kr. 40.00 af fólks- bifreiðum allt að 1100 kg og s.kr. 75.00 af öðrum bifreiðum. Atlhugað hefur verið, að með hliðstæðri skattheimtu á bifreið- ar hér á landi, kr. 350.00 af venjulegum fo ksbifreiðum og kr. 650.00 af öðrum bifreiðum í þrjú ár, 1966-1968, má afla tekna til greiðslu á þeim kostn- aði, sem ríkissjóður þyrfti að greiða, og er þá miðað vrð áætl- aða bifreiðafjölgun til árslo'ka 1968 samkvæmt áætlun Etfna- hagsstotfnunarinnar. F. Samikvæmt því, sem rakið var hér að framan, kemur fram, að eigi er unnt að breyta úr vinstri umferð í hægri án nokkurs að» draganda. Kemur þar helzt til, að tími til breytinga á afimenn- ingsvögnum þarf að vera 2-2(4 ár frá því að endanleg ákvörð- un er tekin. Heppilegasti tím- inn til breytingar er að vorlagi og yrði því eigi unnt að koma á hægri handar umferð, fyrr ea á fyrri hluta ársins 1968. Svo sem kunnugt er hafa Svf- ar ákveðið að taka upp hægri handar umferð sunnudaginn 3. september 1967, og hafa þeir þeg ar hatfið viðtækan undirbúning að þeirri breytingu. Þótt aðstæð- ur í Svíþjóð séu að 'mörgu leyti ólíkar því, sem gerist hér á landi, má án efa læra margt af ' því, hvemig þeir hygjast hag* kr. 3.600.000.00 — 1.000.000.00 — 33.000.000.00 — 900.000.00 — 2.500.000.00 — 2.000.000.00 framkvæmdum við breytimguna, og hvemig hún tekst G. Ef ákvörðun verður tekin um að taka upp hægri handar um» ferð hér á landi, þarf að gera nokkrar breytingar á umferðar- lögunum og nokkrum regllugerð* um. Umferðarlögin nr. 26, 2. maf 1958, sbr. lög nr. 26, 14. maá 1960, gera að sjálfsögðu ráð fyr- ir vinstri handar umferð. Hins vegar þarf ekki að gera nema smá orðalagsbreytingar á fáuna greinum, ef til breytingar bem- ur. Eru þær allar þess eðlis, afJ þar sem stendur vinstri (vinstra) í lögunum kemur hægri (hægra) í staðinn, og þar sem stendur hægri (hægra) kemur vinstri (vinstra). Þessar breytingar eru á 45., 46., 47., 48., 51., 61. og 63. gr. laganna. Af breytingunum á umfcrðar- lögunum leiðir svo, að breyta þarf nokkrum ákvæðum í reglu- gerðum. Koma þar til reglugerð um umferðarmerki og notkua þeirra, nr. 61, 24. marz 1959, og reglugerð um gerð og búnað ökutækja o.fl., nx. 51, 15. mal 1964. í umferðamefnd eiga sæti: Sigurjón Sigurðsson, ólafur W. Stefánsson, Theodór B. Líin- dal, Sigurður Jóhannsson og Ben. Sigurjónsson. Samt. kr. 43.000.000.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.