Morgunblaðið - 23.02.1965, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 23.02.1965, Qupperneq 19
Þriðjudagur 23. febrúar 1965 MORCU N BLADIÐ 19 — Minkaeldi Framhald af bls. 15. samtökin Dansk Pelsdyravlerfor- ening unnið stórkostlegt starf, sem síðar verður nokkuð drep- ið á. Danir flytja út minkaskinn fyrir 1000 millj. kr. Fyrst framan af var loðdýra- rsektin í Danmörku sáralítil. Árið 1935 fluttu Danir inn nokkuð af silfurrefum frá Noregi og kom þá nokkur skriður á starfsemina. Allt fram undir stríðið var aðal- lega um refaeldi að ræða, enda þótt minkaeldi hafi byrjað rétt fyrir 1930. Rétt fyrir stríðið óx áhuginn fyrir minkaeldinu og á stríðsárunum voru minkaskinn seld á innanlandsmarkað góðu verði, og jókst framleiðslan og náði um 75.000 skinnum árið 1945. Fyrst eftir stríðið kom nokk- nr kyrrstaða. Uppbygging Vest- ur-Evrópu var að hefjast, og það var ekki þörf fyrir lúxusvörur, heldur alls konar lífsnauðsynjar. Það er fyrst eftir 1950, að eft- irspurn eftir minkaskinnum fer að vaxa. Af -heildarframleiðslu minkaskinna í heiminum, 3 millj. skinna, framleiddu Danir - aðeins 5%, eða 150 þús. skinn. Árið 1960 er framleiðslan komin upp í 1 -millj. skinna. Heildarfram- leiðslan 1963 var talin um 17 millj. skinna, og hlutur Dana þá orðinn 10% eða 1,7 millj. skinna. Útflutningsverðmæti það ár var áætlað 160 millj. d. kr. eða um 1000 millj. ísl. kr. í fyrra eða árið 1964 var fram- leiðslan talin 2 millj. skinna, að verðmæti 200 millj. d. kr. eða um 1250 millj. ísl. króna. Er þetta svipað framleiðsluverðmæti og allar íslenzkar Iandbúnaðar- v rur gefa bændum á fslandi í dag. Þr 'ittmikill og vaxandi at, innuvegur í Danmörku voru 1. apríl 1963 samtals 3603 minkabú, og hafði þeim fjölgað um 101 frá árinu áður. Flest þessara minkabúa eru lítil. Meðalstórt minkabú var 146 læður, og hefur meðalstærð- in farið sívaxandi á undanförnum árum. Eftir stærð skiptast búin þannig: Bú með minna en 100 minkalæður voru 2239 eða 62,1%. Bú með 100—300 minkalæður voru 997 eða 27,7%. Aðeins 367 bú höfðu yfir 300 minkalæður, og þar af aðeins 45 bú með yfir 1000 minkalæður. f Danmörku eru nú aðeins 60 refabú. Þessi 3603 minkaframleiðendur áttu 1. apríl 1963 samtals 526 þús. minkalæður. Hafði þeim fjölgað frá árinu áður um 100.573 en það var 23,6% aukning. Aldrei áður í sögu minkaeldis i Dan- mörku hafði þvílík hlutfallsleg aukning átt sér stað. Þessi aukn- ing talar skýru máli um þrótt og velgengni minkaeldisins. Reikn- að er með að hver minkalæða eigi að meðaltali 3V2 hvolp á hverju ári. Samkvæmt því var áætlað að fjöldi minkahvolpa yrði 1830 þús. Nú er meðal upp- boðsverð á minkaskinni um 100 d. kr. eða rúmar 600 íslenzkar. Framleiðsluverðmætið var því um 180 millj. d. kr. eða um 1100 millj. ísl. kr. Á sl. sumri hófu Danir minka- eldi í GrænlandL Atvinnuvegur dreifbýlisins Ef litið er á staðsetningu minkabúanna í Danmörku, kem- ur í Ijós, að þau eru aðallega í nágrenni fiskibæjanna á Norð- ur-Jótlandi og Esbjerg-svæðinu á Suður-Jótlandi eða 65% af bú- unum. Á Sjálandi eða höfuðborgar- rvæðinu eru aðeins 640 bú. Yfir 80% af minkabúunum eru því i dreifbýlinu. Hefur minkaeldið mjög styrkt atvinnulífið þar, og eru minkabændur í mörgum sveitarfélögum Jótlands ein styrk esta stoð byggðarlaganna, sem bera höfuðþunga útsvara og ann- erra álaga til sameiginlegra þarfa - Enginn villiminkur í Danmörku Það kann að þykja athyglis- vert á íslandi, að enginn villi- minkur fyrirfinnst í Danmörku. Rúmlega 2,5 millj. dýra eru í vörzlu, þegar flest er, en ekk- ert vandamál hefir verið að tryggja svo fullkomna gæzlu dýranna, að þau hafa ekki slopp- ið út. Strangar reglur gilda um fyrirkomulag og útbúnað búanna. Er varzlan þreföld. Fyrst er hvert dýr í vírnetsbúri, síðan er lokað- ur skáli og loks ytri girðing, sem er 140—180 cm há og eitt fet í jörðu. Til skamms tíma hafa minka- skálamir verið litlir með einum fóðurgangi að endilöngu með búrin á báðar hendur. Hin síðari ár hefur tíðkazt æ meir að hafa breiða skála með mörgum samhliða fóðurgöngum. Mun það fyrirkomulag vafalaust henta betur hér á landi með til- liti til veðurfars. Hvað kostar að stofna minkabú? í Danmörku er talið, að stofn un minkabús kosti um 900—1000 d. kr. á hverja læðu. Minkabú með 100 læður og tilheyrandi 25 karldýrum, ásamt búrum fyrir 350 hvolpa, myndi því kosta um 90—100 þús. d. kr. eða um 550— 600 þús. ísl. krónur. Það hefir oft viljað brenna við, að menn hafa byrjað á minkaeldi, án þess að gera sér nægilega grein fyrir, hvað það kostar mik- ið handbært fjármagn. Af þess- um sökum hafa margir framleið- endur lent í fjárhagsvandræðum þegar snemma á fyrsta ári. Það er aðallega þrjár skyssur, sem menn gera: kaupa of ódýr og lé- leg lífdýr, reikna ekki með nógu mörgum búrum fyrir hvolpana og gleyma að taka með í reikn- inginn, að það þarf peninga til fóðurkaupa í 12—13 mánuði fyr- ir dýrin áður en fyrstu tekjurnar af skinnasölunni koma inn. Þess vegna er nauðsynlegt að reikna með fóðurkaupum í eitt ár, þegar stofnkostnaðurinn er áætlaður. Samkvæmt opinberum tölum lítur stofnkostnaðurinn fyrir minkabú með 100 læðum þann- ig út: 1. Byggingar með búum og áhöldum ca 260,000 2. Lífdýrakaup: a) 100 læður á 1250,— b) 25 karldýr á 2500,— 190.000 3. Fóðurkaup í eitt ár 100.000 550.000 Ef keyptir eru minkahvolpar ca 2—3 mán. gamlir má fá líf- dýrin fyrir miklu lægra verð eða um 100 d. kr. pr. hvolp. Þarf þá að ala þá upp, en það myndi kosta mun minna hér á landi. Þá yrði fóðurkostnaður líklega um 1/3 lægri hér. Góð afkoma Minkaframleiðendur í Dan- mörku fara ekki dult með að af- koma þeirra hafi verið góð á und- anförnum árum. Meðalverð á minkaskinni hef- ur verið 100 d. kr. Sæmilegt bú má þó reikna með að fá 115— 120 d. kr. á hvert skinn. Fóðurkostnaður er langstærsti útgj aldaliðurinn. Samkvæmt skattframtali telst hann 45 d. kr. á skinn, en er talinn 35 d. kr. á Norður-Jótlandi þar sem að- staðan til að fá ódýran fiskúr- gang er bezt. Reiknað er með að hvert skinn gefi í vinnulaun um 33 d. kr. eða um 200 ísl. krónur. Hér á landi mætti örugglega reikna með kr. 250 á skinn, vegna lægri fóð- urkostnaðar. Minkabú með t.d. 200 læðum, sem talið er mjög hæfilegt verk- efni fyrir einn mann, á að gefa 700 skinn árlega. Vinnulaun ættu þá að vera um 175 þús. kr. á ári. Hafa þá byggingar og búr verið afskrifuð á 10 árum og lífdýrastofn á 4 árum. Með nýjustu tækjum og tækni er þó talið, að einn maður geti hæglega annast 500 læður. Slík- ur maður ætti að fá 1750 skinn, sem ættu lágmark að gefa 1 millj. króna brúttó, sem allt er bein- harður gjaldeyrir. Það eru ekki margar atvinnugreinar, sem gætu gefið slíkan afrakstur. Að slíkum rekstri ber okkur að stefna. Fóðurmiðstöðvar í Danmörku er tiltölulega lít- ið af hraðfrystihúsum. Á síðari árum hafa minkaframleiðendur því byggt sérstök hraðfrystihús með stórum frystigeymslum til að frysta fiskúrgang og fisk og geyma fryst minkafóður, sem þeir verða að kaupa frá útlönd- um í stórum stíl. í sambandi við þessar frystigeymslur hefur víða verið komið upp fóðurblöndunar- stöðvum. Stöðvar þessar hafa sérfróðan mann um fóðurfræði, sem annast um að blanda fóðrið öllum nauðsynlegum næringar- efnum ákveðnum forskriftum, sem vísindalegar tilraunir síðari ára hafa leitt í ljós, að heppi- legastar eru á hverjum árstíma. Er þetta svo allt hakkað saman í seigan massa, sem minkafram- leiðendur sækja daglega, eða til nokkurra daga handa dýrastofni sínum. Slíkum fóðurmiðstöðvum og blöndunarstöðvum fjölgar nú mjög. Þær leysa mikið vanda- mál. Innkaup og geymsla fóðurs- ins var smáframleiðendunum of- viða, sérstaklega eftir að nauð- synlegt var áð kaupa verulegan hluta fóðursins erlendis frá. Til að blanda fóðrið rétt þarf einnig mikla fóðurþekkingu. Þessar stöðvar létta því miklum vanda af einstökum minkafram- leiðendum. Þar sem slíkar fóður- miðstöðvar eru, er miklu auð- veldara að reka minkabú með góðum árangri, en áður var. Hin mörgu hraðfrystihús víðs vegar hér á landi eru tilvalin sem fóð- urblöndunarstöðvar. í nágrenni þeirra þarf að byggja upp minka- eldið. Gott fóður og rétt fóðrun dýr- anna á hverjum árstíma er und- irstaða að heilbrigði þeirra og Herra ritstjóri; í blaði þínu hefir tvisvar af undanförnu verið veitzt að mér að því tilefni að eg varð við þeim tilmælum Tímans að svara fyrir- spurn hans varðandi stórvirkjun. Fyrri skrif þín, er birtust í „Staksteinum" eru ekki svara- verð. Þau lýstu vana-viðbrögð- um Morgunblaðsins, igegn þeim, sem dirfist að hafa aðrar skoðan- ir en það. Það kemur því úr hörðustu átt, sem segir í viðtali, er þú hef- ir átt við Eirík Briem, rafmagns- veitustjóra: „og hefir um leið hrakið fullyrðingar, sem að undanförnu hafa komið fram ........ í reiðilestri Sigurðar Thoroddsen í Tímanum 11. þ.m. því einasta reiðilestri, sem fyrir hefir verið að fara, eru skrif þín sjálfs í Staksteinum hinn 12. s.l. Þú ert ólíkur okkur Eiríki Briem. Hann ræðir af rósemi um málin og mér dettur ekki í hug að halda því fram að það, sem hann segir sé reiðilestur og er hann þó að ýmsu leyti annararl skoðunar en eg. Hefði verið um klausu þína í „Staksteinum“ eina að ræða, hefði eg ekki virt þig svars. í viðtali við Eirík Briem, er birtist í blaði þínu, er hinsvegar marg- vikið að mér og fullyrt, að það sem eg hafði sagt í „reiðlestri" mínum sé hrakið með upplýsing- um hans. Af því tilefni tel eg mig eiga rétt á að koma eftirfarandi athugsasemdum á framfæri í blaði þínu. í viðtalinu segir: „Hvað segið þér um þá hugmynd Sig. Th. að virkja sem næst upptökum jökul- ánna með miðlunarvirkjum". Hér er spurt um hugmynd mína, en í Tímanum sagði eg að þetta hefði verið skoðun mín síðan eg fór að hugsa um virkjanir í stór- afrakstri. Þannig er hárafjöldinn og áferð feldsins og þar með gæði skinnanna mjög háð fóðrinu en ekki erfðaeiginleikum eins og t.d. liturinn. Tilraunastöðin Trollesminðe Að frumkvæði Dansk Pelsdyr- avlerforening var hafið vísinda- og tilraunastarf á sviði loðdýra- ræktar á Trollesminde við Hille- röd árið 1941. Fóru þar fram víðtækar fóðurtilraunir með silf- urrefi á árunum 1941—1944. Með vaxandi eldi minka og nutria lagði Dansk Pelsdyravler- forening til að reistur yrði full- kominn tilraunabúgarður á Trollesminde og bauðst til að kosta af eigin fé byggingú til-■ raunastöðvarinnar gegn .því að ríkið kostaði byggingu starfs- mannaíbúða, kaup á lífdýrastofn- inum og annaðist rékstur til- raunastöðvarinnar í framtíðinni. Þetta tilboð var samþykkt af fjárveitinganefnd þingsins 1946 og var tilraunastöðin fullgerð ár- ið eftir. Hafði hún rúm fyrir samtals 600 tilraunadýr, refi, minka og nutria. Fljótlega minnkaði áhugi fyrir silfurrefum og nutria og var öll- um tilraunum með þau dýr hætt árið 1956, enda beindist allur áhuginn að minkunum á þessum árum. Tilraunastjórinn F. Haagen Petersen fékk árið 1958 landbún- aðarkandidat sér til aðstoðar og annan 1961. Það ár bauðst Dansk Pelsedyravlerforening til að endurbyggja og stækka tilrauna- stöðina með sömu skilyrðum og fyrr. Var það tilboð þakksamlega þegið. Er Trollesminde í dag mjög fullkomin tilraunastöð, sem rúmar 500 læður með afkvæm- um. Allur þessi dýrastofn er ein- göngu notaður til majgvíslegra tilrauna, sérstaklega á sviði fóðr- unar og eldis. Gefur tilrauna- stöðin árlega út margar skýrslur um niðurstöður tilrauna sinna, svo minkaframleiðendur geti haft sem bezt gagn af starfseminni. Leikur ekki á tveim tungum að tilraunastöðin Trollesminde hef- ám okkar og eg bætti við „eða að öðrum kosti einungis þar sem mynda mátti stór inntakslón". Eiríkur Briem hrekur ekki heldur fellst á þessa skoðun mína. Hann segir: „Það er ekki ný hug- mynd að æskilegast sé að virkja á eins og t.d. Þjórsá fyrst við upptök með vatnsuppistöðu". Hinsvegar segir hann, að slík- ar virkjanir yrðu dýrari en svo að við yrði ráðið. „Við höfum því“ segir hann „eins og aðrar þjóðir hafa gert oft á undan okk- ur, leitað að ódýrari lausn, nefni- lega þeirri að virkja aðeins hluta af rennsli árinnar fyrst í stað án mikillar vatnsuppistöðu". Sem sagt rennslisvirkjun. Aðra leið sjái þeir ekki. „Eins og aðrar þjóðir“ er kannske sannfærandi, en það er ekki einhlítt. Aðrar þjóðir búa ekki við önnur eins ísvandamál og við og þessvegna er það, að það sem er gerlegt, þar sem við þau er ekki að etja, á ekki eins vel við hér. Eg sagði í Tímanum að ís- vandamál yrðu óvenjulega mikil í sambandi við virkjun, sem er eins hönnuð og Búrfellsvirkjun sú, sem um er rætt Oig að það væri álit mitt, að hvergi í nokk- urri á á íslandi, og þó víðar væri leitað, væri krapamyndun við- lika mikil og í Þjórsá ofan við hinn fyrirhugaða virkjunarstað. Ekki er þetta hrakið í viðtalinu við E. Briem. Þar segir: „Þeir (Dr. Dervik og O. Kanavin) staðfestu hugmyndir okkar um ísmagnið í Þjórsá, sem þeir sögðu að væri til muna meira en í norskum ám“. Og enn segir: „Allt fram á síð- ustu ár var úthtið síður en svo gott vegna ísvandamálanna .... og við vissum af reynslu að vatnsuppistaða ein var ekki lausnin ef uppistaðan var of lítiL ur gert minkaeldinu í Danmörk* ómetanlegt gagn og á megin þátt- inn í því, að það er nú byggt á traustum fræðilegum grundvelli, sem gefur minkaframleiðendum ágæta og árvsisa afkomu og þjóð- félaginu sívaxandi gjaldeyri®- tekjur. Stærsta minkauppboð í Evrópu Mesti og happadrýgsti viðburð- ur í sögu Dansk Pelsdyravlerfor- ening er vafalaust sá, að árið 1946 keypti það uppboðsfyrirtæki af þekktúm dönskum heildsala, sem nú heitir Danske Pels Aukti- oner. Er þetta fyrsta uppboðs-" fyrirtæki í heiminum, sem loð- dýraframleiðendur sjálfir hafa átt og rekið. Hefir þetta fyrir- tæki jafnan gefið góðan arð og hefir honum m.a. verið varið til auglýsingastarfsemi í samvinnu við hin Norðurlöndin. Hefur milljónum danskra króna verið varið til að auglýsa um allan heim skandinavísk minkaskinn og þá alveg sérstaklega úrvalsskinn undir vörumerkinu „SAGA“, sem er þekkt um allan heim. í árslok 1963 vígðu samtökin hinn glæsilega markaðsskála í Glostrup, sem kostaði um 10 millj. d. kr. Þá byggingu gátu samtökin byggt fyrir eigið fjár- magn. Er byggingin 8800 ferm. að grunnfleti og ein fullkomnasta bygging sinnar tegundar í heim- inum. Eigin framleiðsla samtakanna nægir til að gera Dansk Pels Auktioner stærsta uppboðsfyrir- tæki minkaskinna í Evrópu. Við það bætist að fyrirtækið hefur samið við Finnland um' sölu á öll- um finnskum minkaskinnum eða um 800 þús. stk. Mun fyrirtækið hafa selt um 2,5 millj. minkaskinna á sl. ári fyrir um 250 millj. d. kr. Eru Danir mjög stoltir af uppboðs- skálanum í Glostrup, enda hlotið mikla viðurkenningu hinna fjöl- mörgu erlendu viðskiptamanna, sem sækja minkauppboðin. Hann er sannarlega veglegt tákn um þrótt og framsækni þessa unga atvinnuvegar. Um þetta voru ráðunautar okkar Almenna Byggingafélagið, Verk- legar framkæmdir og verk- fræðifirmað Harza í Bandaríkjun- um sammála". Eg er þessu einnig fyllilega sammála. En eftir hverju er verið að leita þegar ákveðið er að ráðast í Búrfellsvirkjun? Er ekki einmitt farið í virkjunarstað, sem er í byrjun dýrari en svo, að við verði ráðið fyrir sjálfa okkur? Hefir ekki það sjónarmið ráðið vali virkjunarstaðarins, að hægt vaeri að sýna tölur um virkjunar- kostnað, er fullnægðu kröfu viss kaupanda um lágt orkuverð út frá forsendum, sem í dag er ekki vitað að hve miklu leyti munu standast og íslenzkum rafmagns- notendum jafnframt ætlað að bera einum áhættuna af þessum óvissu forsendum. Enn segir í viðtalinu: „En svo var það að Harza benti á .... framfarir í smíði gastúrbínu- stöðva .... Lagði firmað til .... að nota gastúrbínur til vara við ístruflanir og á þann hátt brúa bilið þar til þróun raforkukerfis- ins skapaði fjárhagslegan grund- völl fyrir miðlun samfara öðrum ráðstöfunum og frekari virkjun- um“. Hér er það beint staðfest, sem eg hélt fram um rennslisvirkjan- ir, að nauðsynlegt hefir reynzt að grípa til fjárfrekra aðgerða til úrbóta. Hér er beinlínis sagt. að gera þurfi miðlun samfara öðrum ráðstöfunum. Iiverjunt er ekki tiltekið og mér er ekki kunnugt um að tekið hafi verið tillit til þess kostnaðar, sem af þeim kynni að leiða. Og mér er spurn: Hvernig á sá fjárhagslegi grundvöllur að skapast? Það er vitað að alumin- z Framh. á bls. 21 Athugasemd frá Sig. Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.