Morgunblaðið - 23.02.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.02.1965, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐID Þriðju'dagur 23. februar 1963 Victoria Holt: Höfðingjasetrið ©PIB SðPENHAfiEN — Ég er svo óró’egr vegna mannsins míns. Hann er farinn a® skilja nútímalist. Þótt undarlegt megi virðast, gerði hún mig samt að trúnaðar manni sínum. Ekki gat ég hugs- að mér, hversvegna hún valdi einmitt mig. Kannski vegna þess að hún héldi, að ég skildi hana betur en aðrir þarna á heimil- inu. Ég hafði ekki getað komið í veg fyrir, að hún drykki. Á hverj um degi reið hún út og keypti viskí í kránum þarna í nágrenn inu. Hún hafði greinilega gert sér það ljóst, að hættulegt gætí verið að nota birgðir hússins. En auðvitað gat ekki hjá því farið, að Justin kæmist að þessu. Þegar hann fann tómu flösk urnar í skápnum, varð hann sem þrumulostinn. Fyrst hafði Jud- ith gaman af þessu. — Hann varð svo vondur, að ég hef aldrei séð hann neitt því líkan. Honum hlýt ur þá að mislíka þetta, úr því hann getur orðið svona vondur, er það ekki, Kerensa? Hann sagði, að þetta eyðilegði heilsuna mína! En þessi kæti hennar átti sér ekki langan aldur. Þá komst ég að því, hve háð hún var orðin viskíinu. Ég kom inn til hennar og fann hana þar grátandi yfir einhverju bréfi. — Ég er að sknfa honum Just in, sagði hún. Ég gægðist yfir öxlina á henni og las: „Elskan mín, hvað hef ég gert til þess að þú þurfir að fara svona með mig? Stundum held ég, að þú hatir mig . . .“ Ég sagði: — Þú ferð ekki að senda honum Justin þetta? — Hví ekki það? — Þú hittir hann daglega. Hversvegna þarftu þá að vera að skrifa honum? — Hann forðast mig. Við erum farin að sofa sitt í hvoru her- bergi. Það er af þvi að hann getur ekki þolað mig. Hann er að reyna að gleyma mér. Já, þetta er orðið breytt síðan þú varst þerna hjá mér, Kerensa! En þú ert úti um þig! Ég vildi að ég væri eins klók og þú. Þú kærir þig ekkert um Johnny, er það En hann kærir sig um þig. Skrít ið að tarna. Þetta er allt öfug- snúið. Tveir bræður og konurn ar þeirra . . . Hún rak upp æðisgenginn hlát ur og ég reyndi að vara hana við. — Fólkið heyrir til þín, sagði ég. — Já, og hvað mundi það svo sem uppgötva? Að Justin van- ræki mig. Að hann vill fá prests dótturina. O, það veit þegar um það. Ég reyndi að róa hana. — Hafðu hægt um þig, Judith. Þú ert ekki með sjálfri þér. — Ó, mig dauðlangar í eitthvað að drekka. Hann hefur tekið frá mér einu huggunina mína. Hvers vegna ætti ég ekki að hafa mína huggun. Hann hefur sína. Hjálp aðu mér, Kerensa. Kauptu fyrir mig viskí . . . ■nHBKOI 23 — Það get ég ekki, Judith. — Þúf vilt þá ekki hjálpa mér? Enginn vill hjálpa mér . . . Nei. Hún brosti þreytulega. Henni hafði sýnilega dottið eitthvað í hug, en ég gat ekki fundið, hvað það var fyrr en nokkrum dögum síðar. Og það var þegar hún reið til síns fyrra heimilis og kom aftur með Fanny Paunton með sér. Fanny hafði verið þerna hennar I í Derrise. Og nú átti hún aftur að fara að verða herbergisþerna hennar. En svo gleymdi ég bæði Judith og Justin vegna umhugsunarinn- ar um son minn. Hann var nú farinn að ganga og tala, var orð inn næstum tveggja ára, og stór eftir aldri. Hann skipti sjaldan skapi, en var alltaf vingjarnleg- ur og brosandi. Ég undraðist það oft, að maður eins og Johnny og kona eins og ég skyldum geta átt svona bam. Ég var nú orðin tuttugu og eins árs og þegar ég gekk þarna um, fannst mér eins og ég hefði átt heima í Klaustrinu alla mína ævi. Gamla frúin var greinilega tek in að eldast. Hún var með gigt, sem hélt henni innan sinna veggja mestallan daginn. Af þessu leiddi, að ég var smámsam an að verða húsmóðirin þarna, því að ekki var Judith að þvæl- ast fyrir mér. Stundum var hún heilu dagana í herberginu sínu og hafði engan hjá sér nema þernuna — „þessa Fanny frá Derrise* eins og fólkið orðaði það. Jói bróðir minn var trúlofaður Essie Poilent og tengdafaðirinn ætlaði að gera hann að meðeig- anda sínum á brúðkaupsdag þeirra. Ég varð hálf hvumsa við gleðina, sem amma lét í ljós, er hún sagði: — Jæja, þá eru bæði þau litlu búin að koma sér vel fyrir! Ég gat ekki skilið, hvernig hægt var að nefna þessa forfröm un Jóa 1 sömu andránni og mína og ennþá gramdist mér, að hann skyldi ekki hafa viljað læra til læknis. En annars var ég yfir- leitt ánægð með tilveruna, þang að til Mellyora vakti athygli mína á nýju atriði, sem gerði mig órólega. Ég hafði séð dögum saman, að Mellyora var í eitthvað annar- legu skapi og loks spurði ég hana bein't, hvað væri að. — Það er Judith, Kerensa, sagði hún, með nokkurri tregðu. — Judith? Já, auðvitað þurfti það að vera Judith. Judith var þetta svarta ský fyrir sólinni hjá Mellyoru. — Þú veizt að hún drekkur allt of mikið, sagði Mellyora. — Já, ég veit það, en Justin veit af því og hefur einhvern hemil á þvL — Hún drekkur nú of mikið ... samt. Þrátt fyrir Justin. Ég þurfti ekki annað en heyra hana nefna nafnið hans, til að lesa tilfinningar hennar. Ó, Mell yora! Þú ert ekki lagin að dylja tilfinningar þínar, hugsaði ég. — Já, hvernig það? sagði ég. — Ég fór fram hjá herberg- inu hennar um daginn, og dyrn- ar voru opnar og ég heyrði hana stynjandi, svo að ég gekk inn. Hún lá þvers yfir rúmið, útúr- drukkin. Það var hræðilegt, Ker ensa. Hún þekkti mig ekki. Ég varð svo hrædd, að ég fór til að finna Fanny. Hún var í sínu herbergi. Hún stóð ekki upp þeg ar ég kom inn og þegar ég sagði henni, að Judith væri veik, hló hún bara, ósvífnislega og hæðnis lega. — Það er allt í lagi með hennar náð, ungfrú Martin, sagði hú,n, en bætti síðan við: — Ég li vissi ekki, að það væri frúin, sem þér hefðuð áhuga á. Þetta var andstyggilegt, Kerensa, og ég varð vond. Ég leit á Mellyoru og minntist þess, hvernig hún hafði barizt fyrir mér, þegar hún bjargaði mér af markaðnum í Trelinket og fór með mig heim á prest- setrið. Mellyora gat verið herská, ef mikið lá við. Og nú mundi hún berjast. Hvert óorð, sem gæti komið á samband hennar við Justin, lenti líka á honum. Mellyora hélt áfram: — Ég sagði henni, að hún væri ósvíf- in, en hún bar hló að mér. — Þér haldið, að þér séuð eitthvað, ung frú Martin. Maður gæti haldið, að þér væruð sjálf orðin hennar náð. En það eruð þér bara ekki . . . það er langt í land. Ég varð að þagga niður í henni, áðúr en hún segði eitthvað annað verra, eitthvað, sem ég gæti ekki hummað fram af mér, svo að ég flýtti mér að segja: — Ein hver er að útvega frú Larnston viskí, og ég hef ástæðu til að halda, að það séuð þér. Hún rak aftur upp hæðnishlátur, en leit um leið til skápsins. Ég fór og opnaði hann og þá sá ég þær . . . flöskur og aftur flöskur . . . sumar fullar, aðrar tómar. Hún hlaut að hafa verið að útvega Judith þær . . . og Justin, sem var að reyna að venja hana af að drekka! — En hvað geturðu við þessu gert, Mellyora? — Ég veit ekki. En ég hef mikl ar áhyggjur af því. Ég var líka áhyggjufull. Ég óskaði þess heitast, að Mellyora gæti gleymt Justin og gifzt ein- hverjum öðrum . . . einhverjum, sem ætti heima ekki mjög langt í burtu, svo að við gætum oft hitzt. Davíð Killigrew var hú fluttur til Revelyan. Hann hafði komið nokkrum sinnum að heim sækja okkur og enn hafði ég hrifizt af hinum augljósa heiðar leika hans og viðkunnanlegu ró- semi. Ég var líka, skal ég játa, hreykin af því, að tilfinningar hans til mín voru enn sýnlegar undir yfirborðinu. En nú ósk- aði ég þess samt, að hann hefði verið skynsamari og orðið ást- fanginn af Mellyoru, í staðinn fyrir mig. Það hefði verið svo ágæt lausn á þessum vandamál- um okkar. Nú sagði ég við hana: — Þess ar glósur um þig og Judstin valda mér nú meiri áhyggjum en nokkurntíma drykkjuskapur- inn í Judith. — Við erum saklaus, sagði hún, — og hinir saklausu hafa ekkert að óttast. Ég svaraði engu og hún sneri sér að mér í æsingi. — Þú trúir mér kannski ekki? sagði hún ásakandi. — Ég trúi alltaf því, sem þú segir mér, Mellyora, svaraði ég. — Ég var bara að hugsa um það, sem þú sagðir, að hinir saklausu hafi ekkert að óttast. Ég var að velta því fyrir mér, að hve miklu leyti þau orð væru sönn. Næsta dag fór Johnny til Ply mouth í einhverjum erindum fyr ir heimilið. Það var einkennilegt, hve settur hann virtist vera orð inn, síðan við giftumst. Já, lífið var einkennilegt. Just in, sem hafði gifzt eins og for- eldrar hans skipuðu honum, var sem óðast að glata virðingu sinni því að enginn vafi var á því, að aðalumræðuefni vinnufólksins var Justin, Judith og Mellyora. Johnny, sem hafði gert ættinni skömm með því að giftast vinnu konu, sýndi sig nú að hafa farið rétt að. Þetta var næstum grát hlægilegt. Ég var að velta því fyrir mér, hvort Johnny væri mér ótrúr. Ekki að mér væri ekki alveg sama. Staða mín var tryggð. Ég fékk allt hjá Johnny, sem ég ósk aðL Garðahreppur Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Garðahrepp er að Hof- túni við Vífilsstaðaveg, sími 51247. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunbl.aðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur i dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allan Eyjaf jörð og víðar. Blaðburðarfólk óskast til blaðburðar í eftirtalin hverfi Lambðstaðahverfi Skulagata Sími 22-4-80 KALLI KUREKI Teiknari: J. MORA JÉg skal sýna þessum heilagleika, að ég mun..........En ég hef aldrei kunnað að fara með sexhleypu og hann er líldegast álíka fljótur og eld- ing. Hvers vegna þurfti ég að láta hann æsa mig upp.“ „Ég verð að mæta þarna á morg- un, eða ég mun verða stimplaður skræfa af öllum hérna í kring. En það þýðir lítið fyrir mig að fara á móti honum, jafnvel með byssu að vopnL“ „Kalli, mér lenti aftur saman við strákstaulann hann Skotspar. Ég við urkenni að ég æ'cla að berjast við hann.“ „Enga hræðslu. Við skulum athuga hvað við getum ger:L“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.